Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 20
Prinsessan
sorgmædd
og kóngurinn
ríkur
LEIKSÝNINGIN Gulltáraþöll segir ævin-
týrið um prinsessuna Þöll sem grætur
gulltárum. Sýningin verður forsýnd á Litla
sviði Borgarleikhússins á Listahátíð í dag
kl. 14. Frumsýnt verður í haust. Sýningin
er óvenjuleg að því leyti að hún leggur
mikla áherslu á myndræna upplifun og
leikarar hafa átt mikinn þátt í sköpun sögu-
persóna. Sviðsmyndin er á miðju sviðinu
og tekur ýmsum breytingum á þeim
klukkutíma sem sýningin tekur. Skugga-
myndir, öldur og óveður er skapað með
stóru tjaldi, hljóðum og lýsingu.
Enginn piltur mátti líta Gulltáraþöll því
þá myndi hún hætta að gráta gulltárum.
Konungur gimtist gullið sem hnaut af
hvörmum hennar og gætti þess svo vand-
lega að enginn ungur maður gæti litið
hana, að einungis sást skugga hennar
bregða fyrir af og til. Hún var hjartahlý
og góð en sorgmædd, og því sorgmæddari
sem hún varð, því ríkari varð konungur.
Bæói fyrir börn og fulloróna
Sagan er byggð í kringum samnefnt
íslenskt ævintýri en persónur eru aðrar
og skrautlegri. Þrír leikarar taka þátt í
sýningunni. Ellert Ingimundarson leikur
pilt sem fær það hlutverk að skila gulltári
til réttmæts eiganda og til þess að geta
það hverfur hann í gegnum rúmið sitt inn
í ævintýrið. Helga Braga Jónsdóttir og
Asta Amardóttir bregða sér síðan í
hlutverk ýmissa skrýtinna persóna sem
pilturinn hittir á leið sinni með tárið.
Tónlist er eftir Eyþór Arnalds. Leikstjóri
er Asa Hlín Svavarsdóttir en hún, Helga
Arnalds og Gunnar Gunnarsson em höf-
PRINSESSAN birtist piltinum, leiknum af Ellerti Ingimundarsyni, sem skuggamynd.
undar. Gunnar semur handrit, Ása leikstýr-
ir og Helga býr til búninga, leikmynd og
grímur.
Helga er nýkomin frá Tékklandi en hún
hefur síðastliðið ár verið í samvinnu við
þarlent leikhús við uppsetningu sýningar.
„í þeirri sýningu var sagan sögð á þann
hátt að allt sem þurfti að skilja var út-
fært myndrænt. Við unnum mest með leik-
arann og samband hans við hlut, brúðu
eða umhverfi sitt og byggðum upp sögu
út frá því. Mig langar til að vinna áfram
með þetta form í framhaldi af Gulltára-
þöll enda er þetta mitt áhugasvið,“ sagði
Morgunblaðið/Ásdís
Helga í samtali við Morgnblaðið.
Sýningin er bæði fyrir börn og fullorðna
og sagði Helga að hún vildi gera leikhús
fyrir börn sem fullorðnir hefðu líka gam-
an af. „Mér finnst mjög gaman að gera
Ieikhús fyrir börn þau eru svo hvetjandi
áhorfendur," sagði Helga.
SÝNINGIN
Silfur í
Þjóðminja-
var opnuð í
Bogasal Þjóðminja-
safns íslands á
Listahátíð 1. júní síð-
astliðinn. Steinþór
Sigurðsson hannaði
siifurtarínaf sýninguna og hefur
vel tekist til. Munun-
um er búin falleg umgjörð og notaleg
stemmning ríkir í salnum. Þar hjálpast lýs-
ing og litur á veggjum að ásamt stórum
ljósmyndum eftir Ivar Brynjólfsson, ljós-
myndara safnsins, sem gefa einstaka hlutum
aukið vægi. Mataráhöld, drykkjarílát, skart
og kirkjugripir eru margir á sýningunni en
einnig má sjá einstaka deshús, sem ilmefni
voru geymd í, oblátuskálar og fleiri áhuga-
verða hluti. Einnig er silfursmíðaverkstæði
Kristófers Péturssonar (1887-1977) til sýnis
í heild en hann var einn síðasti silfursmiður
gamla tímans.
Gefin hefur verið út bók í tengslum við
sýninguna eftir Þór Magnússon þjóðminja-
vörð en hann hefur síðustu tvö ár verið að
kynna sér silfursmíði á Islandi. í bókinni
segir meðal annars að það sem geri silfur
eftirsótt sé hinn fagri og mjúki blær sem
glansandi silfrið hefur og engum öðrum
málmi er gefið. Silfur er fágætur og dýr
málmur og stenst flestum öðrum málmum
tæringu betur. Silfur var verðeining á land-
námsöld og voru manngjöld reiknuð í silfri.
■n ( Það er hætt við að einhverjir gripir á sýning-
unni hafi átt sér önnur líf, en það hefur
tíðkast um aldir að bræða upp gripi til að
smíða aftur úr silfrinu og oft margsinnis.
Silfrið er ekki ailt smíðað hér á landi en
er allt hluti af íslenskum menningararfi. Á
þessari sýningu er lögð sérstök áhersla á
að sýna veraldlega hluti eftir nafnkennda
íslenka silfursmiði. Blaðamaður hóf skoðun
sína á kassa A og fetaði sig þaðan sem leið
lá að kassa L, silfurverkstæðinu.
Oblótudósir
í skáp A er án efa umtalaðasta silfur
seinni ára á íslandi, Miðhúsasilfrið sem er
frá víkingaöld. Stórt drykkjarhorn frá 16.
öld er í hásæti í kassanum og í það eru
sögur úr gamla testamentinu grafnar en
silfurskrauti var bætt á hornið þrem öldum
síðar. Þetta er einkar eigulegur gripur en
ekki er hægt að eignast eftirlíkingar af
honum í afgreiðslu eins og hægt er af gull-
hringum tveimur og einum silfurhring í sama
kassa.
Kirkjusilfur var hið vandaðasta sem ís-
lenskum gull- og silfursmiðum bauðst að
smíða. Kassi B geymir kaleika og oblátudós-
ir. Þar á meðal eru tveir kaleikar frá því
um 1200, báðir smíðaðir hér á landi. Tignar-
leg silfurtarína prýðir skáp C og með henni
eru hnífapör, aðallega skeiðar, en stærð
þeirra vakti athygli blaðamanns og færi
skeiðarfylli sjálfsagt langt með að metta
fullfrískan mann. Líkkistuskildir eru nokkrir
laglegir á sýningunni. Sex nælur eftir Pál
Eyjólfsson vöktu athygli en þær eru litaðar
með aðferð sem Páll fann sjálfur upp en
ekki er gefið upp hvort hann hafi tekið upp-
skriftina með sér í gröfina eða deilt henni
með kollegum. Nælurnar sýna hús og fjöll
og litirnir eru bjartir og glitrandi. Vert er
að geta eins af skemmtilegri gripunum á
sýningunni, eggjasjóðarans. Einkar snjöll
uppfinning þótt í dag séu að vísu slíkir sjóð-
arar framleiddir rafdrifnir.
i takl vió erlenda
strauma
Skartið er í skáp H, ennisspangir, silfur-
belti og víravirkisnælur og baldýrað belti
með víravirkisdoppum og víravirkispörum
með laufum á. Víravirkið er eitt meginein-
kenni íslenskra silfursmiða. í enda salarins
er trégína klædd faldbúningi með breiðum
spaðafaldi í blómstursaumaðri samfellu frá
1790. Nokkur deshús og fleiri góðir gripir
eru með konunni í þeim kassa. Gaman væri
að sjá fólk í dag með deshús á sér en það
er tilgáta blaðamanns að þau hafi sjálfsagt
komið í stað ilmvatna.
Þeir sem halda að íslendingar hafi allir
húkt í moldarkofum fyrir 1900 komast að
hinu sanna við að skoða þessa sýningu því
gripirnir eru margir í takt við þá strauma
sem voru mest áberandi erlendis á hveijum
tíma og smíðin ber hugviti og góðri verk-
tækni vitni. Til dæmis rokokó matskeiðar
frá 1784 í skáp F.
Ferðinni lauk við hið fínlega verkstæði
Kristófers. Öll verkfæri, hirslur og aðstaða
hæfa fínlegri smíðinni sem þar fór fram og
við borðið, sem er um hálfur fermetri að
stærð, var aðstaða fyrir fjóra smiði. Til sýn-
is eru einnig dagbækur, verðskrár, smíða-
kver og teikningar af munstrum.
SILFURGRIPIR
EIGA SÉROFT
MÖRG FYRRI LÍF
Silfur er eftirsóttur málmur enda fágætur meó fagr-
an og mjúkan blæ. ÞORODDUR BJARNASON sá
íslenska silfursmíói í bogasal Þjóðminjasafnsins.
EGGJASJÓÐARINN til hægri er einkar snjöll uppfinning.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996