Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Page 15
„Frú Kristín var
kvennafríóust sýnum,
gáfuleg ogjjörleg í fasi>
glaóvœr og söngvin.
Hafói hún snemma
yfir sér annaó fas og
meira en vió hefói
mátt húast afstúlku
frá slíkum smáhœ sem
Reykjavík var pá. “
sem hann er að klippa og snyrta myndir sín-
ar og er niðursokkin í iðju sína. Sumar mynda
hans bera þess merki að um tilraunir áhuga-
manns er að ræða en aðrar sýna næmt auga
fyrir myndefni og myndbyggingu. Myndefnið
var margvíslegt. Auk þess að taka hefð-
bundnar myndir af landslagi, fjölskyldu sinni
og konu sinni þá myndaði hann skip og báta
á höfninni, vinnubrögð við uppskipun kola
og atburði í bæjarlífinu.
Myndirnar eru sennilega flestar teknar á
árunum 1911 til 1914, það er frá þeim tíma
að verslunarrekstur hefst og þangað til að
hann fer til Frakklands að verja land sitt.
Allmargar myndir eru einnig frá lokum stríðs-
ins og til 1923.
Allir eiga að fara um borð. Síðasti farang-
ur farþeganna svífur yfir höfðum þeirra og
sveiflast upp á þilfarið. Sterklegur maður
með belgmikinn sixpensara gefur bendingar
með hægri hendinni. Hann veit hvað gerist
næst en þau vita það ekki. Chouillou stingur
silkihönskunum í vasana og grípur ákveðnum
höndum um kaðalinn sitt hvorum megin á
landganginum, hann lítur ekki við, hér ætl-
aði hann að búa sér framtíð en hún er að
engu orðin. Hann tekur stór og ákveðin skref.
Kristín gengur hikandi en snýr svo við, ekki
til að líta heim að Hafnarstrætinu heldur til
að festa andlit systkina sinna og foreldra
betur í minni sem standa þar ásamt tveimur
ungum stúlkum með matrósahúfur í tví-
hnepptum kápum, þær eru systurdætur Krist-
ínar. Stúlkurnar hlæja og hoppa, þær eru að
kveðja uppáhaldsfrænku sína og mann henn-
ar sem hafði ekið með þær ótal sinnum í
bílnum sínum. Bros systkinanna er blandið
kvíða. Kvíðinn er ekki ástæðulaus því að það
liðu tíu ár áður en þau sáu hana aftur. Hann
kom ekki aftur til landsins.
Á brottfararstundu liggja ljósmyndirnar
hans Choullou í bastkistu ásamt persónuleg-
um munum þeirra hjóna á geymslulofti á
Vesturgötu 26B. í um það bil 10 ár lágu
þessir munir óhreyfðir en vitað er að húsmun-
ir sem verið höfðu í geymslu hjá Zöega voru
seldir á uppboði árið 1933. Ekki er ólíklegt
að smærri hlutir, svo sem borðbúnaður og
skrautmunir hafi þá komist í eigu fjölskyldu
Kristínar Chouillou en þeir eru stásshlutir enn
í dag .
Menn höfðu ekki áhuga fyrir myndunum
svo að þær lágu óhreyfðar til ársins 1972
að húsið Vesturgata 26B var selt úr fjölskyld-
unni. Mikill asi var á fólki við að tæma ►
ÍTALSKI skókassinn er ennþá til og myndirnar hefur hann geymt vel.
POURQUIS pas?, franska
skipið sem fórst við Mýrar
1936. Myndin er tekin löngu
áður, annaðhvort á árabilinu
1911-14 eða 1918-23.
væri beiskur bikar hjónunum sem biðu þess
að komast um borð í skipið sem átti að flytja
þau frá landinu sem þau unnu bæði.
Unga konan 26 ára hét Kristín Valgerður,
dóttir Ólafs Eiríkssonar frá Hrosshaga í Bisk-
upstungum, söðlasmiðs í Reykjavík og Theo-
dóru Guðrúnar Þorkelsdóttur frá Ormsstöð-
um í Grímsnesi. Kristín tók nafn eiginmanns
síns er þau gengu í hjónaband 1922 og var
síðan kölluð Kristín Chouillou. Kristín lauk
stúdentsprófi 1916 en stundaði jafnframt
nám í píanóleik hjá Herdísi Matthíasdóttur.
Um Kristínu segir Bjarni Guðmundsson í
minningarorðum sem birtust í Morgunblaðinu
laugardaginn 13. desember 1951:
Frú Kristín var kvenna fríðust sýnum,
gáfuleg og fjörleg í fasi, glaðvær og söngvin.
Hafði hún snemma yfir sér annað fas og
meira en við hefði mátt búast af stúlku frá
slíkum smábæ sem Reykjavík var þá. Auk
þess hafði hún til að bera „charme“ í óvenju-
lega ríkum mæli. Hefði legið nærri fyrir hana
að ganga tónlistarbrautina, en í þá átt virt-
ust allir hæfileikar hennar hníga enda þótt
hún hefði einnig yndi af upplestri og leiklist.
Eftir stúdentspróf dvaldi Kristín í Kaup-
mannahöfn um tíma hjá bróður sínum en
síðan við píanónám í París, hún hafði því lit-
ið háreistar hallir handan hafsins og kannski
var það þess vegna sem hún dróst að hinu
erlenda glæsimenni, hallarbúa sem gat veitt
henni allt sem hugurinn girntist. Ekki er ólík-
legt að eðlislæg hjartahlýja og lífsgleði henn-
ar hafi sefað sorg hans en eiginkona hans
Marie lést langt um aldur fram árið 1920.
Chouillou hafði fengið hina ungu og hæfi-
leikaríku konu í vinnu til sín sennilega um
það leyti sem konan hans lést. Kristín hafði
numið erlend tungumál í Menntaskólanum
og bætt við það nám í Frakklandi þannig að
það var fengur fyrir Chouillou sem átti í við-
skiptum við marga erlenda aðila að fá hana
í vinnu. Chouillou gerði hins vegar aldrei til-
raun til að reyna að læra íslensku. Starfsfer-
ill hennar varð skammur því að sem eigin-
kona Chouillou þótti ekki við hæfi að hún
ynni í versluninni. Hún sneri sér að frúarhlut-
verki sínu. Hafði þjónustustúlku til að vinna
heimilisverkin og gat því sjálf verið spari-
klædd alla daga og sat oft við flygilinn í stof-
unni, flygil barónsins á Hvítárvöllum sem
Chouillou hafði keypt og lék Chopin af mik-
illi list. List hennar var svo mikil að í hvert
sinn sem Chopin er leikinn finnst tveimur
stúlkum sem nú eru á níræðisaldri að Kristín
sé að leika. þær gætu hafa verið á hafnar-
bakkanum þennan örlagaríka dag fyrir 73
árum.
Chouillou var yfirstéttarmaður bæði til
orðs og æðis, naut frítíma síns til hins ít-
rasta hélt glæsilegar veislur með mat og
drykk að frönskum sið. Hann ferðaðist um
landið fyrst á hestum með eiginkonu sinni
Marie en síðar á Unic bílnum sínum ásamt
Kristínu og stundaði áhugamál sitt sem var
ljósmyndun.
Ekki er ljóst hvar Chouillou hafði aðstöðu
til að framkalla og kópera myndirnar sínar
en ekki er ólíklegt að aðstaðan hafi verið á
fyrstu hæðinni inn af versluninni í Hafnar-
stræti 17. Ein ljósmynd er til af honum þar
OFAN við Bookles-bryggju í Hafnarfirði. Hér er landað kolum.
CHOUILLOU til hægri á myndinni sitjandi á bryggjupolla á uppskipunarbryggju
Mory & C.ie, beint framundan þar sem Svarta pannan er nú við T ryggvagötu.
•4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 1 5