Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 10
Leikstjóri aýningarinnar og aðaldriffjöðurin í „ Sólarleikhúsinu Arian Mnouchkine. Indverskar konur - atriði úr leiknum. manna minnkuðu og þeir vildu aðskilnað frá hindúum. Leiðtogi þeirra var Mohamed AIi Jinnah, maður með sterkan vilja sem vildi fá völd, og hann kom auga á leiðina: Pakist- an. Og allt hjálpaðist að tii þess að hann næði því marki. Seinni heimsstyrjöldin geys- aði, mikil ólga var í Indlandi og allt í upp- lausn. Englendingar er stjómuðu landinu snémst á sveif með Jinnah. Gandhi barðist á móti aðskilnaðinum og reyndi að tala Jinnah til. En það tókst ekki og Pakistan varð sjálfstætt ríki 14. ágúst 1947, daginn áður en Indland fékk sjálfstæði fiá Bretum. Og Jinnah varð landstjóri. A mínútunni hálf sjö hófst leiksýningin. Áhorfendur biðu spenntir. Allt í einu kom skari leikenda hlaupandi inn á sviðið. Leikar- amir settust á dýnumar á sviðinu og hófu samræður með því að kallast á milli dýna. Það vakti athygii mína að heldra fólkið var haft á sokkaleistunum og einstaka sinnum í skóm til aðgreiningar frá berfættum al- múganum, en allir búningar vom mjög ein- faldir. Það var líka óvenjulegt við þessa sýningu að oftast komu leikendur hlaupandi inn á sviðið. Höfúðpersónur leikritsins em Gandhi og Jinnah en einnig kemur Nehm mikið við sögu. Andrés Pérez Araya sem leikur Gandhi fer á kostum. Er hreint ótrú- legur við að túlka þennan aldraða, tann- lausa, kómfska mann, sem þó er svo sterk- ur. Jean-Francois Dusigne leikur Jinnah, þennan harða ósveigjanlega mann með jám- viljann, af sannfæringu og hita. Georges Bigot leikur Nehm, góðviljaðan lítinn nagg með eftirminnilegum hætti. Aðrir leikendur skila sínu vel. Mannkynssagan verður einstaklega heill- andi og lifandi við að horfa á hana svona. Höfundur dregur fram aðalsögupersónum- ar, túlkar hvemig þessir menn hugsuðu, þrár þeirra, langanir, baráttu, vonleysi, sig- ur. Allt færir þetta mann nær Indlandi. Leiksljórinn Ariane Mnouchkine hefur unnið hér frábært starf og höfundurinn Héiéne Cixous skrifað magnað leikrit. Þessi sýning er í einu orði sagt stórkost- leg og vel þess virði að sitja í 5 klukkutíma (reyndar er eitt hlé) og horfa á hana, mér leiddist ekki eina mínustu. Ég hvet alla sem leggja leið sína til Parísarborgar á næst- unni að sjá þessa sýningu, þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. Höfundur er við nám í París. Þið sjáið það HVITU - að eitthvað nýtt er á seyði við Laufásveginn Inóvember ’86 varð til nýtt gallerí í Reykjavík. Gall- erí Svart á hvítu. Staðsett við Óðinstorg, torgið sem er alltaf eins og smávegis falið, svona eins og lítið útland inní miðjum bænum. Galleríið var líka svolít- ið eins og maður heldur að sé í útlöndum. Það birt- ist manni allt í einu á bláhomi húss með mörgum gluggum og maður gekk inn um homhurð úr gleri og sá. Galleríið hefur nú flutt setur sitt á Lauf- ásveg 17, næsta hom við Listasafn Is- lands. Sýningarsalurinn þar er stærri, þar er hærra til lofts og allt öðruvísi. Á gamla staðnum var gaman að sitja í gluggakis- tunni, með sólina í bakið, og horfa. Nýi staðurinn er hringekjulegri. Maður eins og gengur hring í kringum myndlistina og myndlistin er líka hringinn í kringum mann. Galleríið var opnað föstudaginn 19. fe- brúar með sýningu á teikningum, mónó- þrykki og skúlptúrum Ólafs Lámssonar. Jón Þórisson er forstöðumaður. Á þess- um tímamótum segir hann hér frá tilurð, starfsháttum og hugmyndum gallerísins. — Upphafið að stofnun Gallerís Svarts á hvítu var gömul hugmynd sem við Halld- ór Bjöm Runólfsson höfðum oft rætt. Okkur fannst vanta sýningarstað þar sem ungum myndlistarmönnum gæfist tæki- færi á að sýna. Við vildum opna gallerí sem endurspeglaði þá miklu grósku — og þróttinn — sem er í íslenskri myndlist í dag. Gallerí sem fylgdist vel með og reyndi að koma því besta á framfæri. Þessar hugmyndir okkar þróuðust smám saman og þegar okkur bauðst plás- sið við Óðinstorg var ákveðið að hefjast handa. Svart á hvítu var upphaflega nafn á tímariti sem hópurinn í kringum Gallerí Suðurgötu 7 gaf út og þar sem bókaforlag- ið Svart á hvítu var með okkur í að koma galleríinu á legg var upplagt að nota þetta nafn og tengja það myndlistinni á ný. Þegar við byrjuðum vissum við um marga unga myndlistarmenn sem voru að gera góða hluti en vantaði frambærilegan stað til þess að sýna á. Staðreyndin er sú að árangurinn skilar sér sjaldnást fyrr en listamaðurinn hefur sýnt nokkrum sinnum. Við höfum þess vegna, í sívaxandi mæli, farið útí það að vinna með listamönnunum, koma verkum þeirra á framfæri og sýna þau reglulega. Reyndar er þetta ekki nema lítill hópur af þeim fjölda sem hefur sýnt í galleríinu. En ég held að það sé mikil- vægt fyrir myndlistarmenn að hafa ein- hvern stuðning. Það er eitt að búa til verk og annað að kynna sig og selja verkin. Og það er vinna sem hentar ekki alltaf myndlistarmanninum. Ég held að þetta sé nýr þáttur í starfí gallería hér á landi en þetta er mjög algengt erlendis. Markmið okkar er einnig að fá hingað erlenda myndlistarmenn. Það er mikilvægt fyrir okkur á íslandi — bæði fyrir myndlist- armenn og áhorfendur. Nýlistasafnið hefur Eftir KRISTÍNU ÓMARSDÓTTUR Rætt við Jón Þórisson sem veitir forstöðu Galleríi Svörtu á hvítu, — nú á nýjum stað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.