Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 13
„TILRAUN J.M. VlCARY Ef niðurstöður tilrauna sýna fram á ómeð- vitaða skjmjun, er þá ekki sannað að neðan- 'markaauglýsingar virka? Því miður er málið langt frá því að vera svo einfalt. í tilraunum geta menn stjómað nákvæmlega því sem gerist og jafnframt mælt áhrifin með mjög nákvæmum mælitækjum. Það er því alls ekki víst að það sem mælt er á slíkan hátt geti komið í ljós í miklu stærri stíl, t.d. í hegðun kaupenda í stórmarkaði með því að hafa áhrif á hvað þeir kaupa. En hvað um tilraun James M. Vicary í Jersey? Enginn veit með vissu hvort sagan um tilraunina í Jersey er sönn. Menn eru annað- hvort á því að tilraun Vicarys sé óumdeilan- lega réttmæt og að áhorfendur ráði ekkert við hvað þeir gera eftir að hafa setið undir slíkri auglýsingu, eða menn segja tæknina engin áhrif hafa og að „tilraun" Vicarys hafi í raun aldrei verið framkvæmd. Þær fáu heimildir sem gefa eitthvað upp um til- raun Vicarys benda til að hún hafi verið fremur hröðvirknislega framkvæmd og standi í besta falli á mörkum þess að geta kallast vísindaleg. ÍSLENSKTILRAUN Þótt tilraun til endurtekningar á fram- kvæmd Vicarys sé einfaldasta leiðin til að ganga úr skugga um áhrifamátt neðan- markaauglýsinga hafði slík endurtekning aldrei verið gerð þar til síðastliðið sumar. Sú tilraun var gerð á íslandi, í íslensku kvikmyndahúsi. Tilrauninni svipar til fram- kvæmdar Vicarys að miklu leyti. Þar sem litlar sem engar heimildir eru til um fram- kvæmd hennar varð að bæta því við sem þurfti. Var m.a. tilraunasniðið byggt á nið- urstöðum síðari tíma tilrauna, mestmegnis úr sálarfræði. Vegna eðlis tilraunarinnar varð að velja kvikmyndahús sem hafði aðeins einn sal. Einnig þurfti bíóhúsið að selja eina eða fleiri tegundir af gosdrykkjum. Eitt af bíó- húsum landsins var því ákjósanlegra en önnur: Háskólabíó. Lausleg athugun sýndi að engin lög eru til gegn slíku og var feng- ið samþykki Neytendasamtakanna og fram- kvæmdastjóra Háskólabíós fyrir tilrauninni. Auðvelt veittist því að fá leyfi fyrir tilraun sem myndi falla undir lögbrot í mörgum öðrum löndum. Ákveðin tegund tilrauna virðist hafa gef- ið nokkuð stöðugar niðurstöður, tilraunir eins og t.d. Spence (9) og Hawkins (10), og hafa þær sýnt að hægt er að auka þorsta- tilfinningu hjá fólki með neðanmarkaáreit- um. Var ætlunin að reyna að fá fram slíka þorstaaukningu með gosauglýsingum og athuga hvort sú þorstaaukning kæmi fram í aukinni gosdrykkjasölu. (Nánari upplýsing- ar um tilraunina gefur höfundur.) Tilraunin var framkvæmd í byijun júlí (1987), á 6 dögum. Tvær auglýsingar voru notaðar í tilraunina. Önnur var gerð af aug- lýsingafyrirtæki Coca-Cola en hin var gerð af höfundi sjálfum (sjá myndir). Á þessum tíma var verið að sýna myndina „PLATOON" og var Coca-Cola-auglýsing sýnd á 4 sýningum, Fanta-auglýsing á 4, en á 4 sýningum var sýndur auður rammi til viðmiðunar. Myndimar voru sýndar á hraðanum Vm úr sekúndu í senn (ljósstyrk- ur var jafnframt minnkaður), að meðaltali 68 sinnum rétt fyrir hlé á 10 sek. fresti. Til samans sátu 4.439 manns undir þessum auglýsingum, en til að ganga úr skugga um hvort bíógestir hefðu örugglega ekki séð auglýsingamar var látinn ganga spuminga- iisti í hléi og fólk var beðið að svara fullyrð- ingunni „ég sá truflanir í filmunni rétt fyr- ir hlé í sýningunni áðan“ játandi eða neit- andi. 7,4% svöruðu Já“ og er það ekki óeðli- legt hlutfall. (Mörkin fyrir að skynja veik áreiti em mjög einstaklingsbundin. Því er eðlilegt að í stómm hóp sjái sumir áreitið en aðrir ekki.) NIÐURSTÖÐUR Til að meta áhrif auglýsinganna var ein- faldlega talið hversu mörg gosglös seldust í hléi. í Ijós kom að auglýsingamar höfðu engin áhrif á heildarsölu gosdrykkja. Nán- ast enginn munur var á sölu Coca-Cola, Fanta eða Diet-Coke eftir því hvort sýnd var Coke-, Fanta- eða auð mynd, og hann var því langt frá því að vera marktækur. Þegar þessar niðurstöður liggja fyrir er eðlilegt að íhuga hvort hér hafi frekar verið um tilviljun að ræða en raunvemlegar niður- stöður. Aðrar tilraunir sem hafa komist nálægt því að prófa áhrif neðanmarkaaug- lýsinga í eðlilegum aðstæðum, t.d. De Fleur og Petranioff (11), hafa þó gefíð sömu niður- stöðun Engin áhrif er hægt að mæla í beinni sölu vömtegunda. Af þessu má draga þá ályktun að tilraun Vicarys hafi varla getað gefið þær niður- stöður sem sagan segir frá, 18% söluaukn- ingu á poppkomi og 58% á gosdrykk. Wil- son Bryan Key og hans líkar skjóta langt yfir markið þegar þeir halda fram hinu gagnstæða. Útskýringar þeirra hvers vegna neðanmarkaauglýsingar hafa nánast dáleið- andi áhrif á alla áhorfendur verða flestum aðhiátursefni sem kynnt hafa sér tilraunir á þessu sviði. Hér er eitt af skýrari dæmum sögunnar þar sem menn misskilja eða rang- túlka vísindalegar niðurstöður. Eftir standa samt niðurstöður sálfræðitil- raunanna. Þótt þessar tilraunir bendi til að undirmeðvitund sé nauðsynlegt hugtak til að geta skýrt ákveðna hluta mannlegrar hegðunar em margir sálfræðingar enn mót- fallnir hugtakinu um undirmeðvitund. Hvort það reynist ónauðsynlegt á hins vegar eftir að koma í ljós, þar sem stór hluti hegðunar okkar hefur ekki enn verið útskýrður. HEIMILDIR: ( 1) The Independent Television code of Advertis- ing Standards and Practiee July, 1964 (am- ended 196S). Television Act 1964, section 3-3. í Wilson, A. (ritstj.). Advertísing and the community. Manchester University Press, 1968, s. 208—4. ( 2) The talk of the town. New Yorker, 21. sept- ember, 33. hefti, 1957. ( 3) Packard, V. The hidden persuaders. London, Lowe & Breydone Ltd., 1957. ( 4) Zanot, E.J., Pincus, J.D. & Lamp, E.J. Public perceptions of subliminai advertising. Jour- nal of Advertísing, 12. ár, 1. hefti, 1983, s. 37-45. ( 5) Key, W.B. Subliminal seductíon. New York, Signet, 1974. ( 6) Kristinn R. Þórisson. Um neðanmarkaskyiy- un: Aðferðir og ibrif. BA-ritgerð i sálar- fræði, nr. 370, Félagsvisindadeild Háskóla fslands, október 1987. ( 7) Smith, GJ.W., Spence, D.P. & Klein, G.S. Subliminal effects of verbal stimuli. Joumal of Abnormal and Social Psychology, 59. ár, 2. hefti, 1959, s. 40—53. ( 8) Zuckerman, M. The effects of subliminal and supraliminal suggestion on verbal product- ivity. Joumal of Abnormal and Social Psycho- logy, 60. ár, 3. hefti, 1960, s. 404-411. ( 9) Spence, D.P. Effects of a continuously flash- ing subliminal verbal food stimulus on subjec- tive hunger ratings. Psychological Keports, 16. ár, 1964, s. 993-4. (10) Hawkins, D. The effects of subliminal stimul- ation on drive level and brand preference. Joumal of Marketing Research, 7. ár, 8. hefti, 1970, s. 322-6. (11) De Fleur, M.L. & Petranoff, R.M. A Tele- vised test of subliminal persuation. Public Opinion Quarterly, 23. ár, 1959, s. 168—80. Höfundur er með BA-próf í sálarfræði. JÓN GNARR Fiðlarinn á þakinu & dauðinn Þegar túnfiskurinn galar fersmávaxni flautuleikarinn út íkirkjugarð að leiði hins óþekkta og hellir rauðvíni yfir gröf sína þá vaxa leðurblökur í moldinni og fijúga út um munn gömlu konunnar sem heldur sig í grafhvelfingunni á meðan hún veltist um sjálfa sig og æpir og grætur Þá veit fiðluieikarinn að stund hans er runnin upp og hann getur haldið heim siglt skipum sínum í austur — alltaf í austur því austur er hamingja flamingóstúlkunnar eftir að hún hefur alið sitt fyrsta bam Flautuleikarinn segir að askan í eldstæðinu fari í austur efdauðvona maður grætur í bikar og drekkur Þetta veit hann þvi þegar hann opnar og lokar augunum hratt sér hann heiminn í nýju Ijósi í kirkjugarðinum er allt hljótt fyrir utan hásan flautuleikinn þegar maður heldur fyrir eyrun Öðru hvoru skoppar bolti eftir grasinu fram og tilbaka efiirgöngulagi rándýranna sem læðast milli krossanna og telja skottin á hvort öðru Svona á allur heimurinn að vita að þegar bláeygður maður með armbönd og ör á vinstri höndu deyr þá eru gleymméreyjar settaríaugu hans og hann brenndur að næturlagi fyrir fullu húsi fávita og aðeins þá getur krossfiskurinn skriðið á land og samið harmljóð í minningu hans Höfundurinn er ungur Reykvíkingur. HÖRÐUR GUNNARSSON Nýtt landslag Líkt og luktar dyr séðar úr borg er opnast Landslag girðing svo langt sem augað eygði Þú gengur hraðbrautiná Nýtt tungl og hafið fjöllin skipin virðast koma til þín Höfundurinn er bensínafgreiðslumaður og býr á Seltjarnarnesi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.