Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 8
Hérí djúpunum erumvið meira fyrir þjáninguna Ihverri viku, stundum raunar á hverjum degi, kemur fólk hingað á blaðið með ljóðin sín; stundum aðeins til að fá umsögn, en oftast fylgir von um birtingu í Lesbók. Stundum er þetta ungt fólk, skólaskáld eða aðrir, sem aldrei hafa sýnt þessar andlegu afurð- ir sínar neinum. Við reynum að taka mildi- lega á móti þessu fólki því feimnin er venju- lega með í förinni. Eins og eðlilegt má telja er oftast einhver byijendabragur á ljóðun- um, enda eru árin fá að baki hjá þessum ungu skáldum, lífsreynslan oftast slétt og felld. Stutt spjall við Steinunni Ásmundsdóttur ' í ljósi þessarar reynslu vakti það athygli okkar og forvitni þegar bárust níu ljóð frá liðlega tvítugri Reykjavíkurstúlku, Stein- unni Ásmundsdóttur, sem reyndist þegar að var gáð starfa við auglýsingasölu fyrir tímaritið Þjóðlíf. Á ljóðum Steinunnar var í miklu minna mæli þessi venjulegi byijenda- bragur og sum þeirra vöktu grun um sára lífsreynslu, djúpstæðan ótta eða harm. Hún yrkir um „brotlendingu", „ævintýri hins tryllta hugarheims" og yfirskriftin á einu var „Desperato" sem getur þýtt margt, m.a. vonlaus eða örvæntingarfullur: „Hversu hijáð er hjarta mitt/ svo harm- þrungið/ og hnípið/ mót veraldar illsku" segir hún þar. Óg annars staðar: „Eg er -dúfan hvíta/ með lítið rautt hjarta/ óttasleg- ið/ það berst/ í dúnmjúku fiðurbijósti." Hún er fiskur í búri, sem reynir að bijótast úr viðjum, horfir á „fallega einskisverða hluti"; ástinni líkir hún við lítið lóuhjarta, en yrkir annars lítið um ástina; „Hér í djúpunum/ erum við meira fyrir þjáninguna." En hvers vegna öll þessi þjáning og hver er Steinunn Ásmundsdóttir? Einn daginn leit hún inn, falleg ung stúlka, vel klædd og glaðleg og mjög í ósamræmi við þjáning- una og óttann í ljóðunum. Hún kvaðst eins hafa búizt við því, að þau yrðu látin beint í ruslafötuna, en um tilurð þeirra og bitra lífsreynslu sagði hún svo: „Ég hef lagt mig eftir ljóðum frá því ég fór eitthvað að hugsa; við skulum segja, að það hafi gerst, þegar ég var 13 ára. Ekki svo að skilja, að ég fengi „unglingaveikina" eða umtumaðist á gelgjuskeiðinu, en ég fór Steinunn Ásmundsdóttir Ljósmynd Lesbók/Þorkell að verða meira hugsandi en áður hafði ver- . ið. Ég orti þá fyrsta ljóðið mitt; á það raun- ar ennþá og hef ort að staðaldri síðan. Samt hef ég ekki haft neina sérstaka trú á skáld- skaparhæfileika mínum; ég get ekki sagt að ég hafi tekið þetta mjög alvarlega, en lofað því að spretta fram áreynslulaust og án þess að pína neitt fram. Síðan áhugi minn á ljóðum hófst hef ég viðað að mér ljóðabókum og þegar ég las Stein Steinar uppgötvaði ég hvað það var, sem mig langaði til að ná. Mér fannst hann höfða til mín meira en önnur skáld; þetta var mjög sterk upplifun. Það fer víst ekki mílli mála, að ljóðin mín eru nokkuð dökk á litinn, þunglyndis- leg, án þess að ég sé neitt þunglynd. Hitt er svo annað mál, að ég hef gengið í gegn- um erfítt tímabil, svo erfítt að ég vona að ég þurfi ekki að upplifa það aftur og sárs- aukinn frá þeirri lífsreynslu birtist í ljóðun- um. Án þess að nokkur ástæða væri til, sem rekja mætti til heimilisástæðna eða vonds félagsskapar leiddist ég út í drykkju og al- varlegan alkóhólisma. Ég kollkeyrði sjálfa mig tilfinningalega og að komast út úr þessu ástandi var fyrir mig barátta uppá líf og dauða. Það eru núna liðin tvö ár frá því þetta var sem verst; ég stóð þá á tvítugu. Þá komst ég í meðferð, sem hefur dugað mér hingað til, og sem betur fer virðist ég ekki hafa haft af þessu varanlegan skaða. En meðan slíkt ástand varir verður alger stöðnun á þroska, en síðan finnst mér ég hafa tekið mikinn kipp. I veröld fíknarinnar fer maður að sjá veröldina einungis í svart-hvítu. Skynjunin verður svo takmörkuð; sífelld þjáning, beizkja og vonleysi. Ég var orðin að salt- stólpa og sá ekki nema skerta mynd af umheiminum. Maður verður blekkinga- meistari og góður leikari meðan á þessu stendur; reynir að villa um fyrir öðrum, sýnast. Alltaf þarf að vera að skrökva sig STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR Desperato Hversu hijáð er hjarta mitt svo harmþrungið og hnípið mót veraldar illsku. Ég hrópa í angist - því gangist þér upp í svo heimskulegu táli glitofnu pijáli. Vogskálar réttlætis eru ónýttar af yður - er nema von að hjarta mitt dijúpi blóðlitum tárum? Hversu hart er ekki tillit þitt er ég græt eftir miskunn. Þú ógnþrungna líf. Leikur með ást Ástin gæti verið eins og lítið lóuhjarta sem sveimar á milli skýjanna í leit að alsælu tregablandinna vona. Astin gæti líka verið eins og pappirsmiði sem ærslast í reiðuleysi hverfulleikans gamall og laskaður eftir stormhviður vindanna þar til einhver stígur óvart ofan á hann í Austurstrætinu á annasömum föstudegi. Þó er líklegra að ástin sé brotið sem vantaði í myndina af spegli sálarinnar. Með lóuhjarta og pappírsmiða í farteskinu - ástriðufúll gjafhiildi vonar og ótta sem eiga sér hreiður í höfði mínu og unga út tilfinningum með reglulegu millibili. Vængja- sláttur Ég er dúfan hvíta með lítið rautt hjarta óttaslegið það berst í dúnmjúku fiðurbijósti vængimir svo smáir - kraftlausir ég bíð eftir að verða stór og flögra því hér enn um stund ég bíð. Stundum held ég að það sé hjartað sem vill ekki fljúga fremur en vængir mínir ég held að ef ég reyndi flygi ég afturábak með vænghaf fortíðarinnar á móti mér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.