Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Side 13
Höfundur er búsettur í Svíþjóö.
Málverk eftir Egon frá Aqaba í Jórdaníu. Frummyndin eríeigu Husseins Jórdaníukonungs.
es og Victoriu hafi tekið á sig þessa mynd,
orðið eins konar prófsteinn fyrir þessa skil-
greiningu Brandes. Vissulega hélt hann Vic-
toriu fanginni, en ekki aðeins henni heldur
fleiri konum sem stóðu í misnánu ástarsam-
bandi við hann. Victoria trúði á ástina en
ennfremur á mikilvægi hjónabandsins, á
dýpkun sambands milli tveggja einstaklinga,
karls og konu, sem aðeins getur gerst þar
sem hrein vinátta, ást og virðing ríkir þeirra
á meðal. Þótt Victoria hafi ekki upplifað slíkt
samband með eiginmanni sínum, póstmeist-
aranum í Hörby, þá sá hún það sem hið eftir-
sóknarverðasta í lífinu. Síðasta bók hennar,
Frú Marianne, sem var gefin út um miðjan
júní 1987, er eins konar lofgjörð til þessarar
ástar, til þessa sambands manns og konu sem
hjónbandið á að grundvallast á. Að þessu
leytinu til skildi hyldýpi þau að Victoriu og
George Brandes og því er ekki að furða þótt
honum fyndist ekkert til Frú Marianne koma;
„Dame-roman," sagði hann. Um það leyti
sem frú Marianne kom út varð einnig vendi-
punkturinn á sambandi Victoriu og George
Brandes, hann fjarlægðist hana, sá á henni
aðrar og sér óviðkunnanlegri hliðar. En það
magnaði aðeins ást hennar.
Samband Victoriu og George Brandes
. hlaut að byggjast á þeirra eigin hugmyndum,
á lífsskoðun hvors um sig. Victoria sóttist
eftir vináttu hans og virðingu. í hjarta sínu
bar hún takmarkalausa ást sína til hans, ást
sem gerði hana hugstola af þrá, af löng-un
til að sjá hann, þótt það væri ekki nema
aðeins skamma stund. George Brandes
þreyttist auðveldlega á ofsa hennar, á tak-
markaleysi ástar hennar. Hann skildi ekki
að hún.var ástfanginn, fannst slíkt næstum
því óviðeigandi fyrir konu komna hátt á fer-
tugsaldur. Hann skelfdist þessa ást. Hann
kom æ sjaldnar í heimsókn til hennar. Til
að fanga hann, halda honum aðeins lengur,
til að geta vafið hann örmum í síðasta sinn,
lét Victoria undan þrábeðinni ósk hans og
gaf honum sig í fyrsta og eina sinn algjör-
lega á vald, líkama og sál haustið 1887. Það
var þetta sem Brandes kallaði ást, að konan
léti undan vilja karlmannsins.
Þótt þetta hafi ekki kallað fram samvisku-
kvalir í bijósti Victoriu þá markaði þetta
endalokin að sambandi hennar og George
Brandes. Hann hafði fengið það sem hann
sóttist eftir og þessa sömu nótt hafði vonin
'um djúpa og einlæga vináttu þeirra á milli
dáið. Um leið felldi Victoria sinn eiginn
dauðadóm.
Um sumarið sama ár (1887) kynntist Vict-
oria morfíni hjá vini sínum í Stokkhólmi: „Ó,
blessaða morfín. Það er meira vert að eiga
það en að lifa, því nú hefur lífið gildi: „Ég
geng til móts við sérhvem dag af mínum
eigin fijálsa vilja.“ Morfínið veitti henni um
stund sálarró og vinnufrið. Þetta sumar skrif-
aði hún margar skemmtilegar smásögur,
fullar af gáska og glettni. En þetta var að-
eins skammgóður léttir. Þegar hún kom aft-
ur til Kaupmannahafnar féll á ný yfír hana
hamur óhamingjunnar, svartnætti ástarinn-
ar.
Skömmu eftir áramótin ’87 gerði hún til-
raun til að binda enda á þjáningar sínar. tók
stóran skammt af morfíni en líkaminn hafn-
aði þessum stóra skammti og Victoria hélt
ekki morfíninu niðri.
Hún var mikið veik upp úr þessu, hélt sig
áfram að mestu leyti í Kaupmannahöfn, brá
sér til Parísar og nokkrum sinnum yfir til
Hörby í styttri heimsóknir. Hún hélt áfram
að skrifa, vann að nýrri skáldsögu, „Að
deyja“, leikriti sem hún nefndi „Hin berg-
numda" og skrifaði að auki nokkrar smásög-
ur. Þar á meðal þessa sem fylgir á eftir þess-
um inngangi. Én ekkert varð til þess að
kveikja lífslöngunina í bijósti hennar. Sál
hennar var full af örvæntingu.
18. júlí 1888 skrifar hún kveðjubréf til
George Brandes; „Þér stendur á sama hvort
ég lifí eða dey, ég kann engin ráð til að
öðlast vináttu þína: Ég er hvorki rík né fög-
ur né snjöll. Ekkert! Og án hlýju þinnar og
vináttu er mér veröldin tóm.
Hversu auðvelt hefði það ekki verið mér
að deyja, ef þú hefðir talað við mig með ró
og vináttu um hversu erfitt það er mér að
lifa. Nú er það svo sárt, því að ég hef aðeins
mætt óánægju þinni og hvössum orðum,
þegar ég hef sagt þér að ég get ekki meir.
O, þessi angist! Það skelfír mig ef ég þarf
að liggja héma lengi og kveljast hægt til
dauða — einsömul, án nokkurrar vingjam-
legrar handar sem þrýstir mínar. Ég er samt
ennþá hræddari við það að mér mistakist
eins og síðast.
Hæddu mig aldrei. Ég hef reynt að spoma
við ást minni af mikilli einlægni og svo lengi,
og fyrst hún reyndist minn ofjarl, þá hlýtur
hún að eiga betra skilið en „viðkvæmni".
Og nú kveð ég þig, í síðasta sinn. Hversu
kær varstu mér ekki! Þín V.B.“
Fjórum dögum síðar var Victoria Bene-
dictsson látin.
Frá Petra eftir Nicholas Egon
Hvergi hef ég séð því-
líkt samspil ljóss og lita
Eg hef ferðast víða frá því
ég var unglingur, en
hvergi hef ég kynnst því
samspili birtu og lita í
náttúmnni og er víða hér
á landi. Grænu og bláu
litimir hafa í sér langtum
meiri tilbrigði en ég héf
séð nokkurs staðar."
Nicolas Egon er breskur listmálari, sem
ekki hvað síst hefur getið sér orð fyrir
myndverk úr nokkmm löndum Araba og
margar mynda hans em í eigu Husseins
Jórdaníukonungs og Noor drottningar.
Nicolas og Matti kona hans, grískrar
ættar, fóm vítt og breitt um landið eftir
því sem tíminn leyfði meðan þau vom
hér.Egon sagðist hafa gert drög og skissur
og hlakkaði til að vinna síðan að myndunum
í betra tómi. Það gæfist þó ekki á næst-
unni, þar sem þau Matti fóm héðan til Grikk-
lands, þar sem hann er að undirbúa sýningu.
Egon hefur einnig haldið fjölda sýninga
í Englandi og var sú fyrsta ekki ýkja löngu
eftir stríð. Hann hafði numið líffræði við
Oxfordháskóla, en sneri sér síðan að listmál-
un.„Það hafði leitað á mig. Ég málaði ab-
strakt fyrstu árin og var að vinna með hug-
myndir um leyndardóma tímans og þótti
betra að tjá mig óhlutbundið. Seinna sneri
Nicholas og Matti Egon
Morgunblaðið/BAR
ég mér að portrettunum og
síðustu ár hef ég málað jöfnum
höndum mannamyndir eða
landslagsverk."
Þau hjónin höfðu farið allan
hringinn um ísland og töldu
það eitt miður að geta ekki
verið hér lengur. En Egon
sagðist vona hann ætti eftir
að koma aftur seinna og gæti
þá gefið sér meiri tíma til að
vinna.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 13