Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 6
&P3 Jmiat \ VÆ
ÞÝSKA Sinfóníuhljómsveitin í Berlín er að mati Vladimirs Ashkenazys ein sú besta sinnar tegundar í Þýskalandi.
TÍMANNA
TÁKN
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín kemur fram á
tónleikum í Laugardalshöll laugardaginn 29. júní í
tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Af því tilefni
heyrði ORRI PALL ORMARSSON hljóðið í stjórnanda
hennar, Vladimir Ashkenazy, sem jafnframt er
heiðursforseti hátíðarinnar.
TÓNLEIKAR Þýsku sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Berlín í
Laugardalshöll næstkomandi
laugardag eru tvímælalaust
einn af hápunktum Listahátíð-
ar í Reykjavík 1996. Hefur
hljómsveit þessi um langt ára-
bil verið í fremstu röð í heima-
landi sínu, en hún á hálfrar aldar afmæli í
ár, auk þess sem hróður hennar hefur borist
víða um heim. Eru tónleikarnir, sem hefjast
kl. 16.00, haldnir til heiðurs forseta íslands
og verndara Listahátíðar, frú Vigdísi Finn-
bogadóttur.
Stjórnandi hljómsveitarinnar, Vladimir
Ashkenazy, er Islendingum að góðu kunnur,
en hann átti meðal annars dijúgan þátt í að
koma Listahátíð í Reykjavík á fót fyrir rösk-
um aldarfjórðungi. Segir hann íslandsferðina
leggjast vel í hljómsveitina, enda hafi einung-
is örfáir meðlimir hennar stungið við stafni
hér á norðurhjara veraldar. „Það eru allir
staðráðnir i að gera sitt besta og vonandi
eiga tónlistaráhugamenn eftir að fjölmenna
á tónleikana — og njóta þeirra."
Og Ashkenazy á sér aðra ósk. „Hljómsveit-
arinnar vegna vona ég að veðrið verði skikk-
anlegt, því þegar ég kom hingað með Kon-
unglegu fílharmóníuhljómsveitinni í London
um árið rigndi stöðugt allan tímann, þannig
að hljómsveitin gat ekki notið dvalarinnar
sem skyldi. Ég geri mér hins vegar grein
fyrir því að maður getur ekki pantað veður
— allra síst á íslandi."
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín (ÞSB)
var sett á laggirnar árið 1946. Naut hún fljótt
alþjóðlegrar viðurkenningar undir stjórn Fer-
enc Fricsay (1949-54 og 1959-63) og Lorin
Maazel (1964-75) og skipar nú veglegan
sess í tóniistarlífi Þýskalands, bæði sem út-
varpshljómsveit og við tónleikahald. Meðal
stjórnenda sem unnið hafa með hljómsveit-
inni eru Abbado, Ansermet, Dorati, Haitink,
Harnoncourt, von Karajan, Klemperer, Me-
hta, Ormandy, Ozawa, Solti, Szell, Wand og
Rattle.
Unnió til margra verdlauna
Hljómsveitin er þekkt víða um heim fyrir
fjölbreytta efnisskrá og hefur hlotið mikið lof
fyrir að takast á við verk fremstu tónskálda
samtímans. Hefur hún unnið til fjölmargra
verðlauna, þeirra á meðal „Grand Prix du
Disque", sem hún hlaut fyrir upptökur sínar
á verkum Béla Bartóks. Þá hefur ÞSB einatt
hljóðritað mikið fyrir útvarp.
í september 1989 tók Vladimir Ashkenazy
við stjórn hljómsveitarinnar af Riecardo Cha-
illy sem gegnt hafði starfinu frá 1982. Helg-
ar hann að jafnaði 10-12 vikur ár hvert tón-
leikahaldi og hljóðritunum í Berlín, auk þess
sem hann hefur leitt ÞSB á fjöimörgum tón-
leikaferðalögum um Evrópu, Bandaríkin og
Asíu. Er hljómsveitin nýkomin úr ferð um
Rússland, Kóreu og Japan og er því „vel
undirbúin fyrir tónleikana á íslandi,“ eins og
Ashkenazy kemst að orði'.
Hafa þessar ferðir aukið orðstír hljómsveit-
arinnar og nú standa fyrir dyrum ferðir til
Ítalíu síðar á þessu ári og til Norðurland-
anna, Hollands, Englands, Bandaríkjanna,
og Suður-Ameríku á því næsta.
Ashkenazy segir tónleikaferðir sem þessar
afar mikilvægar fyrir sinfóníuhljómsveitir í
tónlistarlegu tilliti. Þá sé það aukinheldur í
eðli mannsins að ferðast — honum þyki gam-
an að hitta fólk og kynnast framandi menn-
ingarheimum og náttúru.
Allar götur fram til ársins 1993 var ÞSB
þekkt sem Útvarpshljómsveitin í Berlín (RSO
Berlin). Ashkenazy þótti nafnið á hinn bóginn
ekki varpa nógu skýru ljósi á hið víðtæka
og mikilvæga hlutverk sem hljómsveitin
gegnir í sameinuðu Þýskalandi, þannig að
hann kostaði kapps um að fá stjórnvöld til
að gera grundvallarbreytingu á því. Frá sept-
ember 1993 er hún
því nefnd Deutsches
Symphonie-Orchest-
er Berlin.
Ashkenazy ber
ÞSB afar vel söguna
— hún hafi færum
hljóðfæraleikurum á
að skipa. „Þeir eru
samviskusamir og
taka starf sitt alvar-
lega. Á undanförn-
um árum hafa
margir prýðilegir
ungir hljóðfæraleik-
arar bæst í hópinn,
þannig að kraftur-
inn í hljómsveitinni
er mikili og ég er
ekki í nokkrum vafa
um að hún er ein sú
besta í Þýskalandi."
Alþjóöleg
hljómsveit
Líta má á ÞSB
sem alþjóðlega
hljómsveit, en um
þriðjungur hljóðfæraleikaranna er af erlendu
bergi brotinn. Segir Ashkenazy samsetning-
una skemmtilega. „Þetta er tímanna tákn
og undirstrikar þá staðreynd að Þýskaland
hefur opnað dyr sínar fyrir útlendingum. Hjá
Þýsku sinfóníuhljómsveitinni í Berlín er eng-
um mismunað, allir eiga jafna möguleika —
svo framarlega sem þeir spila vel.“
Hljómsveitin kemur hingað til lands með
„hefðbundna þýska efnisskrá", svo vitnað sé
í orð Ashkenazys, sem á þar við Þriðju sinfón-
íu Mendelsohns, betur þekkta sem Skosku
sinfóníuna og Þriðju sinfóníu Beethovens,
Eroica. Þriðja verkið
á tónleikunum er á
hinn bóginn ís-
lenskt, Columbine
fyrir flautu og
strengjasveit eftir
Þorkel Sigurbjörns-
son.
„Við erum með
mjög góðar aðal-
raddir innanborðs,
þar á meðal frábær-
an flautuleikara,
unga stúlku, sem
vildi óð og uppvæg
Ieika Columbine og
við hugsuðum með
okkur „hvers vegna
ekki“,“ segir Ash-
kenazy og bætir við
að ef sig misminni
ekki hafi hluti
verksins verið leik-
inn fyrir frú Vigdísi
Finnbogadóttur í til-
efni af sextugsaf-
mæli hennar. „Mér
skilst að hún hafi í
hyggju að koma á tónleikana, þannig að það
verður sennileg gaman fyrir hana að heyra
það á ný.“
Ashkenazy hefur ekki miklar mætur á
Laugardalshöllinni sem tónleikastað enda
hafi hún verið byggð sem íþróttahús. „Við
eigum hins vegar ekki annarra kosta völ,“
segir íistamaðurinn sem er mikill áhugamað-
ur um byggingu tónlistarhúss á íslandi. Dreg-
ur hann enga dul á vonbrigði sín með fram-
vindu mála í þeim efnum. „Það vekur furðu
mína að íslensk stjórnvöld skuli enn draga
lappirnar í þessu máli. Ný og vönduð tónlist-
arhús eru á hveiju strái á hinum Norðurlönd-
unum, jafnvel á mun minni stöðum en Reykja-
vík, og ég trúi því ekki að ísland hafi úr
minna fé að spila en margar litlar borgir í
nágrannalöndunum. Það er óhugsandi. Vilj-
inn virðist einfaldlega ekki vera fyrir hendi,
sem er lítilsvirðing við tónlistarlífið í landinu.
Fyrir siðmenntaða þjóð á borð við íslendinga
er þessi skortur á tónlistarhúsi því til hábor-
innar skammar."
Vladimir Ashkenazy hóf feril sinn sem
píanóleikari og hefur um langt árabil verið
eftirsóttur einleikari um heim allanj einkum
í klassískri og rómantískri tónlist. Á undan-
förnum tuttugu árum hefur hann snúið sér í
æ ríkari mæli að hljómsveitarstjórn og var
um tíma aðalstjórnandi Konunglegu fíl-
harmóníuhljómsveitarinnar í London. Ash-
kenazy er kvæntur íslenskri konu, Þórunni
Jóhannsdóttur píanóleikara, og hefur verið
íslenskur ríkisborgari í aldarfjórðung. Hann
bjó hér á landi um tíu ára skeið en er nú
búsettur í Sviss.
Erfitt starf
Eðli málsins samkvæmt hefur Ashkenazy
einatt í mörg horn að líta, en hann kveðst
deila tíma sínum jafnt á píanóið og tónsprot-
ann. Hinn þrettánda þessa mánaðar lagði
hann upp í tónleikaferð um Evrópu sem lýk-
ur undir næstu helgi — skömmu áður en
hann heldur til íslands. En skyldi þetta ekki
vera strembið starf?
„Jú, svo sannarlega,“ segir listamaðurinn
og hlær. „Það er nógu erfitt að vera atvinnu-
maður á einu sviði tónlistar, hvað þá tveim-
ur. Ég ann hins vegar tónlistinni.“
Ashkenazy var einn helsti frumkvöðull
Listahátíðar í Reykjavík. Hann setti sterkan
svip á fyrstu hátíðina árið 1970 og hafa fáir
listamenn, ef nokkur, komið oftar fram und-
ir merkjum Listahátíðar. Ashkenazy er jafn-
framt heiðursforseti Listahátíðar í Reykjavík,
eini maðurinn sem slíkan titil hefur borið.
„Listahátíð í Reykjavík er mér kær og ég
er afar ánægður með það hvemig hún hefur
þróast í gegnum tíðina. Hún er orðin að stofn-
un og stendur nú styrkum fótum. Sjálfur hef
ég alltaf reynt eftir föngum að leggja hönd
á plóginn."
Þýska sinfóníuhljómsveitin í Berlín heldur
til síns heima strax að tónleikunum í Laugar-
dalshöll loknum, en Vladimir Ashkenazy
hyggst á hinn bóginn dveljast lengur hér á
landi. „Þetta eru lokatónleikar mínir á þessu
starfsári, þannig að ég er á leið í sumarfrí
og ég reyni alltaf að eyða í það minnsta hluta
þess hér á landi. Ég kann alltaf jafn vel við
mig á íslandi."
VLADIMIR Ashkenazy hefur í seinni tíö lagt
álíka mikla áherslu á tónsprotann og píanóið.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 1996