Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 14
Ítalska kapellan að utan og innan,
landi — yfírleitt með minni afla
en heima, en þeir eru ánægðari
með sinn hlut en við — ekki þessi
harða sókn í golfiskinn! Kráar-
menning er með því besta á Bret-
landi — enginn að flýta sér —
fólkið elskulegt, segir fátt, dreg-
ur seiminn og fagnar vel norræn-
um frændum. En það getur ver-
ið erfítt að skilja gallísku skosk-
una!
Smæðin meiri en á íslandi
. Atvinnuleysi er mikið þama,
en karlamir em ánægðir með
sinn hlut og vilja ógjaman láta
toga sig upp úr lognmollunni.
Bæjarstjórinn vildi fá atvinnu-
leysingja til að hreinsa bæinn og
varð illa þokkaður fyrir vikið! I
litla staðarblaðinu em smæstu
atriði tínd til — þessi var sektað-
ur um 4-5 pund og hinn tekinn
ölvaður við akstur — báðir nafn-
greindir. Smásjáin beinist að öll-
um í Kirkjuvogi! Algengt er að
yngra fólkið fari burt í atvinnu-
leit, en eyjamar toga til sín og
gömlu karlamir gera út báta
þaðan — í rólegheitum — í ell-
inni.
Þriggja daga
dvöl lágmark
Það er góð dagsferð að aka
um eyjuna. Landslagið er fremur
flatt; ekki fjjöll, ekki tré, en aflíð-
andi, grasi grónar, tijálausar
hæðir — mikið um hlaðna gijót-
garða, svipað og á írlandi. Eyj-
unum hefur verið líkt við „sof-
andi hvali" eða „þar sem tíminn
hefur staðnæmst" — allt gamalt
og úr tengslum við hraða nútí-
mans. Byggð hefur verið á eyjun-
um á forsögulegum tíma. Ekki
er vitað hvaða fólk bjó þar á
steinöld, ef til vill Suðurlandabú-
ar. Víða undir grasi grónum hól-
um leynast allt að 5000 ára
gamlar rústir og eyjamar era
paradís fyrir fomleifafræðinga.
r norðanbáli, veturinn 1850,
braut brimið grashólinn á Skara
Brae og afhjúpaði steinaldarþorp
— best varðveitta steinaldar-
þorpið í allri Norður-Evrópu.
Húsgögn úr grjóti og
ítalska braggakapellan
Það var stórkostlegt að ganga
um steinaldarþorpið og virða fyr-
ir sér rúmbálka, hillur og hús-
gögn — allt úr gijóti. Þorpið
samanstendur af nokkram að-
Dómkirkja heilags Magnúsar.
Skara Brae, best varðveitta
steinaldarþorpið í Norður-
Evrópu.
til að endurvinna málverkin og
núna dregur ítalska kapellan
marga til sín.
Takið með ykkur nesti!
„íslenska sjoppumenningin"
fínnst ekki á Orkneyjum. Kaffl-
hús era fá og framstæð — bjóða
upp á heitar vöfflur, en sultu-
skálin fylgir oft skeiðinni og
vöfflumar eru „öðravísi“ en við
eigum að venjast. Við ráðleggj-
um því fólki að taka með sér
nesti, ef það ætlar að aka um
eyjamar. Orkneyjar era ekki
fjölsóttur ferðamannastaður, en
þær heilluðu okkur svo mjög, að
við stefnum þangað aftur, en
ekki fyrr en við eram búin að
lesa betur Orkneyingasögu og
bók Magnúsar Magnússonar,
„Landið, sagan og sögurnar".
Og þá ætlum við að reyna að
aðlagast rólegheitunum og skilja
streituna eftir heima!
Oddný Sv. Björgvins
1 Hagnýtar upplýsingar
Si
A flugvellinum I Glasgow
er góð ferðaskrifstofa, sem
veitir allar upplýsingar um
eyjamar og pantar gistingu.
Flugferðin fram og til baka
kostar um 12.000 krónur. Bíla-
leiga er í Kirkjuvogi. Veiði í
góðum veiðivötnum er fáanleg
— aðeins að biðja um veiði-
leyfi hjá viðkomandi bónda,
sem er yfírleitt ókeypis. Sjó-
stangaveiði er aðallega út frá
Stromness, en líka Kirkjuvogi.
Nánari upplýsingar um feiju-
ferðir og fleira þjá: Tourist
Information Offices, Broad St.
Kirkwall. Sími: 2856
skildum húsum úr hlöðnu gijóti,
tengd saman með göngum og
hafa öll verið yfírbyggð. Að auki
fundust þama eldhúsáhöld úr
beini. Okkur fannst líka merki-
legt að skoða „ítölsku kapell-
una“. ítalir, sem Bretar hand-
tóku í stríðinu vora geymdir á
Orkneyjum og látnir búa í brögg-
um eins og íslensku bröggunum.
í fangavistinni kom fram áhuga-
málari, sem dundaði sér við að
myndskreyta einn braggann með
trúarlegum málverkum. ítalamir
byggðu síðan skrautlega fram-
hlið á braggann og notuðu hann
sem kapellu. Lítið var um efnivið
og vinnubrögð framstæð. En eft-
ir stríð var listamaðurinn fenginn