Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 12
ÍSLENZKU soroptimistarnir ásamt framkvæmdastjóra blindrafélagsins í Ghana. GHANA í Ghana viröist skorta alla innri þjóðfélagsbygg- ingu7 stjórnun og óætlanageró. Borgin Accra viró- ist t.d. ekki hafa neinn miðbæjarkjarna, heldur er hún dreifð um gríðarlega stórt svæði. Hér segir fró för íslenskra soroptimistakvenna til Ghana. soroptimist i Club ASÍÐASTUÐNU ári fóru fjórar íslenskar soroptimis- takonur til Aecra, Ghana til að taka þátt í ráðstefnu og hátíðarhöldum í tilefni af 10 ára afmæli Sorop- timistaklúbbs Accra. Þetta voru Hildur Hálfdánardótt- ir og Hafdís Karlsdóttir frá Kópavogsklúbbi og Margrét Sveinsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir úr Reykjavíkur- klúbbi. Soroptimistar, sem myndað er af orðunum „Soror“ og „Optima“ eða besta systir, eru alheimssamtök sem hafa það að markmiði að vinna að mannréttindum og einkum að því að auka réttindi kvenna; auka hjálpsemi með- al manna og að stuðla að auknum skilningi og vináttu á alþjóðavettvangi. Samtökin voru upphaflega stofnuð í Bandaríkjunum árið 1921 og eiga því 75 ára afmæli á þessu ári. Samtök- in hafa nú breiðst út um veröldina og er mesta útbreiðslan nú í austantjaldslöndum en samtökin voru bönnuð þar á meðan járntjald- ið var enn við lýði. Soroptimistakonur í Ghana höfðu ákveðið að halda veglega upp á afmælið og bjóða til ráðstefnu og skoðunarferðar um landið, þar sem áhersla var lögð á að sýna þau verkefni sem samtökin hafa beitt sér fyrir. Einnig stóð til að stofna nýjan klúbb í Ghana. AIls fóru rúmlega 50 konur frá Evrópu til Accra en þar að auki komu þangað fulltrúar frá öðrum Afríkulöndum, svo sem Gambíu, Nigeríu, Fíla- beinsströndinni, Tógó, Benin og Kenýa. í Accra hafa Soroptimistakonur unnið ótrú- lega mikið hjálparstarf og víða má sjá þess merki að þær hafa lagt þeim lið sem minnst mega sín í samfélaginu. Það vakti líka strax undrun og aðdáun að sjá hversu vel afrískar konur bera sig og hve miklu þær fá áorkað í sínu samfélagi. Það áttum við eftir að sjá aftur og aftur þessa viku sem við vorum á ferðalagi um landið. Ghana er fátækt þróunarland og við vissum ekki á hverju við gætum átt von. Við vorum því með moskítónet og alls kyns útbúnað til vamar skordýrum en á hótelinu í Accra var aðbúnaður með miklum ágætum, ekki síðri en á bestu hótelum í Evrópu, enda var okkur sagt að það væri rekið af Hollendingum. EFTIR SIGRÚNU KLC Hvergi var flugu að sjá, allt hreint og fágað og maturinn soðinn og steiktur þar til ekkert gat hugsanlega þrifist í honum. Fyrst á dagskránni var ráðstefna sem fjall- aði um framtíðarsýn afrískra kvenna til 21. aldarinnar. Aðalræðumaður dagsins var Nana Agyemang-Mensah og voru aðalskilaboð hennar til kvenna: „You are not born a wo- man - you become.“ Þjóðfélagið hefur tilhneig- ingu til að klippa vængina af litlum stúlkum svo þær falli inn í það hefðbundna munstur sem samfélagið hefur markað. Nana var einn- ig einn af ræðumönnum á kvennaþingi Sam- einuðu þjóðanna í Kína svo eftir þessari konu hefur verið tekið á alþjóðavettvangi. Annar mjög merkilegur fyrirlestur var flutt- ur af dr. Addo-Fenning prófessor við háskól- ann í Ghana sem fjallaði um sögu Ghana. Hann fjallaði um hefðir og siði landsins og þær ranghugmyndir sem komu inn með ný- lenduherrunum, sem kenndu í skólum að land- ið ætti sér enga sögu sem væri eldri en evr- ópsk yfirráð í Afríku! Dr. Addo-Fenning var t.d. nýbúinn að skrifa fyrstu kennslubókina í ghanískri sögu fyrir framhaldsskóla landsins sem skrifuð er af afríkumanni og sögð frá þeirra sjónarhóli. Með útgáfu bókarinnar hafði verið hægt að lengja sögu landsins talsvert og var þá byggt á fornleifafundum og munn- legri geymd. Fyrsta dag skoðunarferðarinnar var leik- skóli í Abokobi skoðaður en þessi leikskóli var reistur af Soroptimista-klúbbi Accra og hefur síðan verið styrktur og reksturinn fjármagnað- ur af þeim. Þama vorum við allar, 50 evrópsk- ar konur, settar á bekki undir tjaldhimni og síðan hófst frábær skemmtun okkur til heið- urs. Þarna komu þorpshöfðingjarnir og heils- uðu okkur með handabandi, sveipaðir í lit- skrúðuga dúka með hægrí öxlina bera. Þama voru líka 20-30 þarlendir soroptimistar og sægur af þorpsbúum sem hópuðust að til að sjá allar þessar hvítu og sveittu konur. Pínulitlir krakkar komu fram sveipaðir lit- skrúðugum búningum eða dúkum með snúið band um höfuðið. Þau dönsuðu og sungu ber- fætt ýmist á trépalli eða í grasinu og sérstaka athygli vakti ein, líklega fjögurra ára, hnáta sem var fædd leikkona. Hún söng með svo miklum tilþrifum „I dont know how to pray“ að hver leikhúsmenntuð vera hefði getað verið U HANNESDÓTTUR KONUNGURINN ihásæti sínu. ALLIR AÐ SELJA, ALLIR AÐ KAUP 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.