Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Page 3
LESBðK MORGUNBLAÐSENS ~ MENIMVG LlSilIt
21. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
EFNI
Jón ritstjóri
Guðmundsson var einn af frammámönn-
um þjóðarinnar á 19. öld og náinn vinur
og samstarfsmaður Jóns Sigurðssonar.
Kristín dóttir Jóns giftist dr. Harald
Krabbe í Kaupmannahöfn og þessi tengsl
við Krabbe-ættina áttu eftir að verða mik-
il og merkileg. Þetta er fyrsta greinin af
þremur um Jón Guðmundsson og Krabbe-
ættina eftir Einar Laxness.
Kortin
Nú leggja landsmenn land undir fót og
draga fram kortin, bæði gömlu herfor-
ingjaráðskortin og þau nýju frá Landmæl-
ingum Islands, sem gætu verið töluvert
betri ef meiri fjármunir væru settir í þau
eins og nýtt dæmi um kort af Fljótdalshér-
aði sýnir og sannar.
Húsin
Sl. vetur efndi Lesbók til könnunar á því
hjá völdum hópi, hver væru fegurstu hús
landsins. Eftir að sú könnun birtist, höfðu
ýmsir áhugasamir lesendur samband og
komu á framfæri eigin ábendingum. Nokkr-
ar þeirra birtast nú og ennfremur er ítar-
legri frásögn af breytingu á Skeggjastaða-
kirkju en hægt var að koma við sl. vetur.
Japan
var í brennidepli á nýafstaðinni bóka-
stefnu í París og rithöfundurinn Banana
Yoshimoto var aðalboðsgesturinn. Hrafn-
hildur Hagalín hitti hana að máli og í
samtalinu kemur í ljós, að þessi einfari í
bókmenntaheiminum er síður en svo ein-
mana sál.
Ingibjörg
Björnsdóttir er að láte af störfum sem
skólastjóri Listdansskóla íslands eftir
tuttugu ára starf. í samtali við Hildi
Einarsdóttur ræðir hún feril sinn, en
nafn hennar er samofið íslenskri listdans-
sögu. Hún er ein af þeim fyrstu hér á
landi til að fara utan til að fullnema
sig í listdansi. Þegar hún kom frá námi
við Skoska listdansskólann í Edinborg
árið 1963 eftir þriggja ára nám byijaði
hún strax að dansa í Þjóðleikhúsinu og
kenna og 1977 varð hún skólastjóri
Listdansskóla Þjóðleikhússins.
BOHEMAR í FÖRUM
Hið spávísa fólk með funa í augnasteinum
fór í gærdag burt; Það hélt á litlum ungum
á bakinu, eða beindi að körskum tungum
brjóstum sem hengu, full af unaði hreinum.
Karlar fara á fæti undir vopnum glæstum
fram með vögnunum, þjöppuðum venslaliði,
og líta um boga himins, höfugan af niði
frá horfnum sýnum, er þeir skildu næstum.
í fylgsni orpnu sandi snotur engispretta
sér þá fara hjá og glæðir sönginn netta.
Jörðin, sem ann þeim, yppir grænum hrammi,
slær vatn úr grjóti, og græðir eyðisanda,
og ganglerana blessar: nú sjá þeir opið standa
sitt velkunnuga móðurland í mistrinu frammi.
Þýð: Erlingur E. Halldórsson.
Charles Baudelaire, 1821-1867, var franskl Ijóðskóld sem lalinn er marko
upphaf symbólisma í Ijódogeró og hefur jafnvel haft óhrif ó nútímoljóólist.
Hann var einnig bókmennta- og myndlistargagnrýnandi. Þýðandinn er rithöf-
undur og kennari.
Forsíðumyndina tók Ásdís af nemendum Listdansskóla íslands.
RABB
UNDIRANN-
ARRA HATTI
EIR eru að verða umhverfís-
vænir hjá Tívolí í Kaup-
mannahöfn. Forstjórinn
réð sér umhverfisráðgjafa
og nú á að stefna á nýja
ímynd: það er nefnilega
ekki nóg að vera litríkur
og skemmtilegur. Þeir sem
ætla að vera í fararbroddi verða að vera
ábyrgir, horfa fram í tímann, hyggja að
högum þeirra sem á eftir koma. Góð
umgengni er að verða aðalsmerki, nauð-
synlegt þeim sem vilja láta taka mark á
sér. Þeir eru meira að segja að hugsa um
að láta táknmynd Tívolís, tindátahljóm-
sveitina á rauðu búningunum með loðhúf-
urnar, spila nótur af endurunnum nótna-
blöðum: „hvar sem þeir sjást um heiminn
munu þeir þar með kynna að Tívolí er
ábyrgt og umhverfisvænt“ segir forstjór-
inn heiðríkur með geislabaug. Ekki bara
Tívolí, hugsa ég, heldur allt sem danskt
er. Varla er það tilviljun að danskir fjöl-
miðlar Ijá þessari frétt slíka vængi að hún
ratar meira að segja inn á íslenskt stofu-
gólf.
Danir leggja upp úr því að fá á sig
umhverfisvænan stimpil, - það er þeirra
hagur. Því þannig blása vindar í dag, að
minnsta kosti meðal velmegunarþjóð-
anna. Krafan um sómasamlega umgengni
verður háværari með hverjum deginum
sem líður. Frá blautu barnsbeini fá verð-
andi þjóðfélagsþegnar nágrannalanda
okkar - og reyndar okkar eigin börn
ekki síður - þá uppfræðslu að mengun
sé af hinu illa. Það byrjar mildilega: menn
eiga að flokka sorp, koma batteríum
sómasamlega fyrir kattarnef, gefa mjólk-
urfernum eilíft líf, drepa á bílvél hvenær
sem færi gefst, fara með pappír í gáminn
úti á horni. Eftir því sem litla fólkinu vex
fiskur um hrygg, gerir það sér grein fyr-
ir að vandinn er miklu víðtækari: Við
þyrftum að vera meðvituð um þau áhrif
sem allar okkar gjörðir hafa á umhverfið.
Enn er langt í land - en þessi vitneskja
er komin til að vera - og henni mun
aukast ásmegin. Á því er ekki nokkur vafi.
Meðan íbúar Miklubrautar eru nánast
þeir einu sem kvarta undan mengun hér
á landi, kann að vera erfitt fyrir okkur
eyjarskeggjana að setja okkur í spor
meginlandsbúa sem geta ekki þverfótað
hver fyrir öðrum, dragandi dauðan fisk
úr gegnsýrðum ám og daunillt margnotað
loft niður í þreytt lungun. I Ruhr er hreint
loft ekki upp í nös á ketti. Þetta er jarð-
vegurinn sem flokkur Græninga sprettur
upp úr og dregur fylgi sitt frá. I Þýska-
landi hafa umhverfissinnar mikil pólitísk
áhrif - og ungt fólk er áberandi fylgis-
menn þeirra. Ungt og róttækt í dag. Mið-
aldra og valdamikið á morgun. Þannig
blása vindarnir.
Og feyktu hingað í síðustu viku sendi-
nefnd nýrra samtaka sem kalla sig Mar-
ine Stewardship Council. íslensku fjölm-
iðlarnir kalla þau Sjávarnytjaráðið. Þetta
er einstætt samstarf langstærstu um-
hverfisverndarsamtaka veraldar, World
Wide Fund for Nature, og alþjóðafyrir-
tækisins Unilever, sem kaupir um fjórð-
ung af öllum frosnum botnfiskafurðum í
Evrópu og Norður-Ameríku. Ólíkir sam-
herjar. En hagsmunir þeirra fara nægi-
lega saman til þess að þeir stofna af fullri
alvöru til samstarfs. Hagsmunir Unilever
eru eflaust margþættir í þessu sambandi
- en meðal annars standa þeir frammi
fyrir því, að á undanförnum misserum
hefur hver hryllingsfréttin rekið aðra í
víðlesnustu tímaritum heims um ástand
sjávar og fiskistofna. Fiskveiðum er líkt
við skynlausa útrýmingarherferð og
stóru orðin hvergi spöruð. Með öðrum
orðum: Neikvæð ímynd. Neikvæð ímynd
fiskveiða er andstæð hagsmunum allra
sem lifa á því að veiða fisk og selja hann
- það er þeim öllum í hag að snúa þeirri
mynd við.
Hvaða áhrif hefur þetta á okkur íslend-
inga? Hvar stöndum við? Er krafa um
bætta umgengni við hafið okkur ógn? Eða
getur hún reynst okkur styrkur? Sannleik-
urinn er sá, að við höfum gott orð á okk-
ur fyrir umgengni við hafið. Alþjóðlega
þykir fiskveiðistjórn tveggja ríkja bera
af. Þau eru Nýja-Sjáland ogísland. Hvað
sem okkur sjálfum finnst um fiskveiði-
stjórnunarkerfið, er til þess tekið erlendis
að innan íslenskrar lögsögu lúta fiskveið-
ar strangri stjórn sem er byggð á vísinda-
legri ráðgjöf. Vinnslan er með eindæmum
tæknivædd, varan í hæsta gæðaflokki.
Við njótum álits fyrir fagmennsku í sjáv-
arútvegi. Á næstu dögum verður undirrit-
aður samningur um það að Sjávarútvegs-
háskóli Sameinuðu þjóðanna verður falinn
íslendingum.
Orðspor okkar er sem sagt gott í hug-
um þeirra sem kunna að greina eina þjóð
frá annari í þessum efnum. Vandinn er
hins vegar að láta ekki setja sig undir
annarra hatt. Bera ekki annarra skömm.
íslendingar bera ekki ábyrgð á ofveiði
og illri meðferð Norðursjávar, svo nær-
tækt dæmi sé tekið. í ofureinfaldaðri
umfjöllun heimspressunnar var lítið hirt
um að hafa línur skýrar. Sú tegund frétta-
mennsku er okkur mjög hættuleg - við
eigum betra skilið og eigum að vinna að
því að skapa íslendingum skýra ímynd
ábyrgðar í veiðum og vinnslu. Skera okk-
ur úr - því það getum við. Heimsókn
Sjávarnytjaráðsins var þörf áminning um
að umhverfismálin krefjast athygli - en
þau þurfa ekki að vera okkur ógn. Við
höfum forskot sem við eigum að nýta
okkur. Krefjast verðskuldaðrar athygli
og viðurkenningar fyrir það sem við ger-
um vel, og bæta okkur þar sem á vant-
ar. Leiðina til þess veljum við sjálf.
Guðrún Pétursdóttir
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 3