Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1989, Blaðsíða 8
Léttir skilveggir með stórum og smáum glerrúðum afmarka skrifstofurnar. A!ÍR iKlll TIIE K TllÚI R Sævarhöfði 2 Nýtt hús Ingvars Helgasonar h/f Arkitekt: EGILL GUÐMUNDSSON Vegfarendur um Ártúns- brekku hafa á undan- förnum mánuðum séð rísa hús við mynni Ell- iðaánna; það stendur eitt sér eins og höfuðból und- ir fallegri brekku. Hvorki er það þó með burstir né kálgarð framan við bæinn, enda hentar annarskonar lag betur fyrir þá starf- semi, sem hér er byggt yfir. Það er sem sé Ingvar Helgason h/f með umboð fyrir Nissan og Subaru eins og alþjóð er kunnugt um, sem byggt hefur hér yfir starfsemi sína. Það er sérhannað hús utanum bílaumboð með skrifstofum, stórum sýningarsal, vara- hlutaverzlun og sýningarsal fyrir notaða bíla. Það var Teiknistofan á Túngötu 3 sem tók að sér að teikna og arkitektar hússins eru Egill Guðmundsson, hálfbróðir Errós málara og Þórarinn Þórarinsson. Segja má, að óskalóð hafi fengizt; hvorttveggja er, að rúmt er um húsið og það nýtur sín eins vel og bezt verður á kosið, að minnsta kosti þegar búið verður að fjarlægja nókkra bráðabirgða rafmagnsstaura, sem ennþá standa og eru til lýta. Kannski sýnist þetta harla venjulegt hús þegar gjóað er á það augum á fullri ferð í Ártúnsbrekkunni. En þegar inn kemur verður ljóst, að það er um margt harla óvenjulegt og virðist hafa tekizt frábærlega vel að klæðskerasauma hús ut- anum bílaverzlun. Sjálfur sýningarsalurinn er framúrskar- andi fallega gerður og skiptir þar mestu máli, að burðargrindin er úr límté og því þarf ekki að rjúfa þetta stóra, samfellda rými með súlum. Það er líka ánægjulegt til þess að vita, að hinir voldugu límtrésbitar skuli vera íslenzk framleiðasla; þeir eru frá Flúðum. Það er þessi óvenjulega hæð undir loft, sem setur svo glæstan svip á salinn, en innantil í honum er efri hæð með útsýnis- palli, þaðan sem vel sést yfir salinn, - og þar eru einnig skrifstofurnar með gluggum inn í salinn og að sjálfsögðu út á við. Ing- var Helgason kvaðst nú í fyrsta sinn hafa fengið sérstaka skrifstofu og ekki meir en svo að hann kynni við það; betra væri að vera bara á sveimi eins og hann hefði löng- um verið. Til sameiginlegra ákvarðana er mjög sérstætt fundarherbergi, því yfir því er að hluta pýramídi úr gleri. Aðalinngangurinn í kverkina á milli sýn- Aðalinngangur með glerþaki tengir saman sýningarsal og varahlutadeild. Sýningarsalur fyrir nýja bíla. Horft niður afpailinum framan við skrifstofurnar. ingarsalarins og varahlutadeildarinnar er líka fallega leyst hönnunardæmi og lofar sinn meistara. Alls er þetta hús um 5000 fermetrar og var mun ódýrara á rummetra en gengur og gerist í iðnaðar- og verzlunar- húsum. Það er til marks um einföldun og hagkvæmni, að málað er beint á þéttu hlið- ina á steinullarplötunum, sem einangra öll loft. Málningin lokar alveg og þarna spar- ast klæðning á þessum stóra fleti. En að utan er húsið klætt með bárujárni. Gísli Sigurðsson Anddyri með stíga uppá skrifstofuhæð- ina. Hér er húsið séð fá brúnni yfír EHiðaárnar. Ljósmyndir: Sverrir Vilhelmsson. „Stíórnpallurinn". Framan við skrifstoturnar verðui yfír sýningarsalinn. Fundarherbergi. Endaveggurinn er ekki aðeins úr gleri, sem ekki er hægt að ná á mynd innanfrá. -f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.