Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 8
SVEINN Björnsson (1925): Sjálfsmynd, 1983
GIMSTEINARNIR
, INNÁMILLI
IHAFNARBORG, menningar- og lista-
stofnun Hafnarflarðar, stendur nú yfir
sýning á íslenskum portrettmyndum.
Er þetta í fyrsta sinn sem heildaryfir-
Iit gefst yfir þetta svið íslenskrar
myndlistar á þessari öld og eru verkin
fengin að láni víða að — frá söfnum,
stofnunum, fyrirtækjum og einstakl-
ingum. Alls eru á sýningunni um áttatíu mynd-
ir eftir á fimmta tug listamanna, þeirra á
meðal Þórarin B. Þorláksson, Ásgrim Jónsson,
Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Kristján
Davíðsson, Ágúst Petersen, Eirík Smith, Helga
Þorgils og Pál Guðmundsson frá Húsafelli.
Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hefur
haft umsjón með undirbúningi sýningarinnar
en hann hefur á undanförnum árum verið að
kanna hvort íslendingar eigi sér hefð í gerð
portrettmynda. Auk þess ritar hann texta í
viðamikla skrá sem gefin hefur verið út í til-
efni sýningarinnar.
En er hefðin til staðar? „Ég er ekki sann-
færður um að við eigum okkur hefð í portrett-
myndum — að minnsta kosti ekki í þeim skiln-
ingi að við eigum listamenn sem hafa bergt
af sama brunni. Þess í stað virðist hver lista-
maður taka sinn pól í hæðina, sem er í sam-
ræmi við það sem maður hefur alltaf haldið
um íslenska listasögu,“ segir Aðalsteinn.
í sýningarskránni veltir Aðalsteinn því fyrir
sér hvort portrettmyndin sé best varðveitta
leyndarmál íslenskrar myndlistar en á undan-
förnum áratug hefur hann barið hátt í tvö
þúsund myndir af þessu tagi augum. „Alveg
burtséð frá gæðum þessara andlitsmynda —
og það verður að segjast eins og er að bróður-
partur þeirra er líflaus framleiðsla — er fjöldi
þeirra, einn og sér, staðfesting bæði á félags-
legri og menningarlegri þýðingu þeirra fyrir
okkur Islendinga."
Sjálfstæó vinnubrögó
Á sýningunni í Hafnarborg er úrval þess
besta sem Aðalsteinn hefur fundið — „gim-
steinarnir inn á milli.“ Kveðst hann hafa valið
myndirnar með tilliti til þess hvort þær bæru
vott um sjálfstæð vinnubrögð listamannsins
og/eða hvort hann hefði bersýnilega kafað í
sálarlíf fyrirsætunnar.
Þá voru nokkrir listamenn af yngri kynslóð-
inni fengnir til að leggja hönd á plóginn með
því að mála portrettmyndir sérstaklega fyrir
sýninguna. Segir Aðalsteinn þá „tilraun" hafa
tekist vel.
Verkunum í Hafnarborg skiptir listfræðing-
urinn í fernt: Opinberar myndir, s.s. af prestum
og embættismönnum, gerðar að tilhlutan stofn-
unar, ættingja'eða annars venslafólks; myndir
af konum; myndir af listafólki og sjálfsmynd-
ir. Segir Aðalsteinn merkilegustu verkin yfir-
leitt tilheyra tveimur síðarnefndu flokkunum
enda hafi listmálarar jafnan fijálsari hendur
þegar þeir máli sjálfa sig eða aðra listamenn.
Þótt portrettmyndir hafi verið snar þáttur
í sköpun íslenskra listamanna á þessari öld
hefur þessi grein myndlistar, að sögn Aðal-
steins, alltaf átt undir högg að sækja — litið
hafí verið niður á hana. Og þótt sýningin í
Hafnarborg sé öðrum þræði liður í því að hefja
portrettið til vegs og virðingar óttast listfræð-
ingurinn að svo sé enn. Portrettið hafi einfald-
lega ekki enn „hlotið hljómgrunn hér á landi."
JÓHANNES Kjarval (1885-1972): Yndislegt
er úti vor, 1926.
Portrettid alltaf átt
undir högg aö sœkja.
ASGRIMUR Jónsson (1876-1958):
Sjálfsmynd, 1940.
GUNNLAUGUR Blöndal(1893-1962);
Leikkonan, 1933.
SÝNING Á ÍSLENSKUM PORTR
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996