Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 15.03.1997, Blaðsíða 17
RANNSÓKNIR Á ÍSLANDI Ums|ón: Siguróur H. Richter Efnafræðilegar vinnslurann- sóknir jarðhita Eftir Hrefnu Kristmannsdóttur og Halldór Armannsson Efngfræóiiegar rannsóknir á jaróhitasvæóum hafa oft gefió tímanlega vióvörun um kælingu eóa aóra breytta vinnslueiginleika. ORKUSTOFNUN rekur sérhannaða bifreið til sýnatöku á heitu vatni og gufu. UM 45% af orkunotkun ís- lendinga er úr jarðvarma, mest tii húshitunar. Þótt um 86% íslensku þjóðar- innar búi við jarðvarma- hitaveitur og flest auð- virkjanleg jarðhitasvæða nálægt þéttbýli séu virkj- uð er rannsókna enn þörf. Vinnanlegur jarð- hiti mun finnast með áframhaldandi könn- un. Notkun jarðhita á hitaveitusvæðum mun væntanlega aukast með fólksfjölgun og aukinni notkun hans til snjóbræðslu, rækt- unar og í iðnaði. Á nýttum svæðum þarf að endurnýja borholur. Orkuforði jarðhitasvæða er takmarkaður og má líkja nýtingu þeirra við námugröft. Ending þeirra við stórfellda vinnslu er þröngum tímamörkum háð, þar sem úr þeim er tekin mun meiri orka en svarar náttúrulegu afli. Viðbrögð við slíkri vinnslu eru venjulega þrýstilækkun og breytingar á efnasamsetningu og vinnslueiginleikum. Því er nauðsynlegt að halda áfram rann- sóknum eftir að nýting hefst. Jarðhitarann- sóknir tengjast nú í auknum mæli vinnslu og mun sú þróun væntanlega halda áfram. Vinnslueftirlit — Vinnsluskróning Þekking á viðbrögðum svæða við vinnslu er undirstaða raunhæfs mats á orkuforða og afli og því nauðsynleg til að þau megi nýta á hagkvæman hátt. Reglubundið eftir- lit með vatnsvinnslu og breytingum á hita- stigi, þrýstingi og efnainnihaldi kallast einu nafni vinnslueftirlit. Vatnsnám og hitastig vinnsluvatns eru mæld og skráð reglulega. Fylgst er með viðbrögðum jarðhitasvæðisins með mælingum á þrýstingi í borholum. Á háhitasvæðum er fylgst með massastreymi, varmainnihaldi og toppþrýstingi hola. Æskilegt er að gera landhæðar- og þyngd- armælingar reglulega til að fá upplýsingar um landsig. Flestir jarðhitanotendur skrá einhveija vinnsluþætti. Orkustofnun safnar slíkum upplýsingum og undanfarið hefur þar verið í þróun samræmt gagnasöfnunar- net fyrir vatnsvinnslugögn. Efnueftirlit Annar liður í vinnslueftirliti er efnaeftir- lit, sem felst í reglubundinni sýnatöku og efnagreiningum vatns til að sjá fyrir breyt- ingar á vinnslueiginleikum jarðhitakerfís- ins. Kalt grunnvatn, sem rennur inn í jarð- hitakerfi, hitnar upp við snertingu við heitt berg, en merki um innstreymið sjást fljótt í breyttri efnasamsetningu, oft löngu áður en kælingar verður vart. Innstreymi kalds vatns, einkum sjávar, getur líka spillt vinnslueiginleikum. Virkt eftirlit með efna- samsetningu vatns, sniðið að aðstæðum hverrar hitaveitu og rannsóknir samfara því, getur gefið viðvörun um aðsteðjandi vandamál og gefst þá kostur á að bregðast við í tæka tíð, annaðhvort með breyttri vinnslutilhögun eða viðgerðum á borholum. Orkustofnun hefur um margra ára skeið stundað slíkar rannsóknir og verða hér á eftir rakin nokkur dæmi um árangur þeirra. Innsteymi kalds grunnvatns Reglulegt efnaeftirlit hefur oft leitt í ljós fyrirboða um innstreymi af köldu vatni inn í jarðhitakerfi, einkum í efri lög þess, t.d. hjá hitaveitum Blönduóss, Egilsstaða og Fella, Rangæinga, Reykjavíkur og Selfoss. Hjá Hitaveitu Þorlákshafnar varð vart við örar breytingar á efnainnihaldi vatns úr nýrri vinnsluholu árið 1987, án nokkurra merkjanlegra breytinga á rennsli, hitastigi og vinnslueiginleikum. Vinnsluholur veit- unnar eru sjálfrennandi og hitastig vatnsins yfir 100°C, þannig að þær gjósa. Gufan er skilin frá vatninu fyrir nýtingu. Vatnið er allsalt, þar sem það rennur um forn sjáv- arsetlög í jarðhitageyminum. Selta vatnsins úr holunni minnkaði verulega og hlutfall súrefnis-18-samsætna breyttist í átt til þess, sem mælist í köldu grunnvatni á svæðinu. Strax á árinu 1988 sýndi kísilhiti (jafnvæg- ishiti reiknaður frá kísilstyrk) að kæling á vatninu væri yfírvofandi. Holan var þá hita- mæld en engin kæling kom fram. Í ársbyij- un 1990 hafði kísilhiti lækkað um 5°C og við hitamælingu í holunni um mitt það ár kom fram kæling um a.m.k. 5°C í botni hennar. Niðurstöður mælinga sýndu ótvír- ætt að innstreymið kom að mestu leyti inn í botnæð holunnar og var henni því lokað með steypu. Tókst það svo vel að innstreym- ið virðist hafa stöðvast og hefur holan síðan hitnað smám saman til fyrra horfs. Innstreymi s|ávar Á Seltjarnarnesi var vinnsluvatn allsalt í upphafi. Eftir um fimm ára vinnslu fór selta þess að aukast, hægt fyrst en mun hraðar eftir um tíu ára vinnslu. Rannsóknir sýndu að innstreymi var hraðast í efri hluta jarðhitageymisins. Samhliða seltuaukningu jókst tæring í ofnum húsa, því salt hvatar tæringu. Einnig jókst hætta á kalkútfelling- um í sumum vinnsluholanna. Ekki varð vart við kælingu í jarðhitakerfínu og kísil- hiti benti ekki til yfirvofandi kólnunar. Mótvægisaðgerðir voru þær að sett var í byggingarreglugerð á Seltjarnarnesi að nota ætti forhitara fyrir vatn inn á ofna. Nýjar vinnsluholur veitunnar eru fóðraðar dýpra en þær eldri, til að tefja innstreymi sjávar. Ennfremur var tekin upp sala sam- kvæmt mæli í stað hemla og vatnsnotkun þar með minnkuð. Áhrif eldgoss Kröflueldar gerðu mjög vart við sig í efnasamsetningu borholuvökva. M.a. jókst gasstyrkur verulega, einkum styrkur koltví- sýrings. Því voru styrkur hans og hlutfall við styrk annarra gastegunda mjög öflugur mælikvarði á áhrif gossins við einstakar holur. Samband á milli styrkbreytinga gass og breytinga í landhæð kom fram. Slíkar niðurstöður má nota til að dæma um hve- nær tímabært er að auka vinnslu eða færa hana til innan svæða. Það var gert í Kröflu þegar borað var í nýtt vinnslusvæði við Suðurhlíðar, í stað gamla vinnslusvæðisins í Leirbotnum, og gaf góða raun. Myndun gufupúóa Á jarðhitasvæðinu í Svartsengi hefur aukin vinnsla leitt til þess að suðuborð hef- ur lækkað og gufupúði myndast í efri hluta svæðisins. Sumar holur hafa orðið hreinar gufuholur. Áhrif þessa hafa komið fram í sveiflum og verulegum breytingum á efna- samsetningu borholuvökva, sem sjást við reglulegt efnaeftirlit. Nióurstööur Góður árangur hefur náðst í að sjá fyrir breytingar í jarðhitakerfum og á vinnslu- eiginleikum vatns með virku efnaeftirliti og öðrum samhliða rannsóknum. Hvert svæði hefur sína sérstöðu og sjaldan unnt að yfír- færa niðurstöður frá einu svæði til annars. Rannsóknirnar hafa í mörgum tilvikum gefið tímanlega viðvörun um yfirvofandi vanda, svo að svigrúm hefur gefíst til varna- raðgerða. Höfundar eru jaröefnafræðingar ó Orkustofn- un. Rannsóknarróð íslands stendur að birtingu þessa greinaflokks. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. MARZ 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.