Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Blaðsíða 13
RÆKARLS KJAFTUR MÁLVERK eftir Francis Bacon. ______EFTIR______ DAVÍÐ ERLINGSSON MENNING, kúltúr, er m.a. rækt og ræktun og beinist og hlýtur að beinast að ein- hverju takmarki sem er í einhverja skynj- aða stefnu. Þangað verður hræring. í merkingu þessa samhengis er hræringaráttin höfuðátt eða meginstraumur og stefna og vilji manna og mannfélaga1. En mönnunum getur líka munað aftur á bak og þegar þess er gætt hve andstæðnahugsun er rík í hugarf- ari og tungumáli, er þá ekki óhjákvæmilegt að hugsa sér að tungumálið hljóti að búa yfir nokkuru kerfi til þess að tjá andstæðuna við meginstefnu þessa? Nl. það sem orkar öfugt við hana - þó ekki væri nema henni til greini- legri skilnings og þess stuðnings sem af glögg- um skilningi leiðir; að hugmynd þess góða fái kraft sinn af andstæðunni við hitt skautið, skaut þess illa. Það gæti verið klasi af and- stæðuhugmyndum - eða ef til vill víðtæk metafóra til þess að tjá það andstæða, það öfuga við vildaráttina?, tjá það sem stefna manna og vitaður vilji beinist í áttina frá. Ætlandi er, að svo sé. Andstæðan við óska- stefnuna er til í vitund mannanna og tungu- málinu á ýmsan veg. Hún er vissulega einnig til kaldhömruð í yfirfæringuna og persónu- gervinginn fjandann, óvin mannanna og full- trúa margs þess sem hugsjónaviðleitni þeirra er gagnstaðlegt. Þegar svar manns við einhveiju sem annar maður beinir til hans er gagnslaust, þ.e. gegn- ir ekki því sem til hans var beint, má segja að það jafngildi rofi á samtalinu. Sá sem þannig hefur fengið ónýtt, útíhött eða „gegnd- arlaust" svar, á það stundum til að bregðast við með því að hrinda því frá sér og aftur til hins ónýta viðmælanda síns með því að bendla hann í orðum endursvars síns við óvin mann- anna og hans ríki í sauri2, með nokkurs konar formælingu, þótt ei sé stundum hugmynd til hennar lengra til þess sótt en í óæðri enda þess sem endursvarið fær, eða til einhvers allsheijar „rass og rófu“, og viðmælandinn beðinn um að koma sér þangað. Dæmi slíks verður fyrir í sögunni um heyrn- arlausa karlinn sem var að smíða axarskaft þegar hann sá gesti bera að garði og samdi sér fyrirfram svör við áætluðum orðum þeirra: Nú koma mennirnir að heilsa karli. „Sæll vertu nú, karl rninn!" segja þeir. „Axarskaft handa syni mínum“, svarar hann. Mennirnir héldu, að karl væri að snúa út úr fyrir þeim og sögðu: „Rekist það upp í rassinn á þér“, því að þeim þótti karl eiga skilið ónot. „Allt upp undir kvistinn", svarar hann. Nú þóttust mennirnir sjá, að karl væri eitthvað geggjað- ur, og þótti þeim ráðlegt að grennslast eftir, hvort kerling hans væri heima, því að þeim þótti ólíklegt, að hún væri jafnundin og karl- inn. „Er kerlingin þín heima?“ spurðu þeir. „Fari þið báðir í hana“, svaraði karl. Þá er mennirnir heyrðu þetta, urðu þeir bálvondir og sögðu við karl: „Djöfullinn dragi þig á eyrunum". „Hérna beint norður úr skörðun- um“, svaraði karl3. Tvisvar þykja komumönnum svör karls svo öfugrar áttar eða „undin", að þeim verður það fyrir að bendla hann við rass og Djöful- inn, en viðbrögð heyrnarleysingjans við því, fyrirfram samin, hljóta að eiga að vera hvort- tveggja í senn, undarlega óviðeigandi en samt undarlega viðeigandi líka. Ólafur Davíðsson hefur aftan við sögu þessa sett í safni sínu „kvæðiskorn" eftir henni (en ekki í alveg sömu útfærslu)1. Af vísum þess fimm hjá O.D.(tilv. rit. bls. 354) skulu hér aðeins sýndar tvær, upphafsvísan: Birta skal hér Boðnar skraf bóndatetri einu af, svo apalegur í öllum sið, enginn gat hann talað við. Að orðum hans og andsvörum varð aldrei lið. og sú þriðja: Maðurinn sagði svo til hans: „Sæll vert þú“, en hinn gaf anz: „Ójá! Það er axarskaft, enginn mun það geta haft“. Rekkurinn bað það rækist í hans rækarls kjaft. Menningarfrœöileg athugun um petta hugtak, umhverfiþess oggildi í hugarheimi. til þess að benda þarna á síðustu orðin og láta þessa litlu athugun enda á ábendingu um skiln- ing þeirra. Flestur sá sem þetta hefur lesið á okkar öld hefur sjálfsagt ekki verið í neinum vandræðum með þennan rækarls kjaft. Að rækarls, ef., sé formælingaryrði, og að komu- maður hafi þá beðið þess að axarskaftið yrði rekið í heijans kjaftinn á karlinum. Ætli sá tilhugsaði Flestur hafi farið að hugsa um efnis- mun milli sögunnar og kvæðisins? Þá hefði hann getað séð eitt slíkt atriði mismunar hér, milli rass karlsins (sagan) og munns hans (kvæðið). En bíðum við. Hvort tveggja mætti að vísu vera skiljan- legt, að maður nái sér niðri fyrir ótækt svar annars með því: 1) að reka það (svarið tákn- lega, nl. axarskaftið þá) upp í kjaftinn á hon- um; eða 2) í rassinn á honum. í tilviki 1 (kvæð- ið) er ef til vill að verki sú forna regla sem sést í þeirri aðferð að handhöggva þjófa, láta refsingu koma við „sekan“ líkamshluta, sbr. t.d. ýmislegt í píslum framliðinna í Sólarljóð- um. I tilviki 2 (sagan) er að verki heimsmynd- arleg metafóran sem ögn var að vikið í upp- hafi máls. Viðbragðið við ótæku fráleitu and- svari er þá það að gera sér vísan fjanda úr þeim vélanda sem svo illa svarar með því að færa hann færslu metafórunnar út úr mann- heimi, þeim sem er óska-veröld í menningu með góðan sið, yfir í and-veröld hans í heim villivætta og annars þess sem villt dafnar utan menningar og góðs siðar. Höfðingi and- heimsins er frá fornu fari fjandinn sá sem nákominn er sauri (og hliðstæður hans og ýmis birtingarform, að sjálfsögðu). Slík færsla manns táknleg er framkvæmd með því að kenna manninn til þessarar veraldar með nokkrum hætti. Aðferðin er að vísu ekki allt- af sú sama, en oft má sjá að mikilvægur færsluás þessarar færslu er sá „allrar verald- ar vegur" sem liggur milli munnsins, í miðju frambærilega og sýndarvæna andlitinu á okk- ur, og rassgatsins sem sjálft er munnur í óframbærilega andlitinu (rassinum) á okkur, sem ekki má sýna6. Þegar maður beinir slíkri ósk um færingu út úr menningarheiminum (þ.e. formælingu) gegn viðmælanda sínum er þetta að sínu leyti útlegðardómur. Þjóðsögnin um heyrnarlausa karlinn sem var að smíða axarskaft vinnur að merkingarsköpunarverki sínu á og í samræmi við heimsmynd - þar sem menning stendur og þarf að standast gagnvart villiveröldinni. Hér gildir afstæðan: inni heima vs. úti í óheimi - og eftir reglu áðurnefndrar færslu, metafóru, sem er meðalburður milli heimanna. Þeg- ar við minnumst þess um leið, að al- gengt var á miðöld- um og nokkru lengur að draga upp myndir af fjandanum þar sem rassinn á honum var andlit6, þá hygg ég að okkur hljóti að hverfa mestallur vafi á því að við eig- um að skilja orðin rækarls kjaftur svo, að sá kjaftur sé á þessum allrar ver- aldar færsluvegar aftara enda, þó ekki væri nema til þess að kvæðið þurfi ekki að vera í andstöðu við söguna í þessu atriði. Já, það hlýtur að vera þannig. Ræ- karls kjaftur er þá ekki annað en skáld- skaparumritun, af því tagi sem venju- lega er kölluð kenn- ing, og mundi hún vera nokkuð óað- finnanleg sam- kvæmt því hug- myndafari sem ligg- ur óneitanlega upp að því að munnur andstæðings og and- skota flests hins bezta og göfugasta í viðleitni manna muni vera rassgat hans, í því andliti sem þar er umberg- is. í þessu sambandi er eðlilegt að huga að upprunamerk- ingu orðsins rækarl, rækall, eða a. m. k. fyrra hluta þess. í því efni er að vísu margt óvíst, og rétt er að halda þeirri mikilvægu hlið öfug- og andstöðueðlisins sem lýtur að kyn- ferðilegu óeðli og öfughætti utan gaupna þessarar litlu greinar7. Maðurinn sækir fram(-og-upp) í ræktun menningar sinnar og við gæzlu menningarheim- kynnis síns með upp- haflega villiheiminn allt um kring, með sinni órækt og óhreinindum sem leita á menninguna. Sú gæzla er heims- myndarleg landamæragæzla, sbr. Það starf sem guðinn Þór starfaði að fyrir ásatrúarsam- félagið. Óhjákvæmilegt er, að þessi gæzla er með ýmsum hætti afar mikilsvert þema í máltextamenntum veraldarinnar, enda er hér um að ræða þá nauðsyn að þekkja veröld sína og sjálfan sig í henni. Það andvaraleysi virð- ist hljóta að vera hættulegt sem hefur óneitan- lega leitt til þess að meðvitundin um þessa grundvallarheimsmynd er hálfvegis eða lan- gleiðina horfin úr „þjóðarsálinni", en það er greinilegt af því, að margt í orðfæri metafór- unnar um millifærslu milli „heimanna tveggja" hefur hætt að vera skilið og skiljan- legt sem skírskotun til heildarsamhengis, þótt það kunni að hafa haldizt í notkun sem for- mælingar, ókvæðisorð. Rækarls kjafturinn í kvæðinu er afbragðs dæmi um slíka mynd, orðaða hugmynd sem hætt er að skiljast nema við komum sjálf utan að með rétt skilningsfor- rit til þess að bera að henni. Sé gengið um í íslenzkum textum munnmennta og bók- mennta með þetta forrit í huganum verður sitthvað fyrir sem fer að skiljast betur. 31.01.97 - DE 1) Helzta áttaratviksorðið um áttina í viðleitni menningarinnar er fram, en andstæða þess er SJÁ NÆSTU SÍÐU LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.