Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSEVS ~ \II \MN(,/I IST1B
EFNI
Vladimir
Ashkenazy er heiðursforseti Listahátíðar
í Reykjavík. Hann mætir til leiks með
„hljómsveit sína“ Deutsches Symphonie
Orcheseter í Berlín. Tónleikarnir verða í
Laugardalshöll 29. júní og eru þeir haldn-
ir til heiðurs forseta Islands og verndara
Listahátíðar, Vigdísi Finnbogadóttur.
Á efnisskránni er m.a. verk eftir Þorkel
Sigurbjörnsson.
Skáld
er manneskja sem dreymir vakandi segir
norska skáldkonan. Herbjörg Wassmo.
Þröstur Helgason hitti hana að máli og
sótti málþing um höfundarferil Wassmo
á nýafstaðinni Listahátíð í Björgvin.
Nekt
Portrett
hafa verið snar þáttur í málverki margra
íslenzkra listamanna. Nú stendur yfir í
Hafnarborg, menningar- og listastofnun
Hafnarfjarðar, fyrsta yfirlitssýning ís-
lenzkra portretta á tuttugustu öldinni.
Þar gefur m.a. að líta Þingvallabónda
Kjarvals, en hluti myndarinnar birtist á
forsíðunni.
500 ár
eru liðin síðan Árnesingar komu saman
á Áshildarmýri á Skeiðum og gerðu þar
merkilega samþykkt til varnar fornum
réttindum. Sá gerningur var stílaður til
Alþingis og undir hann skrifuðu 12
bændur. Guðrún Ása Grímsdóttir sagn-
fræðingur skrifar um Áshildarmýrar-
samþykkt.
hefur verið viðfangsefni í myndlist síðan
á dögum Forn-Grikkja, en nekt í myndlist
hefur mætt andstöðu siðapostula og orðið
fyrir barðinu á fordómum, skrifar Bragi
Ásgeirsson og birtir með grein sinni fal-
legar nektarmyndir frá gullaldarskeiðinu
í danskri myndlist á síðustu öld.
SIGURÐUR GRÍMSSON
A HEIMLEIÐ
Nú held ég gamall heim til þírt
qg heilsa þér.
I lotnum herðum liggur það,
sem liðið er.
Ég fór of langt um lífsins veg
að leita að þér.
Við dægurglaumsins gullnu veigar
gleymdi eg mér.
Og því kem ég með þorrinn sjóð
og þrotið afl.
Eg henti minni hæstu mynt
í hæpið tafl.
í lotnum herðum liggur það,
sem liðið er.
Nú held ég gamall heim til þín
og heilsa þér.
Sigurður Grímsson, 1896-1975, var frá ísafirði, en lærði lögfræði og bjó
í Reykjavík og vann mest við þýðingar og önnur ritstörf. Þar á meðal
skrifaöi hann um útvarp í Morgunblaðið á tímabili og var lengi leiklistar-
gagnrýnandi blaðsins. Ljóðabók hans, Við langelda, kom út 1922.
FRAMTIÐARSYN
• •
A FJOLLUM
RABB
ARGSKONAR ólík
sjónarmið takast á
þegar rætt er um
framtíðarskipan á
hálendinu. Öllum
er þó ljóst að við
stöndum á þeim
tímamótum að ekki
verður undan því vikizt að taka afstöðu til
nýtingar á þeirri auðlind sem miðhálendið
er. í aðalatriðum er sú auðlind þrískipt. í
fyrsta lagi má nefna þau hefðbundnu hlunn-
indi sem bændur hafa haft af hálendinu;
bæði hvað snertir upprekstur búfjár á af-_
rétti svo og veiðiréttindi í ám og vötnum. 1
öðru lagi er virkjun fallvatna á hálendinu
með tilheyrandi uppistöðulónum og í þriðja
lagi er ferðamennskan; aðgengi landsmanna
sjálfra, svo og erlendra ferðamanna að ein-
stökum stöðum og öræfunum í heild.
Af þessu er ljóst að þarna eru miklir
hagsmunir saman komnir. Enda þótt sauðij-
árræktin sé í kreppu, er hvorki viturlegt
né æskilegt að afskrifa hana sem framtíðar
notanda á þessu mikla landsvæði. Graslendi
afréttanna nýtist ekki með öðru móti en
sumarbeit sauðfjár og ekki er ótrúlegt að
hægt verði að gera íslenzkt dilkakjöt að
verðmætri útflutningsvöru útá hreinleika
fjallanna. Til þess að svo verði þarf að vinna
stórvirki í stöðvun landeyðingar og það verð-
ur tæpast unnt nema með því að alfriða
helztu rok- og eyðingarsvæðin fyrir beit.
Þetta friðunarsvæði þyrfti að náyfir stóran
hluta hrauna- og móbergsbeltisins; þar á
meðal Kjalarsvæðið, Sprengisand, Odáða-
hraun og foksvæðin þar norður af. Ég get
hinsvegar ekki séð það sem skynsamlegt
markmið að alfriða allt hálendið fyrir sauðfj-
árbeit.
Það að bændur nýti afréttina til upp-
rekstrar þarf engan veginn að rekast á við
þau hlunnindi sem hægt er að hafa af virkj-
unum og ferðamönnum á hálendinu. Það
er hinsvegar sjónarmið sem fáir hlusta á í
nútímanum, að hinum forna rétti til upp-
rekstrar fylgi eignarréttur. Nokkrar jarðir
töldust frá fornu fari eiga heimalönd inn til
jökla; til að mynda varjand Reykjahlíðar
við Mývatn suður yfir Ódáðahraun og allt
suður á hábungu Vatnajökuls. Svo sem
frægt er orðið af Hveravallamálum náðu
yfirráð Auðkúlu í Svínavatnshreppi allt suð-
ur fyrir Kjöl, eða yfir allt það svæði sem
mönnum þóknaðist að kalla Auðkúluheiði.
í raun og veru er búið að taka af öll tví-
mæli uni það fyrir dómstólum að þessi
meinti eignar- eða yfirráðaréttur stenzt
ekki. Hvorki töldust Fljótshlíðingar né Ey-
fellingar eiga Þórsmörk og hreppar í Rang-
árþingi gátu heldur ekki slegið eign sinni á
Landmannalaugar. Héraðsdómur í Reykja-
vík tók á sama hátt af öll tvímæli um til-
kall norðanmanna til svæðisins norðan Kjal-
ar, þar sem Hveravellir voru í brennidepli.
Ráðstöfunarréttur einstaklinga eða hreppa
yfir náttúruperlum á hálendinum rekst á
við almennar réttlætishugmyndir og verður
ekki þolaður.
Nýting á öðrum hálendisauðlindum sem
fyrr eru taldar; fallvötnum annarsvegar og
sjálfri náttúrunni hinsvegar, hefurþann
annmarka að þetta tvennt fer ekki allskost-
ar vel saman. Óræfin eru ekki lengur ör-
æfi; þau missa mátt sinn ogtöfra, ef þau
eru útbíuð í vegum, háspennulínum og hús-
um. Spurningin er hvernig virkjanir framtíð-
arinnar verða leystar án þess að töfrar
óbyggðanna verði eyðilagðir um leið. Mér
sýnist að forystumenn raforkumála hafi
ekki sem skyldi tilfinningu fyrir þessu og
sjái fyrst og fremst fyrir sér megavött, þeg-
ar þeir líta yfir landið.
Málið snýst ekki um að halda íslandi
óbreyttu um aldur og ævi; náttúran mun
sjálf sjá til þess að það er ekki hægt. Með
fyllst virðingu fyrir uppgræðslu og grasnytj-
um, vil ég ekki sjá Kjöl eða Sprengisand
fyrir mér þannig að grasið hafi kaffært
hvern stein. Öræfafegurð er ekki sízt fólgin
í sjálfri eyðimörkinni; svörtum sandi, beru
gijóti, mosa og öðrum lágróðri. Mér finnst
samt að hugtakið „svört náttúruvernd“ sé
full öfgafengið vegna þess að þá er gengið
út frá því að núverandi útlit á landinu sé
svo frábært, að ekkert verði bætt. Að taka
framfyrir hendur náttúrunnar þar sem lan-
deyðing á sér stað er ekki aðeins sjálfsagt;
það er beinlínis skylda okkar.
Sú hugmynd hefur verið viðruð að gera
hálendið allt að þjóðgarði, sem Iyti einni
yfirstjórn. Mörgum þykir án efa að sú hug-
mynd beri um of keim af miðstýringu, en
hversvegna skyldi miðstýring á þessari sam-
eiginlegu auðlind þjóðarinnar vera óæskileg?
Það verður að staðfesta með lagasetningu
að hálendið allt frá ótvíræðum eignarlöndum
efstu jarða sé þjóðareign og setja skýrar
reglur um afnotarétt og framkvæmdir. Nú-
gildandi lög um almannarétt eru óljós og
gersamlega ófullnægjandi. Síðan er það
stóra spurningin: Getum við komizt hjá því
að byggja hús og önnur áberandi mannvirki
á miðhálendinu?
Nú hefur verið stigið skynsamlegt skref
með því að fulltrúar héraðsnefnda hafa í
samvinnu við skipulagsráðgjafa unnið að
svæðisskipulagi fyrir miðhálendið fram til
ársins 2015. Tillögugerðin er hinsvegar
unnin af landslagsarkitektum hjá Landmót-
un hf. Þar er gert ráð fyrir að mannvirkja-
gerð verði takmörkuð og að þeim verði hald-
ið á sérstökum framkvæmda- eða bygginga-
beltum. Hjá þeim verður ekki komizt; annað
er ekki raunhæft, en þar fyrir utan er gert
ráð fyrir víðáttumiklum verndarsvæðum.
Forsendur þessara tillagna byggja á hefð-
bundnum nytjum, þjóðminjum, náttúrufari,
orkuvinnslu og síðast en ekki sízt samgöng-
um. Af þessum þáttum er greinilega vanda-
samast að meta þátt þeirra virkjana sem
ráðist verður í á næstu áratugum.
í þeirri undirbúningsvinnu sem fram fór
kom í ljós, að það eru hvorki meira né
meinna en 370 byggingar sem hafa risið á
miðhálendinu og að helmingur þeirra er í
einkaeign. Hér hefur verið farið offari og
þetta hefur að langmestu leyti gerzt síðan
1960. Hús sem öllum eru opin eins og sælu-
hús Ferðafélags íslands teljast öryggisatriði
enda er gert ráð fyrir einhvetjum húsakosti
á byggingarbeltunum.
Ánnað sem menn greinir á um eru vegir
og hvernig þeir eigi að vera. Voru það til
dæmis mistök að brúa Seyðisá ogtaka frá
erlendum ferðamönnum það ævintýri sem
þeim fannst vera að aka yfir ána á vaði?
Eigum við að halda hálendisvegunum í því
horfi sem þeir eru nú og takmarka þar með
umferðina? Margir eiga aðeins smábíla og
leggja alls ekki í að aka, hvorki Kjöl,
Sprengisand né Fjallabaksleið nyrðri. Á að
takmarka aðgengi þeirra að sameiginlegri
auðlind okkar með ruðningum í stað vega,
eða á halda þessum hálendisvegum þokka-
lega góðum til þess að sem flestir geti not-
ið óbyggðanna?
Á öllu þessu verður yfirstjórn hálendisins
að taka, þegar búið verður að ganga frá
viðeigandi lagasetningu og hugsanlega að
gera miðhálendið að að þjóðgarði. Sú laga-
setning þarf líklega að ná yfir verndun á
einstaka svæðum og ekki sízt ám og foss-
um. Nú hafa nokkrir alþingismenn flutt til-
lögu um að Alþingi feli umhverfisráðherra
að undirbúa lagasetningu um friðlýsingu
Jökulsár á Fjöllum annarsvegar og Hvítár
til Ölfusarósa hinsvegar. Þar er m.a. tekið
fram að ekki megi veita vatni úr þessum ám
í aðra farvegi. Á bak við tillöguna leynist
ótti við hina framkvæmdaglöðu menn sem
hugsa í megavöttum. Kannski þarf að skapa
aðhald með lagastoðum; hitt er ljóst að við
eigum nóg vatnsafl þó þessar ár séu látnar
í friði.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ1996 3