Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Page 18

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Page 18
 SKIPHOITI31 Nú hef ég verið í TívoK, hvað á ég þá að gera? Framkvæmd ferðamála í Danmörku hefur áður verið rædd á þessum vettvangi. En fróðlegt er að líta til Danmerkur og ástands ferðaþjónustu þar um leið og staða íslenskrar ferðaþjónustu er vegin og metin, með tilliti til minnkandi viðskipta er sett hafa svip sinn á alla framkvæmd hennar síðan í vor. Ráðstefna um markaðsmál Ferðamálaráð Evrópu held- ur sína árlegu markaðsráð- stefnu, um markaðsstefnu í evrópskum ferðamálum „yfir Atlantshafið“ miðvikudaginn 16. nóvember næstkomandi á hótel Plaza í New York. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni verður „Staðsetning Evrópu fyrir næsta áratug“, að sögn Bretans Don Ford, sem er formaður ferðamálanefndar Evrópuráðsins. Yfír 300 ríkisstjómarfulltrúar og forystumenn í atvinnugreininni munu taka þátt í ráðstefnunni, sem mun rannsaka horfur og hag- tölur fyrir næsta ár og komandi áratug. Sérfræðingar í ferðamál- um báðum megin Atlantshafsins munu bera saman bækur sínar og vera með framsöguerindi. Mic- hel Bouquier frá Frakklandi mun stjóma vinnuhóp, sem mun ein- beita sér að framtíðaráætlunum í evrópskum ferðamálum. í vinnu- hópnum verða einnig George Ko- uros frá Grikklandi og Tom Sode- mann frá Danmörku. Vinnuhóp- urinn mun vinna með fyrirtækinu Donald N. Martin, sem sér um skipulagningu á ráðstefnunni. 1:1 s Nýja FUJICÖLQR SUPEfí Hfí erfrábærfilma sem þú getur treyst, bæði núna og í framtíðinni. Selja 50 herbergi á dag Sölumenn hótelsins bíða eftir komufarþegum á flugvellinum, óeinkennisklæddir, og bjóða sér- stök kjör. Að sögn forráðamanna hótelsins hafa þeir selt að jafnaði 50 herbergi á dag með þessum hætti, fyrir 800 danskar krónur nóttina. Samkvæmt frásögn Pol- itiken í viðtali við formann hótela- samtaka Kaupmannahafnar, hef- ur verið gerð úttekt á herbergja- nýtingu tímabilið 20.júní til 26. júlí 1988. Af 735 „hóteldögum" voru aðeins 40 uppseldir. Úttektin náði til 21 hótels í borginni. Júlí mun lakari en í fyrra Danskir hótelmenn á veið- um á Kastrup-flugvelli! Við Islendingar erum ekki einir um að eiga við vanda að etja í ferðamálum, þó að orsakir og all- ar aðstæður séu aðrar. í Hafnar- blöðum og í umræðum með ferða- málafólki í Kaupmannahöfn fyrir skömmu kemur fram, að hótel- bókanir þar í júlí eru með því lak- asta sem um getur í dönskum ferðamálum. Orsökin er minnk- andi ferðamannastraumur, bæði frá nágrannalöndunum og Banda- ríkjunum. Hótel Scandinavia, sem margir íslendingar þekkja, er eina undantekningin, en hótelið hefur beitt þeirri sérstæðu söluaðferð að senda sölumenn sína út á Kastrup-flugvöll til að klófesta þá ferðamenn, sem ekki hafa gert bindandi ráðstafanir. Og söluað- ferðin hefur tekist vel! ég verið í Tívolí — hvað er þá annað að sjá og gera“? Sú spurn- ing hlýtur að vakna, hvaða um- mæli sömu ferðamenn myndu við- hafa um dvöl í Reykjavík, ef hún væri eini áfangastaður þeirra á íslandi? 350 milljónir danskra króna í virðisaukaskatt Nú bíða menn þess, hvað ágúst ber í skauti sér. Ferðum með hóp- ferðabifreiðum frá Þýskalandi og Svíþjóð hefur fækkað. Forstjóri hins kunna Plaza hótels í Kaup- mannahöfn segir, að nýliðinn júlí sé mun lakari en í fyrra, þrátt fyrir einmuna veðurblíðu og önnur hagstæð skilyrði, og ef ekki takist að selja tveggja manna herbergi á 900 danskar krónur nóttina (um 6.300 ísl.kr.) sé jafn gott að sleppa því alveg, ef takast eigi að halda fullkominni þjónustu. Hvað á að gera eftir Tívolí? Danskir hótelmenn kvarta yfir því, að mörgum bandarískum ferðamönnum finnist lítið um að vera eða sjá í Kaupmannahöfn, eða eins og margir segi: „Nú hef Alltaf er gaman að ganga um Nýhöfnina danskrar ferðaþjónustu og aflétti skattbyrði af hótelþjónustu. Fyrst þá verði dönsk hótel samkeppnis- fær og möguleikar á því, að Kaup- mannahöfn geti keppt við aðrar evrópskar stórborgir. En eins og málum sé háttað nú, séu þeir á klafa skattbyrðastefnu stjóm- valda. Sópa nýir vendir betur? Eftir ofangreinda lýsingu, fer ekki hjá því að sú hugsun hvarfli að mörgum íslenskum ferðaþjón- ustuaðilum, að íslensk stjómvöld hafi numið fræði sín og fyrir- myndir hjá ýmsum norrænum frændum okkar. En hvað segja opinberir forystumenn danskra ferðamála? Miklar breytingar hafa nýlega verið gerðar í forystu- liði danska Ferðamálaráðsins. Bæði formaður og fyrrverandi ferðamálastjóri hafa látið af störf- um á árinu og nýir menn teknir við. Það á eftir að koma í ljós hvort þessir „nýju vendir" sópa betur en þeir eldri. Er danska ferðaþjónustu- lestin að stöðvast? Nýi ferðamálastjórinn heitir Bertelsen og skrifar hann leiðara um stöðu danskra ferðamála í málgagn ráðsins „Dansk Tur- isme“ um síðastliðin mánaðarmót og spyr hvort danska ferðaþjón- ustulestin sé um það bil að stöðv- ast? Hann segir, að samdráttur hafi orðið fyrri hluta þessa árs, þrátt fyrir að meira en 10 ár séu síðan ný hótel vom byggð í Kaup- mannahöfn, að fjölmiðlar hafi lýst Allir krakkar fá ís í Tívolí stöðnun í atvinnugreininni og að höfuðborginni hafi hnignað og miklar hækkanir hafi orðið í allri ferðaþjónustu. Hvað skortir? Og spurt er hvað skorti? Er það konunglegi ballettinn að sumar- lagi, ný ráðstefnuhótel, alþjóðleg spilavíti, vetrartívolí og aukið næturlíf? Nýleg norsk könnun sýnir, að norskir ferðamenn taka bæði Stokkhólm og Gautaborg fram yflr Kaupmannahöfn, sem sumar- og vetrarleyfisstað. Og nýi ferðamálastjórinn hvetur til stór- aukinnar markaðssóknar og auk- ins samstarfs danskra ferðamála- aðila að selja „vöruna" Kaup- mannahöfn — skjóts átaks sé þörf. Hin danska reynsla — að- vörun og leiðbeining’ Fram hefur komið, að nokkur hreyfing er í þá átt að auka aðild Reykjavíkurborgar að ferðaþjón- ustu, nokkuð síðar en vænta mátti, miðað við hina miklu hags- muni er borgin hefur af ferðaþjón- ustu. Aðstæður virðast að ýmsu leyti áþekkar hér og í kóngsins Kaupmannahöfn, þó að forsendur séu ólíkar. Er ekki einmitt þörf á auknu innra samstarfi ferðamála- aðila í Reykjavík með þátttöku borgaryfirvalda og samstarfi við opinber ferðamálayfirvöld? Vissu- lega er samstarf um upplýsinga- miðstöð nokkur vísir, en dugar skammt í virkri markaðssókn. Er ekki tímabært, að menn setjist niður og átti sig á hvað þeir vilja selja, hverjum og hvernig? Og fram til þessa hefur ef til vill mátt spyrja hvort? Hin danska reynsla hlýtur að vera hér nokkur leiðbeining, og aðvörun, nýrra forystumanna sem stefna á ný mið. Samkvæmt frásögn Dorte Thing, forstjóra Plaza, skapa dönsk hótel ríkissjóði Danmerkur um 350 milljónir danskra króna í virðisaukaskatt. Og danskir hót- elmenn spyrja, hvort ekki sé orðið tímabært að danskir stjórnmála- menn líti á málin frá sjónarmiði Hótel Admiral er byggt í fyrrverandi vöruskemmu við höfnina og hefur aðdráttarafl fyrir ferða- menn. 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.