Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Side 5
FEBRÚAR: Alana Odegard í búningi sem
að hluta má rekja til formóður hennar Elín-
ar Jóhannesdóttur frá Blámýrum í Ögur-
sveit. Það voru hinsvegar langalangafi-
og amma hennar sem fluttu vestur, Gunn-
laugur Ólafsson og Sigrfður Matthíasdótt-
ir frá Fögruhlíð á Snæfelisnesi.
ir í gott samband. Sú rammíslenzka árátta
að geta ekki komið sér saman um neitt, kom
hinsvegar upp meðal íslendinganna og varð
svo heiftúðugur klofningur útaf trúmálum,
að hluti þeirra flutti burtu.
íslenzku landnemarnir byggðu sér bjálka-
hús í byggðunum umhverfis Winnipegvatnið,
þar sem land var grýtt, víða blautt og þar
að auki vaxið skógi. Ekki er hægt að ímynda
sér hvað frumbýlingsárin hafa verið þessu
fólki erfið. En það hélt áfram að tala sitt
móðurmál og kenndi börnunum sínum bæði
málið, svo og vísur, kvæði og sögur.
Sagt var í Kanada, að önnur kynslóð inn-
flytjenda frá Evrópulöndum héldi máli for-
feðranna, e_n sú þriðja týndi því. Það gerðist
líka meðal Islendinganna, enda ekki við öðru
að búast. Þeir eldri voru sumir svo harðir
af sér, að þeir töluðu aldrei ensku. Einn slík-
an hitti ég vestur í Riverton fyrir 20 árum.
Það var Valdi á Ósi, liðlega áttræður fyrrver-
andi bóndi, sem hafði verið nágranni Gutt-
orms skálds Guttormssonar og fluttist vestur
um haf fjögurra ára með foreldrum sínum.
Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi
hefur unnið afreksverk í þá veru að halda
íslenzka arfinum lifandi. En það hefur hvorki
verið talið fréttnæmt né mjög athyglisvert á
Islandi. Þjóðræknisstarfinu vestra hefur verið
sýnt tómlæti sem er til skammar. Víst er
sumt í því skrýtið í okkar augum eins og
þegar víkingar með hyrnda hjálma eftir
dönskum fyrirmyndum setja svip á skrúð-
göngur. Það er nú hálfgerður jólasveinabún-
ingur og ættu frændur okkar vestra að leggja
hann niður.
Eðlilega hafa tengslin verið við ísland fort-
íðarinnar; ísland langafa og langömmu og
það er svolítið fyndið að síðustu leifar flámæl-
is, sem útrýmt hefur verið hér, verður líklega
helzt að finna hjá elztu Vestur-íslendingun-
um.
Gömul og nýleg félög
Kanada er stórt land og eitt þjóðræknisfé-
lag hefur ekki þótt nóg. Vestast, í Vancou-
ver er starfandi Ströndin - The Icelandic
Canadian Club of British Comumb-
ia.Félagið gefur út fréttabréf mánaðarlega
og hefur staðið fyrir því að kaupa og endur-
byggja myndarlegt íslandshús.
I Vestur-Manitoba starfar íslenzk-kana-
díski klúbburinn Fálkinn, sem stofnaður var
formlega 1974, en upphafið má rekja til
nefndar frá 1966 sem stóð fyrir því að gefa
bókasafni Brandon-háskólans íslendingasög-
urnar. Fyrsta þorrablót félagsins var haldið
1979, en fundir eru haldnir þriðja fimmtúdag
í mánuði hverjum.
Brúin heitir þjóðræknisfélagið í Selkirk í
Manitoba. Það hefur starfað síðan 1923.
Vorið 1994 minntist Brúin þess að samko-
man „Sumardagurinn fyrsti" hafði verið hald-
in í Selkirk í 100 ár. Á hveiju sumri stendur
félagið að samkomu fyrir aldraða Vestur-
íslendinga og á haustin er íslenzkukennsla í
samræðuformi
I Winnipeg starfar Icelandic Canadian
Frón og er markmið þess að rækta og við-
halda íslenzkum bókmenntum, máli og öðrum
menningararfi Kanadamanna af íslenzkum
uppruna.
Austar í Kanada, í Toronto, starfar The
Icelandic Canadian club of Toronto, stofn-
MARZ: Dawn Rothwell var forseti Fróns 1991-92 er hér á fallegum upphlut. Langafi
hennar og langamma voru Sigfús Sigurðsson frá Klömbrum i Reykjadal og Sigurlaug
Jónsdóttir frá Ási í Kelduhverfi.
BLÓMARÓSIR af húnverskum uppruna. í dagatali Þjóðræknisfélagsins frá 1994 er þessi
mynd af móðurinni Elínu Indíönu Eiríksdóttur í Elfros. Hún var frá Grafarkoti á Vatns-
nesi og giftist Bjarna Stefánssyni frá Hnjúki í Miðfirði Þau fluttust vestur og dæturnar
heita Anna Jakobína, Karólína og Engilráð. Þær eiga nú mikinn fjölda afkomenda.
APRÍL: Guðrún Sigursteinsd. Girgis er full-
trúi Toronto-félagsins, fluttist til Kanada
'72. Guðrún er dóttir Sigursteins Guð-
steinss. og Freyju Guðrúnu Erlendsd. f
Reykjavík, en gull og silfur í búningingnum
er frá langatangömmu hennar, Guðrúnu
Eyvindsd. frá Hemlu í Rangárþingi.
Saga búninganna er
velþekkt og nöfnin á
formœörum á Islandi
sem áttu þá.
aður 1959, og hefur samband við 750 heimili
í suðvestur Ontario.
í Arborg í Manitoba starfar Esjan, og
má rekja upphafið til ársins 1908, þegar
aðal bókasafn íslendinga, Fróðleikshvöt, var
stofnað í og við Arborg. Esjan hefur staðið
að íslenzkukennslu, haldið ljóðasamkeppni,
æft ungmennakór og haldið þorrablót síðan
1980.
I Markerville í Alberta starfar Stephan
G. Stephansson Icelandic Society sem sér
um hús skáldsins og rekur þar kaffistofu og
heldur árlega hlutaveltu. Athyglisvert er að
sum þessara íslandsfélaga hafa verið stofnuð
í seinni tíð, þar á meðal er Vatnabyggð,
Icelandic Club of Saskatchewan, sem einn-
ig nær yfir Elfros-Wynyard. Þetta félag var
stofnað 1981 og hefur síðan haldið þorra-
blót. Takmark og tilgangur félagsins er að
kynna íslenzka menningu í Kanada. Félagið
hefur komið því til leiðar að íslenzkur kons-
úll er nú í Saskatchewan: Jón Jónsson frá
Regina.
Nokkru eldra er félagið Norðurljós Chapt-
er INL, Edmonton Icelandic Society, stofnað
1933. Félagið varðveitir íslenzkt bókasafn, á
vegum þess eru söngvaramir Saga Singers
og stuðningur er veittur til húss Stephans G.
í Markerville.
íslendingafélagið Gimli var stofnað form-
lega 1943 í Gimli í Manitoba. Það hefur stuðl-
að að menningarsamskiptum við ísland og
fundir félagsins fóru fram á íslenzku til 1978.
Félagið hefur staðið að íslenzkukennslu, tek-
ið á móti gestum frá íslandi, og stuðlað að
því að halda íslenzka menningararfinum lif-
andi, meðal annars með því að sjá blaðinu
Lögbergi-Heimskringlu fyrir efni og einnig
stóð félagið að því að gefa út í enskri þýð-
ingu blaðið Framfara, sem íslendingar gáfu
út á árunum 1877-1880. Ekkert annað þjóð-
arbrot í Kanada hafði þá reynt blaðaútgáfu.
Nú víkur sögunni suður yfir landamærin
til Bandaríkjanna. í „tvíburaborginni“
Minneapolis-St.Paul í Minnesota hefur Ice-
landic Hekla Club starfað síðan 1925. Þetta
er kvenfélag og félagarnir eru annaðhvort
af íslenzkum uppruna, eða áhugakonur um
ísland. Á stefnuskránni eru menningarleg
samskipti við ísland og félagið styrkir nem-
endaskiptaprógram milli Háskóla íslands og
Háskólans í Minnesota, sem kennt er við Val
Björnsson og sjóð sem Thor Thors stofnaði.
Árshátíðin heitir „Samkoma" og er einskonar
lautarferð í júní ár hvert.
í Seattle á Kyrrahafsströndinni starfar
Icelandic Club of Greater Seattle, Was-
liington, og á sér langa sögu, því upprunann
má rekja til Bókmenntafélagsins Vestra, sem
íslenzkumælandi fólk stofnaði árið 1900.
Hlutverk félagsins var síðan endurskilgreint
1965 og því ætlað sérstaklega að varðveita
íslenzka menningararfmn á Seattle-svæð- ^
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 5