Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 18
I * Bogense • Míddeiían i ■ 'f • Asscas R fasborg • Kcrlclródc -K08ENHAVN- Nyborg Sremíborg ' •Radkobing Óðinsvé liggja miðsvæðis á milli sundanna. Litla húsið í Munkemöllestræde þar sem H.C. Andersen bjó með foreldrum sínum frá tveggja til fjórtán ára aldurs. Danski for- ystusvanur- inn Óðinsvé 1000 ára hefur verið safnað saman ásamt fomminjum. Forystusvanurinn Sveinbam fæddist í Óðinsvéum árið 1805 og nafn hans varð kunn- ugt um allan heim vegna ævintýra- heima sem skópust í sögum hans og ævintýmm. Marga ferðamenn fýsir eflaust að heimsækja hús H.C. Andersens. Borgin er oft kölluð „forystusvanurinn" í tengslum við ævintýri hans „Ljóta andarung- ann“. í tengslum við 1000 ára afmælið var opnuð ný háskóladeild í Óð- insvéum til að rannsaka „hvemig gat umhverfí Óðinsvéa mótað hug- fleygan anda H.C. Andersens?" Ný hljómleikahöli var einnig vígð, helg- uð öðmm merkum syni borgarinn- ar, tónskáldinu Carl Nielsen. Sjálfur afmælisdagurinn 18. mars 1988 mun geymast í gegnum aldirnar, þegar Margrét Danadrottning kom ásamt manni sínum Hinrik krónprins — opnaði formlega hljómleikahöllina — var viðstödd guðsþjónustu í dómkirkju heilags Knúts — hlustaði á ungu kynslóðina sem kallaði til drottning- ar sinnar: „Við elskum þig, Margr- ét.“ Veðrið sveik ekki á afmælis- daginn, íbúar og gestir dönsuðu á götunum og hátíðabrigðin vom eft- irminnileg. Afmæli borgar er stór viðburður. Þá er staldrað við og litið yfir liðna sögu. Borgin er prýdd og endur- bætt með stórfelldum listaverka- gjöfum og menningarviðburðum. Oðinsvé verða ríkari af sögu og fleiri ferðamenn sækja borgina heim en áður, afmælisárið 1988. Hún hefur skráð nafn sitt með enn skýrari stöfum á spjöld sögunnar. Ungur aðdáandi réttir drottningu sinni rauða rós á afmælisdag- inn, 18. mars. Forystu- svanurinn, Óðinsvé. hans. Kristin trúardýrkun tekur við af heiðinni og dramatískt morð fyr- ir framan dómkirkjualtari verður til að gera borgina að einskonar pílagrímsborg kristinna manna. Tíunda júlí 1086 var Knútur Dana- konungur myrtur af skattpíndum uppreisnargjömum þegnum sínum fyrir framan altari Santi Albani— kirkju. Fáum árum síðar var kon- ungur tekinn í dýrlingatölu og jarð- neskar leifar hans drógu til sín marga pílagríma. Kista heilags Knúts er ennþá geymd í dómkirkj- unni sem ber nafn hans. í kjölfar dýrkunar heilags Knúts vom mörg klaustur stofnuð í borg- inni. Reglur grábræðra, svart- bræðra og Jóhanníta byggðu hver sitt klaustur. Trúardýrkun ein- kenndi borgarlífið sem dró til sín lærða menn. Árið 1100 kemur El- noth, enskur munkur, til Óðinsvéa og færir sögu heilags Knúts í letur. Sagnaritunin verðpr fyrsti hluti af sögu Danmerkur. í Óðinsvéum vom líka fyrstu dönsku bækurnar prent- aðar árið 1482 af þýska prentaran- um Johan Snell. Á ámnum 1504-21 hélt Kristín Danadrottning hirð í Óðinsvéum og réð til sín myndhöggvara, Claus Berg, sem prýddi Óðinsvé með lista- verkum. Meistaraverk hans er stór- brotin altaristafla sem prýðir kirkju heilags Knúts. Feit og mögnr ár Staða kirkjunnar varð miklu veikari eftir siðaskiptin. En í kjölfar þeirra fylgdi hagsældartímabil, sérstaklega fyrir stórkaupmenn sem græddu vel á útflutningi á Iif- andi fénaði frá Qónsku landbúnað- arhémðunum. Ríkastur þeirra allra og sá sem hefur varðveitt nafn sitt í gegnum aldimar er Oluf Bager. Hann átti vinsamleg viðskipti við krúnuna og Friðrik II konungur heimsótti hann oft. Sagan segir að Oluf Bager hafi eitt sinn fagnað konungi sínum með því að kynda elda sína með dýrmæt- um viði. Þegar konungur gerði at- hugasemd við óráðshyggju vinarins, sagði Oluf Bager að hann gæti kynt upp með einhveiju enn dýr- mætara. Tók hann handfylli sína af skuldabréfum frá konungi og kastaði á eldinn. En Óðinsvé áttu bæði feit og mögur ár sem má lesa í gegnum byggingarsögu hennar sem er varð- veitt í lifandi húsum, en líka á söfn- um. Óðinsvé búa yfir lifandi byggðasafni með húsdýrahaldi, þar sem akurykja og handiðnaður er stundaður. Myntgarðurinn heitir fomminjasafn Óðinsvéa þar sem myntum frá ýmsum tímaskeiðum Óðinsvé, borgin í fararbroddi Fjónsbúa, heldur upp á 1000 ára afmæli sitt 1988. Danir hafa gef- ið út sérstakt blað tileinkað borg- inni og hátíðahöldunum sem standa allt árið. Óðinsvé verður í hátíðarskapi og hátíðarbúningi 1988 og hver mánuður færir eitt- hvað óvænt á menningar- og af- þreyingarsviði. Sérstök áhersla verður lögð á miðvikudaginn sem ber nafn Óðins í danskri tungu — skemmtilega forna vikudags- nafnið sem við Íslendingar felld- um niður að boði páfans í Róm sem taldi daganöfnin of heiðin fyrir kristna þjóð. Danir búast við miklum fjölda ferðamanna til Óðinsvéa og eru með mikinn viðbúnað til að taka vel á móti þeim. Margir íslendingar eiga eflaust eftir að heimsækja Óðinsvé í sumar og við skulum aðeins skyggnast inn í sögu borgarinnar — hveijir hafa skráð nöfn sín á spjöld hennar — hvaða utanaðkom- andi öfl hafa mótað hana — af hveiju borgin er nefnd forystusvan- ur — hvaða afmælisgjafír Danir færa svaninum sínum. Hér verður ekki hægt að tíunda hvað er efst á baugi í hveijum mánuði, en ferða- fólki bent á ritið ODENSE sem ligg- ur eflaust frammi á flestum íslensk- um ferðaskrifstofum og upplýsinga- miðstöð ferðamála við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn. Heiðinn og kristinn trúarkjarni Saga hverrar borgar hefst þegar hennar er getið í annálum. Nafnið Fyrir framan styttu af H.C. And- ersen. " Óðinsvé er fyrst nefnt í 1000 ára gömlu bréfi frá Ottó 3. Þýskalands- keisara. í bréfinu veitir keisarinn kirkjunum í Slésvík, Árhúsum, Ribe og Öðinsvéum skattfrelsi. Þar kem- ur líka fram að Óðinsvé var biskups- setur. Borgin ber nafn Óðins og hefur ef til vill risið upp í kringum vé Samkeppnin rétt að byrja á íslands- markaðnum - segir forslgóri SAS í Danmörku, Fred Ahlgreen Eriksen Áttunda apríl hóf SAS vikulegt áætlunarflug til Keflavíkur. í fram- haldi af því hitti Ferðablaðið forstjóra SAS í Danmörku, Fred Ahl- green Eriksen, að máli og spurði hann um stöðu SAS á heimsmarkað- inum og hvað hann áliti um framtíð lítilla flugfélaga eins og Flug- leiða og fleiri evrópskra flugfélaga eins og flugmálin eru að þró- ast. Eriksen lá ekki á skoðun sinni og segist fyrst og fremst byggja álit sitt á raunsæi. Við skulum gefa honum orðið. — SAS á engan rekstrargrund- völl eitt sér eins og flugmál eru að þróast í heiminum. Það er eins gott fyrir minni flugfélög eins og SAS og Flugleiðir að vera raunsæ og gera ráðstafanir strax til að bindast öðrum flugfélögum með samvinnu eða samningum á meðan fjárhags- staða þeirra er sæmilega góð, held- ur en vera neydd til að leita eftir samningum í þröngri flárhagsstöðu eftir 2-3 ár. Sótt að evrópskum flugfé- lögum ór austri og vestri — Við verðum að gera okkur grein fyrir hvert þróunin stefnir. í Bandaríkjunum eru aðeins fímm stór flugfélög eftir. Öll minni flugfé- lögin hafa annaðhvort orðið gjald- þrota eða risaflugfélögin hafa gleypt þau. Bandarísku risaflugfé- lögin stjórna flugi inn á vellina þar og eru að verða alls ráðandi á Norð- ur-Atlantshafi. Þau eru að koma í vaxandi mæli með beint flug frá mörgum stöðum í Bandaríkjunum til Skandinavíu. — Það er líka sótt að okkur úr austri. Flugfélög frá Suðaustur- Asíu og Japan eru mjög að eflast og sækja í auknum mæli inn á Evrópumarkaðinn. Við stöndum illa að vígi í samkeppni við þau, þar sem fargjöld þeirra eru miklu lægri en hjá evrópskum flugfélögum. Staða innan Evrópu — Samkeppnin er líka stöðugt að harðna innan Evrópu vegna auk- ins ftjálsræðis í flugi. Stærstu evr- ópsku flugfélögin, British Airways og Lufthansa, hindruðu myndun eins öflugs tölvukerfís — evrópsku risamir vildu báðir stjórna Evrópu- markaðnum. Það var mjög slæmt að evrópsku flugfélögin skyldu ekki geta staðið saman um myndun eins tölvukerfís þar sem tvískipt tölvu- kerfí veikir stöðu þeirra gagnvart heimsmarkaðnum. Eg álít að Evr- ópumarkaðurinn verði að standa heilshugar saman til standast sam- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.