Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 17
Hvita og svarta leiðin.
Skosk ferja við Tobermory á eyjunni Mull.
Leiðsögnmaðurinn William Forrester i
hjólastól fyrir framan Docklands-járn-
brautina i London.
Göngufólk í efri Wye-dalnum í Mið-Wales. Gestir að koma í gistingu og morgunverð á einkaheimili.
Ferðafréttir frá Bretlandi
Bretar eru nýög framarlega i ferðaþjónustu og gefa út frétta-
bréf mánaðarlega um helstu nýjungar á því sviði. Þeir eru gaman-
samir, blessaðir, og oft virðast ekki takmörk fyrir þvi sem þeim
dettur í hug að verðlauna í sambandi við nýjungar í ferðaþjón-
ustu. En eins og allir vita, sem starfa við móttöku ferðamanna,
gildir hugmyndaauðgin geysilega mikið bæði i dagskrá ferða, i
hverskonar tómstundaiðju og nýjungum á sviði gistinga. Hér á
eftir fylgja nokkrar forvitnilegar fréttir frá Bretlandi fyrir ferða-
menn.
Svarta og hvíta leiðin
Sveitahéruðin norðvestur af
Herefordshire, rétt hjá landamær-
um Wales, eru fræg fyrir falleg
þorp þar sem svart-hvít hús, viðar-
innlögð eru ríkjandi. Nýlega var
gefinn út bæklingur sem ber nafn-
ið „Leiðin í gegnum svart-hvítu
þorpin". í honum er gefin leiðarlýs-
ing af um 40 mflna hringleið, sem
liggur í gegnum fallegustu þorpin.
Hringurinn byrjar og endar í gömlu
markaðsborginni, Leominster, 148
mflur norðvestur af London.
Vegabréf til
skosku eyjanna
Um 90 byggðar eyjar eru úti
fyrir strönd Skotlands og margar
þeirra skemmtilegar heim að
sækja. Til að efla ferðamanha-
straum þangað hafa eyjaskeggjar
gefið út sérstök vegabréf. Eyjarnar
eru hluti af Bretlandi, svo það er
ekki þörf á vegabréfum, en þau eru
meira hugsuð sem minjagripir og
þau gefa líka handhöfum tækifæri
til að vinna sér inn álitleg verðlaun.
Hægt er að stimpla vegabréfin
á pósthúsum, á eyjunum sjálfum
eða um borð í feijum sem sigla á
milli eyjanna. Vegabréfshafar sem
heimsækja yfir þijár eyjar, verða
þátttakendur í happdrætti. Vinn-
ingar eru flugfarseðlar eða vikudv-
alir á eyjunum Barra eða Islay.
Þeir sem heimsækja 10 eyjar eða
meira fá sérstaka stimplun og geta
unnið um 450 pund. Vegabréfín
eru fáanleg á upplýsingamiðstöðv-
um ferðamála, pósthúsum við fer-
justaðina og frá Hi-line, Bridgend
Road, Dingwall, Ross-shire.
Snyrtiherbergi ársins
„Þeir eru með allt þar nema
myndband," sagði ánægður við-
skiptavinur sem var að lýsa snyrti-
herbergjum á hótelinu sem vann
verðlaunin „snyrtiherbergi ársins".
Hótelið Hatton Court nálægt Glo-
ucester (104 mflur vestur af Lon-
don) vann verðlaun í samkeppni
sem tímaritið „Caterer & Hotelkee-
per“ ásamt fyrirtækinu „Initial
Textile Services" standa fyrir. Öll
hótel, veitingahús og ölstofur í
Bretlandi tóku þátt i samkeppninni.
Formaður dómnefndar sagði,
þegar hann færði rök fyrir verð-
launaafhendingunni: „Snyrtiher-
bergi fyrir bæði kynin voru hrein
og strokin. En að auki eru þau svo
sérstaklega hönnuð með tilliti til
þæginda og hagræðingar fyrir
gestina, að við höfum aldrei séð
annað eins.“ Á meðal aukahluta
sem boðið er upp á má nefna: Lind-
arvatn á flöskum, rakvélar, rak-
krem og eftir rakstur I karlasnyrt-
ingum. Á kvennasnyrtingum liggur
frammi meðal annars hárþurrka,
ilmvatn og handáburður. Hótel-
stjórinn, Andrew Moore, hefur
þetta um málið að segja: „Ég er
með snyrtiherbergin á heilanum.
Útbúnaður þeirra sýnir hvemig
hótelið er rekið.“
Greinilega „öðruvísi“
Hvað eiga 6 vatnsmyllur, 2 vind-
myllur, 4 skólar, klaustur og kap-
ella sameiginlegt? Svarið er að þau
eru á meðal sérstæðra gististaða í
Englandi og Wales sem bjóða upp
á ódýra gistingu. Alls hefur 26
slíkum byggingum verið breytt
mjög smekklega í hótel eða lítil
gistiheimili — allt frá gamalli jám-
smiðju í Devon til nokkurra jám-
brautarvagna í Norður-Yorkshire.
Aliar byggingar eru taldar upp í
bæklingnum „Distinctly Different"
eða „greinilega öðruvísi". En þó
að gistihúsin séu vægast sagt sér-
kennileg, þá bjóða þau öll upp á
þægileg og vel búin svefnherbergi
fyrir um 630 krónur fyrir' nóttina
og hlýjar og persónulegar móttökur
hjá gestgjöfum. Bretar em löngu
búnir að uppgötva að ferðamannin-
um finnst ævintýralegt að gista á
„öðruvisi" hótelum.
Fjölskyldufrí fyrir fatlaða
Fjölskyldum, sem eru með fatl-
aðan einstakling, er boðið upp á
sérstaka þjónustu. John Bell frá
„Gillmour Travel" leggur sig fram
um að bjóða fram þægilegar ferðir
fyrir slfkar flölskyldur. Sérhver
flölskylda fær spumingalista sem
hún fyllir út. Út frá óskalista fjöl-
skyldunnar er síðan útbúin ferða-
dagskrá og gististaðir bókaðir. Allt
er yfirfarið og þjónustan er bæði
fyrir líkamlega og andlega fatlaða
einstaklinga. Sérstök áhersla er
lögð á persónulega þjónustu og að
alltaf sé einhver til reiðu til að
aðstoða fjölskylduna. Heimilisfang
John Bell er: Gillmour Travel
Services, Gillmour House, Blenner-
hasset, Carlisle CA5 3RE.
Einnig er nýlega kominn út
bæklingur sem ber nafnið „Holi-
days for Disabled People". Hann
er fáanlegur hjá British Travel
Centre, 12 Regent Street, London
og kostar 3 pund.
Gisting og morgunverður
Núna er hægt að bóka gistingu
og morgunverð á einkaheimilum á
einum stað í Bretlandi. Yfir 70
einkaheimili í borgum og sveitum
bjóða upp á gistingu og morgun--
verð — allt frá litlum, notalegum
húsum upp í stóra herragarða.
Heimilin hafa öll verið athuguð af
samtökum sem kalla sig „In-Home
Accommodation Service" eða gisti-
þjónusta á einkaheimilum. Áhersla
er lögð á þægindi, hreinlæti og
gestrisni og aukaþjónustu við gest-
ina eins og til dæmis skoðunarferð-
ir, bamagæslu og sérstakar helgar-
dagskrár. Verðið er frá 9-36 pund
á dag. Susan Moore veitir nánari
upplýsingar, sími hennar er (0203)
56825. Heimilisfang samtakanna
er 21 The Burges, Coventry, CVl
ÍHL.
Gönguf erðir á daginn og
dansleikir á kvöldin
„HF Holidays", sem sérhæfa sig
í gönguferðum, kynna 16 nýjungar
fyrir árið 1988. Þeir eru með ferð-
ir þar sem gengið er á daginn, en
farið á sveitaböll á kvöldin. Skipu-
lögð gönguferð er í kringum Glen
Coe og önnur um söguslóðir og
útsýnisstaði í Wales. Félagið er
með útibú um allt Bretland og ferð-
imar em skipulagðar bæði fyrir
óvant og þjálfað göngufólk. Verðið
er frá 139 pundum fyrir 7 daga
skipulagðar ferðir, þar sem allt er
innifalið. Áhersla er lögð á
skemmtidagskrár á kvöldin. Nánari
upplýsingar. Johanna Whitehall,
Bishop Associates, 34 Rose Street,
London WC2E 9EX.
r
^M/a
HÓPFERÐABÍLAR
3 ^ - ALLAR
STÆRÐIR
o
6» SIMAR
J? 82625
^ 685055
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRlL 1988 17