Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 9
fram yfir þá síðari voru Montpamasse og
Saint-Germain des Prés aðal listamiðstöðvar
og kaffihúsahverfi Parísarborgar og París
þá tvimælalaust höfuðborg myndlistarinnar.
Þó staðsetning sýningarsala fylgi lista-
mönnunum oft eftir var varla um slíkt að
ræða hér, nema Saint-Germain des Prés-
hverfið. Montmartre og Montpamasse urðu
aldrei mjög vinsæl meðal galleríeigenda.
Þeir vildu frekar halda sig nálægt auð-
mannahverfunum og opnuðu búðir sínar og
sýningarsali þess vegna þar sem flármagnið
var hvað mest, — í Óperu-, Madeleine- og
Kauphallarhverfunum.
0UUNR0U6E Concert
ÍOOLIN ROUCE d a |
lOULIN ROUCE
LA GOULU E
Fyrstu Listaverka-
SALARNIR
Myndiistargallerí í nútímalegri merkingu
orðsins er tiltölulega nýtt fyrirbæri. Þau
fyrstu vora opnuð fyrir aðeins rúmri öld.
Það vora yfirleitt áhugamenn og safnarar
sem stofnuðu þau, ýmist til að styðja við
bakið á þeim listamönnum sem þeir trúðu
á, og tókst þeim þannig oft að hjálpa þeim
út úr volæði og hungursneyð, eða einfald-
lega í þeirri von að græða sjálfír eitthvað
á sölu verkanna. Merkustu listaverkasalar
þessara fyrstu ára vora án efa Paul Dur-
and-Ruel (1831—1922), Ambroise Vollard
(1868—1939) og Ðaniel- Henry Kahnweiler
(1884-1978).
Það sem gerði Durand-Ruel að fyrsta
nútímalega listaverkasalanum var stórkost-
legur áhugi hans á myndlist sem á þeim
tíma þótti varla söluhæf, Barbizon-máluran-
um og impressionistunum meðal annars.
Þannig eignaðist hann „lager“ sem átti eft-
ir að halda nafni hans á loft og tengist það
síðan iðulega nöfnum impressionistanna.
Árið 1860 keypti hann t.d. 70 málverk af
Théodore Rousseau (1812—1867) og var
það líklega í fyrsta skipti sem listaverka-
sali keypti svo mörg verk af einum og sama
málaranum. Stuttu síðar keypti hann 23
málverk af Manet.
Á fyrri stríðsárunum gengur yfír eins
konar velgengisbylgja í myndlistarheimi
Parísarborgar. Sýningarsölunum fjölgar ótt
og hverfið vestan við Madeleine-kirkjuna,
nánar tiltekið þríhymingsflöturinn á milli
la Rue Royale, les Champs-Elysée og Rue
de la Boétie, nýtur mestrar hylli þó að
mörg helstu galleríin færi sig um síðir í Rue
Laffítte. Paul Durand-Ruel hóf t.d. starf-
semi sína í Rue de la Paix áður en hann
færði sig á Boulevard de la Madeleine og
síðan 15 Rue Laffitte (með bakdymar 11
Rue Peletier), þar sýndi hann verk impressi-
onistanna til dæmis. Einnig sýndi hann verk
þeirra í Boston, London og Rotterdam og
árið 1886 var hann beðinn að setja upp
sýningu á verkum þeirra í New York, en
þar stofnaði hann stuttu síðar eigið gallerí,
sem var rekið áfram af fjölskyldunni eftir
hans daga fram til 1975.
Ambroisé Vollard opnaði tvö gallerí
skammt þama frá, númer 6 og 59 Rue
Laffitte, og sýndi Cézanne, Gauguin, Re-
don, Degas og fyrstu verk Picasso og fleiri.
Daniel Henry Kahnweiler opnaði sinn sýn-
ingarsal 1907 í sama hverfí, 28 Rue Vign-
on, og byijaði með því að kaupa verk eftir
Derain, Braque og Picasso og átti síðar eft-
ir að verða aðal stuðningsmaður kúbistanna
og er sjálfsagt greindasti listaverkasali sem
Galerie Lelong hefur sýningarsali á tveim stöðum beggja megin við
Rue de Téhéran og bóka- og grafíkverslun sem snýr út að Narvik-
torginu. Mynd við hliðina: Frá sýningu á höggmyndum eftir A.R. Penck
í Galerie Lelong.
Séð út eftir Rue de Seine, þar sem galleríin standa svo að segja hlið við hlið beggja megin götunnar.
Toulouse-Lautrec, Rauða Myllan, plak-
at 1891.
Galerie Kríef, Rue Mazarine sýnir oft verk eftir unga listamenn.
Galeríe Isy Brachot sem stendur á homi
Rue Guénégaud og Rue Mazaríne. í
þessu hverfi eru öll gaUeríin staðsett á
jarðhæð með útstillingarglugga sem
snúa út að götunni.
uppi hefur verið. „Miklir málarar skapa
mikla listaverkasala," var Kahnweiler vanur
að segja.
Denis René opnaði gallerí í eigin íbúð,
124 Rue de la Boétie, árið 1944 og Aimé
Maeght hóf veldi sitt 1945,13 Rue de Téhér-
an, þar sem enn þann dag í dag er rekið
gallerí, þó undir öðra nafni sé ásamt sýning-
arsölum í Zurich, Barcelona, New York og
Maeght-stofnuninni í Saint Paul de Vence
í Suður-Frakklandi (opnuð 1964). Þar er
einnig rekin afbragðsgóð útgáfustarfsemi á
listaverkabókum, þar sem ljóð og myndlist
tvinnast iðulega saman. Listamenn gallerís-
ins era ekkert slor. Bonnard, Matisse,
Braque, Chagall, Miró, Giacometti, Calder,
Léger, Bacon, Tapies, Alechinsky, Dibbets,
Pench, Liipertz og fleiri og fleiri hafa sýnt
hjá Maeght og þó að nafnið hafi breyst í
Galerie Lelong er það enn þann dag í dag
álitið eitt virtasta gallerí borgarinnar.
Spákaupmenn Og
Verðhrun
Eftir fyrri heimsstyijöldina byijuðu vind-
ar spekúlasjónanna að blása. Viðskiptavin-
um Hötel Drouot (aðalsölustaður listaverka
í Parísarborg) fjölgaði og kommiser Alph-
onse Bellier ákveður 1920 að hafa þar upp-
boð eingöngu á nútímalist. Viðhorf borgara-
stéttarinnar gagnvart Iistinni vora smám
saman að breytast á þessum tímum. Rúss-
nesku ballettamir nutu t.d. mikilla vinsælda
og skringilegustu súrréalistar fengu skjótar
og góðar viðtökur.
Síðan kom gríðarlega erfitt tímabil hjá
listaverkasölunum í kjölfar verðhransins
mikla í Kauphöllinni í New York 23. okt.
1929. „Lee sept année de vaches maigres",
— „mögra árin sjö“, kallaði Kahnweiler
tímabilið fi-á 1929—1936 og í viðtalsbók
sinni við Francis Crémieux, segir hann frá
erfiðleikunum og hvemig amerísku íjár-
málajöframir neyddust til að hypja sig út
á götu og selja epli á homi Wall Street til
að hafa í sig og á. Það seldist varla nokkuð
og fjöldamörg gallerí lokuðu og mörg riftu
samningum við listamenn.
Rue De Seine - Saint
Germain Des Prés
Eftir seinni heimsstyijöldina rétti lista-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRÍL 1988 9