Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 12
Um ósýnilegar auglýsingar og tilraunir í sálarfræði IBretlandi hafa verið sett lög sem hljóma svo: „Eng- inn tæknilegur búnaður má vera í auglýsingum sem, með því að nota myndir sem sýndar eru í mjög stuttan tíma eða með öðrum hætti, nýtir þann möguleika að koma skilaboðum til, eða á annan Um tilraunir méð svonefndar neðanmarkaauglýsingar, sem byggjast á að láta auglýsingu koma fram í nægilega mörg sekúndubrot í kvikmynd eða á sjónvarpsskermi til þess að undirmeðvitundin nemi boðskapinn, þótt áhorfandinn taki ekki eftir neinu. Eftir KRISTIN R. ÞÓRISSON hátt hafa áhrif á, hug einstaklinga í áhorf- endahóp án þess að þeir geri sér grein fyr- ir, eða viti, hvað hefur verið gert.“ (1) Lög- in hafa verið sett til að banna ákveðna teg- und auglýsinga, svokallaðar „neðanmarka- auglýsingar", en orðið „neðanmarka" vísar til vitundarmarkanna — markanna milli meðvitundar og ómeðvitundar. Neðan- markaauglýsingar eru m.ö.o. auglýsingar „neðan marka vitundar". Þessi tegund aug- lýsinga er um margt merkilegt fyrirbæri, ekki síst vegna þess úlfaþyts sem hún hefur valdið víða um heim, sérstaklega þó í Banda- rílqunum. En þegar allt kemur til alls er það kannski furðulegast að slíkar auglýs- ingar eru ósýnilegar þeim sem á horfír. Þær eru þó ekki aiveg ósýnilegar. Spum- ingin snýst í raun um hvemig við skilgrein- um orðið „sjón“ og „skynjun". Til dæmis er venjulega talað um reykskynjara og þá er átt við að tækið, sem svo er nefnt, skynji reykinn. í þessari sömu merkingu getum við ímyndað okkur að menn skynji neðan- markaauglýsingar, þ.e. skynjun án meðvit- undar. Fýlgjendur neðanmarkaauglýsinga halda því fram að þær hafí mun meiri áhrif en venjulegar auglýsingar. Samkvæmt þeim hafa auglýsingamar meiri áhrif á kaupend- ur því „ósýnilegri" (þ.e. neðan vitundar- marka) sem þær em. Besti árangurinn fæst hins vegar ef bæði neðanmarkaauglýsingar og venjulegar em settar saman í einn „pakka". SAGAN í september 1957 birtist grein í blaðinu NEW YORKER sem átti eftir að valda mikl- um deilum víða um heim (2). Greinin var í dálk sem hét „kjaftasögur bæjarins" og fjall- aði um blaðamannafund sem haldinn var í tengslum við nýjasta „vopn“ auglýsenda. Vopnið var neðanmarkatæknin, framkvæmd af fyrirtækinu NEÐANMARKASÝNING. Stjómandi fundarins var maður að nafni James M. Vieary. Hann fullyrti við þá 50 blaðamenn sem sátu fundinn að neðan- markatæknin hefði verið notuð í bíóhúsi nokkm í Jersey með góðum árangri. Hefði þá orðunum „DREKKTU COKE“ og „BORÐAÐU POPPKORN" verið varpað yfír kvikmyndina „PICNIC" í V3000 úr sek- úndu í senn, á 5 sek. fresti allan sýning- artíma myndarinnar. Afleiðingin varð sú að sala á Coke jókst um 58% og sala á popp- komi um 18%. í kjölfar greinarinnar um þessa dularfullu tækni birtust svipaðar greinar í mörgum öðmm tímaritum. Á sama ári, 1957, kom út bók eftir Vance nokkum Packard sem hét „Hinir huldu áróð- ursmeistarar" (3). Hún fjallaði um dulinn boðskap í auglýsingum og áhrif hans á ómeðvitaða hugarstarfsemi okkar. Þrátt fyrir margar órökstuddar fullyrðingar 0g ýkjur var hún geipilega vinsæl og seldist í mörgum upplögum næstu 5 árin. Þessi snögga innrás auglýsenda í „undir- meðvitund" kaupenda árið 1957 hafði tölu- verð áhrif á almenning, einnig á komandi ámm. Stutt er t.d. síðan myndin „AGENCY" var sýnd í Stöð 2 en hún fjallaði einmitt um ólöglega notkun neðanmarkaauglýsinga. í könnun sem var gerð árið 1983 í Banda- ríkjunum (4) kom í ljós að 48% aðspurðra höfðu heyrt um neðanmarkaauglýsingar og 3% könnuðust lítillega við þær. Yfír 80% þessara tveggja hópa töldu neðanmarka- tækni vera notaða í auglýsingum. Þegar spurt var hveijir tengdust neðanmarkaaug- lýsingum í þeirra huga var Vance Packard oftast nefndur. Sá sem var nefndur næstoft- ast var Kanadamaðurinn Wilson Bryan Key. Sýniagarvél, skeiðklukka og myndavélalokari voru helztu verkfæri tilraunarinnar. WlLSON BRYAN KEY Key hefur verið iðinn við að bera út „neð- anmarkaboðskapinn" hin síðari ár og hann hefur þegar skrifað þijár bækur um efnið. Hann er menntaður blaðamaður og var áður prófessor í blaðamennskudeild Westem Ontario háskólans í Kanada. Key var hins vegar rekinn úr þeirri stöðu þegar fyrsta bók hans um neðanmarkatæknina, „Neðan- markaginning" (5), kom á markaðinn árið 1974. Var það í fyrsta sinn í 200 ára sögu skólans að fastráðinn prófessor var rekinn úr stöðu. í þessari fyrstu bók hans má líta talsvert skrautlegar lýsingar á áhrifamætti neðan- markaauglýsinga og jafnvel dæmi um hvemig þær líta út og hvemig þær em notaðar. Á fyrstu síðu segir: „Allir sem lesa þessa bók hafa orðið fómarlömb og látið stjómast af neðanmarkaáreitum sem beint hefur verið að undirmeðvitundinni...“ Samkvæmt Key em það fjölmiðlar og við- skiptavinir þeirra, auglýsingafyrirtæki, iðn- aðarfyrirtæki og hið bandaríska ríkisvald sem eiga þar sök. Það er Ijóst af þessu að mikili fjöldi fólks hlýtur að hafa beina at- vinnu af notkun neðanmarkatækninnar. Key segir þó: „Málið hefur verið vel falið. Hver borgarbúi, og jafnframt flestir sem vinna við atferlis- og félagsvísindi, vita einfaldlega ekki hvað er á seyði." Key kemur jafnframt með ýmis dæmi um notkun neðanmarkaaug- lýsinga í auglýsingaiðnaði. Meginspumingin hlýtur þó alltaf að vera hvort þær hafí áhrif — þau áhrif sem fullyrt hefur verið að þær hafi. En fyrir því hefur Key ekki komið fram með nein haldbær dæmi eða rök. Uppruninn Það kemur ekki á óvart að neðanmarka- auglýsingar eiga rætur að rekja til ákveðinn- ar tegundar tilrauna sem gerðar hafa verið í sálarfræði og var sú fyrsta gerð um alda- mótin 1900 (6). í tilraununum hefur komið í ljós að myndir eða orð, sem fólk tekur ekki eftir, geta haft áhhrif á hegðun þess án þess að það viti af því. Þannig hefur sá sem í slíku lendir f raun „séð“ án þess bæði að vita að hann hefur séð og hvað hann hefur séð. Samt hefur þetta, sem hann hefur „ekki séð“, áhrif á hegðun hans. Áhrifavöldum af þessu tagi er hægt að koma fyrir á margan hátt, t.d. með því að birta áreitið (mynd eða orð) í svo stuttan tíma að illmögulegt er að greina það, eða hafa það faiið í öðm myndefni líkt og í felu- mynd. Ein þekktasta tilraun innan sálarfræði sem þykir styðja hugmyndina um ómeðvit- aða skynjun var gerð árið 1959 af Smith. Spence og Klein (7). I tilrauninni var notuð mynd af andliti með fremur hlutlausan svip. Henni var varpað á sýningartjald, en nokkr- um sinnum, brot úr sekúndu, var skipt um mynd og annaðhvort orðinn „REIÐUR" eða „GLAÐUR“ varpað á tjaldið í staðinn. Hver áhorfandi var beðinn að lýsa svip andlitsins eins nákvæmlega og hann gat. Þrátt fyrir að enginn þátttakenda tæki eftir áreitunum, sem sett vora einstaka sinnum í stað andlits- ins, höfðu þau marktæk áhrif á lýsingar þeirra á svipnum. Þegar orðið „GLÁÐUR" var sýnt, brot úr sekúndu, höfðu menn til- hneigingu til að lýsa svipnum glaðari en annars. (Hins vegar var hið gagnstæða ekki eins áberandi, þ.e. orðið „REIÐUR" virtist ekki hafa eins sterk áhrif og orðið „GLAÐ- UR“. Erfítt er að skýra af hveiju sá munur stafaði.) Önnur þekkt tilraun sem þykir benda til hins sama var gerð af Zuckerman árið 1960 (8). Zuckerman bað þátttakendur að lýsa skriflega þremur mismunandi myndum af fólki. Þeim óafvitandi birti hann skipanimar „skrifaðu meira" eða „ekki skrifa" í ör- stutta stund, með það fyrir augum að hafa áhrif á hversu mikið menn skrifuðu. Mark- tækur munur reyndist vera milli þeirra sem fengu að sjá slík skilaboð (án þess að þau hefðu tekið eftir því, að sjálfsögðu) og hinna sem engin skilaboð vora sýnd. Þannig fór lengd lýsinganna eftir því hvaða skipun hafði verið sýnd, þær vora styttri þegar „ekki skrifa" var sýnt og lengri þegar „skrif- aðu meira" var sýnt. Það er nokkuð ljóst að ef aðstæður era nákvæmlega upp settar og áhrif neðan- markaáreita era mæld með mjög næmri mælitækni, benda niðurstöður til að menn geti skynjað án þess að vita af því, og að það sem þeir skynji geti stjómað hegðun þeirra — einnig án þeirra vitneskju. Nú hugsa eflaust margir að hér sé komin tækni sem geti gert „Stóra bróður" úr skáld- sögu George Orwells, 1984, að veraleika og gott betun Hann geti stjómað heiminum án þess að nokkur viti af því. Þeir sem hugsa svo era ekki þeir einu sem það hafa gert; jafnvel bandaríski kjameðlisfræðing- urinn Oppenheimer á að hafa haft á orði um neðanmarkatæknina að það sem sál- fræðingar fengjust við væri mun ógnvæn- legra en viðfangsefni kjameðlisfræðinga. Þetta var á þeim tíma þegar hann vann við gerð atómsprengjunnar. En era þetta raun- hæf ummæli? Miðað við frásagnir James M. Vicarys, Wilsons Bryans Keys og Vance Packards af neðanmarkaauglýsíngum mætti ætla að ummæli Oppenheimers ættu fullan rétt á sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.