Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Side 9
SMÁSAGA
EFTIR KLÖRU HELGADÓTTUR
Þú hafóir nýlokió sturtunni í laugunum, opnaóir
skápinn þinn og í \. >ví sástu hvar dyrnar að kvenna-
klefanum stóðu í hálfa gátt. Það stóð þarna maður
og fylgdist mér þér, varnarlausri í nekt þinni.
gang efnis sem anda í samhljómi orkunnar
miklu. Þá látum við hugann reika; komum
okkur þægilega fyrir í sófa, í stól eða á
gólfi, útilokum sem flest hljóð og látum
okkur líða af stað, inn í okkur og út. Við
getum haft augun opin og þá horfum við á
„ekki neitt“ eða lokuð og hvítir ljósblettir
færa okkur inn-á-við, inn á hugarsvið, sem
líkja mætti við þann geim sem jörðin er hluti
af og við kynnumst nú í gegnum sjónvarp-
ið. Þegar augun hafa vanist að horfa inn
getum við hafið veiðarnar og slöngvað hug-
arneti yfir innsæisfisk sem skýst hjá, tekið
hann og skoðað hann gaumgæfilega, því
hann er hugmynd, okkur send. Við „sjáum“
hvernig það sindrar á hreistur hans í öllum
regnbogans litum og með hverju litbrigði
fylgir mynd frá hugmyndinni til annarrar
hugrenningar sem leiðir af sér nýjan flöt,
nýtt form og nýja hugrenningu. Þá birtist
hugmynd um eðli fisksins og af litbrigði
hreistursins kemur í nýju ljósi, að þú ert
kominn í nýjan tíma, á nýtt vitundarstig en
situr samt á sama stað í stólnum þínum í
stofunni heima. Þar með ertu farinn að
næra hugsun þína nýju efni sem leiðir af
sér aðra nýja hugsun og svo koll af kolli,
þar til þú ert ekki lengur þú, þú ert einhver
annar, hugsun þín er komin upp úr efninu,
hugur þinn upplýsist og þú gengur inn í
nýja öld sem nýfætt barn, endurnærður og
fullur orku framtiðar.
Net til að veiða vindinn:
Eins og svefnhiminn
lagður hlysmöskvum
veiðir guð.
Steinn Steinarr
Tíminn og vatnið.
Hugleióing
Þegar við hugsum um þessi fyrirbæri, orð
og hugmyndir sem kallast sál, vitund og
innsæi í tengslum við tækniframfarir og
komandi öld upplýsinga, með tilkomu sjón-
varps, síma, gervihnatta og tölva, sem
minnka heiminn niður í tölvutækt form, svo
„allir“ hafa aðgang að upplýsingum um allt
og alla er tími til kominn að hugleiða hugtak-
ið „upplýsing". Hvað það felur í sér og til-
gang þess fyrir komandi tíma. Með hinni
hröðu þróun í tölvu og sjónvarpstækni síð-
ustu missera, er okkur nú kleift að fræðast
um nánast allt sem manninum viðkemur,
allan sólarhringinn. Þessar stöðugu upplýs-
ingar um manninn og umhverfi hans eru
um margt ótæmandi brunnur fróðleiks, sem
getur á skömmum tíma gert mann margt
fróðari um hagi og háttalag manna og dýra
á plánetunni jörð, en sama flóð vitneskju
getur líka haft öfug áhrif og firrt menn.
Þá er illt í efni, ef fróðleikur og upplýsingar
smækkaðs heims fjöltækni, gera vökumenn
að svefngenglum í stað upplýstra og leit-
andi einstaklinga. Og þá er komið að kjarna
orðsins „upplýstur". Er það að fylla hugann
sem við notum af myndum, orðum, tónum
og tali um hitt og þetta? Eða er það að lýsa
upp þau svæði hugans sem við notum ekki
meðvituð og breikka skilningssviðið? Stækka
minnið, eins og við gerum í tölvum? Ef við
hugsum okkur hugann sem hús án glugga,
og við göngum inn í þetta niðdimma hús
með vasaljós í hendi lýsist aðeins mjó ræma
af myrkrinu, álíka og þau 25% sem við nýt-
um af heilabúinu í dag. En ef við færum inn
með þúsund vatta kastara, gætum við lík-
lega lýst upp drjúgan hluta hússins og þar
með orðið verulega upplýst, kannski 45%
eða jafnvel 60% eða meira? Þá yrði hægðar-
leikur að meðtaka, skilja og skilgreina allar
þær upplýsingar sem öld upplýsinga mun
færa okkur upplýstum mönnum. Auk þess
að komaast á huglægt plan og ná þeim
hæfileikum tölvunnar sem mest eru metnir,
að hafa stórt minni, hraða vinnslu, gagnvirk-
an og margmiðlunarhæfileika ásamt eigin
„Internet" eða víxlvirki. Þá erum við komin
á það stig að geta átt samskipti hvert við
annað á huglægum nótum, svo farsímarnir
verða úreltir, ný kynslóð af tölvum án rit-
borðs og hvimleiðs suðs lítur dagsins ljós
og áhrif okkar á umhverfið breytast. Ryk-
sugurnar verða hljóðlátar og sjá sjálfar um
að ryksuga, sjónvarpið komið upp á vegg
eða í geisla úr loftinu, myndbandstækið
horfið og allar fjarstýringar komnar í Árbæ.
Rafmagnið missir mátt sinn og ný orka tek-
ur við sem mengar ekki, er hljóðlaus og
bætir meltinguna. Þá erum við, upplýstir
menn á tuttugustu og fyrstu öldinni, öld
upplýsingar.
Höfundur er draumfræðingur og hefur skrifað
bók um drauma.
ÖKKIR LITIR, og djúpir.
Daman lagði dulurnar í
bunka við bringu þína,
fletti þeim, grandskoðaði
þig í speglinum, íhugaði
litina og þig, skráði hjá sér
og masaði.
— Jú, þú ert pottþétt
sumar. Sérðu ekki hvernig
litirnir lífga upp á þig? Þeir kalla fram fegurð-
ina í þér. Hárið, það er skollitað. Hún brosti,
- Svolítið skemmtileg, blæbrigðin í því.
Hún teygði sig eftir öðrum bunka af tau-
pjötlum og lagði þær yfir hinar.
- Þetta er haustið, sjáðu til.
Hún fletti brúnum, rauðum og grænum
taupjötlunum snögglega.
- Nei, þú sérð, jarðarlitirnir fara þér ekki
líkt eins vel. Sumarið er kalt, haustið heitt.
Þeir sem eru haust eða vor eiga að bera gulis-
kartgripi. Þú ert sumar, og með öðrum orðum;
3Ú ert silfur.
Silfur. Það var hlutskipti þitt í lífinu. Þetta
hiaut þá allt að haldast í hendur. Þú gast aldr-
ei orðið númer eitt, aldrei hreppt fyrsta sætið.
Gullið.
Datt þér einhverntímann í hug að hann elsk-
aði þig? Eflaust vonaðist þú eftir því, þó svo
að þú hafir aldrei velt því neitt fyrir þér sér-
staklega. Samt trúðir þú aðdáuninni í augum
hans, heitum atlotunum og fögrum orðunum.
Þú blekktir sjálfa þig vísvitandi, vissir allan
tímann að hann var lofaður annarri og að þú
ættir ekkert í honum.
Það var fyrir rúmu ári að þú sást fyrst
þessi augu. Þessi dökku og glampandi augu.
Þú hafðir nýlokið sturtunni í laugunum, opn-
aðir skápinn þinn og í því sástu hvar dyrnar
að kvennaklefanum stóðu í hálfa gátt. Það
stóð þarna maður og fylgdist með þér, varn-
arlausri í nekt þinni. Auðvitað áttir þú að
gera eitthvað. Reka upp óp, tilkynna hinum
konunum að þama væri gluggagæir á ferð, í
það minnsta skýla þér með handklæðinu. En
þú gerðir það ekki. Horfðir bara í augu hans
og tókst til við að bera á þig húðkremið. Þú
naust þess að leika þennan leik. Ómeðvitað
urðu hreyfingar þínar mjúkar og þokkafullar.
En þegar þú leist aftur til dyranna var hann
horfinn.
Þú sást hann ekki eftir það. Ekki fyrr en
í vor. Þú fékkst vinnu við afleysingar hjá
Pósthúsinu með vinnunni á kaffihúsinu. Eftir
sturtuna, kaffíbollann og sígarettuna var in-
dælt að rölta um götur bæjarins í sólskini,
með bréfakerruna í eftirdragi. Klikk, klikk,
sagði kerran þegar þú kipptir henni upp á
gangstéttarbrúnina. Gluggapóstur hingað,
Véspré auglýsing þangað ásamt persónulegu
bréfi frá Minnesota. Kannski að viðkomandi
eigi pennavin í Ameríkunni.
Þú staldraðir við með þetta bréf. Það fór
ekki milli mála að hér var ástarbréf á ferð.
Faileg kvenmannsskrift, heit ástin í umslagi,
innsiglað með kossi, sent frá Feneyjum á ítal-
íu. Þér fannst bréfið loga í höndum þér og
þú veltir því fyrir þér hvað hún Aðalheiður
væri að gera svo fjarri manni sínum yfir sum-
arið. Dyrnar opnuðust er þú varst í þann veg-
inn að stinga bréfinu inn um lúguna. Maður-
inn hafði dökkt og mikið hár og hann brosti.
Þetta hlaut að vera Hermann Sigurgeirsson.
Þú brostir á móti. Var þetta ímyndun, eða
sást glytta í tvær vígtennur í breiðu brosi hans?
- Eg sé að þú ert með bréf til mín, sagði
hann með klofinni drekatungu. Þú fórst örlít-
ið hjá þér og réttir honum bréfíð. Hann teyði
út höndina og tók við því. Undan frakkaerm-
inni kom hönd, sem líktist einna helst kló.
Skinnið var fagurmunstrað og hreystrugt.
- Það er frá konunni minni. Hann strauk
ástúðlega yfir nafn hennar, aftan á umslag-
inu, hummaði lágt, hugsandi til hennar í út-
landinu. Svo leit hann á þig og brosti. „Þakka
þér fyrir.“ Hann gekk léttstígur niður tröpp-
urnar og hvarf þér sýnum þegar hann beygði
fyrir hornið. Þú kannaðist við augnaráð hans.
Hvar hafðirðu séð hann áður? Nei, þú gast
ómögulega munað það.
Næst þegar þú læddir ástarbréfi frá Fen-
eyjum inn um lúguna hans varðstu ekki vör
við neina hreyfingu í húsinu. Þar næst sástu
honum bregða fyrir í eldhúsglugganum. Hann
fékk bréfin sín vikulega. Þú brostir og hugsað-
ir með sjálfri þér hvort hann væri jafndugleg-
ur að skrifa.
Kvöld eitt á kaffihúsinu stóðust aftan við
barborðið og skenktir kranabjór í hálfs lítra
glas. Og inn kom hann, staðnæmdist stutta
stund við útidyrahurðina, leit til þín og brosti.
Hann fékk sér sæti við borð í horninu, kveikti
sér í pípu og sleppti ekki af þér augunum.
- Góða kvöldið. Hvað má færa þér?
:Góða kvöldið, svaraði hann þér rólega.
- Ég hafði hugsað mér að fá einn bjór hjá
þér. Þú færðir honum bjórinn og sinntir öðrum
viðskiptavinum. Hann sat allt kvöldið yfir
þessum eina bjór, sötraði hann og tottaði píp-
una.
Enn eitt bréfið læddist inn um lúguna og
annað kvöldið kom hann og settist við horn-
borðið, en í þetta skiptið vildi hann ekki neitt.
- Nei, ég kom bara til að horfa á þig.
- Þú veist að þú getur ekki bara setið hér
án þess að kaupa neitt!
Kannski þú hafir verið heldur of hranaleg
í málrómnum. Það var bara vegna þess að
orð hans sendu straum út í báðar geirvörturn-
ar og fengu hné þín til að skjálfa. Rannsak-
andi augnaráð, miskunnarlaust og fyllt girnd.
Þú forðaðist að líta í áttina til hans, nógu
erfitt var að vita af honum þarna. Höndin
skalf eilítið undir bakkanum, þegar þú barst
hann milli borðanna.
- Það var miði á hurðinni, rétt ofan við
bréfalúguna.
„Kíktu í heimsókn".
Þú starðir á þessi skilaboð, varðst undrandi
og spennt, en um leið svolítið pirruð. Þú gerð-
ir skyldu þína með því að henda inn bréfinu
og gekkst svo í burtu.
Næst þegar þú komst var ræðan öllu iengri:
„Ég sá að þú gekkst burt síðast. Ég veit
vel að þú hefur tíma til að kíkja inn fyrir í
smá kaffisopa." Reiðin sauð í þér. Hvað var
maðurinn að vilja? Kvöldheimsóknir hans á
kaffihúsið voru orðnar reglulegar. Hann kom,
sat og reykti píputóbakið sitt og horfði á þig,
stöðugt, rótaði til í hugsunum þínum og kvaldi
þig af þrá. Tælandi djöfull. Og nú vildi hann
fá þig. Næsti miði sagði:
„Inn. Það bíður þín. Rjúkandi og ilmandi.“
Þú hlóst kuldalega inn í þér yfir þessu kaffi-
boði, sem sett var upp í svo tvírætt form.
Vissi hann hvað þig langaði til að hlýða, taka
í hurðarhúninn og ganga inn? Svo virtist vera,
annars hefði hann eflaust ekki látið svona
með þig. Viljalaus, líkt og strengjabrúða opn-
aðirðu dyrnar, löturhægt, og komst inn í frem-
ur stóran forsal. Það var kallað á þig frá efri
hæðinni. Hvernig vissi hann nafnið?
- Velkomin. Hann birtist í breiðum stigan-
um, sem lá upp á aðra hæð hússins. - Gakktu
í bæinn. Hann gekk til þín og tók af þér jakk-
ann. - Má bjóða þér kaffi?, spurði hann og
lagaði til hárið á herðum þér.
- Ne .. . nei takk, stundirðu.
Hann strauk axlir þínar, upp hálsinn, tók
um hökuna og virti fyrir sér andlit þitt. Bros
hans var munúðarfullt. Svo tók hann laust,
en ákveðið um handleggi þína og stýrði þér
á undan sér inn í bjarta stofuna. Þar í dyrun-
um þrýsti hann þér upp að veggnum, kyssti
þig og þrýsti líkama sínum upp að þínum.
Þegar hann tók til við að draga bolinn þinn
upp á við, hikaðir þú örlítið. Þá brosti hann
bara og hvíslaði: - Ég hef nú séð þig áður
nakta, ástin mín. Þá mundirðu eftir manninum
í sundlaugunum og áttaðir þig á því hver það
var, sem nú færði þig rólega úr fötunum,
spjör fyrir spjör. Þú varst sem leir í höndum
hans og gafst þig nautninni gjörsamlega á
vald.
Þegar þú næst dróst upp glóðheitt bréf frá
Feneyjum fékkstu agnarlítinn sting í magann.
Kallaðist þessi tilfinning ekki samviskubit?
En þú leiddir það hjá þér þegar líða tók á
sumarið. Á meðan eignkonan var víðsfjarri,
var hann þinn. Þið voruð hvors annars yfir
sumarið, gáfuð hvort annað og elskuðust.
Hann hvíslaði svo blíðlega í eyru þér, sagði
að þú værir falleg, sagðist elska þig. Þú brost-
ir, kysstir hann til að játa þínar gagnkvæmu
tilfinningar. En hélstu að hann meinti það sem
hann sagði? Þú meintir það. Atlot þín voru
heiðarleg, kossarnir sannir og strokurnar ein-
lægar.
Þú vissir að hér varstu að upplifa draum
hverrar konu, um elskhugann ókunna. Þú
þekktir hann ekki, varst forvitin og lifðir í
eilífri spennu. Þú sagði engum frá og lést
aldrei sjá þig með honum á förnum vegi. En
þú gerðir þér aldrei grein fyrir hversu mikið
vald hann hafði yfir þér.
Og auðvitað kom að því að sumarið var á
enda. Skyndilega hættu heit Feneyjabréfin að
koma með bréfabunkanum og þú gerðir þér
það ljóst að nú var hún komin heim. Þessi
eilífa spenna í kringum bréfaútburðinn var
horfín. Þér fannst það svolítið einmannalegt
að labba um með kerruna, vitandi það að í
henni voru engin ástarbréf til elskhuga þíns.
Seinni part dags í septembermánuði rakst
þú á þau í Kringlunni. Aðalheiður virti þig
ekki viðlits, enda hafðir þú ekki búist við því.
Þú vonaðir að hún vissi sem minnst um þig
og þitt líf. En hann sá þig. Annað fór ekki á
milli mála. Dökk augun stungu þig, ásökuðu
þig. Þú leist undan, fannst sökin vera þín og
vera mikil. Það var ekki fyrr en þau voru
horfin að þú leist við. Reiðin kraumaði innra
með þér. Hvað var hægt að ásaka þig fyrir?
Þessi maður hafði öðlast leyndan stað í
hjarta þínu. Stað sem þú vissir ekki einu sinni
að þú ættir til. En þú fannst það núna að
þessu var lokið. í örvæntingu þinni hrópaðir
þú á hjálp, uppyfir þig í átt til ljósakrónanna.
Þær voru festar hátt í loftið. í öllum þessum
mannfjölda þarna inni í verslunarmiðstöðinni
var enginn sem gat komið þér til hjálpar.
Enginn sem skildi nístandi þrána í bijósti
þér. Enginn, - nema kannski ég.
Höfundur er nemi í Kvennaskólanum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 9