Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 15
23. APRÍL 1988 MILANO Nýr áfangastaður Arnarflugs ODDNÝ BJÖRGVINS- DÓTTIR skrifar ferðamál um 24. júní, nánar tiltekið klukkan 7 að morgni, leggnr Arnarflug upp í sitt fyrsta beina áætlunarflug til ítölsku borgarinnar Mílanó. Það er fyrst og fremst út af aukinni umferð frá ítaliu til ís- lands sem Arnarflug hefur tekið upp áætlunarferðir þangað. ítalir eru í vaxandi mæli að nota ísland sem sumarleyfisstað og hafa sýnt einna mesta aukningu hjá þeim þjóðum sem sækja okkur heim, um 27,4% síðasta ár. En íslendingar hafa líka mik- inn áhuga á áfangastaðnum Mílanó og ferðir þangað eru að verða fullsetnar í sumar. Arnarflugsmenn segja að ferðirnar séu að margra áliti alltof fáar, sem kallar á fjölgun þeirra næsta sumar. Við skulum aðeins líta á borgina sjálfa, en það verður að fjalla sérstaklega síðar um þá óteljandi ferðamöguleika sem bjóðast í nágrenni hennar. Þetta er Mílanó Mílanó er staðsett á Pósléttunni í miðjum Padana-dalnum. Upp frá Mflanó teygir landið sig upp í ítölsku Alpana. Borgin nýtur milds meginlandsloftslags, hlýir vindar leika um hana og lítið um snögg veðrabrigði. Meðalhiti yfir sumartímann er 23,2 stig, 13,1 á vorin og aðeins hlýrra á haustin. íbúafjöldi Mflanó er 1,5 milljónir. Borgin liggur mjög miðsvæðis og býr yfir þéttriðnu samgöngu- neti á lofti og landi. Tveir flugvell- ir eru t Mflanó, enda fer um borg- ina mesta flugumferð í Norður- Ítalíu. Jámbrautarstöðin „Stazi- one Centrale" býður upp á sömu þjónustu og lítið þorp, en þar er lyfjaverslun, banki, upplýsinga- miðstöð ferðamála, verslanir og veitingahús. Frá 22 jámbrautar- pöllum liggja leiðir í allar áttir. Merkið MM er yfír öllum inn- göngum í neðanjarðarbrautir Mílanó. Jámbrautarlínur eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.