Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 19
Á VÆNGJUM TÓNLISTAR- INNAR í 30 ÁR TONIIST________________ 30 ára t ó n I i s t a r a í m æ 1 i JÓNAS INGIMUNDARSON ÞRJÁTÍU ár eru liðin síðan Jónas Ingimundar- son píanóleikari kom fyrst fram opinberlega. í öll þessi þijátíu ár hefur Jónas verið óþreyt- andi við að þjóna tónlistargyðjunni á hvern þann hátt sem hann hefur haft mátt til og verið óþreytandi við að ferðast um landið og kynna tónlist þeim mörgu, sem sjaldan hafa tækifæri til að hlýða á lifandi tónlist. Jónas hefur líka verið óþreytandi við að segja frá þeirri tónlist, sem hann hefur verið að flytja, tala um eðli hennar og uppruna, segja frá höfundunum og því menningar- umhverfi sem fætt hefur af sér stórkostleg listaverk í tónum. Það má með sanni segja, að kennarinn sé mjög ofarlega í eðli Jónasar og ef til vili væri nær að líkja honum við trú- boða í tónlist, sem boðar trú af fölskvalausri innri sannfæringu. Þéss vegna hefur hann hrifið margan manninn með sér og unnið tón- listinni brautargengi jafnvel í jarðvegi, þar sem náttúrlegur áhugi hefur haft takmörkuð tæki- færi til að ná sé á strik. En einmitt þar hefur Jónas séð ástæðu til að leggja sig fram af tvöföldum krafti. Það er í þessu, sem trúboðs- andinn kemur hvað skýrast fram. í dag er Jónas ef til vill þekktastur fyrir starf sitt í þágu sönglagsins. Það er löngu vit- að, að Jónas hefur mikið dálæti á mannsrödd- inni, þó að píanóið sé hans eigið hljóðfæri. Hann hefur unnið ótrúlegt þrekvirki við að kynna ljóðabókmenntir heimsins íslenzkum áheyrendum, styðja við bakið á íslenzkum söngvurum og nú seinast við að leita uppi óþekkt og lítt þekkt íslenzk sönglög og leggja sitt af mörkum til að gera þau aðgengileg öll- um, sem áhuga hafa. Það sem að mínu mati gefur Jónasi sérstöðu er hve óþreytandi og úthaldsgóður hann hefur reynzt og hve vel honum hefur tekizt að halda eigin brennandi áhuga lifandi, þrátt fyrir alla þá tregðu og grámyglu, sem hversdagsleikinn býður upp á. Jónasi hefur því tekizt að halda áfram, þar sem flestir hefðu gefizt upp og kosið sér þægilegra hlutskipti. í tilefni ofangreinds þijátíu ára afmælis hélt Jónas Ingimundarson tónleika í Gerðar- safni í Kópavogi fimmtudaginn 30. maí. Að þessu sinni var það píanótónlist sem réð ríkj- um, og hafi ég skilið rétt hefur Jónas hug á að taka aftur upp þráðinn hvað píanótónlist varðar og leggja á hana meiri áherzlu en hann hefur gert um nokkurt skeið. Þessir afmælistónleikar voru í alla staði hin- ir ánægjulegustu. Á tónleikaskrá voru verk eftir Mozart, Beethoven og Chopin, nánar til- tekið Fantasía í d-moll K.V. 397 og Rondó í d-dúr K.V. 485 eftir Mozart, Sónata í f-moll op. 57 eftir Beethoven, almennt þekkt sem Appasionata og loks 7 Pólónesur eftir Chopin. Það er dæmigert fyrir Jónas að velja tvær Pólónesur eftir Chopin, sem Chopin samdi, þegar hann var annars vegar sjö og hins veg- ar ellefu ára gamall. Þessar tónsmíðar sanna, að Chopin hafði „neistann" til að bera þegar á bamsaldri og tónlistin öll þau persónuein- kenni sem áttu eftir að lyfta honum til frægð- ar og frama síðar á ævinni. Áheyrendur kunnu vel að meta þetta framlag og klöppuðu Jónasi óspart lof í lófa, þannig að hann varð að leika hvert aukalagið á fætur öðru. Ég vona að Jónas eigi eftir að halda áfram sínu sérstaka listræna fræðslustarfi á vegum tónlistarinnar um mörg komandi ár því að hann er gæddur þeim sjaldgæfa hæfileika að ná vei til ljöldans og virðist beinlínis þurfa á því að halda að miðla öðrum af því sem er honum sjálfum dýrmætast. Halldór Hansen Jónas Ingimundarson VANN SÖNGKEPPNI Á ÍTALÍU SÓPRANSÖNGKON- AN Halla Margrét Jóns- dóttir var hæst að stig- um í söngkeppni _ sem fram fór í Imola á Ítalíu nýlega. Félagið sem stóð að keppninni hefur það að markmiði, að sögn Höllu, að koma ungum og efnilegum söngvur- um á framfæri. Sömu aðilar munu setja upp Töfraflautu Moz- arts í haust og var keppnin haldin til að velja í hlutverk. Æfingar hefjast í júlí. Ætla að einbeita mér að Ijóðasöng Anna Júlíana Sveinsdóttir heldur tónleika ó ný „ÞAÐ var orðið of mikið að gera hjá mér á tímabili. Ég ákvað að taka mér þriggja ára hlé til að byggja mig upp og hef sótt söng- tíma til Sigurðar Demetz. Nú er ég að byija aftur. Ég hef meiri tíma til að sinna söngnum núna og mun einbeita mér að ljóða- söng fyrst um sinn,“ segir Anna Júlíana Sveinsdóttir mezzosópran, sem ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur verður á sumartónleikum í Stykkishólmskirkju, mánu- dagskvöldið 24. júní. Þær flytja íslensk þjóðlög í útsetningu Fjölnis Stef- ánssonar, þekkt lög eftir íslenska höfunda, ljóða- flokk eftir Schumann við ljóð Maríu Stúart Skota- drottningar og ljóð eftir Richard Strauss. „María Stúart samdi ljóðin í fangelsi. Flokkurinn er áhrifamikill, bæði texti og tónlist. Schumann var orðinn van- heill á geði og mjög næmur fyrir ljóðum Maríu þar sem hann stóð frammi fyrir dauð- anum sjálfur," sagði Anna Júlíana Sveins- dóttir í samtali við Morgunblaðið. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30. Anna Júlíana starfar við tónlistarkennslu í Reykjavík og Kópavogi. Sólveig Anna starfar við tónlistarkennsku og píanóleik í Reykjavík og í Garðabæ. ANNA Júlíana Sveinsdóttir SÓLVEIG Anna Jónsdóttir HENGIKOJU- BAROKK _________TONLIST____________ Sígildir diskar TELEMANN/HEBERLE G. P. Telemann: Blokkflautu- & víólukonsert í a-moU; Tríó í C-dúr f. blokkfl., fiðlu & fylgi- bassa; Tríó í F-dúr f. blokkfl., víólu & f.b.; Dúett í C-dúr f. blokkfl. & fíðlu. Anton He- berle: Blokkflautukonsert í G-dúr. Michala Petri, blokkflauta; Pinchas Zukerman, fíðla, víóla & hljómsveitarstjóm og Kammersveitin í Saint Paul. Philips Digital Classics 420 243-2. Upptaka: DDD, Saint Paul MA, Bandaríkjunum 5/1986. Lengd: 52:53. Verð: 1.899 kr. SUMARFRÍIÐ fer senn að dynja yfir þorra þjóðar. Á margur í vændum nokkurra vikna eirð einhvers staðar í sól, sumaryl og algjöru kæruleysi. Mesta áhyggjuefni tónkera um þessar mundir er því þetta: Hvað á að taka með fyrir ferðageislaspilarann? Eitthvað lauflétt og leikandi sem maður verður ekki strax leið- ur á? Sígildir diskar hafa séð þennan vanda fyr- ir og reynt að mæta honum. Hér að neðan eru tvær uppástungur handa þeim sem sár- vantar sálarörvandi slökunartónlist fyrir sól- stólinn, vindsængina eða hengikojuna; tónlist sem fer ekki aðeins beint í æð, heldur stend- ur líka kinnroðalaust undir þriggja stjörnu gæðastimpli sem hlustunarhnossgæti með varanlegu slitlagi. Byijum á hinum minna þekktu. Jörundur Filippus Telemann, guðfaðir C.P.E. Jóhanns- sonar Bach og á efri árum Director Musices í Hamborg, var annars mun þekktari í samtíð- inni en Jóhann Sebastían, þó að dæmið hafi snúizt rækilega við á 19. öld, þegar Mend- elssohn hóf þá Bach-vakningu er staðið hefur óslitin síðan. Telemann-áhugi almennings endurkviknaði ekki fyrr en með breiðskífu- flóðinu fyrir rúmum 40 árum, um líkt leyti og Vivaldifárið, eftir tveggja alda gleymsku. Telemann er skv. Guinness heimsmetabók- inni afkastamesta tónskáld allra tíma. Hann er talinn ábyrgur fyrir um 40 óperum, meira en 33 óratóríum, 12 heilum kirkjukantötuár- göngum (59 kantötur i hverri) og 44 pass- íum, fyrir utan ógrynni af annarri andlegri eða veraldlegri tónlist. Hann náði að vísu háum aldri (1681-1767), en það er ekki ein- hlít skýring. Maðurinn hlýtur einfaldlega að hafa átt óvenju auðvelt með að kompónera. Og það var engin miðlungsþekking sem hann tók með sér í gröfina - frá arfleifð Schútz fram á bernskuár Vínarklassíkur - enda hefði hann tæknilega getað náð að kynnast tónskáldum allt frá Purcell og Corelli til Mozarts og Haydns. Á tímum þegar hirðir höfðingja voru nær einu vinnuveitendur tón- skálda utan kirkjunnar (fjársterk kaup- mannastétt Hamborgar var meðal markverð- ustu undantekninga), var fágætt að taka sér að kjörorði, að „sá er þjónar margnum, er merkari en sá er semur fyrir hina útvöldu". Telemann fór snemma að taka mið af „blönduðum smekk“. Tónlist hans spannaði flestar stíltegundir Mið- og Suður-Evrópu og notaði oft þjóðlög, t.a.m. frá Póllandi. Þar sem enn hefur lítið verið kannað af sviðsverk- um hans og kirkjutónlist, er nafn hans í dag nánast sammerkt borðhaldstónlist hárkollu- aldar. En léttleikinn blekkir. Miðað við sam- tímameistara laglínunnar sunnan Alpafjalla virðist oft meira inntak í skemmtimúsík Tele- manns. Hann gat gert keðjusönglög í svefni, og „dinnertónlist“ hans er í heild kontrapunk- tískari og ekki eins fyrirsjáanleg og mörg verk ítölsku fiðlumeistaranna. Anton Heberle er sem næst ókunnur. Að- eins er vitað að hann fann upp e.k. klappaaf- brigði af blokkflautunni, „Czakan“ og að hann kom fram á tónleikum 1806 og 1808 í Vín. Heinz Holliger benti Michölu Petri á G-dúr konsertinn (hdr. varðv. í Búdapest), sem hún gaf út á prenti 1985, og er hér því væntanlega um heimsfrumflutning á geisla- diski að ræða. Þó að verkið sé talið frá fyrsta áratug 19. aldar, er það snemmklassískt - í anda Wagenseils, Vanhals og Monns - og því aldarþriðjungi á eftir tímanum. Hlustend- ur hafa eflaust hrist höfuðið í yfirlætislegri vorkunnsemi. Samt hefur konsertinn það mikinn sjarma til að bera, að manni verður ósjálfrátt hugsað til allra hinna smámeistar- anna sem hafa gleymzt í tímans rás. Gætu stórmeistarar hafa leynzt meðal þeirra? Þetta er feikiíjörug plata. Petri, Zukerman og hinir hljóðfæraleikararnir leika eins draumur, og mótunin er hnitmiðuð og skýr. Flestar hinna 18 ráka disksins eru hreinasta eyrnakonfekt. Aðeins synd að hann skuli ekki vera lengri; 52 mínútur þjóta bókstaf- lega burt, þegar tónlist, flutningur og upp- taka eru af þessari gæðagráðu. BACII J. S. Bach: Fiðlukonsertar í a-moll, E-dúr & g-moll (BWV 1041-42 & 1056); Óbó- & fiðlu- konsert í c-moll (BWV 1060). Viktoria Mullova, fiðla; Fran^ois Leleux, óbó; Mullova- sveitin [The M. Ensemble]. Philips Digital Classics 446 675-2. Upptaka: DDD, Amster- dam 7/1995. Lengd: 52:09. Verð: 1.899 kr. KONSERTAR Bachs í E-dúr og a-moll eru án efa merkustu verk 18. aldar fyrir einleiks- fiðlu og strengjasveit, og muna sennilega margir eftir andríkri, að maður segi ekki bióðheitri, túlkun Jöschu Heifetz sem hjálp- aði til við að setja þessar perlur á æðsta hörg hljómplötusafnara um miðja öldina. í þeim samanburði hlýtur flest að blikna, jafnvel skært nýstirni á himni Bachtúlkenda á borð við Viktoríu Mullovu, er hlaut verð- skuldaða athygli fyrir einleikspartítudisk sinn í fyrravor (SD 5.8. 1995). Hin liðlega þrítuga Mullova, síðasti flótta- tónlistarmaðurinn vestur um járntjald áður en það ryðgaði sundur, virðist nú hafa stofn- að hljómsveit um sjálfa sig. The Mullova Ensemble er skipuð eintómum körlum og myndar strengjakvartett + kontrabassa, fag- ott og sembal. Aðrar upplýsingar um þá sjö- menninga hef ég engar. Bach-fíðlukonsert fyrir nánast nakinn strengjakvartett? Já, hví ekki það? Strengja- deild hirðhljómsveitar Leopolds fursta í Köt- hen, þar sem Bach var kapellumeistari 1717-23, hafði 4 fiðlur og aðeins 1 víólu, 1 selló og 1 violone. Og þó að a.m.k. a-moll konsertinn sé skv. nýjustu rannsóknum talinn saminn um 10 árum síðar en áður var hald- ið, eða um 1730, þá er lítið á lausu um stren- gjafjöldann á helgartónleikunum í Leipzig í kaffihúsi Zimmermanns, þar sem vitað er að Bach stjórnaði hljómsveit háskólastúdenta (Collegium Musicum) og færði m.a. upp ver- aldleg verk sín frá Köthenárunum. Sögulega séð geta hljómsveitir, sem virðast dvergvaxn- ar á okkar tíma mælikvarða, því vel staðizt, einkum í litlu húsi, þegar um er að ræða einleikskonserta en ekki „concerti grossi", er þurfa meiri mannskap til að ná andstæðum við concertino- einleikarahópinn. Tónlistin er ekkert minna en dýrðleg, sann- kallað fjörefni fyrir sál og líkama. Hægu þættirnir í fyrstu konsertunum tveimur er meðal fegurstu aría sem skrifaðar hafa verið fýrir einleiksfiðlu með hljómsveitarundirleik fyrr og síðar, og Mullova & Co. fara mjög vel með þessa gimsteina mannsandans. Ein- leikurinn er svolítið innhverfur, en það er líka tilbreyting í því að heyra meiri áherzlu á nálægð og dulúð en hjá flestum. Viktoría er farin að fika sér nær „sagnréttri" túlkun síð- ustu áratuga en áður, að öðru leyti en því að leyfa sér nokkru meira utantakts-rúbató en algengast er á þeim bæ. Gæti það pirrað suma, einkum í 1. þætti Óbó- & fiðlukonserts- ins í c-moll. Bandið fýlgir henni eins og skuggi, og smæð þess skiiar ýmsum smáat- riðum skýrar en stór strengjasveit gæti gert. Upptakan er eins og spilamennskan, fyrsta flokks. Þó saknar maður óhjákvæmilega eins: Tvöfalda fiðlukonsertsins í d-moll! Það hefði verið nóg pláss eftir á diskinum. Er Viktoría Mullova orðin of mikil prímadonna - eða þora engir fiðluleikarar í hana? Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.