Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1988, Blaðsíða 11
Uósm. Lesbólc/BAR / Galleríi Svörtu og hvítu við Laufásveginn. Jón Þórisson forstöðumaður lengst til vinstri og við hlið hans Ólafur Lárusson, sem sýndi þama fyrstur manna. Lengst til hægri eru Hulda Hákön og Jón Óskar, aftast eru Sóley Eiríksdóttir og Jón Axel og hin tvö eru Georg Guðni og Rósa Gísladóttir. Eins og myndin ber með sér er ekkert spaug að vera listamaður á þessum síðustu tímum. staðið að mörgum sýningum á verkum þekktra erlendra myndlistarmanna og staðið sig þar mjög vel. Við höfum enn sem komið er ekkert sýnt frá útlöndum, þetta er dýrt fyrirtæki og íslendingar eru ekki mikið fyrir að kaupa erlenda list. Á þessu ári rætist þó þessi draumur, a.m.k. tveir erlendir listamenn munu sýna í gall- eríinu, ung listakona frá Hollandi, Saskja DeViijendt og Bong Kyu Im frá S-Kóreu. Hann er búsettur í Berlín og hefur haldið sýningar víða um heim, m.a. sýndi hann ásamt Tolla í Nýlistasafninu ’86. Af íslenskum myndlistarmönnum sem sýna á næstunni má t.d. nefna Ragnheiði Hrafn- kelsdóttur, Jón óskar, Brynhildi Þorgeirs- dóttur, Nínu Gautadóttur, Jón Axel. — Og útlöndin koma til íslands ... fer íslensk myndlist eitthvað til út- landa? — Það hefur nú verið ætlun okkar og ég held að það sem sé að gerast í mynd- listinni hér er fyllilega sambærilegt við það besta sem er að gerast útí heimi. Ég hef farið á myndlistarmessur á meg- inlandinu í þeim tilgangi að kanna mögu- leika okkar þar og koma á samböndum við önnur gallerí. Myndlistarmessur eru haldnar reglulega í mörgum stórborgum en þær mikiivægustu eru líklega í Köln, Basel og Amsterdam. Á þessar sýningar koma áhugamenn, safnarar og fólk frá galleríum og listasöfnum. Þama fer fram sala á myndlist, galleríin kynna sitt fólk og menn komast í sambönd við önnur gallerí í öðrum borgum og löndum. Ég var þama með möppu fulla af verk- um nokkurra myndlistarmanna sem hafa sýnt í Galleríi Svörtu á hvítu og talaði við forstöðumenn gallería sem sýndu áhuga á að sýna verk fsienskra myndlistarmanna. Við ætlum að fylgja þessu eftir því það er nauðsynlegt fyrir listamenn að sýna víðar en hér. Og það þarf engan formála, því myndlistin er alþjóðleg í eðli sínu. Reyndar, þá hafa íslenskir myndlistarmenn sérstöðu — eins og við öll hér! — og hún kemur fram í verkunum. Ég hef áhuga á að taka þátt í myndlist- armessum og er að athuga möguleikana á að vera með sýningu á messunni í Amst- erdam. Þó að það verði kannski ekki í ár. Þetta er kostnaðarsamt fyrirtæki og ekki víst að við höfum bolmagn til þess núna. — Og svo verður að velja listamenn ... Hvernig eru sýningar ákvarðaðar? — Sýningar eru bæði valdar útfrá um- sóknum og svo höfum við líka samband við fólk sem við höfum áhuga á og biðjum það um sýningar. Myndlistarmenn benda á fólk sem þeir þekkja, það er allur gang- ur á. Það hefur alltaf gengið vel að koma saman sýningarprógramminu því það er mikið að gerast í myndlistinni um þessar mundir og í rauninni er erfitt að koma fyrir öllu því sem við vildum sýna. Það er mjög gott að litlum sýningarstöð- um fjölgar nú í Reykjavík, það er ekki vanþörf á. Það er viðráðanlegra fyrir myndlistarmenn að sýna í litlum sölum, þá er hægt að velja úr „framleiðslunni" og sýna einungis bestu verkin. Áður voru næstum því bara stórir salir í boði og það er ekkert vit í að halda risastórar einkasýn- ingar á fárra ára fresti eins og menn hafa vérið að gera. Það er nóg að halda slíkar sýningar á tíu ára fresti og þá sem yfírlits- sýningar. — Hvemig er galleríið rekið? — Myndlistarmaðurinn borgar gall- eríinu prósentur af sölunni á sýningum. Síðan erum við einnig með umboðssölu og þá bæði með verk af sýningum og verk sem við fáum beint frá myndlistarmönnum. Það er ekki raunhæft að reka svona stað eingöngu á grundvelli sýninga. Þá fer maður að hugsa of mikið um hvað selst best. Þess vegna er umboðssalan mikil- vægur þáttur í rekstrinum, líka sala og ráðgjöf fyrir fyrirtæki. Það hefur háð starfseminni á Óðinstorgi að húsnæðið var of lítið og of þröngt um umboðssöluna í kjallaranum. Við Laufás- veg er sýningarsalurinn á jarðhæðinni og á efri hæðinni er mjög góð aðstaða fyrir umboðssöluna. Þar verður lögð áhersla á að vera með gott úrval verka eftir lista- menn okkar og áherslan fremur lögð á gæði en magn. — Tengist þið einhverri ákveðinni stefnu í myndlist eða... — Nei. Aðaláherslan var í upphafi lögð á að sýna verk ungra myndlistarmanna en við höfum einnig sýnt verk eldri og reyndari manna. Það er mjög spennandi með mjrndlistina í dag að engin ein stefna er ríkjandi. Það er allt leyfilegt. Og það er dálítið erfitt, bæði fyrir listamennina og áhorfendur, því það er ekki hægt að hengja sig á einn skóla, eina stefnu. Fólk verður að treysta á eigin dómgreind. Sem betur fer eru nú menn mestanpart hættir að spyrja: — og hvað á þetta nú að tákna? — eða reyna að nafngreina smáatriði í landslagi. En oft finnst mér samt, að fólk mætti taka hlutunum meira af opnum hug, yelta því fyrir sér hvað það sjálft fær út úr því að horfa á ákveðið verk í stað þess að velta fyrir sér erindi lista- mannsins. — Hvað með stöðu myndlistarmála á íslandi í dag? — Ég held að það sé bjart framundan fyrir myndlistina. Opnun Listasafnsins í nýju húsnæði mun örugglega skila sér í betri aðsókn að safninu en verið hefur og við vonumst auðvitað til þess að gestir safnsins komi við hjá okkur. Á Listasafn- inu geta menn líka séð verk margra þeirra listamanna sem sýna í galleríinu. Ég held líka að það sé öruggt að ijölgun gallería leiði af sér fleiri og umfram allt betri sýn- ingar. Áhugi almennings fyrir myndlist er mikill hér á landi. „Venjulegt" fólk kaupir myndlist hér, gagnstætt því sem er víða erlendis þar sem einungis Qársterk- ir safnarar og stórfyrirtæki sækja gallerí og kaupa nútimalist. Það þarf að stórauka fræðslu um mynd- list í skólakerfínu og kenna fólki strax í æsku að meta þessa listgrein eins og td. bókmenntir, sem allir íslendingar lesa og hafa skoðun á. En vegna þess hve mikið hefur skort á myndlistarfræðslu í skóla- kerfinu finnst mér sú skylda hvfla á fjöl- miðlum að halda uppi vandaðri gagnrýni og umfjöllun um myndlist. Alltof oft er umfjöllun um myndlist tilviljanakennd og atvinnulistamönnum og amatörum gert jafnhátt undir höfði. Ríkissjónvarpið hefur nú staðið sig einna verst og virðist helst ekki fjalla um myndlistarsýningar nema listamaðurinn sé þekktur fyrir eitthvað annað en góða myndlist. — Breytist stefna gallerísins við flutningana... — Það breytist margt við breytta að- stöðu, betra sýningarpláss sem er stærra og bjartara. Lofthæðin hér á Laufásvegi er nokkuð meiri og það skiptir mjög miklu máli. Ég hef að fenginni reynslu frá saln- um á Oðinstorgi lagt áherslu á að hafa nýja salinn sem einfaldastan, þannig að myndlistin fái notið sín sem best. T.d. verður hér málað steingólf og allt fremur „hrátt", þannig að myndlistin verður að bera salinn uppi. Einnig er lýsingin spenn- andi tilraun. Venjuleg kastaralýsing gefur allt of gula og ójafna birtu sem var vanda- mál í salnum við Óðinstorg. Hér verða notaðar bandarískar perur sem hafa sama litróf og dagsbirta og gefa jafna birtu á alla veggfleti. Á margan hátt er salurinn hér meira spennandi en á Óðinstorgi, en þar sá mað- ur nánast alla sýninguna um leið og geng- ið var inn. Hér blasir sýningin ekki við frá dyrunum. Þegar komið er inn veit maður ekki alveg hvora leiðina maður á að fara og heldur ekki hvað er hinum megin við. Kristin Ómarsdóttir LESBÓK MORGUNBLAEISINS 5. MAR2 1988 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.