Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 7
hárinu upp á „papilottur" og kvíðir því að
lokkamir haldist ekki út dansleikinn. En
því meir sem þær ræða þetta, því meir græt
ég. Ef ég gæti hætt, þá myndi ég fegin
gera það, en það er ekki á mínu valdi.
— Þú ættir að gæta þín, Selma, þú verð-
ur svo rauðeygð í kvöld, ef þú heldur svona
áfram, segir Anna. Og víst fellst ég á að
hætta, en fæ ekki við neitt ráðið.
Allan fyrri hluta dagsins eru Anna,
mamma og Elín Laurell að tensa sig til,
festa bönd, stijúka og stífa kjólana, máta
skóna svo þær verði sem allra best til hafð-
ar. Lovísa frænka segir, að sér fínnist það
furðulegt að það skuli vera hægt að fara á
dansleik á kjól upp í háls með löngum erm-
um, það hefði nú ekki dugað í hennar ung-
dæmi, en mamma segir, að Anna og ég
séum nú ennþá bara böm, og getum því
farið í venjulegum veislukjólum.
Á miðjum morgni fer ég inn í stofu, þar
sem pabbi situr í mggustólnum eins og
venjulega og les Varmlandsblaðið. Ég stilli
mér upp við hlið honum með fótinn á meiði
ruggustólsins og legg höndina á öxlina á
honum. — Hvað er það núna? segir hann
og snýr sér að mér.
— Má ég ekki sleppa við að fara á dans-
leik, pabbi? segi ég og bið svo ofurvel, því
nú hefur vaknað hjá mér von, að ef ég
bæði reglulega auðmjúklega og fallega,
kynni mér þrátt fyrir allt að lánast að telja
honum hughvarf. Ég ætla mér líka að minna
pabba á að ég hafi lesið biblíuna spjaldanna
á milli hans vegna. Ég hugsa með mér, að
hann geti ekki annað en leyft mér að vera
heima, ef hann hugsi til þess.
— Faðir minn veit, að ég get ekki dans-
að, hef ég mál mitt. Ég er svo hölt, að það
vill enginn dansa við mig.
En lengra kemst ég ekki. Ég byija að
snökta, og kem ekki upp einu orði.
Pabbi segir ekki neitt, en stendur upp
af ruggustólnum, tekur í höndina á mér og
leiðir mig fram í eldhús. Þar biður hann
ráðskonuna að gefa mér væna brauðsneið
með osti. Og svo er hann farinn.
Mér skilst, að ég muni verða þvinguð til
að fara á ballið, og mér hefði verið skapi
næst að kasta brauðinu í gólfíð, en það
geri ég ekki, því að ég ætla aldrei framar
að reiðast, svo að villidýrið, sem býr innra
með mér, sleppi ekki út.
Ég hegða mér rétt og siðsamlega að öllu
leyti, nema því, að ég græt. Ég græt við
matborðið, ég græt að máltíð lokinni. Ég
græt, meðan við búum okkur á dansleikinn.
Eg græt, allt þangað til við setjumst á sleð-
ann, vafðar í sleðafeldinn.
Þá hlýtur tárunum loksins að hafa skil-
ist, að þeim væri það ekki til neins að falla.
Þegar við ökum inn í Sunnebæ, sit ég á
sleðanum og augun þurr.
Ég er í gráum víðum kjól, lögðum bláum
ullarléggingum, og ljósgráu strigastígvélun-
um af Onnu, með rauðum reimum. Ég hef
rauða slaufu í hálsmálinu, sem er svo falleg
og ég fékk í jólagjöf frá Kalla móðurbróð-
ur, því að hann gefur okkur alltaf svo góð-
ar jólagjafír. Hárið hefur Lovísa frænka
greitt svo það liggur jafnt og slétt og er
sett upp í stóran hnút í hnakkanum.
Reyndar má það einu gilda hvemig ég
er klædd, því ég er rauð í framan með
hvitar rákir niður um andlitið, og augun
rauð og þrútin eftir þann feikna grát. Ég
er svo ljót, að enginn myndi vilja dansa við
mig, jafnvel þótt ég haltraði ekki hið allra
minnsta.
Fyrir innan danssalinn er setustofa, og
þegar við komum þangað inn, segja Wall-
roth stúlkumar okkur að Maule ungfrúmar
séu ekki tilbúnar, því þær ætla að vera í
hvítum, þunnum kjólum, og til þess að pils-
in kmmpist ekki, þá verði tvær stúlkur að
bera þá á slám til Sunne.
— Já, það geta þær gert, sem eiga ekki
lengra en svo sem mílufjórðung að fara,
segir Anna. Og okkur fínnst öllum gríðar-
mikið til um þetta.
Anna og Hilda em svo fallegar, og ég
hugsa með sjálfri mér, að hvað svo sem
hinar skrýddu sig, gætu þær ekki orðið eins
fallegar og þessar tvær em.
Nú þegar Maule dætumar koma inn,
verð ég að viðurkenna, að þær em glæsi-
lega búnar, og laglegar em þær líka, en
ekki í líkingu við Onnu og Hildu, það gæti
ég ekki fallist á.
Emilfa Wallroth er alls ekki fríð, en allir
segja að hún beri af sér góðan þokka. Henni
er alltaf boðið upp. Það skiptir engu máli,
að hún er ófríð, hún er svo glaðvær og
skemmtileg, að henni yrði boðið upp í hvem
einasta dans, og engu síður þótt hún væri
hölt.
Nú er setustofan orðin yfirfull af frúm
og ungfrúm, svo nú hljóta allar að vera
komnar, því nú er verið að stilla hljóðfærin.
Það er málmblásarasextettinn frá Eystri
Ámtervik, sem leikur, því að í Sunne em
erigir tónlistarmenn.
Wilhelm Stenbáck landeigandi á Björns-
byholm kemur nú inn í setustofuna og til-
kynnir, að þar sean'dansleikur sé nú aftur
haldinn í Sunne, og sem ekki hafí gerst í
meir en tuttugu ár, þá leggur hann það til,
að hátíðin verði vígð með „polonás" marsi.
eins og tíðkist við hátíðleg tækifæri. Og það
fínnst öllum viðeigandi.
Nú koma þeir eldri herramir inn í setu-
stofuna og bjóða upp í dans eldri dömunum:
frú Maule og frú Hellstedt, frú Pettersson
og frú Bergman, frú Wallroth og frú Lager-
löf, og haldast í hendur inn í danssalinn.
Einnig koma ungu herramir og bjóða ungu
stúlkunum upp og leiða þær með sér inn á
dansgólfið. Áð síðustu em ekki fleiri eftir
í setustofunni en ég og ungfrú Eriksson frá
Skággeberg. Ungfrú Eriksson er ekki eldri
en fímmtug, og hún er með þunnar, gular
fléttur sem hún rúllar upp við eyran og hun
er með stórar, gular tennur.
Það er ókunnur herra á dansleiknum, sem
við höfum ekki séð áður. Hann er í einkenn-
isbúningi, það er sagt, að hann sé eftirlits-
maður á jámbrautarstöðinni í Kil. Hann
virðist ekki þekkja neitt okkar. Við sitjum
nú þama í setustofunni, til að vera boðið
upp, brátt hefur öllum verið boðið upp í
dans nema ungfrú Eriksson og mér. Ég
velti því fyrir mér hvora okkar hann muni
velja, en hann snýr frá og velur hvomga.
Þama sitjum við, ég og ungfrú Eriksson,
og yrðum hvomg á aðra, en mér finnst að
minnsta kosti gott að vita af henni hér,
með því er ég ekki algjörlega ein.
Öðra hveiju hugsa ég, að það sé ágætt,
að enginn býður mér upp, því nú getur
pabbi séð, að það er satt, að enginn vill
dansa við mig. En það er lítil raunabót. Og
hvað sem öðm líður þá leiðist mér.
Hér sit ég og furða mig á ungfrú Eriks-
son frá Skággeberg. Hver gæti það hafa
verið, sem hefur neytt hana til að fara á
dansleik? Varla er hún hingað komin af
frjálsum vilja.
Þegar göngudansinum er lokið og dans-
fólkið kemur aftur inn í setustofuna, er það
mjög kátt og gáskafullt, bæði ungir og
gamlir. Mamma sest í sófann milli þeirra
frú Maule og frú Hellstadt, og þær tala og
hlæja, eins ög þær væm aldavinir. Anna
sest við hliðina á Hildu Ingelius og þær
hvíslast á, og Hilda Wallroth og Júlía Maule
leiðast inn.
Síðan er leikinn vals og polki og fransás
aftur og aftur.
Og Anna, Hilda og Emilía, þær dansa
að sjálfsögðu hvern einasta dans. Þær em
svo glaðar, og Hilda kemur til mín og vill
segja eitthvað vingjamlegt, til að gleðja
mig. Hún stingur upp á, að ég færi mig
fram í salinn og horfí á dansinn að minnsta
kosti.
En það kæri ég mig alls ekki um. Ég
veit ekki hvemig ég á að komast hjá því,
Mynd: Ámi Elfar
en þá kemur Anna skyndilega mér til hjálp-
ar og segir, að best sé að tala sem minnst
við Selmu, því það gæti komið henni aftur
til að gráta.
Mamma og hinar frúmar dansa ekki
fleiri dansa en „polonásen", en allt að einu
ganga þær fram í danssalinn og horfa á
ungdóminn. Þá era ekki fleiri orðnir eftir í
setustofunni en ég og ungfrú Eriksson. Við
tvær, við sitjum hér eftir hvor á sínum stól
liðlangt kvöldið.
Og ég reyni að hugsa um allt það fólk,
sem á erfítt, um þá sjúku, þá fátæku og
þá blindu. Hvað er að sýta það að fá ekki
að dansa á einu balli? Hugsa sér það, ef
væri maður blindur!
Ég velti því fyrir mér, hvort þetta sé
hegning fyrir eitthvað, sem ég hafí gert eða
sagt, eða hvort þetta sé til þess að ég temji
mér auðmýkt.
Mér kemur í hug ungfrú Broström, sem
pabbi minntist stundum á, hún, sem mennta-
skólapiltamir nörrnðu til að koma á mark-
aðsballið. Mér hefur oft dottið í hug hvað
hún hafí hugsað, þegar hún sat ein heilt
kvöld og enginn vildi dansa við hana.
Hana hlýtur að hafa furðað, hvemig á
því stæði, að hún væri svo óviðfelldin, að
enginn vildi dansa við hana, já, ekki einu
sinni tala við hana. Því þetta er einmitt það
sem ég er að hugsa
Að morgni, þegar við sitjum og snæðum
morgunverðinn, segja þær mamma, Elín
Laurell og Anna pabba og Lovísu frænku
frá dansleiknum, og hvað þeim hafí þótt
gaman og hvað allt hafði tekist vel. Ég
segi að sjálfsögðu ekki neitt, því ég hef
ekki frá neinu að segja. En þegar Anna
hefur talið upp alla þá, sem hún dansaði
við, spyr pabbi: - Jæja, en hvað um Selmu?
— Ja, Selma dansaði nú ekki neitt, segir
mamma, hún er nú svo ung.
Þá þegir pabbi við um stund, en segir svo:
— Hvað segir þú um það, Louise? Ef við
skrifum nú til Stokkhólms og spyrðum Afz-
elius hjónin hvort Selma gæti fengið að búa
hjá þeim einn vetur í viðbót og stundað.leik-
fimi? Henni fór svo mikið fram, þega hún
var þar síðast. Mér væri ekkert kærara, en
að lifa það, að sjá hana reglulega fríska.
Þama sit ég og sperri augun. Ef til vill
hefur pabbi haft samviskubit í gærkvöldi,
út af því að hann þvingaði mig til að fara
á dansleik. Ef til vill er það ástæðan fyrir
því, að hann hafi komist að þeirri niður-
stöðu, að ég fengi að fara til Stokkhólms.
Það er nú þrátt fyrir allt enginn, sem
jafnast á við hann föður minn.
Laufey Kristjánsdóttir þýddi
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRl'L 1988 7