Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 14
SUSANNA SVAVARSDOTTIR VÆNGUR Hár þitt skuggi af svörtum væng sem líður eftir saumfari heitra vara um luktar dyr að molnuðum draumi augu þín strönd til að falla að með brimi eftir þrotlausa kyrrð á djúpum botni í eldheitu hafi snerting þín fjöður sem féll til jarðar um frjósama von að mjúkri mold í ófleygu minni eina nótt sem leið MORGUNN nafn þitt fiðrildi sem flaug út um Ijóra á þaki er ég steig upp af sæng þinni dagur reis mynd þín hvarf út í tímann fingur dönsuðu um heitar lendur fylgdu mér út í syngjandi laufið kyrrar öldur gældu við smásteina fuglar sungu annars var þögn EINA NOTT dansaði nakin í lófanum þínum skref fyrir lítið skref leiftur af degi í þéttriðnu myrkri á ókunnum stígum og sá þig sá þig allan dansaði nakin við villtan óminn skref fyrir lítið skref barst frá hafi yfir sofandi sanda hvinur frá vökulu auga og fann þig fann þig allan eina nótt eina nótt aldrei meir dansaði nakin úr lófanum þínum straukst við vorgrænar varir kyssti þrisvar fléttuðum fingrum vonina í gulu Ijóði hafði fengið þig fengið þig allan og hvarf Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. AÐALSTRÆTI árið 1836 SJAVARSTIGUR LANDNAMSJARÐAR tungumái landsins. Soroptimistinn sem túlkaði fyrir okkur sagði okkur að helsta vandamál þorpsins væri vatnsskortur. An vatns væri engin leið að ná neinum framförum á þessum stað. Vatnsborun væri það sem mestu máli skipti. Gætum við ekki hjálpað þeim að fá þessa ósk uppfyllta? Við gestimir óskuðum aðeins að við hefðum vitað þetta fyrr því allt sem þurfti til var um 150.000 krónur og 50 konur hefðu áreiðanlega getað haft þessa fjár- hæð með sér ef fyrirvari hefði verið á. Aðkomu- konurnar komu sér saman um að úr þessu yrði bætt sem fyrst. Skólinn á staðn- um var skoðaður og greinilegt var að þorpsbúar voru stoltir af honum. Þetta voru þrjár stofur, hver við endann á annarri. Ekkert gler var í gluggunum, engir stólar þarna inni og þaðan af síður borð. En þama var tafia á veggnum en eng- ar bækur og yfir- leitt ekkert inni nema þessi svarta tafla. Stólamir gætu hafa verið fluttir inn á torgið sem ekki var langt frá til að við gætum setið við hátíðahöldin. Okkur þætti þetta heldur lítilfjörlegur búnaður fyrir grunnskóla. Það var mikil lífsreynsla að koma til Ghana og reyna að skynja land og þjóð. Átakanlegt var að skoða Elmira-kastalann þar sem fólki var smalað saman og það geymt þar til skips- ferð gafst. Þá var fólkið hlekkjað, flutt um borð og því hrúgað í lestar skipanna. Síðan siglt með það þangað sem hægt var að selja það á þrælamörkuðum annaðhvort í Bandaríkj- unum eða Evrópu. Aðbúnaður í kastalanum í steikjandi hita hefði ekki þótt boðlegur skepnum. Sérstakt herbergi var til dæmis fyrir þá sem voru með uppsteit. Þeir voru látnir vera vatnslausir í pínulitlu herbergi þangað til þeir þornuðu upp og dóu. Grimmdin virtist ótrúleg. Áthygli vakti einnig að í svefnherbergi þrælahaldaranna var lúga sem vísaði niður í fangaklefa kvennanna. Ef þeir voru í þörf fyrir kvenmann var auð- velt að velja þá konu sem best leit út með því að opna niður. Stigi var síðan látinn renna niður og „sú útvalda“ sótt til að sinna nætur- þjónustunni. Eftir greiðann var henni síðan fleygt aftur í fangaklefann. Ghana virðist mjög óskipulagt á allan hátt. Þar virðist skorta alla innri þjóðfélagsbygg- ingu, stjómun og áætlanagerð. Borgin Accra virtist til dæmis ekki hafa neinn eiginlegan miðbæjarkjama heldur dreifist hún um gríðar- lega stórt svæði. Gatnakerfi borgarinnar var eins og rallí-braut, umferðaröngþveiti mikið og umferðarreglur tæplega fyrir hendi. Land- búnaður sá er við sáum var að mestu leyti í formi ræktunar smábænda. Hér og þar í fmm- skóginum höfðu verið rudd lítil ijóður og þar plantað grænmeti, ananas eða einhveiju öðru sem hver fjölskylda lifði af. Ekki sáum við neins staðar stórvirkar vinnuvélar en eflaust em þær til á þeim stöðum þar sem kakórækt- in er meira stunduð enda er hún undirstöðuút- flutningur landsins. Það var samt alls staðar mikið líf. Allir voru að bjástra eitthvað og ekki urðum við varar við hungur eða algera örbirgð eins og algengt er í mörgum þróunarlöndum. Viðskipti virðast fara fram meðfram öllum vegum og á sérstök- um markaðstorgum og söluvamingurinn var gjaman borinn á höfðinu, einkum hjá konun- um. Allir vom að selja eitthvað. Meðfram hrað- brautunum mátti sjá hlið við hlið mann með klósettpappír á höfðinu, konu með egg eða krakk'a með útskornar tréstyttur. Allir vom tilbúnir að prútta. Einnig var stór markaður í Accra sem stílaði á ferðamenn. Þar var mjög mikið úrval af tréskurði, vefnaði og málm- smíði og margt af þeim munum sem þar vom til sölu voru hrein listaverk sem fá mátti á lágu verði - en allir vildu prútta. Ferðin var í alla staði mjög lærdómsrík en það sem situr eftir er að hægt er að gera mikið með litlu. Við sáum með eigin augum hve mikið gagn hjálpin hefur gert sem við höfum sent til Ghana og hve miklu máli það hefur skipt þessi blindu börn að fá hjálpargögn til að geta stundað nám. Sérstaklega mikil- vægt er að geta hjálpað ungum stúlkum til að búa sig undir Iíf í samfélagi þar sem þær geta séð fyrir sér sjálfar í stað þess að þeirra biði ekkert annað en betlistafurinn og gatan. íslendingar geta af auðlegð sinni gefið mik- ið án þess að takmarka sína eigin neyslu og þeir geta bætt mannlíf á stað sem Ghana til mikilla muna án þess nánast að taka eftir því. Höfundur er doktor í hókasafns- og upplýsingafærði og starfar við Háskóla íslands. Eins og flestum mun kunnugt, er Aðalstræti elsta gata Reykjavíkur og þar með landsins. Að hinu hafa menn þó kannske lítt leitt hugann, hversu gömul þessi gata er. Þéttbýlis- myndun við hana hófst með Innrétting- um Skúla Magnússonar landfógeta, árið 1752. En sögu götunnar má vafalaust rekja aftur til landnáms Ingólfs. Telja má víst, að Ingólfur hafi reist sér bæ, þar sem nú er suðurendi Aðal- strætis, á þeim stað, eða nálægt honum, þar sem Aðalstræti 16 stendur. Gegnt því húsi er gamli kirkjugarðurinn, þar sem nú gefur að líta styttu Skúla fógeta. Má enn sjá nokkur leiði í þeim garði. Við þennan kirkjugarð stóð gamla Reykjavíkurkirkjan allt þar til hún var rifin árið 1798, en þá voru tvö ár liðin frá vígslu dómkirkjunnar. Þó í annarri mynd en við þekkjum hana. Öruggt má telja, að framgafl hins forna Reykjavíkurbæjar hafi snúið mót austri, eða þar um bil. Einnig má ganga frá því sem gefnu, að Ingólfur Arnarson og afkomendur hans í Reykjavík hafi sótt sér föng í greipar ægis. Liggur því beint við að ætla, að fljótlega eftir að Ingólfur reisti bæ sinn, hafi tekið að myndast stígur milli bæjarins og sjávar. Miðað við þá staðsetningu landnáms- bæjarins, sem líklegust er og þegar hef- PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON AÐALSTRÆTI Stolt berðu nafn þitt meðan hvíta hárið flagsast í vindum hverfulla tíma sem gleymdu að forðum varstu ekki aðeins aðaI lítils þorps, heldur lífæðin eina og geymdir við þínar rætur minni um upphaf þjóðar og drauma nýrra tíma. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. ur verið rakin, er óhætt að segja, að með stíg þessum, sé markað upphaf fyrstu götunnar í reykvísku þéttbýli, níu öldum síðar. Á timum þéttbýlis í Reykjavík hefur Aðalstræti borið þrjú nöfn. Upphaflega bar hún danska nafnið Hovedgade. Síðar var hún kölluð Klúbbgata. Var það nafn dregið af drykkjuklúbbi danskra kaup- manna, en hann stóð þar sem Herkastal- inn er nú við suðurenda götunnar. Það var á árunum 1805 til 1843. Núverandi nafn sitt mun gatan hafa hlotið, er allar götur bæjarins fengu formlegnöfnárið 1848. Þegar Innréttingarnar komu til sög- unnar, var reist s.k. Lóskurðarstofa á hinu gamla bæjarstæði Reykjavíkur. Að stofninum til stendur það hús enn, þó stækkað og mjög breytt. Þar er nú Aðal- stræti 16. Hús þetta á sér merka sögu. Eftir fall Innréttinganna, keypti það dönsk ekkja, frú Angel. Raunar er svo að sjá, sem hún hafi búið þar áður, því 1792 fær hún viðurkenningu konungs fyrir garðrækt við húsið. Þarna stóð því fyrsti aldingarður bæjarins. Á árunum 1831 til 1849 var barna- skóli í húsinu. Skömmu eftir að skóla- haldi þar lauk, keypti Jón Guðmundsson ritstjóri húsið og bjó þar til dauðadags, 1875. Var heimili hans talið merkasta menningarsetur hins unga höfuðstaðar, Jón var einn skeleggasti stuðningsmaður nafna síns Sigurðssonar forseta. En það erönnur saga og verður ekki rakin hér. P.H.J. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.