Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 2
ÓBUNDINN AF ÖLLU NEMA
EIGIN SKÖPUNARMÆTTI
SÍÐUSTU tónleikar Schubert-hátíðarinnar í
Garðabæ verða haldnir í dag kl. 17 í safnaðar-
heimilinu Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í
Garðabæ. Þar mun hollenski píanóleikarinn
Gerrit Schuil, sem jafnframt er listrænn
stjórnandi hátíðarinnar, flytja píanóverk eftir
Franz Schubert.
islendingar frábærir áheyrendur
Gerrit sagði í samtali við Morgunblaðið
að hátíðin hefði tekist einkar vel. „í raun
hefur hátíðin tekist alveg ótrúlega vel. Allir
tónleikarnir hingað til hafa verið mjög sér-
stakir, andrúmsloftið á þeim hefur verið svo
gott. Það hefur verið alveg einstök tilfinning
í salnum sem áheyrendur hafa skapað; ég
held að íslendingar geri sér ekki grein fyrir
því sjálfir hvað þeir eru frábærir áheyrend-
ur, þeir eru svo þögulir, einbeittir og athugul-
ir að það er einstakt. Það er ekki bara ég
sem held þessu fram heldur hafa þeir erlendu
gestir sem hafa komið fram á hátíðinni talað
sérstaklega um þetta. Það er manni sérstök
ánægja að spila fyrir þá.“
Gerrit segist vera ánægður að það hafi
verið hægt að hleypa þessari hátíð af stokk-
unum. „En ég er líka himinlifandi að hún
skuli vera að klárast. Þetta hefur verið gríðar-
leg vinna og erfitt að halda úti nýrri efnis-
skrá á tveggja vikna fresti. Skipulagningin
hefur líka verið flókin og allt sem þessu fylg-
ir. Ég hefði auðvitað aldrei getað þetta nema
með styrk frá öllu því fólki sem hefur starf-
að með mér að þessu og frá Garðabæ sem
ljáði okkur aðstöðuna, þennan frábæra sal
sem ég held að sé einn besti tónleikasalur á
landinu.
Það var hugmynd mín frá upphafi að halda
þessa hátíð með vinum mínum, það er að fá
til liðs við mig innlenda og erlenda tónlistar-
menn sem ég þekki. Mér tókst að fá þijá
frábæra tónlistarmenn frá Hollandi sem allir
eru í hópi þeirra allra bestu í heiminum á
sínu sviði, Hans Zomer, Elly Ameling og
Robert Holl. Síðan fékk ég fólk héðan frá
íslandi sem er líka allt í heimsklassa til að
taka þátt í þessu þannig að þetta gat ekki
orðið betra."
Gerrit segist hafa lagt mikla áherslu á að
GERRIT Schuil segist afar ánægður með
hvernig Schubert-hátíðin hafi tekist og
þakkar það ekki síst hversu frábærir
áheyrendur íslendingar séu.
flytja ekki aðeins kunn verk eftir Schubert
á hátíðinni heldur einnig verk sem ekki hafa
heyrst hér áður. „Ég held að við höfum frum-
flutt hér á landi um tuttugu til þijátíu verk
eftir Schubert. Þetta hefur hitt í mark því
við höfum fengið geysilega góðar viðtökur;
ég hef fengið bréf og símtöl frá áheyrendum
sem hafa þakkað fyrir hátíðina. Það er fátt
sem gleður mann meira.“
Lífió i allri sinni fegurd
Tónleikarnir í dag hefjast á Sextán þýsk-
um dönsum sem skipa sérstakan sess meðal
einleiksverka Schuberts fyrir píanó. Annað
verkið á efnisskránni er sónata í a-moll D
784 sem samin er árið 1823, eða skömmu
eftir að ljóst varð að Schubert þjáðist af
banvænum sjúkdómi. Tónleikunum íýkur svo
með sónötu í G-dúr D 894, en um hana
sagði Robert Schumann: „Fullkomið verk
að inntaki og formi.“ Verkið er samið árið
1826.
Gerrit segir að hvergi finnist honum Schu-
bert gerast jafn opinskár um eigin tilfinning-
ar og hugsanir en í þessum sónötum frá síð-
ustu æviárunum. „Hann er óbundinn af öllu
nema eigin hugmyndaauðgi og sköpunar-
mætti. I hreinum tónlistarlegum skilningi
stendur túlkandinn frammi fyrir ótrúlegum
vandamálum við flutning þessara verka.
Fyrstu þættirnir eru bæði langir og hægir
og þess vegna kostar það snarpa glímu að
koma hinni sterku innri spennu þeirra til
skila. Meginstef|'ahugmyndirnar mynda held-
ur ekki andstæður eins og við eigum að venj-
ast í hefðbundnum sónötum heldur er þeim
ætlað að styðja og ítreka hvor aðra en í úr-
vinnslu þeirra erum við aftur á móti leidd
fram á ystu nöf örvæntingar og þær tilfinn-
ingar er nauðsynlegt að hemja, þótt erfitt
sé, svo að dýpt þeirra komist til skila. Frammi
fyrir kröfu tónskáldsins um að lýsa lífinu í
allri sinni fegurð og örlæti, í öllu sínu mis-
kunnarleysi og grimmd.“
Gerrit Schuil hefur verið búsettur hér á
landi síðastliðin fjögur ár og tekið virkan
þátt í tónlistarlífí Islendinga. Hann nam
píanóleik við Tónlistarháskólann í Rotterdam
en stundaði því næst framhaldsnám í London
hjá John Lill og Gerald Moore og síðan í
París hjá Vlado Perlemuter. Hann hefur hald-
ið píanótónleika í flestum löndum Evrópu og
í Bandaríkjunum og komið fram á alþjóðleg-
um tónlistarhátíðum. Árið 1978 hóf Gerrit
Schuil nám í hljómsveitarstjórnun hjá rúss-
neska hljómsveitarstjóranum Krill Kondras-
hin og eftir þau kynni hlotnaðist honum sá
heiður að verða eini nemandi Kondrashins
síðustu æviár hans. Árið 1979 réðst Gerrit
til Sinfóníuhljómsveitar hollenska ríkisút-
varpsins, sem á þeim árum var jafnframt
aðalhljómsveit hollensku ríkisóperunnar í
Amsterdam og þar starfaði hann sem stjórn-
andi um árabil. Einnig hefur hann stjórnað
fjölmörgum hljómsveitum í Evrópu og í
Bandaríkjunum, bæði í óperuhúsi og tónleika-
sal.
Roni Horn sýnir í Ingólfsstræti 8
BRAGÐ AF LANDSLAGINU
BANDARÍSKA listakonan Roni Horn heldur
sýningu í galleríi Ingólfsstræti 8 sem verður
opnuð í dag kl. 17. Verk Horn er erfitt að
skilgreina enda eru þau af margvíslegum toga;
teikningar, ljósmyndir, bækur, textar og verk
unnin í málma. Hún hefur komið reglulega
til íslands frá áriðnu 1975 í leit að innblæstri
og miðlað þeirri reynslu sinni í verki sem enn
hefur ekki verið fullklárað og nefnist „To
Place“.
Um þetta verk segir hún:
„Verkið hlutgerist í formi texta, teikninga
eða ljósmynda og birtist í þessum bókum
næstum eins og samtal. Hvert bindi er óður
um ákveðinn þátt gagnkvæmra hrifa milli
mín og íslands. Það er ekki beinlínis um ís-
land og ekki beinlínis um mig, heldur um
gagnkvæm tjáskipti við ákveðinn stað í heim-
inum.
í rauninni vissi ég aldrei af hverju ég fór
til íslands fyrr en ég byijaði að lesa Emily
Dickinson. EG var svo djúpt snortin af því.
Þar var ekkert fólk og víðast hvar engir veg-
ir. ÉG ef snúið til baka svona um það bil 20
sinnum; einu sinni til tvisvar á ári án þess
að vita hvers vegna, knúin af einhvers konar
innri þörf. Þetta varð eins og farfuglalíf. Ég
minnist þess að hafa lesið um það í einu bréfa
Dickinson hvernig hún fór upp í svefnherberg-
ið sitt og læsti sig þar inni, fyrir hana varð
herbergið uppspretta frelsis, hennar staður
til að vera fijáls. Og ég held að lestur minn
á Dickinson hafi komið mér í skilning um að
ísland er sá staður í heiminum þar sem ég
hef svigrúm til að vera eins og leyst úr fjötr-
um. ísland er staður þar sem maður getur
lokað augunum og fundið bragð af landslag-
inu. Það er svo áþreifanlegt. Og að því bein-
ist oft brennipunkturinn í mínum skúlptúrum.
Ég lít á ísland sem vinnustofuna mína.“
TÓNLISTARHÁTÍÐ í REYKHOLTI
TÓNLISTARHÁTÍÐ, sem hlotið hefur
nafnið Reykholtshátíð, verður í fyrsta sinn
haldin í Reykholti dagana 25.-27. júlí nk.
Heimskringla Snorrastofu ehf. stendur að
þessari hátíð, listrænn stjórnandi hennar
verður Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó-
leikari. Á þessari fyrstu hátíð verður gestur
hátíðarinnar einn kunnasti fiðluleikari Lit-
háen, Martynas Svégzda, sem nýlega var
kjörinn listrænn sendiherra heimalands
síns.
Að sögn Steinunnar verður flutt sígild
tónlist í sögulegu umhverfi og lögð áhersla
á tónlist og tónlistarmenn frá Norðurlöndum
og Eystrasaltsríkjunum. Þá verða einnig
frumflutt ný verk eftir norræn tónskáld og
tónskáld frá Eystrasaltsríkjunum. Á efnis-
skránni verða jafnframt ýmsar perlur tón-
bókmenntanna og á þessari fyrstu hátíð
verða m.a. flutt verk eftir Schubert, Brahms,
Grieg, Mozart, Arensky, Ravel, o.fl.
Samstarf við Eystrasaltsríki
Steinunn sagði að hugmyndin væri m.a.
að kynna tónlist Norðurlandanna og stuðla
að menningarlegu samstarfí við Eystrasalts-
ríkin og fá erlenda gesti til liðs við þá inn-
lendu. I ár verða flytjendur Zila-píanókvart-
ettinn sem auk Steinunnar Bimu skipa
Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, Guð-
mundur Kristmundsson, lágfiðluleikari, og
Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari. Áðrir
flytjendur verða Þorsteinn Gauti Sigurðsson,
píanóleikari, og Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópr-
ansöngkona.
í vetur var vígður flygill í nýju kirkjunni
í Reykholti sem notaður verður á hátíðinni.
Hátíðin verður haldin ár hvert á Ólafs-
messu (þriðju helgina í júlí).
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Þjóðminjasafn íslands
Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda-
kirkjan í Noregi og á íslandi.
Listasafn íslands
yerk í eigu safnsins til sýnis út maí.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins-
sonar
Árbæjarsafn
í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja-
vík, ásamt ljóðum skálda.
Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyju-
gðtu 41
Sigríður Siguijónsdóttir, Takashi Homma til
15. júní.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Islensk myndlist til 31. ágúst.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða-
stræti 74
Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím
til loka maímánaðar.
Ráðhús Reykjavíkur
Ríkey Ingimundardóttir sýnir til 9. júní.
Gallerí Handverk og hönnun
Elísabet Thoroddsen sýnir peysur til 26. júní.
Gallerí Hornið
Hildur Waltersdóttir sýnir til 18. júní.
Gallerí Listakot
Nina Kerola sýnir til 14. júní.
Mokka - Skólavörðustíg
Helgi Sigurðsson sýnir til 6. júní.
Önnur hæð, Laugavegi 37.
Max Nenhaus sýnir út maí.
Gallerikeðjan - Sýnirými
Sýningar í maí: Galíerí sýnibox: Ragnheiður
Ragnarsdóttir. Gallerí Barmur: Bjarni H.
Þórarinsson. Gallerí Hlust: Hannes Lárusson.
Gallerí 20m2: Rúrí og ísak Eldh.
Gerðarsafn — Hamraborg 4 Kóp.
Anna-Eva Bergmann sýnir til 8. júní.
Gallerí Myndáss
Vilmundur Kristjánsson sýnir ljósmyndir til
31. maí.
Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf.
Sýning hönnunarnema Iðnskólans í Sverris-
sal til 2. júní. í Aðalsal er sýning á verkum
úr eigu safnsins.
Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70
Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
Birgir Snæbjarnar Birgisson og Sigtryggur
Bjarni Baldvinsson sýna til 8. júní.
Skúlptúr í eigu safnsins eftir Jón Gunnar
Árnason til 8. júní.
Norræna húsið - við Hringbraut.
Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön sýn.
til 11. júní.
Norrænir guilsmiðir sýna skartgripi til 8.
júní.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Roni Horn sýnir til 29. júní.
SPRON, Álfabakka 14, Mjódd.
Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst.
Byggðasafn Hafnarfjarðar
Undir Hamrinum — Af lífi hafnfírskrar al-
þýðu til 30. sept.
TONLIST
Laugardagur 31. mai.
Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir
halda tónl. f Norræna húsinu kl. 12.30.
György Sebök heldur tónleika í íslensku
óperunni kl. 16.
Gerrit Schuil leikur á píanó í Kirkjuhvoli
v/Vídalínskirkju kl. 17.
Sunnudagur 1. júní.
Kór íslensku óperunnar heldur tónl. kl. 16
og kl. 20.
Dómkórinn og Skólakór Kársness verða á
tónl. Kirkjulistahátíðar kl. 17 í Hallgríms-
kirkju.
Listdansskóli íslands heldur nemendasýn-
ingu í Þjóðleikhúsinu kl. 14.
Passíukórinn á Akureyri flytur Sköpunina
e. Joseph Haydn kl. 17 í íþróttaskemmunni
á Akureyri.
Þriðjudagur 3. júní.
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Sigurður Hall-
dórsson og Örn Magnússon halda tónl. kl.
20.30 í Listasafni Siguijóns Ólafssonar.
Þjóðleikhúsið
Fiðlarinn á þakinu lau. 31. maí, sun. 1.,
mið. 4., fös. 6. júní.
Köttur á heitu blikkþaki, fim. 5. júnl.
Listaverkið lau. 31. maí, sun. 1., fös. 6. júní.
Þjóðleikhúsið Listdansskóli ísíands, nem-
endasýning sun. 1. júní.
Borgarleikhúsið
íslenski dansflokkurinn 1. júní.
Dómínó lau. 31. maí.
Krókar og kimar, ævintýraferð um leikhús-
geymsluna frá 13-18 alla daga og til kl. 22
sýningardaga.
Loftkastalinn
Áfram Latibær lau. 31. maí.
Á sama tíma að ári lau. 31. maí.
Leikfélag Akureyrar
Vefarinn mikli frá Kasmír lau. 31. maí.
Hermóður og Háðvör
Að eilífu lau. 7. júní.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997