Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.1996, Blaðsíða 10
EFTIR BRAGA ÁSGEIRSSON
Menn hafg lengi vitaó aó mannslíkaminn væri mjög
fullkomin smíó í þróunarsögunni og Grikkir hófu
hann til vegs eins og við sjáum í myndastyttum
þeirra. Um nekt eru uppi margar ranghugmyndir
enda hefur mannslíkaminn verið fórnardýr fordóma
og siðspeki í aldanna rás.
SÝNINGARNAR á gullaldar-
málurunum Christen,Köbke og
Wilhelm Bendz leiða hugann
eðlilega að sjálfum höfuðp-
aurnum C.W. Eckersberg,
sem menn nefna föður dan-
skrar málaralistar. Og þó ekki
væri ætlunin að skrifa sér-
staklega um gullaldarmálar-
ana freistast ég til að víkja að því sem var
menntunarleg undirstaða þeirra, og jafn-
framt myndlistarmanna frá upphafi vega,
sem er mannslíkaminn og eftirgerð hans. Það
er líka svo margt sem tengist gullaldarmálur-
unum í Menningarborginni og “Gullnu vik-
urnar“ voru einmitt að hefjast er ég var á
braut.
Hugtakið „Akt“ skilgreinir háleita gerð
þess að teikna og mála mannslíkamann. Orð-
ið er komið frá latínu og útleggst athöfn,
hreyfing. Þannig tala danir um „Aktmaleri“
og Þjóðveijar um „Aktmalerei" Hins vegar
hafa menn á norðlægum slóðum einangarað
engilsaxnenska orðið „fíguration“ við manns-
líkamann, sem þó í kjarna sínum á einnig
við alla hlutbundna mótun. í listum eiga
norrænir þannig í flestum tilvikum við
mannslíkamann þegar þeir segja eða skrifa
„fígúra“ og skilgreiningin hefur festst í mörg-
um málum, en á í sjálfu sér allt eins við
skepnur og landslag. Það segir okkur einnig
af hveiju skilgreiningin er einnig notuð á
menn sem setja sig í stellingar sem þeim eru
ekki eðlilegar og þeir nefndir „fígúrur".
Algengasta alþjóðlega skilgreiningin á
þeim sem sitja fyrir er „módel“ og á við
bæði kynin, en á íslenzku hefur þetta verið
útlagt sem fyrirsæta ef kona á í hlut en fyrir-
sáti ef um karlmann er að ræða, sem að sjálf-
sögðu er fallegra réttara og afmarkaðara en
þó óþjálla.
Um nekt eru svo uppi margar ranghug-
myndir enda hefur mannslíkaminn verið fórn-
ardýr fordóma og siðspeki í aldanna rás,
átti lengstum að véra ljótúr ög syndsamleg-
ur. Mesta ranghugmynd seinni tíma, sem oft
kemur fyrir í ræðu og riti, er þó að karlmenn
hafi misnotað sér nekt konunnar um aldir
alda, því það er tiltölulega stutt síðan menn
fóru að teikna og mála naktar konur i norðr-
inu og gerðist þannig fyrst í Kaupmannahöfn
árið 1833 og var nefndur Eckersberg einn
þeirra sem áttu í óeiginlegri merkingu þátt
í að sippa niðrum konur í það skiptið, en í
hágöfugum tilgangi. Var það í júnímánuði
er hin sögulega stund rann upp og Eckers-
berg málaði í fyrsta skipti ásamt nemendum
sínum mynd af nakinni fyrirsætu, sem gerð-
ist að öllum líkindum í íbúð hans á akadem-
íunni. Á sama tíma og nemendur hans Köbke,
Marstrand, Constantin Hansen, Rörbye og
Adam Miiller stóðu í kringum fyrirsætuna
voru tveir einkanemendur Eckersbergs af
kvenkyni í næstu stofu. að teikna eftir
gifsmódelum, sem er til vitnis um aldarfarið.
Sannleikurinn er þó, að það var „karlmaður-
inn“ sem rækilegast hafði verið „misnotaður“
hvað nektarímynd snerti frá dögum fornaldar
og það er tiltölulega stutt síðan konan komst
upp að hlið hans. Fór svo kannski fram úr
honum á þessu sviði eins og öðrum og, hefur
jafnvel nær ýtt honum út úr myndinni í bili
hvað listaskóla snertir.
Sem dæmi um þessa meintu misnotkun
má geta þess að hringleikahúsið Colosseum
í Róm, sem flavínska keisaraættin byggði
og fullgert var árið 80 e. Kr. var öldum sam-
an prýdd fjölda myndastytta af nöktum karl-
mönnum, sem varð til að hínar siðvandari
konur borgarinnar tóku sig til löngu seinna
og brutu leyndarliminn af þeim öllum, sem
kynsystur þeirra eru þó sagðar hafa átt þátt
í að afhjúpa svo rækilega í árdaga eins og
fram kemur. Þó ber að geta að styttan af
hinni 21.000 ára gömlu ástargyðju frá Wil-
lendorf, er vafalaust elsta ímynd mótaðrar
nektar konulíkamans, en er einstakur hlutur
án samhengis sem segir okkur einungis að
C.W. Eckersberg: „KONA fyrir framan spegil" olía á léreft 33.5 x 26 sm. Frá árinu 1841. Myi
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ1996