Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 6
Guðfræði og Passíusálmar 1. grein Hugsanlegar fyrirmyndir og aðferð séra Hallgríms siðbót kristinnar kirkju á 16. öld varð veruleg breyt- ing á trúarlífi þeirra þjóða er játuðust siðbótinni; það er kunnara en frá þurfi að segja. Víst hafa menn ekki verið á einu máli um ágæti siðbótarinn- ar og hér á landi hefur lengi verið deilt um siðbótina Eftir ÞORBJÖRN HLYN ÁRNASON í heild og hversu góðir eða slæmir einstakir þættir hennar hafi verið. Gætum að því, að það er ekki sama hvemig menn horfa á sögulega atburði. Til eru þeir sem halda því fram, að í siðbótinni á íslandi hafí þjóðleg reisn sett niður; með Jóni Arasyni hafí horf- ið sá myndugleiki íslenskur, sem enn var til, og dönsk yfírráð orðið algjör — þess vegna sé siðbótin slæm, líkt og siðbótar- mennimir hafí gefíð út forskiftir um ólög- mæta upptöku eigna íslensku kirkjunnar af Danakonungi. Viðhorf af þessu tæi er einungis dæmi um hversu fráleitt það er að einangra einn þátt jafn umfangsmikilla breytinga og siðbótin hafði í för með sér og ætla síðan að fella dóma um fyrirbærið í heild út frá því. Menn koma sér gjaman upp röksemdum er þeir hafa líkt og tromp á hendi til að ógilda rök andstæðinganna. Það, sem er yfírleitt fráleitast við þess hátt- ar þrætur Um góða eða vonda siðbót, er að margir koma til samræðunnar án þess að hafa svo mikið sem vinsamlegan áhuga á kirkjunni og em þar af leiðandi áhugalausir um kirkjulega merkingu siðbótarinnar. Við skulum gæta að því, að kirkjan er eitt og áhrif hennar á menningu og sam- félag eru annað. Hér á íslandi vom þær aðstæður fyrir hendi, að erlendir valdsmenn gátu notfært sér breytta skipan á ytri stjóm kirkjunnar til að hirða eignir klaustra og einstakra kirkna. Þessir dapurlegu atburðir geta samt engan veginn verið undirstaða í röksemdir um almennt fánýti siðbótarinnar. Siðbótarmennimir vom mótmælendur í þeim skilningi, að þeir gagmýndu kirkju- skilning og ritningartúlkun Rómarkirkjunn- ar og vildu leiðrétta mannadýrkun og verald- arhyggju í kirkjunni. Þau mótmæli urðu kirkjunni til góðs, ekki aðeins þeim nýju kirkjudeildum, sem urðu til við kirkjuklofn- inginn, heldur einnig því sem eftir varð af rómversku kirkjunni. Ekki er ástæða til að láta þessi inngangs- orð snúast upp í almennt tal um siðbótina, því hér er ætlunin að flalla um Passíusálma Hallgríms Péturssonar prests í Saurbæ á Hvalfj arðarströnd og athuga sérstaklega guðfræðina að baki sálmunum. Eins ogfram kom hér á undan hafa menn ekki verið á einu máli um ágæti siðbótarinnar, en þó svo að hugmyndimar í sálmum Hallgríms megi relqa beint í meginkenningu lúthersks rétt- trúnaðar, þá trúi ég að enginn vogi sér að hneykslast á þessari afurð siðbótarinnar — hversu mjög sem menn annars sjá eftir Jóni Arasyni. Passíusálmamir eiga skyldleika að rekja til hugvekjubókmennta er urðu vinsælar meðal alþýðu manna í lútherskum sið á seinni hluta sextándu aldar og á sautjándu öld. Hingað til íslands bámst þessar bók- menntir frá Danmörku og Þýskalandi og vom hér ýmis þýddar eða urðu til þess að innlendir menn hófust handa um nýsmíði í svipuðum dúr. Vinsældir em vitaskuld hæp- inn mælikvarði einn og sér á gæði bók- mennta. í hugvekjubókmenntunum var margt ákaflega vel gert, þar sem fór saman góður texti og áhrifaríkt innihald, engu að síður var þar ]íka á ferð efni sem átti sér ekki langt líf fyrir höndum, úreltist og hvarf. Það ber að hafa í huga varðandi sex- tándu og sautjándu öldina að þá var um fátt annað lesefni að ræða fyrir almenning en trúarlegar bókmenntir. Hugvekjubókmenntimar tóku gjama mið af písiarsögu guðspjallanna; píslarsagan var sögð og útskýrð, yfirleitt á ákaflega Hallgrímur Pétursson Kristur þjáningnrinnar. Máluð tréskurðarmynd úrkirkju íLUbeck. myndríkan hátt, og leituðust höfundamir við að draga merkingu píslarsögunnar fram og kenna hans með skírskotun til tilfínninga og þankagangs almennings á þessum tíma. Píslarsagan og útlegging hennar hefur reyndar frá öndverðu verið nálæg kristnum mönnum. Því má segja, að viðfangsefni hugvekjuhöfunda á sextándu og sautjándu öld hafi verið ofur venjuleg verkefni krist- inna kennimanna, að endursegja vitnisburð ritningarinnar og gera trúarlærdómana skiljanlega sinni samtíð. Með því að gera þjáningu og dauða Guðs- sonar að yrkisefni var Hallgrímur Pétursson að fylgja viðurkenndri og vinsælli hefð; því er ekki hægt að segja að sérleikur sálmanna felist í því að hann uppgötvi nýtt yrkisefni, það er frekar að efnistökin sjálf hafí ráðið því hversu uppskera hans er ólík hinu hvers- dagslega og venjulega. Gætum þá að því hvemig sálmamir birt- ast í samanburði við aðrar hugvekjubók- menntir frá þessum tíma. Ame Möller, danskur maður, skrifaði bók um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana og gaf út árið 1922. í verki sínu bendir Ame Möller á mögulega áhrifavalda eða fyrirmyndir sem Hallgrímur hefur haft. Þar verður vitaskuld fyrst fyrir Biblían sem er bóklegur grundvöllur sálmanna. Hallgrímur mun einkum hafa stuðst við það form ritn- ingarinnar sem hét GuðspjöII og Pistlar, sem var eins konar samantekt á völdum guðspjöllum og pistlum sett í eina bók. En það er einkum eitt verk er Ame Möller stað- næmist við í leit sinni að fyrirmyndum Hallgrims; það er hugvekjubók eftir þýskan guðfræðing, Martin Möller, sem heitir Ein- tal sálarinnar og var þýtt af Amgrími Jóns- syni og útgefín á Hólum árið 1599 og síðan endurútgefin nokkrum sinnum á sautjándu öldinni. Eintal sálarinnar naut mikilla vin- sælda og útbreiðslu hér á landi og hefur sjálfsagt gilt nokkru að sá mikli áhrifamað- ur, Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum, hafði mikið dálæti á verkum Möllers; á hinn bóginn kom Eintal sálarinnar ekki út í danskri þýðingu fyrr en árið 1647. Þó að vinsældir Eintalsins hafí verið miklar í eina tíð má heita að það sé dauð bók á íslandi nú. Passíusálmamir eru þó enn í miklum metum hjá fjölda fólks og aðrir hampa þeim, fyrir siðasakir að minnsta kosti. Þessi ólíku afdrif eru varla tilviljun, því þó að innihald þessara tveggja verka sé á köflum ekki ósvipað, þá er listfengi, smekkvísi og útlegg- ingarmáttur Hallgríms fremri flestu því er má fínna í Eintali sálarinnar. Tökum dæmi þar sem Ame Möller segir Hallgrím nota þanka úr Eintalinu sem undir- stöðu í yrkingum sínum. í Eintali sálarinnar segir á einum stað (fært til nútíma stafsetningar af greinar- höfundi). „Pínan Jesú Kristí er það besta skjól í öllum freistingum, og sú einka lækning í móti öllum syndum — hér á jörðunni er ekkert heilnæmara, ekkert dýrmætara, til að græða sár minnar samvisku, til að hugga hjarta mitt í öllum krossi og mót- gangi, svo sem þetta þegar ég vel og alvarlega hugsa um þín sár minn ljúfí lausnari." Hallgrímur yrkir aftur á móti í 1. sálmi, 6. versi. Hvað stillir betur hjartans böl en heilög Drottins pfna og kvöl. Hvað heftir framar hneyksli og synd en herrans Jesú blóðug mynd? Víst er allt rétt og satt sem ívitnuð orð Eintalsins segja og þau eru svo sannarlega fullgild útlegging, en Hallgrímur er óneitan- lega skorinorðari og markvissari í útlegg- ingu sinni, laus við málalengingar og ó þarfa endurtekningar og verk hans á fyrir sér lengra líf en hin þunglamalega túlkun Ein- talsins. Fyrst farið er að bera skáldskap Hall- gfims saman við hugsanlegar fyrirmyndir má nefna vinsælan samanburð á versum eftir Hallgrím og versum úr svokölluðum Píslarsaltara. Píslarsaltari var eins konar passíusálmasafn ort af séra Jóni Magnús- syni presti í Laufási, útgefíð árið 1655. Á einum stað í Píslarsaltara sínum fjallar séra Jón um fómardauða Krists á krossinum og ávinning hans fyrir kristna menn. Hann líkir síðusári Krists, sem guðspjöllin geta um, við þann náðarstað er örkin hans Nóa var þeim er sáu aðsteðjandi syndaflóð og af komust. Séra Jón yrkir svo: / flóði synda förguðust þeir, sem fóru ekki inn um síðudyr á Nóa örk, svo nær þeim pín, sem nema ei skjól í síðu þín. Gegnum þann himna glugg ég sé, Guðs inn í náðar innyfli, af hjarta er honum til mín sárt, því hjartað hans var fyrir mig sært. Líklegt er að Hallgrímur hafí notað hug- myndimar í versum séra Jóns til að yrkja þessi alkunnu vers í 48. sálmi: Nói um sinn arkarglugga upp til himins litið fékk, haldinn dimmum hryggðarskugga, hátt þá vatnsins flóðið gekk, svo hann mátti um síðir hugga, sólarljóma birtan þekk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.