Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 7
UM SOGURITUN
BEDA PRESTS
EFTIR ARNALD INDRIÐASON
Sem sagnfræóingur hafði Beda prestur gífurleg
áhrif. Flest af því sem vitað var um forna enska
sögu á mióöldum var byggt á verkum hans. Kirkju-
sögu sína leit hann þó á sem samnefnara alls þess
sem hann sendi frá sér.
BEDA prestur hefur verið
kallaður faðir ensku sagn-
fræðinnar. Hann var áttundu
aldar munkur sem aldrei fór
úr heimahéraði þótt hugur
hans hafi farið víðar en ann-
arra samtímamanna. Hann
helgaði líf sitt fræðistörfum
sem hann sinnti í klaustrinu í Jarrow á Eng-
landi þaðan sem rit hans og hróður barst
um gervalla Evrójiu og m.a. til Ara Þorgils-
sonar fróða á Islandi. í fyrstu setningu
Landnámubókar er einmitt vitnað i Beda
prest og hin fleygu orð Ara „hafa þat heldr,
er sannara reynisk“ má rekja til sagnaritun-
ar Beda nokkrum árhundruðum fyrr.
Ævi Beda
Það virðast allir á einu máli um hvað Beda
var; að líkindum mestur fræðimaður sem upp
kom í Vestur-Evrópu á tímabilinu milli hnign-
unar Rómaveldis og aldar Karlamagnúsar.
Hans stærsta og þekktasta verk er Kirkju-
saga Englands („The Ecclesiastical History
of the Engiish Nation") en í inngangi að því
lýsir hann aðferðum sínum við sagnaritun
og þar kemur einnig fram söguspeki Beda.
Björn Þorsteinsson sagnfræðingur segir Beda
einn af stórbrotnustu fjölfræðingum miðalda
um leið og hann bendir á að íslendingar
hafi snemma kynnst ritum hans.
Talið er að Beda hafi fæðst árið 673 en
um foreldra hans mun lítið vitað. í eftirmála
kirkjusögu sinnar rekur Beda sjálfur í stuttu
máli ævisögu sína og kemur þar fram að
hann er fæddur í landi Jarrowklausturs og
fenginn ábótanum, Benedict Biscop, í fóstur
sjö ára að aldri. Hann segist hafa eytt allri
ævi sinni innan veggja klaustursins og helg-
að sig algerlega rannsóknum á hinni heilögu
Ritningu. Og þótt hann hafi tekið þátt í hefð-
bundnu klausturlífi segist hann alltaf hafa
haft mesta „ánægju af rannsóknum, kennslu
og skrifum". Hann segist hafa verið gerður
að djákna nítján ára og þrítugur var hann
gerður að presti. Og loks segir hann: „Frá
þeim tíma þar til ég náði fimmtíu og níu ára
aldri hef ég starfað bæði fyrir sjálfan mig
og bræður mína við söfnun úrdrátta úr verk-
um Feðranna um heilaga Ritningu og-fjallað
um merkingu þeirra."
Beda ferðaðist aldrei neitt nema í næstu
sýslur, sem má furðulegt teljast miðað við
umfang rannsókna hans og rita. Þó eru til
seinni tíma frásagnir af ferð hans til Rómar
þar sem hann á að hafa fengið titilinn hinn
æruverðugi eða Venerabilis. Átti hann jafn-
vel að hafa dáið og verið grafinn í borginni
Genúa. Fyrir þessu eru reyndar engar sann-
anir heldur þvert á móti. Til er fallega ritað
bréf eftir einn af lærisveinum Beda um síð-
ustu stundir fjölfræðingsins í Jarrow-
klaustri. Beda lést árið 735. Hann hvílir í
kirkjunni í Durhgm.
Sagnfrædingwrinn Beda
Þegar Beda hóf sagnaritun átti sagnfræð-
in undir högg að sækja um hinn vestræna
heim; hann gaf henni ferskleika og nýja fyrir-
mynd. Hann hóf sitt bókmenntastarf á því
að skrifa yfirlitsrit fyrir nemendur sína í
kringum árið 700. í skrifum sínum sýnir
hann sjálfstæði og er óhræddur um að efast
um réttmæti viðurkenndra heimilda og
treystir frekar á frumheimildir en eftirheim-
ildir. Hann byjjar á skrifum um tímatals-
fræði — þar sem hann m.a. rekur sköpun
heimsins nákvæmlega til 18. mars — og skrif-
ar dýrlinga- og píslavættasögu en hann er
auðvitað barn síns tíma og í hvorugum fræð-
unum er að finna efa á því sem er viðtekin
trú manna.
Þar á eftir stundaði hann árum saman
rannsóknir á hinni heilögu Ritningu og hafði
til hliðsjónar verk kirkjufeðranna fjögurra,
Ágústusar, Hírónímusar, Ambrósíusar og
Gregoríusar. Fjöldi rita liggur eftir hann um
hin ýmsu málefni en þau þekkja aðeins fáein-
ir fræðimenn. Kirkjusaga Englands er það
verk sem gert hefur Beda frægan. Hún er
ekki aðeins ómetanlegur sjóður upplýsinga
heldur líka náma af sögum sem flestir skóla-
krakkar í Bretlandi þekkja. Ómögulegt er
að vita hve lengi hann vann við verkið en
það kom út árið 731. Eftir útkomu þess skrif-
aði Beda ekki mikið meira, aðeins er vitað
með vissu um eina bók sem hann gerði eftir
Kirkjusöguna.
Sjálfur var Beda eflaust ánægður með
Kirkjusöguna er hann leit á sem samnefnara
alls þess sem hann hafði sent frá sér. Til
marks um það lét hann fylgja æviágrip sitt
í lokin og lista yfir þau verk sem hann hafði
skrifað. Fyrirmyndin var Kirkjusaga Euseb-
íusar, fyrsta saga kristinnar kirkju. Það var
ætlun Beda að bæta við kirkjusögu engilsaxa
sem yrði fyrsta kirkjusaga íbúa Vesturlanda. ■
En kannski var engin þörf á fyrirmynd. Engil-
saxar urðu fyrstir germanskra þjóða til að
skrifa niður lög og annála á móðurmálinu
svo Kirkjusaga Beda sýnir kannski nokkra
þjóðerniskennd höfundarins. Sagan, sem kom
út í fimm bókum, rekur atburði frá tímum
Sesars og samband Bretlands og Rómar í
upphafsköflunum ásamt sögu Bretlands en
síðan snýr Beda sér að upphafi ensku kirkj-
unnar á sjöttu öld og sögu hennar til hans
daga.
Beda hafði gífurleg áhrif sem sagnfræð-
ingur. Flest af því sem vitað var um forna
enska sögu á miðöldum var byggt á verkum
hans. Sagnfræðingar sem á eftir komu
treystu meira eða minna á Beda en öll þau
handrit sem gerð hafa verið eftir verkum
hans og til eru enn í dag sýna hversu víða
þau fóru.
Söguspeki
í formála að Kirkjusögu sinni fer Beda
nokkrum orðum um aðferð sína við sagnarit-
un og þar koma fram hugmyndir sem kalla
má söguspeki sagnfræðingsins. Til að byija
með segir hann menn geta dregið lærdóm
af sögunni: „Því ef sagan segir frá því góða
í athöfnum góðra manna hvetur það hinn
íbyggna hlustanda til að líkja eftir því góða;
eða ef hún segir frá illvirkjum vondra manna
er það hvati fyrir hinn góða, trúaða hlust-
anda eða lesanda að forðast allt það sem
syndugt má kalla eða glæpsamlegt."
Hann leggur einnig talsvert upp úr gildi
heimilda og heimildarýni og skilur mikilvægi
þess fyrir áreiðanleika söguritunar; hann til-
greinir heimildir sínar svo ekki fari milli
mála trúverðugleiki þess sem hann hefur
skrifað eins og hann kallar það, nefnir heim-
ildarmenn og telur upp hveijar hafi verið
helstu rituðu heimildirnar og hveijar munn-
legar. Einnig nefnir hann heimildir í ritinu
sjálfu þar sem honum finnst við eiga. Og
komi fram einhveijar villur vonar hann að
honum verði fyrirgefið því „eins og lögmál
sagnfræðinnar krefst hef ég unnið af heiðar-
leika við að koma á framfæri öllu því sem
ég hef komist yfir af almennum heimildum
til notkunar komandi kynslóðum". Hann hef-
ur með öðrum orðum reynt að hafa heldur
það sem sannara reynist. Af þessu má sjá
að Beda hefur gert talsverðar kröfur til sjálfs
sín um að leita sem víðast heimilda og hann
hefur gert sér ljósa grein fyrir möguleika
sagnfræðinnar til að hafa áhrif á breytni
manna og gildi þess að safna saman og gefa
út rit sagnfræðilegs eðlis fyrir þá sem á eft-
ir koma. Fyrst og fremst skildi hann gildi
þess að grejna satt og rétt frá eins og fram-
ast var kostur.
Beda segist í formála hafa leitað heimilda
og staðfestinga hjá biskupum og munkum
þeirra héraða eða landsvæða sem hann fjall-
aði um og kannað áreiðanleika með viðtölum
við „óteljandi vitni“. Mesta stórvirki hans
liggur þó í því að vinsa úr og vefa saman
samstæða heild úr öllu því mikla efni sem
hann hafði úr að moða. Hann hafnar án efa
miklu af efni sem honum þykir ekki máli
skipta eða vera óáreiðanlegt og ef Iitið er á
þær aðstæður sem hann bjó við er ljóst að
framlag hans er einstætt.
Tengsl vió Ara Fróóa
Upphafsorð Landnámu Ara Þorgilssonar
eru tilvísun í Beda prest. Þar segir: „í aldar-
farsbók þeiri, er Beda prestr heilagr gerði,
er getit eylands þess er Týli heitir..." Það
er því ljóst að Ari þekkti vel til skrifa sagn-
fræðingsins en Björn Sigfússon hefur leitt
að því rök að Ari heyri til sagnfræðinga-
skóla Beda í bók sinni um íslendingabók frá
árinu 1944.
Þegar lesinn eru formáli Beda að Kirkju-
sögu og formáli Ara að íslendingabók er ljóst
hvaðan Ari hefur hina frægu setningu sína
að „hafa þat heldr, er sannara reynisk“. Ari
hlýtur að taka upp söguspeki Beda enda hún
orðin útbreidd á þeim árhundruðum sem lið-
in voru frá láti hans og þar til Ari tekur upp
sagnaritun.
Björn segir að þegar Ari skrifaði íslend-
ingabók hafi verið mikil tíska að sníða sem
Beda prestur var ab
líkindum mesti fræói-
mabur í Evrópu frá
hnignun Rómaveldis
til aldar Karla-
magnusar.
mest eftir Beda, en nær hefði það verið skapi
Ara að leita Beda sjálfs en fyrirmyndanna,
eins og Björn orðar það og hann hnykkir á
með því að segja: „Full ástæða er til að ætla,
að hann [Beda] hafi verið hin holdi klædda
sagnaritarahugsjón Ara prests.“ Björn kallar
Ara hinn hljóðláta lærisvein því hvergi getur
hann um fyrirmyndir og hann rekur hve sam-
svörunin á milli þeirra er mikil. Báðir hafi
áskilið sér úrslitavaldið um það hvað komist
fyrir í riti sínu. Báðir skrifa þeir fyrir bisk-
upa án þess að vera í eiginlegri þjónustu
þeirra eða nokkru húsbóndavaldi.
Reyndar hefur verið bent á að markmiðin
með ritun íslendingabókar og Kirkjusögu
Beda séu áþekk. íslendingabók sé ætlað að
vera saga íslenska þjóðveldisins og íslensku
kirkjunnar hliðstæð Kirkjusögu eftir Beda
og Hamborgarsögu Adams frá Brimum. All-
ar séu þessar bækur áróðursrit fyrir kirkju-
valdið, hver á sinn hátt.
Báðir nafngreina Ari og Beda heimildar-
menn til sannindamerkis einstökum frásögn-
um og leggja kapp á að ná til sjónarvotta
og samtíðarmanna atvikanna. Báðir skrá
þeir efni sitt án persónulegrar hlutdeildar
sjálfra sín og með einföldu orðfæri og afsak-
aði hvorugur þann búning. Að því leyti fara
þeir eftir mörgum þeim kröfum sem gerðar
eru til nútímasagnfræðingsins.
Niðurlag
Beda er ekki aðeins merkilegur sem frum-
kvöðull í engilsaxneskri sagnaritun eða fyrir
að vera faðir ensku sagnfræðinnar eða fyrir
öll þau rit sem hann skildi eftir sig. Hann
er ekki síður merkur sem fræðimaður er
gerði kröfur til sagnaritunar um að hún
kæmist sem næst sannleikanum, beitti heim-
ildarýni og vann og vinsaði úr frumgögnum
í samstæða, læsilega heild. Hann trúði því
að menn gætu lært af sögunni. Hann hafði
áhrif víða á sagnaritun ekki síst hér á ís-
landi þar sem Ari fróði hafði kynnst verkum
hans og tileinkað sér margt úr sagnfræði-
skóla hans.
Flest það sem Beda gerði með þeim takmörk-
unum sem umhverfi, tími, trú og hefðir settu
á hann gildir enn meðal sagnfræðinga í dag.
Því á hveiju byggist trúverðugleiki og áreið-
anleiki sagnfræðingsins ef ekki á því að hafa
það heldur sem sannara reynist?
Höfundiir er blaðaniaður og
kvikmyndagaginýimndi.
1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22.JÚNÍ1996 7