Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 9
út úr vandræðunum. Enginn getur ímyndað sér muninn á því að sjá veröldina aftur í litum. Það er merki- legt, að ég orti mikið meðan á þessu stóð. Það var mjög írónískur kveðskapur, oftast napurt háð. Eg var orðin grimm. Kannski er ég að yrkja mig frá þessu — mér finnst að minnsta kosti, að skáldskapurinn hafi hjálpað mér til að komast á réttan kjöl. Bæði þá, meðan vandræðin stóðu yfir, og nú þykir mér gott að eiga athvarf í heimi skáldskaparins. Núna finnst mér lífíð gott" og skemmti- legt; það er allt í lit og ég er mjög sátt við' að taka þátt í þessu samfélagi okkar. Mér þykir jafnvel pínulítið vænt um sjálfa mig, sem ekki hefur skeð í mörg ár. Ég tel mig trúaða, þótt sú trú sé ekki nákvæmlega eftir uppskrift þjóðkirkjunnar. Ég var ekki trúuð áður, en trúin styrktist við að ganga í gegnum þessar þrengingar. Ég vona að hún verði mér áfram til hjálp- ar, því stundum er ég hrædd; fíknin býr áfram innra með manni. Já, vissulega er ég oft hrædd. Þá dreifir huganum að leita til skáldskaparins — ekki bara að yrkja sjálf- ur heldur lesa. Ég les mikið skáldskap í óbundnu máli, til dæmis verk Bertolds Brechts og Harolds Pinters. En annars þyk- ir mér margt í nútímaljóðlist og prósa vera svo beitt, stingandi og hart og langt frá lífínu, að það meiðir mig. Þetta hljómar víst vælulega, en það er svo mikið frost í nútíma- skáldskap; einkum ijóðunum. Og stundum finnst mér Ijóðin ganga útá að finna glæsi- leg orð og raða þeim saman. En það er víst ekki mitt að dæma það. Mér_ fínnst búningur ljóða geta skipt máli. Ég nota báðar aðferðimar: Þá hefð- bundnu með stuðlum, höfuðstöfum og end- arími, en einnig yrki ég mikið með fijálsu formi. Mér finnst ég lítið vit hafa á þessu; er græn í því eins og sagt er. En ég hef þá trú, að okkar gamli og hefðbundni bún- ingur muni ekki hverfa. Ég hef ekkert sérstakt markmið annað en að standa mig gagnvart þessum veikleika mínum. Og svo langar mig til að skrifa — mig langar til að geta orðið blaðamaður, vil ekki þurfa að vinna lengi við að safna auglýsingum eins og ég geri nú. Einhvem tíma kemur að því að ég skrifa sögu — það er langtíma markmið, sem ég vona að ég nái. Ég hef sem njótandi mjög gaman af myndlist og reyndi eitt sinn að mála og teikna sjálf, en fann að ég hafði ekki hæfí- leika til þess og hætti. Ég lærði líka á píanó og nýt þess að hlusta á jass, en dýrmætust þykir mér klassísk músík. Megin viðfangsefnið í tómstundum er að umgangast fólk. Það hljómar kannski und- arlega, en fólk er mér sem nýlega upp- götvuð auðlind. Ég er líka bókaormur; það var ég víst búin að nefna og fer í gönguferð- ir eins og aldrað fólk. Ég hef alltaf umgeng- ist mér miklu eldra fólk og ugglaust hefur það mótað mig. Stundum finnst mér ég tæplega kunna að umgangast jafnaldra mína; ég veit hvorki hvað ég á að segja né gera í þeim félagsskap. En ég á líka góða vini, sem deila með mér áhuga og ást á ljóð- list. Af þeim vil ég sérstaklega nefna Birg- ittu Jónsdóttur, unga skáldkonu, sem fengið hefur ljóð sín birt í Lesbók. Hún hefur örv- að mig og gefið mér trú á sjálfa mig. Mér finnst það líka hvatning og óvænt gleði að fá þó ekki væri nema eitt ljóð birt í Les- bókinni." .. 0. . Gísli Sigurðsson Gljáandi heimar Ég er að horfa á. Fallega einakisverða hluti sem ginna mig á yfirborðið í heim Ferhyminganna. Ég er að reyna að sjá. Verumar á yfirborðinu - í gegnum þær. Ferhymingar em auðveldir þeir em svo sléttir og felldir og ég get hætt að hugsa. inn af kostunum við að búa í Parísarborg er hversu fjölbreytt leikhúslífíð er. Hér eru gam- anleikhús, hefðbundin leikhús, götuleikhús, frjálsir leikhópar og kaffi-leikhús svo nokkuð sé nefnt. Eitt er það leikhús sem Parísarbuár „Það segir sig sjálft, að leikrit um sjálfstæðisbaráttu Indverja hlýtur að taka þó nokkurn tíma en sýningin í Theatre du Soleil er svo góð, að ekki er kvartað þótt hún taki 5 klukkustundir.“ EftirÁSU RAGNARSDÓTTUR tala alltaf um með sérstakri lotningu, en það er Sólarleikhúsið eða Theatre du So- leil. Ég fylltist því miklum spenningi er ég sá auglýsta frumsýningu hjá þeim á leikrit- inu L’Indiade ou l’Inde de leurs reves eða „Indiade" ... draumurinn um Indland, og flýtti mér að fá miða. Sólarleikhúsið er skammt fyrir utan borg- ina. Þegar komið er inn í leikhúsið, sem er í gamalii skotfæraskemmu hersins, er boðið upp á indverskt brauð og indverskar kökur. Hvort tveggja ólíkt því sem íslendingurinn er vanur, einkum kökumar sem bragðast nánast sem samanklesst sykurhrúga. Ind- verskir hermenn og indversk hljómsveit sjá um stemmninguna. Er inn í salinn er komið er berfætt þjónustufólk út um allt, flest að pússa gólfið, alltaf sama blettinn. Einnig sér maður leikenduma vera að búa sig fyr- ir neðan áhorfendapallana, allt fyrir opnum tjöldum. Leiksviðið er marmaragólf með nokkrum pöllum í kring. Leikmunir eru tvær dýnur, sín hvom megin á sviðinu, og nokkr- ir koddar. Efiiiviður leikritsins er saga Indlands frá 1937 til 1948. Sjálfstæðisbarátta Indveija. í þijátíu ár hafði Indveija dreymt um að öðlast sjálfstæði. Þijátíu ára þolinmæði. Þijátfu ára reiði. Þijátíu ára kúgun. Og loks- ins rann hinn langþráði dagur upp 15. ágúst 1947, og fáni Indlands, gylltur, hvítur og grænn, blakti við hún. Og frelsið langþráða var komið, en — þessi dagur sem átti að vera dagur gleðinnar varð miklu fremur dagur sorgar. Frelsið var dým verði keypt. Indveijar sameinuðust ekki í sjálfstæðinu. Landið flaut í blóði. Bræður börðust gegn bræðrum og systur gegn systmm; þúsundir létu lífið og milljónir flosnuðu upp. Allt byijaði með einni lítilli von sem Ind- veijar ólu í bijósti sér, allir trúarflokkar, allir stjómmálaflokkar stefndu að sama marki. Sjálfstæði. En brátt fór að bera á sundmng. Stjómmálaítök múhameðstrúar- Mahatma Gandhi leikian af Andrés Pérez Araya, sem erað visu ekkieins lítíll bógur líkamlega ogþessi frægi indverji var, en samt furðulega líkur honum íandliti. Fulltrúar indverskrar alþýðu. Nebru og Gandhi á tali á gStu úti. Fimm tíma sýning í Sólarleikhúsinu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MAR2 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.