Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Page 18

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Page 18
samtökin séu að lognast út af vegna peningaleysis," segir Reyn- ir Adolfsson, starfsmaður West Norden á íslandi. Hluti af starfi Reynis er að efla ferðamál úti á landi, en hann hefur líka unnið þarft sjálfboðastarf í þágu ferða- málasamtakanna. — Sjálfboða- starf gengur allra fyrst á meðan verið er að hrinda einhveiju af stað, en ef enginn skilningur kem- ur frá ábyrgum aðilum í þjóð- félaginu á mikilvægi samtakanna gefast sjálfboðaliðar upp á að gefa sinn tíma. Mikill áhugi og eldmóður var ríkjandi hjá ferða- þjónustufólki úti á landi meðan unnið var að stofnun samtakanna. Margir inntu ómælt starf af hönd- um, jafnvel um árabil áður en samtökin voru formlega stofnuð. Allir sáu að eitthvað varð að gera til að halda utan um ferðamál landsbyggðarinnar. — Fjármagn er undirstaða þess að hægt sé að halda einhverju starfí gangandi. Ferðamálasam- tökin fengu 600 þúsund frá ríkinu á síðasta ári og allir sjá hvað mikið hefur komið í hlut hvers og eins. Við höfum heyrt að ákveðin hafí verið flárveiting að upphæð 900 þúsund á þessu ári, en allt er óljóst varðandi þá fjár- veitingu. Verksvið- Tilgangur — Tilgangur samtakanna er fyrst og fremst að fá ferðaþjón- ustufólk til að starfa saman. Hreppapólitíkin er oft Þrándur í Götu, en þar sem menn hafa náð að vinna saman hefur náðst mik- ill árangur fyrir svæðin. Nú eru 6 ár síðan fyrstu ferðamálasam- tökin, Ferðamálasamtök Vestur- lands, voru stoftiuð. Austurlands- samtökin voru stofnuð upp úr 9 ferðamálafélögum, en öll hin af einstaklingum og fyrirtækjum. Svæðaskipting þeirra er að miklu leyti byggð á §órðungssambönd- um sveitarfélaga, nema á Norður- landi. Lögin gerðu ráð fýrir Norð- urlandi vestra og eystra, en þá var þegar búið aað stofna ferða- málasamtök Norðurlands fyrir Reynir Adólfsson bæði svæðin. Norðurland er stórt landsvæði og matsatriði á milli manna hvort svæðin eiga að vera eitt eða tvö; Óli B. Ólason hefur starfað lengst fyrir ferðamálasamtökin, bæði sem fulltrúi samtaka Vestur- lands og Suðurlands, en hætti í júní á síðasta ári og síðan hefur enginn ferðamálafulltrúi starfað hjá einstökum samtökum. Óli var á endalausum ferðalögum á milli landshlutanna sem ferðamálafull- trúi og starfssviðið var mjög um- fangsmikið. Starf ferðamálafull- trúa er geysilega mikið fólgið í ráðgjafarþjónustu og aðstoð við uppbyggingu á ferðamannastöð- um. Öli segist ekki skilja hvemig það getur gengið til lengdar að vera ekki með ferðamálaráðgjafa fyrir landsbyggðina og ekki mót- aða framtíðarstefnu um upp- byggingu á ferðaþjónustu úti um allt land. NÁMSKEIÐAHALD Bæklingaútgáfa Þeir sem starfa fyrir ferðaþjón- ustuaðila úti á landi em oft byij- endur eða óþjálfað fólk í starfí. Starfstíminn er svo stuttur að illa gengur að halda sama fólkinu. Margir em óömggir og vita ekki hvemig þeir eiga að inna þjón- ustuna af hendi. Það er mikið atriði að halda stutt 4-5 daga námskeið fyrir hvem landshluta áður en aðalferðamannatíminn héfst. Fólk sem sækir námskeiðin ætti síðan að njóta þeirra í laun- um. Hússtjómarskólar víðsvegar um landið væm hentugt húsnæði undir slík námskeið. Flest ferðamálasamtökin byij- uðu á að gefa út kynningarrit um sína landshluta og allt fjármagn þeirra og meira til fór í útgáfu- starfíð. Margir sjálfboðaliðar sitja síðan eftir með persónulegar ábyrgðir á skuldum. í framhaldi af sinni fyrstu reynslu hafa ferða- málasamtökin meðal annars beitt sér fyrir samræmingu og betra skipulagi á útgáfu kynning- arbæklinga, en víða er of miklu eytt í bæklingagerð og ekki nægi- lega vel staðið að upplýsingum sem má oft rekja til vanþekkingar. Einnig er slæmt að þurfa að fylla landkynningarbæklinga af auglýsingum til þess að fá upp í kostnað. Ferðamálasamtökin hafa líka haft áhuga á að sinna betur framleiðslu minjagripa sem víða er mjög bágborin úti um land. Þar er gífurlega stórt óunnið verk- eftii. Ferðamálasamtök Vesturlands hafa verið einna öflugust, eru búin að starfa lengst og hafa ver- ið með fastan starfsmann í nokk- ur ár. Árið 1986 lögðu þau fram allt að 10 ára áætlun um upp- byggingu á ferðaþjónustu fyrir sitt svæði. Slíka áætlun þyrfti að vinna fyrir öll landhlutasamtökin, en slíkt verkefni er ekki fram- kvæmanlegt nema að hafa fastan starfsmann. Það má líka nefna gerð kynningarmyndbanda og fleira sem er stór þáttur í mark- aðssetningu hvers landshluta. Það eru margir grunnþættir í uppbyggingu á ferðaþjónustu úti á landi, sem enginn getur fram- kvæmt nema heildarsamtök sem ÓÚ J. Ólason hafa yfírsýn jrfír atvinnulíf lands- hiutanna. En ferðamálasamtökin vantar fjárhagslegan grundvöll til að geta byggt starfíð upp hægt og rólega. Eins og fram hefur komið er erfítt að vera með stefnumótun og áætlanir fram í tímann á meðan enginn veit hvort einhver íjárveiting kemur eða hvenær. Núna er febrúar að verða liðinn og ennþá er ekkert hægt að skipuieggja vegna peninga- leysis. StyttriTími- hægariÞróun Umræðan í þjóðfélaginu geng- ur út á að atvinnugreinin eigi að sjá um sig sjálf. Aðalvandamál ferðaþjónustu úti á landsbyggð- inni er að ferðamannatíminn er miklu styttri en í Reykjavík og þróunin hægari. Ferðaþjónustu- aðilar úti á landsbyggðinni gera ekki meira en að standa undir sér og hafa enga peninga aflögu. Þeir reyna að halda uppi nauðsyn- legri þjónustu, 8-9 mánuði ársins. með miklum taprekstri. Lands- byggðahótel og samgöngur eru nauðsynlegir þættir í nútímaþjóð- félagi, en eru rekin á flestum stöð- um með miklu tapi. Allir eru sam- mála um mikilvægi þeirra, en sýna rekstrarörðugleikum þeirra ekki nægilega mikinn skilning. Hingað til hafa samtökin verið fjármögnuð af fijálsum framlög- um frá einstaklingum, fyrirtækj- um og sveitafélögum. Rætt hefur verið um að sveitafélögin eigi að styrkja þau veruiega, en eins og allir vita hafa sveitarfélögin í mörg hom að líta. Tekjur þeirra eru líka heldur rýrari núna eftir nýlega skattkerfísbreytingu og verkefnaskiptingu. Mörg sveitar- félög eru búin að leggja fram mikla peninga til að auðvelda ferðaþjónustu á sínu svæði. Við getum nefnt til dæmis SeyðisQörð og fleiri sem eru búin að byggja upp góð tjaldsvæði. Nokkur sveit- arfélög eru eignaraðilar að hótel- um, standa að kynningum, merk- ingum við svæðin og fleira. Allt er þetta stuðningur við atvinnu- greinina, þó að ekki séu lagðar beint fram stórar peningaupp- hæðir. — Hvað gerist ef ferðamála- samtökin fá enga peninga? „Þá geta þau ekki staðið við sínar skuldbindingar við Upplýsinga- miðstöðina og ferðaþjónusta á landsbyggðinni dregst enn frekar aftur úr og við megum ekki við því,“ segja viðmælendur okkar. — Við stofnuðum samtök sam- takanna í fyrra, til þess að gefa einhveijum okkar umboð til að koma fram fyrir hönd samtak- anna. Einhver verður að fara til ráðherra og til fjárveitingarvalds- ins til að bera sig eftir peningum, hvort sem það hefur eitthvað að segja eða ekki. Við erum með fastan árlegan fund, sem verður núna í mars. Á þeim fundi verður rækilega farið í gegnum stöðu samtakanna. Samtökin verða að hafa ákveðna stöðu í heildarupp- byggingu ferðamála og fjárhagur þeirra öruggur til nokkurrar framtíðar. Ljóst er að núverandi ástand getur ekki gengið lengur. Vetrarsól fyrir Islendinga á Kanaríeyjum Það vakti mikla athygli þegar Kanaríeyja- klúbburinn klofnaði á sínum tíma. En kannski var það enn meira fréttaefni þegar höfuð- andstæðingarnir, Utsýn og Samvinnuferðir-Landsýn tóku höndum saman og hófu sam- starf um leiguflug til Kana- ríeyja. Ferðablaðinu lék for- vitni á að vita hvemig sam- starfið hefði gengið. Óhætt er að fullyrða að tilraun Samvinnuferða-Landsýnar og Út- sýnar hafí tekist með ágætum. Báðir aðilar voru með heldur minna sætaframboð, en á móti kemur að aukning hefur verið í sætanýtingu hjá báðum ferða- skrifstofunum. Uppselt var í jóla- ferðina og nær uppselt hefur ver- ið í allar ferðir fram að þessu. Örfá sæti eru laus í ferðina ll.mars og í páskaferðina Um 2000 íslendingar hafa nýtt sér vetrarfrí á Kanaríeyjum í vet- ur og það er meiri fjöldi en undan- farin ár. Það er orðið miklu meira um að fólk taki hluta af sínu fríi yfir vetrartímann. Stærsti hlutinn tekur sér frí yfír sumartímann, en vetarfrí eru í mikilli aukn- ingu“, segir Helgi Daníelsson hjá Samvinnuferðum. Kanaríeyjar eru mjög góður hvíldarstaður yfir vetrarmánuð- ina. Þægilegt eyjaloftslag sem á vel við okkur íslendinga og meðal- hiti um 19.5 gráður frá desember fram í apríl. Dvalist er á Gran Canaria sem er stærsta eyjan í eyjaklasanum út frá ströndum Marokkó. Boðið er upp á gistingu í íbúðahótelum, smáhýsum og lúx- ushótelum á ensku ströndinni á suðurhluta eyjunnar sem er sólrík- asti staður Kanaríeyja. 31.mars sem er tveggja vikna ferð og um leið síðasta ferðin hjá þeim. Flugleiðir settu upp leiguflugs- ferðir til Kanaríeyja á sama tíma og Samvinnuferðir og Útsýn og hafa seit í þær ásamt minni ferða- skrifstofunum. Hjá þeim eru fáein sæti laus í tveggja vikna ferð 11. mars og líka í páskaferðina sem er farin 25. mars. Síðasta ferð hjá þeim er 8. apríl með því að fara. hpim í orpcmiim TiOndon. • Enska ströndin er 30 km löng og einkennist af gulbrúnum sandhólum með grænum gróð- urreitum Ibúðahótel. Myndin fyrir ofan sýnir smáhýsi með sameigin- legan garð og sundlaug Höfuðborgin, Las Palmas er vinsæl smábátahöfn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.