Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 16
Þar fínnast frægustu merkin í
hátískufatnaði, verslanir með
gömul listaverk, úrval af skart-
gripum, leðurvörum og húsbún-
aði. En skiljanlega eru þessar fínu
vörur ekki gefnar, en stórmarkað-
ir eru líka dreifðir um borgina sem
selja ódýrari vörur. Flóamarkaður
eða „Fiera di Senigallia" er hald-
inn á hveijum laugardegi frá
9-7.30 og þar er hægt að gera
góð kaup. Á síðasta sunnudegi
hvers mánaðar er líka flóamark-
aður sem selur gamlan varning
og forvitnilegar vörur.
Veitingahús í Mílanó
ítölsk matargerð er vinsæl og
ítalskir veitingastaðir finnast í
flestum stórborgum út um allan
heim. Ef til vill eru „pizza-staðim-
ir einna algengastir, en ítalir
bjóða líka upp á sérstaka rétti
fýrir sælkerana. Og í Mílanó er
úrval af bæði alþjóðlegum veit-
ingastöðum og ítölskum stöðum
sem sérhæfa sig í þjóðarréttum
frá hveiju héraði, má þar nefna
rétti frá Toscana, Sikiley, Sard-
iníu, Umbríu, Feneyjum. Hæst
.bera að sjálfsögðu veitingahús
sem bera fram sérstaka Mílanó-
rétti, en frægastir þeirra eru „ris-
otti allo zafferano" eða hrísgijón
með brauði og saffron, „costoletta
alla milanese" eða einskonar inn-
bakað kjöt, „panettone“ nefnist
kakan frá Mflanó sem er núna
framleidd um alla Ítalíu.
Hvað borðvínin snertir verður
val þeirra erfíðara með hveiju ári
í Mflanó. Sveitahéruðin allt í
kringum Mflanó framleiða mikið
af góðum vínum og mörg
vínmerkin sem eru framleidd í
hinum ýmsu hlutum Ítalíu hafa
hlotið heimsfrægð, svo nógu er
úr að velja.
Ferðaval út frá Mílanó
Við höfum nú reynt að stikla á
stóru yfír borgina Mflanó og hún
býður vissulega upp á mörg
skemmtileg tækifæri fyrir ferða-
manninn. En ótaldir eru allir
ferðamöguleikamir sem völ er á
út frá borginni, en segja má að
frá henni liggi leiðir til allra átta.
Stutt er niður í Adríahafíð og á
ítölsku og frönsku „Rívíeruna" og
allt yfír til Monte Carlo.
Dólómíta-Alpamir sem eru frægir
fyrir stórbrotna náttúrufegurð,
eru rétt fyrir ofan borgina. Það
er heldur ekki amalegt að dvelja
um kyrrt í nokkra daga við ítölsku
fjallavötnin, La Garda, La Como
og fleiri. Stutt er yfir til Frakk-
lands, Sviss, Austurríkis og Júgó-
slavíu. Einnig eru ótal sögu- og
listaverkaborgir í nánd. Á flestum
stöðum í grennd við borgina er
nóg af litlum gistiheimilum og
yfírleitt þarf ekki að panta gist-
ingu fyrirfram.
„Pex“-farmiði til Mílanó með
Amarflugi kostar 42.680, en ef
keyptur er stærri „pakki", til
dæmis flug og bfll, eða flug og
gisting verður flugfarið hlutfalls-
lega ódýrara. Það er einnig hægt
að fá mjög gott 'íengiflug í gegn-
um Amsterdám með KLM á sama
verði, en aðeins er rúmur klukku-
tími á milli flugferða.
+» ■ iír’V ^
Járnbrautarstöðin i MOanó.
Dómkirkjan i MUanó.
tvær, rauða og græna línan. En
áætlanir eru uppi um að stækka
neðanjarðarkerfíð verulega og
færa þannig úthverfí og lítil þorp
í nágrenni Mflanó nær miðborg-
inni. Þéttriðið vegakerfi liggur út
frá Mflanó og eins gott að vera
búinn að ná sér í vegakort og
athuga vel öll vegnúmer áður en
lagt er af stað. Það er ekki auð-
velt að fá bflastæði í miðborg
Mflanó. Bflar eru of margir fyrir
gamla borgarhlutann og yfirvöld
stefna markvisst að því að tak-
marka þar notkun einkabfla. Þess
vegna er ferðamönnum ráðlagt
að leggja bflum sínum utan við
miðbæinn og taka lest þangað.
Ferðaklúbbur Ítalíu
Ferðaklúbbur Ítalíu T.C.I. var
stofnaður af framsýnum mönnum
árið 1894 og er því búinn að
starfa í þijá aldarfjórðunga.
Markmið ferðaklúbbsins er að
aðstoða ferðamenn við að kynnast
Ítalíu betur. Ferðaklúbburinn gef-
ur út ferðablaðið „Qui Touring",
litprentaða bæklinga, landfræði-
leg, söguleg og listfræðileg leið-
beiningarit, vegakort og landa-
bréf.
Ferðaklúbburinn skipuleggur
skoðunarferðir, aðstoðar við að
skipuleggja ferðamannaþorp og
útivistarsvæði og sér um að setja
upp skilti við áhugaverða skoðun-
arstaði. Gul, áberandi leiðbein-
ingaskilti liggja út frá aðaltorginu
- Piazza Duomo - og varða sjö
áhugaverðar skoðunarleiðir um
borgjna fyrir ferðamanninn.
Merkar byggingar
Scala-leikhúsið er ein þekktasta
bygging í Mflanó og nafn þess
hefur oft borið á góma hér í frétt-
um. Ráðning Kristjáns Jóhanns-
sonar söngvara til leikhússins
vakti það mikla athygli að íslend-
ingar fóru í auknum mæli að fá
áhuga á ítölsku borginni. „La
Scala" eins og ítalir kalla leik-
húsið, stendur við Piazza della
Scala eða við Scala-torg. ítalir
telja að leikhúsferðir í „La Scala“
dragi flesta ferðamenn til Mílanó.
„La Scala" er byggt á kirkju-
grunni frá 14. öld og dregur nafn
sitt af henni. Leikhúsið var tekið
í notkun 1778 og varð strax mjög
vinsælt óperuhús. Það eyðilagðist
mikið í loftárásum í seinni heims-
styijöldinni, en var endurbyggt í
upprunalegri mynd. Til fróðleiks
má geta að óperutímabilið hefst
7. desember árlega og því lýkur
í endaðan maí. Þá tekur við hljóm-
leikatímabil fram í júnflok og frá
september út nóvember. Leik-
hússkrár fyrir hvem mánuð liggja
frammi á öllum upplýsingamið-
stöðvum ferðamála. Scala-lista-
safnið er í samtengdri byggingu
geymir áhugavert safn af
májverkum og leikhúsmunum.
Á miðju torginu er stytta af
Leonardo da Vinci sem á er letr-
^ >
að„því lengi var hann eftirsóttur
gestur — í Mílanó þar sem hann
átti, vini, lærisveina, hápunkt síns
listaferils". Hinn mikilhæfí lista-
maður dvaldi í Mflanó frá 1482-
1513. Það var í Mflanó sem Leon-
ardo fann þá menningarstrauma
og umhverfi sem hæfðu honum
best í hans listsköpun. Ferðamála-
ráð Mflanó hefur gefíð út bók sem
ber nafnið „Fetið í fótspor Leon-
ardos“. í henni er hægt að rekja
listsköpun Leonardos í Mflanó sem
að sjálfsögðu dregur marga ferða-
menn til sín.
Bygging dómkirkjunnar í
Mflanó hófst 1386. Hún er mikil-
fenglegur minnisvarði gotneskrar
byggingalistar og rís eins og risa-
stórt marmarafjall, ríkulega
skreytt með styttum, súlum og
tumspírum. Yfír 3.500 styttur
prýða hana. Hún skiptist í fímm
hvelfíngar, nær 157 metrum á
lengd og 92 metrum á breidd,
aðeins Péturskirkjan í Róm og
dómkirkjan í Sevilla era stærri.
Það er sérstök reynsla að fara
upp í dómkirkjuloft og ganga á
milli myndastytta og tumspíra og
njóta útsýnisins yfir borgina.
Það er gaman að fara í báts-
ferð um síkin í Mílanó og virða
fyrir sér meðal annars sveitasetur
auðstéttar Mílanó-borgar frá 16.
og 17. öld. Ferðalög um síkin
vora miklu auðveldari á fyrri
tímum heldur en að hristast í
kerram og vögnum eftir slæmum
vegaslóðum. Boðið er upp á eins
dags ferð sem sameinar ferðalag
í rútu og fljótabát og heimsóknir
á marga áhugaverða sögustaði.
Einnig era hægt að komast í
skipulagðar ferðir um borgina og
dagsferðir til Lombardy-vatn-
anna.
Mílanó fyrir
viðskiptamanninn
Mílanó er iðnaðar-, verslunar-
og handiðnaðarborg, allt í senn.
Margir ferðamenn koma þangað
til að skoða listaverk nútíðar og
þátíðar, en margir koma líka í
viðskiptaerindum. Það er stöðugt
að verða algengara að íslendingar
í viðskiptaerindum fari til Mflanó,
sérstaklega kaupmenn með tísku-
vöraverslanir.
^Mflanó er ein af fremstu tísku-
borgum í heimi og er með allt frá
daglegum tískuvöram fyrir ungu
kynslóðina upp í hátískufatnað.
Útsýni yfir Mílanó.
Ballettsýning i Scala-leikhúsinu.
Við síkin.
16
v