Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1988, Blaðsíða 5
 Ljósmyndasafnið. Ljósm.: Magnús Ólafsson. Fyrstu trjánum sunimn við Tjöm var plantað vestan við suðurendann áríð 1914 en þau þrífust frekar illa og ekki hægt að greina þau á þessarí mynd sem tekin er laust eftir 1920. Skemmtun í Hljómskálagarð- inum á fimmta áratugnum. Enn ertzjágróður mjög lágvaxinn við Hljómskál- ann en tijám var fyrst plantað þar 1924. Ijósm.: Skafti Guðg'ónsson. Syðsta tjörnin vár búin til árið 1927 og hólminn í henni gerður úr leðju sem dælt var upp úr Tjarnarbotninum. Hér er styttan af Þorfinni karlsefni enn úti í hólm- anum. Ljósmyndasafnið. Ljósm.: Skafti Guðjónsson. unga sem sífellt væru að skjóta andimar á kvöldin. Fuglafélagið Fönix A þriðja áratugnum jókst mjög fjöl- breytni fuglalífs á Tjörninni. Árið 1921 voru sóttar álftir austur fyrir fjall og reynt að búa um þær sem best við Tjömina og um svipað leyti fóm kríur að sækja í að verpa í hólmanum. Ekki vom menn þó alveg sátt- ir við kríuna til að byija með og Kjartan Ólafsson bmnavörður, sem alla tíð fylgdist vel með fuglalífi á 'Ijöminni, skrifaði grein í Morgunblaðið sumarið 1922 og segir þar: „í Alþýðublaðinu í fyrradag er smágrein þar sem minst er á tjamarhólmann og íbúa hans, kríumar, sem nú em famar að verpa þar, og verða fyrir svo miklu ónæði af þeim, er færa álftunum mat. Það er fagurt og síst lastandi, að tekinn sje málstaður þess, „sem veikur er fæddur og skamt á að lifa“, og segja má um vesalings kríuna í tjamar- hólmanum. Því þar á hún helst ekki að eiga heima. Því tjömin og hólminn ætti að verða bústaður annara fugla en kríunnar í fram- tíðinni, og þá sérstaklega svana, og væri óskandi að reynt yrði að fjölga þeim eitt- hvað, helst nú á þessu vori. Krían, þó hún sé óneitanlega fjörugur og fallegur fugl, þá verður hún flestum hvum- leið er nálægt henni búa til lengdár' fyrír sitt ógurlega garg og frekjulæti. En svanur- inn þessi tígulegi fugl, ímynd hreinleikans og fegurðarinnar — laðar mann að sjer jafnt með þögninni sem kvakinu. En þar, sem mikið er um kríu, unir svanurinn sjer ekki vel.“ Úr þessu þrifust fuglar vel á Tjöminni. Jón Pálsson organisti á Laufásvegi 59 var náttúralífsunnandi og hann skrifaði grein árið 1933 og var þetta í henni: „Fyrst eftir að jeg kom hingað til bæjar- ins, nú fyrir rúmum 30 áram, var engum fugli viðvært hjer á tjöminni eða nálægt bænum: Alt var skotið, sært eða drepið miskunarlaust. Nú era fuglamir látnir vera í friði, a.m.k. að miklu leyti, ekki einungis af fullorðnu fólki, heldur og bömunum, sem daglega hópast að þeim, hvar sem þau sjá þá, gefa þeim brauð eða annan mat, jafnvel úr lófa sínum. Þetta er vegna þess, að böm- in era farin að venjast fuglunum, líta á þá sem vini sína og nokkurs konar leikfjelaga, er þau hafa yndi af að gleðja og umgang- ast daglega, horfa á háttarlag þeirra, venjur og siði.“ Jón Pálsson var svo aðalforgöngumaður að því að 7 drengir stofnuðu í febrúar 1934 Fuglafélagið Fönix til að gæta fuglanna á Tjöminni og ári síðar vora um 30 drengir í félaginu. Drengimir héldu dagbækur um fuglana. VötnOgGrænar * m Grasflatir. v Eins og sagði í fyrrf grein um Tjörnina komu snemma upp hugmyndir um skemmti- garð og skemmtistíga við Tjömina. Meðal þeirra sem komu með slíkar hugmyndir vora Tómas Sæmundsson, Sigurður Guð- mundsson málari og Jón Guðmundsson rit- stjóri. Mikil hreyfing komst á málið eftir aldamót og árið 1901 boðaði Einar Helga- son garðyrkjumaður til borgarafundar á Hótel íslandi til að ræða þetta mál. Fundinn sóttu um 30 borgarar og var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Fundurinn skorar á bæjarstjómina, a) að sjá um, að ekkert verði gert til að spilla fyrir því, að gerður verði skemti- stígur og lystigarður umhverfis tjömina; b) að hún útvegi áætlun um kostnað til þessa skemtistíg m.m., þar á meðal hreinsunar á Tjöminni." Einar Helgason sjálfur skrifaði grein í Eldingu um hugmyndir sínar og segir þar: „Öllum Reykjavíkurbúum mun þykja vænt um Tjömina og álíta hana mikla bæjar- prýði. Þessvegna er líka komið við kaun allra jafnt, ef talað er um að minka hana eða óprýða á annan hátt. Enn sem komið er hefir Tjömin ekki verið skert nema að norðanverðu, þar sem hið fyrirhugaða Von- arstræti á að koma; þegar það er fullgert, þá mun ekki eiga að taka meira af Tjöm- inni þeim megin. Það sem mest eykur á fegurð Tjamarinn- ar era túnin, sem liggja að henni á tvo vegu, að austan og vestan. Vötn era æfinlega fallegust þar sem grænar grasflatir liggja að þeim, og sé þar að auki stijálingur af trjám og rannum, þá eykur það enn á feg- urðina... Tjömin, með túnunum í kring, virðist vera sjálfkjörin skemtigarður (Lystanlæg) bæjarins. Vitanlega þarf nokkra peninga til þess að koma því í kring en miklir þyrftu þeir þó ekki að vera; . . . Það mun vera í ráði að reisa fríkirkjuna austan vert við Tjömina í stefnu suður af Bamaskólanum. . . Verði þetta gert, þá er skemtigarðshugmyndin eyðilögð. Þá munu Tjamar-bakkamir verða hlaðnir upp og lagður vegur eftir þeim með húsaröð að ofanverðu.“ EkkertTré mun Þrífast Það var svo ekki fyrr en'1909 að bæjar- stjómin tók frá land við sunnanverða Tjöm- ina fyrir skemtigarð og var þar farið eftir tillögum þeirra Knuds Zimsens bæjarfull- trúa og danska arkitektsins Kiörboe sem vann þá að smíði Safnahússins. Þetta er svæðið þar sem Hljómskálagarðurinn er núna og þó heldur stærra. Skv. hugmyndum þeirra Zimsens og Kiörboe átti að setja brú yfír Tjömina (Skothúsvegur), reisa átti veit- inga- og veisluskála með blómagarði í kring og bátabryggjum út í Tjömina. Einnig var gert fyrir að gróðursett yrðu tré á útjöðrum skemmtigarðsins og komið yrði upp litlum torfkofum með sætum. Ekki vora allir trúaðir á að hægt væri að rækta tré fyrir sunnan tjörn. Sumarið 1916 birtist grein í Morgunblaðinu um tijá- garð bæjarins. Segir þar; „Áformað mun hafa verið, að hann lægi við syðri Tjamarendann, ef hann kæmist einhyem tíma upp. Verður því ekki neitað, að það er mjög skemtilegur staður fyrir tijágarð, ef hann aðeins gæti blessast. En því miður er hætt við, að þar vaxi aldrei tré — ekki einu sinni eitt einasta, er það nafn verðskuldi. — Jafnvel þótt hugsan- legt væri, að jarðvegurinn yrði þessu ekki til fyrirstöðu, — nokkuð mun hann súr þar enn sem komið er — þá mun loftslagið gera út af við allan tijágróður á þessum stað.“ Tveimur áram áður eða 1914 hafði fyrst verið reynd tijárækt í fyrirhuguðum garði. Það var Kofoed-Hansen skógræktarstjóri sem flutti hríslur úr Vatnaskógi og gróður- setti þær vestan Tjamar (við Bjarkargötu). Þessi tré áttu lengi erfitt uppdráttar og 1924 vora no.kkur þeirra flutt að Hljómskál- anum en hann var reistur 1923. Það er því á 3. áratugnum sem fyrsti vísirinn að Hljómskálagarðinum kemur. Litla tjömin fyrir sunnan aðaltjömina var búin til árið 1927 og hólminn í henni gerð- ur af leðju sem dælt var úr botni Tjamarinn- ar. Engan Skemmtigarð SkalHafa Enn sem fyrr rifust menn um Tjörnina. Jóhannes Kjarval lagði til framlegan skerf til þeirrar umræðu árið 1923 og vildi ný- byggðan Hljómskála feigan því að hann skyggði á útsýni til Keilis. Kjarval segir meðal annars: „Engan skemtigarð skal hafa suður við tjöm — en eitthvert ráð verður að finna til þess að drepa þann urmul af rottum, sem þar hafa aðalsamkomustað. — Ennfremur verður með einhveiju móti að eyða pestar- lofti 'því, sem þar mun gjósa upp í hvert skifti sem hitar era, og sem berst inn yfír miðbæinn, þegar sumarvindar ganga. Hljómleikatuminn skal rífa niður og flytja burtu. Breiða vegi skal leggja beggja megin tjamar og malbika þá sem fyrst; þeir skulu ná saman um tjarnarenda, en sljett falleg tún skulu vera beggja handa. — Við eigum ekki að húka á bekkjum í ímynduðum skemtigörðum — á gömlum sorphaugum og allskonar hugsanavillum og misskilningi. Við eigum að skapa eftir línum lands vors útsýnið — ræktaðar grandir og fallegir veg- ir, er það sem við eigum að skilja með orð- um skemtigarður." Kjarval minnist hér á gamla sorphauga en Knud Zimsen borgarstjóri ákvað að nota ösku og sorp sem uppfyllingu í hinn fyrir- hugaða skemmtigarð og var það umdeild ráðstöfun. ÉgBiðAllar Góðar Vættir Árið 1936 kom til Reykjavíkur Cristian Gierlöff, forseti alþjóðasamtaka fyrir húsa- gerð og skipulagningu bæja, og hélt fyrir- lestra. Áður en hann fór af landi brott hafði Morgunblaðið viðtal við hann og þar bar Tjömina á góma. Um hana sagði Gierlöff: „Allir bæir myndu telja það lán að hafa Tjömina í miðjum bæ. Jeg vil jafnvel segja, að Tjömin sje nokkurs konar aðalsbréf Reykjavíkur hvað skipulag snertir. Þetta aðalsbijef má ekki skemma. Tjömin getur orðið og á að verða hin mesta bæjarprýði og það í miðjum bæ. Það þarf að friða hana svo sem auðið er fyrir þyngslaumferð (tung trafik) og gera umhverfís hana góðar gang- stjettir. Ef til vill mætti koma þar fyrir „leik- pollum", gera fleiri smáeyjar og setja hótel eða veitingastað með stóram glerskálum (glasverandaer) þar sem íshúsið er nú. Smábáta mætti og hafa þar handa ungling- um. Yndislegt gæti þetta orðið og þarf að verða. ^ Jeg bið allar góðar vættir að sjá um, að Tjömin verði ekki frekar rýrð og skemd en þegar er orðið!“ Höfundur er sagnfræðingur. '\ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRlL 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.