Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 4
F ar vel, Flóki að var kominn háttatími, þegar síminn hringdi eitt kvöldið. Mér var tjáð eins vægilega og slíkt er hægt að gera, að íslenzki teiknarinn og grafíklistamaðurinn Alfreð Flóki væri látinn og hefði heilablæðing verið banamein hans. Hann varð aðeins 48 ára gamall. Mér brá svo, að samtalið varð vandræðalegt og átti auk þess að fara fram á ensku. Alfreð Flóki hafði verið vinur minn í 15 ár. Við höfðum EftirULF GUDMUNDSEN unnið saman að sýningum, við bókagerð og ýmislegt annað. Skyndilega varð allt svo tómlegt og und- Biðlamir. Teikning eftir Flóka. arlegt. En það er náttúrulega aðeins gott, að það sé þannig. Því að hvað er líf án til- finninga? Ég kynntist Alfreð Flóka fyrir tilstilli hinnar gömlu kempu súrrealismans í Dan- mörku, Steen Colding. Hann fæddist í Reykjavík 1938, stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskólann þar og fór síðan í Listaháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem aðalkennari hans var Hjort Nielsen. , Einu sinni sátu þeir saman á veitinga- húsi skammt frá Charlottenborg, Hjort Niel- sen og Alfreð Flóki. Þá hélt Flóki fyrirlest- ur um glæsibrag liðinna tíma og lagði það til að lokum, að prófessorar á akademíunni bæru fomlega, rauða einkennisbúninga með þríhymda hatta á höfði. „Meinarðu þetta í alvöru?" spurði Hjort Nielsen. „Já,“ svaraði Flóki, „glæsilegan einkenn- isbúning og þríhymdan hatt — og gult bindi um handlegginn með þremur svörtum depl- um.“ . Alfreð Flóki ferðaðist víða um Evrópu og hélt margar einkasýningar á íslandi og í Danmörku. Hann tók einnig þátt í samsýn- ingum í Reykjavík og New York sem og í baltneska biennalinum í Rostock og í sýning- um „Súrrealistanna“ í Kaupmannahöfn og Svíþjóð. Hann hafði fast samband við Galleri Passepartout í Kaupmannahöfti, meðan það var við lýði, og Maeyers Galleri í Esbjerg. Verk eftir Alfreð Flóka eru meðal annars í eigu Listasafns ríkisins í Reykjavík og ýmissa góðra safna í Bandarfkjunum. Einu sinni gerði Alfreð Flóki það heyrin- kunnugt, að hann hefði málað eitt einasta olíumálverk, og það væri eitt af því hræði- legasta sem hægt væri að hugsa sér. Hann var og varð alltaf teiknari og á sýningum vom teikningamar metnar á við „raun- vemleg málverk". Flóki tók sér fyrir hendur mörg áhuga- verð verkeftji sem teiknari — allt frá því að myndskreyta sögur eftir ICdgar Allan Poe til að teikna frímerki fyrir íslenzku póstmálasljómina. Hin tvö Jólafrímerki“ hans urðu mjög vinsæl. Annars hefði maður haldið að friðsæld jólanna hefði verið eitt af því, sem sízt hefði legið fyrir hinum óvenjulega listamanni. „Þú mátt alls ekki segja þetta nokkmm einasta manni, þvi að ef þú gerir það, er ég búinn að vera!“ skrif- aði Flóki aftan á jólakort, sem hann sendi Listamaðurinn með gyðju sér við hönd á götu í Kaupmannahöfn. mér frá Sögueyjunni, en það var frímerkt með merkjunum tveimur. Alfreð Flóki átti ekki aðeins heilmikið sammerkt með súrrealistunum. Það var einnig um tengsl að ræða aftur til „de dekad- ente“ og symbólistanna. Og eiginlega liggja þræðir í þessu sambandi alla leið aftur og inn í rauðamyrkur miðalda. Snemma á áttunda áratugnum fékk Flóki þá hugmynd, er hann var að undirbúa sýn- ingu, að birta Iista yfír nöfti manna, sem honum fannst hann vera andlega skyldur, í sýningarskránni. En það var þó horfíð frá því ráði. Þeir voru alltof margir! En ég man eftir ýmsum nöfnum svo sem Bosch og Baudelaire. Alfreð Flóki taldi sig vera mesta myndlist- armann, sem uppi væri á íslandi. En það er enginn vafi á því, að hann var sá hneyksl- anlegasti af því tagi. Þessi ágætismaður naut þess í rauninni að gera allt vitlaust í kringum sig. Þannig man ég eftir hátíðarfundi í Nor-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.