Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 17
— Ég er svo til rétt nýkominn að austan, svaraði pilturinn. — Ég ætla að fá að fara með þér austur fyrir fjall, sagði hún áköf. — Já, en Asta mín. Ég er ekki á bílnum. — Víst ertu á bílnum. Vertu ekki að skrökva að mér. Ég veit að þú ert á bílnum og ætlar austur, elskan mín, og ég vil fá að koma með. Það er leiksýning annað kvöld. Við erum að sýna Nýársnóttina og ég er í hlutverki Sigríð- ar, sagði hún enn ákafari og óþolinmóð. — Já, en Ásta mín. Þú hefur ekki verið á sviði í fjóra áratugi. — Svona vertu ekki að skrökva að mér. Við í leikflokknum erum að sýna Nýársnóttina fyrir fullu húsi við góðar undirtektir, sagði hún grátklökk. Andrés sá allt í einu ástæðu til að minna gömlu konuna á að hann hefði ekki ósjaldan séð hana á leiksviði og dáðst að hæfileikum hennar. Hann gekk yfir til þeirra og kynnti sig. — Það vill nú svo til að ég man það vel þegar leikflokkurinn kom að sunnan og lék Pilt og stúlku fyrir fullu húsi í Hólminum. Þá fannst mér hún Ásta Klara stela senunni og hún bar af hinum leikurunum, sagði hann og þótti mikið til um að standa andspænis hinni þekktu leikkonu fyrri ára. Það færðist bros yfir andlit gömlu konunnar. — Og hver er svo maðurinn? Ekki þekki ég þig. Og hvaðan kemur þú? spurði hún forvitin. — Andrés Sæmundsson heiti ég. — Og hvað starfar þú elskan mín? — Ég keyrði leigubíl, svaraði Andrés. — Leigubifreiðarstjóri! Þá ekur þú mér auð- vitað í leikhúsið fyrir austan fjall. Leyfðu mér að sjá í lófann þinn, sagði hún áköf. — Alveg sjálfsagt, vinkona, sagði Andrés og hún horfði í hægri lófa hans. — Ég sé nýja konu í lífi þínu. Þú ert ekkju- maður. Þið eigið eftir að opinbera trúlofun ykkar, sagði hún og leit skyndilega í augu Andrésar. Andlit hans varð eitt spurningar- merki. — Nýja konu? Og ég sem er kominn hingað til að eiga náðugar stundir á ævikvöldinu. Maður veit auðvitað ekki ævi sína fyrr en öll er, sagði hann ofurlítið spenntur. Unga manninum, frænda Ástu Klöru, var farið að þykja nóg um og var orðinn óþolinmóð- ur. Hann átti ákveðið erindi við frænku sína: — Ásta mín! Ég er kominn hingað í þeim erindum að bjóða þér í brúðkaupið mitt á sunnudaginn. — Brúðkaup? En þá ætlum við að sýna fyr- ir austan fjall og það er ekki hægt að aflýsa leiksýningunni, elskan mín. Eitt sinn dreymdi mig brúðkaup en bjó svo alltaf ein. Ó, hann var svo myndarlegur ungi maðurinn. Ég var ástfangin. Við vorum að sýna Pilt og stúlku fyrir vestan. Ég man bara ekki hvar ég sá hann. Var það á Ólafsvík eða í Stykkishólmi.? Hvernig á ég muna það sem gerðist fyrir meira en fimmtíu árum? spurði Ásta Klara og það vottaði fyrir tárum í augum hennar. Hún var þreytuleg og eins og annars hugar og kvartaði yfir höfuðverk og svima. Það var álið- ið kvölds og hún sagðist þurfa að fara að koma sér í háttinn. Hún yrði að vera vel fyrir kölluð daginn eftir þegar leikflokkurinn færi austur fyrir fjall að sýna Nýarsnóttina. Andrés kvaddi hana með handabandi og þau buðu hvort öðru góða nótt. — Það var gaman að kynnast þér. Þú kemur svo með mér austur á morgun að sjá leiksýning- una, elskan mín, sagði hún að skilnaði við Andrés. Morguninn eftir bankaði Brynjólfur upp hjá vini sínum. — Góðan daginn, sagði Andrés um leið og hann bauð Brynjólfi að gjöra svo vel að ganga inn fyrir og þiggja kaffisopa. — Góðan daginn, Andrés minn. Andrés veitti því athygli að Brynjólfur var óvenju alvarlegur á svipinn. — Hvað segirðu svo í fréttum? spurði Andrés. — Þeir eru alls staðar að beijast, svaraði Brynjólfur þegar þeir settust við eldhúsborðið. — Það eru svo sem engar fréttir, sagði Andrés og tók að hella upp á könnuna. — Þú hefur líklega ekki tekið eftir því að það er flaggað í hálfa stöng hér fyrir utan? spurði Brynjólfur. — Nei, ég hef ekki tekið eftir því. Er ein- hver látinn sem við þekkjum? spurði Andrés og lagði kaffikönnuna á eldhúsborðið. — Hún dó í nótt hún Ásta Klara, sagði Brynj- ólfur teygði sig eftir kaffikönnunni og hellti í bolla. — Hvað segirðu? Hún Ásta Klara? Andrési var verulega brugðið. — Mig dreymdi hana Ástu Klöru og mikið var hún falleg þar sem hún stóð á leiksviðinu í lok sýningarinnar á Pilti og stúlku og leikhús- gestir hylltu hana innilega. Hún brosti til mín þar sem ég sat á fremsta bekk um leið og hún tók við stórum blómvendi, sagði Andrés eins og annars hugar og íjarænn á svipinn þar sem hann sat við eldhúsborðið... Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. VESNA PARUN MEYDÓMUR Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Veikur ómur af fótataki og reykur sem nálgast á leið í trjágarð þinn, sofandi opnar hann dyr þínar. Þú ert ein í húsinu. Hvað áttu að segja honum, stúlka, ókunnum manni sem þráir að deyja í nöktum örmum þínum, hvað áttu að segja honum? Þú ert ein í auðu yfirgefnu húsi og allt í kring hurknar. Himinninn frá glugga þínum er ætíð samur, mildur, fjarlægur. Um götunar ríða þreyttir riddarar. Og einhver þráir að hvíla í kyrrum örmum þínum sem enginn hefur áður náttað til að deyjandi faðma grannan líkamann og saklaust hárið. Sjáðu götuna, horfðu eftir vatninu, á dulu kvöldi: einhver kallaði á þig laumulega frá ströndinni. Leystu flétturnar. Hlauptu með opið hjarta, hræðstu ekki skjálftann. Hlauptu, hlauptu! Spurðu ei hver gráti né hver fylgi í sporin þín í myrkrinu. Leitarmenn hafa borið frá húsinu glitrandi kóralla og gulgyllta kanarífugla. Goðsagnirnar hafa eyðst í kyrrðinni. Gráttu ekki, svona er ástin. Gakktu óförnu götuna. Enga eyrnalokka en berðu byrði sársaukans. Hvort það er ástin sem þú valdir, stúlka! Ég leyni hafið engu fremur en dauðanum Leitirðu leiðar að sál minni Leiddu mig að hafinu í stormi. Þar finnurðu uppgrafið hofið, Rústir Iífs míns, og hásléttu bernsku minnar, Umgirtan múr úr fíkjutijám. Þar líturðu læri mín sem í eldfornum harmatölum Hafa komið heiðnum guðum á kné. Ég leyni hafið engu fremur en dauðanum. Jörðin og máninn verða líkami minn. Ástin leiðir hugsanir mínar Inn í tijágarð eilífðarinnar. Vesna Parun fæddist 1922 á eynni Zlarin við Adríahafið. Hún er vinsælust fyrir barnabækur og Ijóðabækur, sem eru fleiri en tuttugu. Ástarljóð yrkir hún betur en aðrir Króatar, hlaðin hafbrimi og Miðjarðarhafsólgu; hún er oft nefnd boöberi ástarinnar. Óhlýðin við stefnur hverskonar. Ljóðrænn og pólitiskur málsvari kven- frelsisins. Lifir út af fyrir sig seinni árin til að skapa og vera til. Þýðandinn er leikari. PÁLMI EYJÓLFSSON LÚPÍNAN Örfoka melar breytast í blómahaf á blásnauðum söndum myndast lifandi reitir. Hvarvetna auðninni hlýlega svipinn gaf þessi harðgjörða jurt sem lifir veturinn af, Alaskalúpína auganu gleði veitir. í flóru landsins er framandi í hálfa öld á fornum söndum dafnar hún gegnum árin. Hún ber sitt fræ þó blaut sé mölin og köld, hennar björtu litir minna á himintjöld. Hún græðir upp gömlu sárin. Hún unir sér vel þó um hana blási kalt, á eyrunum vaggar hún blómskrúði daga og nætur. Landnemi er hún en breiðir blöð sín um allt hún bindur foklönd og vinnur þar þúsundfalt og margir telja, að máttugar sé’ hennar rætur. Höfundurinn býr á Hvolsvelli. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR LJÓSMÓÐIR Það lést enn heyri ég andardráttinn í vöggu vonar augasteinn draumanna Það sá aldrei hafið fjallið tréð ást okkar sæði landsins einhver tók það frá mér eins og þig höndin sem þerraði tárin þegar vonin grét enn er landið í sárum eins og ég Ijóðmóðir þess AFTAKA Eins og að missa framan af hendi eða fæti. Er það svona sárt að sakna? Hjarta mitt afskorið brjóst á lygnunni við blóðbakkann. Og þegar ég hugsa nístir mig hrollur orðanna: ástin undir hníf- inn VINCENT Sólblóm halda fyrir mér vöku ilmur þeirra þegar næturlitir þorna í penslum skyndilega birtist hann með enn eitt blóm og kyssir mig Höfundur er skáld og kennari í Reykjavík. Ljóðin eru úr nýrri Ijóöabók sem Fjölvaút- gáfan gefur út og heitir Ljósar hendur. KRISTIAN GUTTESEN Nótt Ijósin blika blika ó, skær borgin hefur þig yfirbugað loks lætur eftir þér leiftrandi mynd á horfnum himni SKIPBROT ég sigldi inn á úthaf eigin sorga strandaði á eyðieyju þar sem von mín og hughreysting mættust í fallandi sól ÓÐUR LJÓÐ- DREKANNA á bláskeyttum næturhimni falla stjörnur í dropatali um sjónarsvið vort sem aldir á ævi straumfall tímans ómar í kyrrðinni líkt og elding sem snart vatnsflötina eina forna nótt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ1996 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.