Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 3
T-ggBáTg H @ ® Jö] @ 0 [H (l) [a] @ ® |U @ [g Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Fuglar eru meðal þess sem svip setur á Tjömina í Reykjavík, en fyrir aldamót var yfírleitt engan fugi þar að sjá og ástæðan var sú, að Reyk- víkingar skutu sér til matar alla þá fugla, sem sáust á Tjöminni. Frá þessu segir Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur í annarri grein sinni um Tjömina. Ferða- blaðið ítalska borgin Mflanó er nýr áfangastaður hjá Amarflugi. í greininni er fjallað um þessa hrífandi borg óteljandi möguleika og einnig um ferðaleiðir út frá henni. Forsíðan er af málverki eftir Þjóðverjann Kirchner, sem var einn af fremstu merkisberum þýzka expressjónismans fyrr á öldinni. Þá þóttu þetta glannafengin vinnubrögð, en nú er Kaffíborð Kirchners frá árinu 1908 einung- is hugljúf mynd af þremur virðulegum eldri frúm að gleðja sig við kaffisopann sinn. Málverkið er á Landesmuseum í Miinster í Þýzkalandi og tengist grein um þá borg hér í blaðinu. Miinster er ein af þýzku Hansaborgunum og er þó nokkuð inni í landi. Þriðja og síðasta grein Gísla Sigurðssonar um heimsókn í Hansaborg- imar Qallar um reiðhjólaborgina Munster, sem er einn af helztu háskólabæjum Þýzkalands og geymir þar að auki ýmis gömul menningar- verðmæti. ARTHUR RIMBAUD Ófelía Á lygnum myrkum straumi þar sem stjörnur blunda vært flýtur Ófelía in hvíta eins og stórt lilju-blóm, berst ofurrhægt sveipuð í slæðu-skart. A skógi eru víða veiðihornin þeytt. í meir en þúsund ár eftir Jangri myrkri á hefur Ófelía in dapra borist vofu-föl. í meir en þúsund ár hefur sefi hennar sár sungið og hjalað strengleik sinn og átt við blæinn tal. Vindurinn kyssir bijóst hennar og bindur í sveip slæður hennar síðar er öldur bæra hægt. Víðigreinar titrandi tárast við hennar öxl, yfír dreymið ennið sveigir sig sef. Vatnaliljurnar umhverfis varpa særðar önd. Hún vekur líka stundum þar sem blundar elri-stóð eitt og eitt hreiður svo heyrist vængjatif. - GuIInar stjörnur syngja sinn dularóð. II Æ, Ófelía fölva fögur sem mjöll, þú lézt þitt líf svo ung borin af fljóti burt. Það voru dynjandi vindar norðan af Noregs-slóð er fluttu með lævi fregn um frelsi næsta hart. Blærinn var það sem vatt upp á hár þitt sítt, flutti dreymnum hug þínum kynjahljóð. Hjarta þitt hlýddi á náttúrunnar klið: angurþyt í tijánum og andvörp frá nótt. Ólmir voru sjóir með ógnar-dyn. Barnshjarta þitt brast við — of blítt, of meyrt: Morgun einn í apríl ungur tiginn sveinn örvita, þögull kraup þér við hné. Himinn! Frelsi! Ást! sú hugsýn, litla fíón. Þú hjaðnar í hans nánd sem mjöll við bál. Það sem þú sást! — Orð þín köfnuðu öll. Ógnþrunginn fjarski skelfdi augun blá. III Og skáldið segir að við stjömuskin um nótt þú komir að vitja blómanna sem tíndirðu áður fyrr og sæi þá á vatni _ sofandi í síðum kjól Ófelíu ina hvítu fljóta stórt lilju-blóm. Rimbaud (1854—1891) orti þetta Ijóð 17 ára. Rúnrtlega tvítugur hætti hann að yrkja og dó 37 ára. Ófelía er persóna í leikritinu Hamlet Danaprins eftir Shakespeare. Þýðandi Ijóösins er leikari í Reykjavík. Dagvistar- skylda Inútíma þjóðfélagi þar sem bæði karlar og konur vilja njóta mennt- unar og starfsframa eru dag- heimili að verða jafn sjálfsagðar þjónustustofnanir og skólar og sjúkrahús. Þau eru, — og verða eflaust í enn ríkari mæli á næstu árum, — hluti af velferðarkerfínu. Spumingin er hversu mikill hluti. Hve stórt á hlutverk þeirra að vera og hver á að vera leikstjórinn, — ríkið, foreldramir eða barnið. Stundum mætti ætla að dagheimili væri einhverskonar skiptimynt í stjómmálabank- anum. Þegar ráðist er í framkvæmdir sem ágreiningur er um, eru umsvifalaust dregn- ir fram útreikningar um hversu mörg dag- heimili framkvæmdin kosti. í dag er það ráðhúsið, en gervigrasið í Laugardal var líka heitt mál á sínum tíma og óspart lagður á það dagheimiliskvarði, enda þótti annar eins óþm-fi og gervigrasið vandfundinn. Á árum áður þegar maður las mynd- skreyttar greinar um uppeldi ríkisins á böm- um í Rússlandi eða Kína, fór um mann hroll- ur og maður þakkaði sínum sæla fyrir að hafa fæðst á íslandi þar sem slíkt væri óhugsandi. Nú virðist margt benda til að þetta sé ekki aðeins hugsanlegt, heldur beinlínis krafa nútímans. Það sjónarmið skýtur æ oftar upp kollinum að ríkið eigi að bera ábyrgð á uppeldi barna, þótt það sé ekki beinlínis orðað með þeim hætti. Á fundi um dagvistarmál var þeirri hug- mynd hreyft að foreldrar framtíðarþjóð- félagsins ættu að hafa val varðandi dagvist bama sinna með tilstyrk tryggingakerfisins. Hvetju bami yrði ætluð tiltekin upphæð í dagvist og foreldrar gætu síðan ákveðið hvort þeir verðu henni til að vista bamið á einkadagheimili, ríkisreknu dagheimili, eða væm sjálfír heima með bamið. Þessi hugmynd féll í grýttan jarðveg. Samstundis spratt upp virt kona með pólitíska ábyrgð. „Það kemur ekki til greina að treysta misvitmm foreldmm fyrir þessum peningum," sagði hún með nokkmm þjósti. Enginn skyldi ætla að þetta sjónarmið hafi fáa formælendur. Maður heyrir það aftur og aftur með mismunandi orðalagi og framsetningu, — oftast með því fororði að hagsmunir bamanna eigi að sitja í fyrir- rúmi. Ekkert sé mikilvægara en áð þau séu í umsjá menntaðra starfskrafta frá fyrstu tíð. Það væri forvitnilegt að vita hvað börn- in sjálf myndu kjósa ef þau hefðu atkvæðis- rétt í þessu máli. Það er engu líkara en yfir sé að flæða einhver bylgja sem ætlað er að grafa undan trú fólks á eigin dómgreind og heilbrigða skynsemi. Samhliða staðhæfingum hér og þar um að foreldrar séu illa færir um að ala upp börnin sín, því þá skorti til þess sérmenntun, spretta upp námskeið af ýms- um toga til að bæta úr þessu. Haldin eru samskiptanámskeið til að kenna foreldmm að umgangast böm, unglingum að umgang- ast foreldra sína, foreldmnum að tala við unglingana og hjónum að tala hvom við annað. Allt er þetta í ágætu lagi meðan fólk notar þessi námskeið til að skoða nýjar hlið- ar á því sem það vissi fyrir. En það fer í verra ef fólk fer að trúa betur kenningum sérfræðinga í þessum efnum en því sem eigin reynsla hefur kennt því. Sérfræðiþekking kemur ekki af himnum ofan. Hún er ekkert annað en reynsla, rann- sóknir og skoðanir annars fólks. Sérfræðing- ar hverskonar em uppistaðan í atvinnulífi nútímans og vinna merkilegt og stundum stórmerkilegt starf, en það er vafasamt að umgangast sérfræðiþekkingu eins og um trúarbrögð væri að ræða. Stundum fínnst manni eins og horft sé framhjá því að flest fólk getur í dag ákveð- ið hvort það vill eignast böm og hvenær og miðað náms- og starfsferil sinn við það. Enginn getur hinsvegar ákveðið hvemig böm hann eignast. Þó að þau séu hraust og heilbrigð getur skaplyndi þeirra verið þannig háttað að þau þrífist ekki á dagvist- arstofnun, hvað sem góðu og menntuðu starfsfólki líður. Tvö systkini sem sett vom á leikskóla bmgðust mjög ólíkt við þeirri reynslu. Annað bamið tók stórstígum fram- fömm í þroska og þekkingu og kom ljóm- andi heim á hverju kvöldi, meðan hitt bam- ið varð dauft og þegjandalegt og missti lit og ljóma þar til það var tekið af leikskólan- um. Svo er margt sinnið sem skinnið og vafa- samt að gera áætlanir varðandi ófædd böm og ákveða hvað þeim er fyrir bestu. Einstæð- ir foreldrar hafa að sönnu ekkert val, en aðrir geta þurft að fóma einhveiju eða haga málum þannig að bamið þeirra eigi sama- stað á heimili en ekki stofnun á sínum mótunarámm. Ríkisrekin dagheimili em ekki eina leiðin til að koma bömum til manns, svo ágæt og nauðsynleg sem þau annars em. „Það er svo sem saklaust að leyfa einka- dagheimili í einhveijum mæli, en auðvitað á ríkið að sjá um þetta!“ Þessi setning heyr- ist oftar en svo að það geti verið tilviljun. Og maður spyr sig, — eftir hveiju er verið að kalla? Tilefni þessa rabbs er þó önnur setning sem trúnaðarmaður í stjómmálaflokki sagði ábúðarflíflur í umræðum um þessi mál: „í raun ætti að koma hér á dagvistarskyldu frá tveggja ára aldri." Það skyldi þó aldrei fara svo, að þjóðin sem ekki þekkir herskyldu nema af af- spum, komi á dagvistarskyldu í landi sínu. „Þá mega nú smáfuglamir fara að vara sig.“ JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRlL 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.