Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 4
„ Ljósmyndasafnið. Ljósm.: Magnús Ólafsson.
A þríðja áratugaum fór fuglalíf að glæðast á Tjömiimi en á síðustu öld og langt fram á þessa voru fuglar jafnóðum skotnir til matar ef þeir sáust þar. Áríð 1921
voru álftir sóttar austur fyrir fjall og settar á Tjörnina og um svipað leyti fóru kríur að verpa í hólmanum. Tijágróður er enn skammt á veg kominn í görðum húsa
við Tjamargötu.
Fuglar
sáust
þaraldrei
Margir mundu ætla að fjölskrúðugt fuglalíf
með öndum, kríum og álftum hefði fylgt
Tjörninni frá örófi alda en svo er þó ekki.
Á síðustu öld og fram á þessa sást þar varla
nokkur fugl og ef hann sást var hann óðar
skotinn til matar. Meira að segja Tjamar-
hólminn var ekki til. Hann er að miklu leyti
mannanna verk.
Um 1870 stóð lítil grjóthrúga upp úr
Tjöminni þar sem Tjamarhólminn er nú og
má marka stærð hennar af því að á vetrum
notuðu menn hana til að hafa þar hringekju
(karúsel) umhverfis. Henni er lýst svo:
„Stöng ein var reist í miðjum hólmanum;
efst á henni var þverslá ein og náði hún á
báða vegu 3—4 álnir út yfír flatarmál hólm-
ans; niður úr öðrum enda slárinnar hjekk
reipi og var sleði bundinn við það; tjald var
yfir sleðanum og logaði ljós á lampa þar
inni. Á sleðanum sátu bðm og unglingar,
enda oft eldra fólk, sem ljet aka sjer hring-
inn í kringum hólmann með því að ramm-
efldir karlmenn gengu á hinn enda slárinn-
ar og ýttu sleðanum þannig áfram. Fargjald-
ið var 2 skildingar fyrir böm og 4 skilding-
ar fyrir hvem fullorðinn farþega nokkrar
hringferðir í senn, uns um var skift og ný
áhöfn kom í stað þeirrar er áður var. Þótti
þetta góð og holl skemmtun á tunglýstu og
tæru svellinu, meðan aðrir branuðu sjer á
skautum, eða rendu sjer á hrossaleggjum
eða klakatorfum fram og aftur um þvera
og endilanga tjömina." .
Þeir sem vora aðalforgöngumenn að þess-
ari framlegu skemmtun vora Sverrir Run-
ólfsson steinsmiður, Sigfús Eymundsson
ljósmyndari og Vigdís Waage en hún var
smbýliskona Sverris og tengdamóðir Sigfús-
ar. Þóra, dóttir Péturs Péturssonar biskups,
segir frá þessari skemmtilegu nýbreytni í
annars fáskrúðugu bæjarlífi í bréfi:
„Mikið gjekk á í vetur útá tjörhinni, þar
var kanefart sem Vigdís og Sverrir vora
forsprakkar fyrir, var þar tjaid reist upp,
og logaði ljóstíra inni, sat þar Vigdís með
flösku og staup, en Sverrir með peninga-
pingju að taka á móti borguninni fyrir það
sem Vigdís ljet í tje, þeim sem hafa vildu.
Skamt frá tjaldinu, vora tveir sleðar, og var
þeim snúið í hring af 9 mönnum, sókti þang-
að margt fólk, því gott var veðrið, ekki var
samt mikið af fínu fólki þar. Þar var eitt-
hvað keimlíkt og á Dyrehavsbakken, á sumr-
in í Danmörku."
í annarri greininni um
Tjörnina í Reykjavík ei
m.a. fjallað um þróun
fuglalífs og lystigarðs í
nánd við Tjörnina.
Eftir
GUÐJÓN FRIÐRIKSSOP'
Ljósmyndasafnið. Ljósm.: Magnús Ólafsson.
Ýmsar skemmtanir tengdust Tjarnarhólmanum og eitt sinn var sótt um leyfi til
að byggja þar veitingastað. Hér er lúðrasveit að leika úti í hólmanum á öðmm
áratugi aldarinnar en mannfjöldi hlýðir á í landi. Staðarstaður, hús Bjöms Jóns-
sonar ráðherra, er rísið á umdeildum stað á túnum sunnan Tjarnar (Sóleyjargata 1)
vora þó lengi að átta sig á þessu ákvæði
og stundum laumuðust menn í skjóli nætur
til að skjóta endur á Tjöminni. I Morgun-
blaðinu 27.9. 1915 var frétt um launvíg.
Svo hljóðar fréttin:
„í alt sumar hafa margar villiandir hafst
við hér á Tjöminni og hefir verið að þeim
bæjarprýði. Vér mintumst á þetta einu sinni
og mæltumst til þess að andimar fengju
að vera í friði — eins og sjálfsagt er, því
að svo er fyrir mælt, að eigi meigi skjóta
á Tjöminni. En í fyrrinótt brá svo við, að
skot heyrðust á Tjöminni, tvö eða þrjú. Þá
var klukkan rúmlega tvö. Eigi þarf neinum
getum að því að leiða hvert skotmarkið
hefir verið — það hafa verið vesalings and-
imar, sem vora orðnar svo gæfar, að ganga
mætti í dauðfæri við þær hvar sem var. —
Vonandi tekst lögreglunni að hafa uppi á
sökudólg — eða sökudólgum — og gefa
þeim svo eftirminnilega áminningu, að menn
leiki sér ekki að slíku framar."
Árið 1918 vora byssuglaðir menn enn á
ferðinni við Tjömina og þá sagði Morgun-
blaðið að það yrði í eitt skipti fyrir öll að
friða fuglana í Tjöminni og ná í þessa ná-
VilltirFuglar
SáustEkki
Hringekjunni var komið upp á hveijum
vetri til 1872 en árið 1873 mun Jakob
Sveinsson snikkari, sem átti hús að Tjöm-
inni (Kirkjutorg 6), hafa fengið Sverri stein-
höggvara til að aka gijóti út í hólmann,
stækka hann nokkuð og hlaða hann upp
en þá var ekki lengur hægt að koma hring-
ekjunni við. Ámi Thorsteinsson landfógeti
bætti svo um betur og þakti hólmann mold
og gijóti og eftir það fóra Reykvíkingar að
hald aliendur þar á sumrin svo að þær hefðu
betra næði til að verpa eggjum sínum en í
landi. Villtar endur eða aðrir fuglar sáust
þá sjaldan eða aldrei á Tjöminni, eins og
áður sagði, því að þeir vora óðar skotnir. I
dagbókum Jónasar Jónasens landlæknis
kemur víða fram að hann fór gjaman suður
fyrir Tjöm til að skjóta fugla sér til matar,
einkum lóur, spóa og stelki.
Skv. nýrri lögreglusamþykkt í Reykjavík
árið 1915 var bannað að raska friði fugla
á Tjöminni og var þar með lagður grandvöll-
ur að þvf fuglalífi sem nú er þar. Menn
Ljióam.: Friðrik Guðjónsson.
Reykvísk fjölskylda nýtu sumarblíðu ( Hjjómskálagarðinum sumaríð 1985. Lágvax-
inn tijágróður var þá aðeins kominn í næsta nágrenni Hfjómskálans en að öðm
leyti var garðurinn tún. Hús við Sóleyjargötu í baksýn.