Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 21
áður en lagt er af stað í vélsleða- ferð. Erfíðast er að velja góðan skófatnað í slíka ferð. En skórnir verða að vera mjög hlýir, helst vatnsheldir, ekki of þungir eða halda of fast að fæti. Sundlaug-Gufu- BAÐ - N UDDPOTTUR Eftir dorgið á vatninu og von- andi einhveija veiði — eftir hress- andi vélsleðaferð, en Mývetningar spretta vel úr spori yfir snjóbreið- umar — eftir skíðagöngu eða gönguferð úti í vetrarsólinni — er sundsprettur ómissandi. Það er líka ómissandi að láta þægilega þreytu útiverunnar líða úr sér í heitu gufubaði og heitum nudd- potti, sem eru við sundlaugina. Og svipmyndir dagsins líða fram. Andstæður náttúrunnar — heitu hverirnir uppi við Námaijall þar sem snjóbreiðumar klæða landslagið allt í kring — ljósbrot sólar á ískristöllum sofandi gróð- urmeiðs og glitrandi vatnið hjúpað í ísfjötra. Ovíða mætast andstæð- ur náttúrunnar betur en við Mý- vatn að vetrarlagi. En myndimar verða að tala. Sumarfruð Með Samvinnuferðum-Landsýn Sumarbæklingur Samvinnu ferða- Landsýnar er litríkur og fjörlega hannaður með glampandi sólarliti í texta og myndum. Unga seglbretta- stúlkan á forsíðu er lituð af sól og sjávarseltu og ber öll merki útiveru og hraustleika sem sumarfríið á að gefa okkur. Nýjungar sum- arsins 88 eru: Benidorm á Spáni, gullna víkin á Majorka, Torquay á S-Englandi, 3 nýjar rútuferðir, Rhodosfarar geta haft viðdvöl í Amsterdam, æfin- týraferð með skemmtiferða- skipi, páskaferð til Tailands, Kanadaferð og bætt þjónusta í hollensku og dönsku sumar- húsunum. SPÁNN Beint leiguflug til Benidorm, stærsta ferðamannabæjar á Costa Blanca, hvítu ströndinni á suð- austur homi Spánar. Gisting í nýjum smáhýsum og hótelum. Þjónusta við ferðamenn er fjöl- breytt og margskonar skemmti- garðar á svæðinu. Skoðunarferð- ir: Til máravirkis í fjallaþorpinu Guadalest; í gamla bæinn og kast- ala í Alicante; í stærstu pálma- skóga Evrópu í Elche. MAJORKA Gullna víkin á austurstönd Majorka er nýr valkostur. Nátt- úmfegurð er þar viðbrugið og má nefna nágrannaþorpin Cala Figuera, stundum nefnt Feneyjar Majorka, og perlubæinn Manacor. Ströndin er vogskorin og gróður- sæl og gaman að aka á milli litlu fiskimannaþorpanna. Boðið er upp á gott íbúðahótel við strönd- ina. Beint leiguflug. ÍTALÍA Ferðamannabæirnir Rimini og Riccione liggja að Adríahafi og em með fjölbreytta aðstöðu til tómstunda. 15 km löng sand- strönd gefur kost á góðu strandlífi. Gistimöguleikar em í 6 fjölbýlishúsum og 5 hótelum. ’88 Bæirnir liggja miðsvæðis og gefa möguleika til skoðunarferða á marga stórbrotna og heimsfræga ferðamannastaði. Tveggja daga ferð til Verona og Gardavatns; dagsferð til Feneyja; þriggja daga ferð til Rómar; dagsferð til hinnar heimsfrægu listaverkaborgar Flórens; hálfs dags ferð upp í dvergríkið San Marino, sem blasir við frá Rimini á toppi Títan-fjalls. RHODOS í grísku goðafræðinni er Rhod- os nefnd ástmey sólguðsins Helí- osar, sem segir sína sögu um veð- urfar á eyjunni. Rhodos hefur líka verið neftid blómaeyjan. Eftir eyj- unni endilangri er skógivaxið fjall- lendi, en í dalverpum hvfla alda- gömul þorp og bændabýli. Strönd- in er hrein og skiptast á sendnar og klettóttar víkur. Gróðursæld er mikil miðað við hvað rignir lítið, en neðanjarðarlindir sjá um vatnsforðann. Fjarlægðir em litlar og upplagt að kanna eyjuna á Þægilegt hvíldarlíf í hollensku sumarhúsi. Landið helga - Egyptaland - Skemmtiferðaskip á Níl Páskaferð 30.mars til 1U- eða 21. apríl (16 eða 22 dagar). J erúsalem-Betlehem- J eriko-Dauðahafið-N azaret-Galileu vatn- Eygyptaland-Kairo- Pýramídarnir- 5 dagar með skemmtiferða- skipi á Níl. Baðstrandardagar við Miðjarðarhafið í ferðalok. 4ra og 5 stjörnu hótel með morgunmat og kvöldmat og samt kostar ferðin ekki meira en tvær vikuferðir til London eða góð sólarlandaferð. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. Ógleymanleg ævintýraferð. Fögur lönd og framandi þjóðlíf. Dýrð- legir dagar á skemmtiferðaskipi og sólskinshvíld við sand og sjó. FLUGFERÐIR SGLRRFLUG Vesturgötu 17 Símar 10661,15331 og 22100 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.