Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Síða 5
ins, stefnuna frá árunum 1848-51, sem fólst
í innlendri landsstjóm og jafnrétti við Dani,
voru þeir einlægt sammála.
Þess skal getið sem dæmi um hvert mat
manna á Jóni Guðmundssyni var, að á hundrað
ára afmæli hans árið 1907 var hans minnzt í
flestum dagblöðum Reykjavíkur. Þá sagði Jón
Ólafsson, ritstjóri, í blaði sínu „Reykjavík", að
„frá miðbiki 19. aldar, fram að dánardægri
Jóns, vann enginn íslendingur þjóð sinni jafn-
mikið til nytsemdar sem hann, að Jóni Sigurðs-
syni einum fráskildum.“
3.
Jón Guðmundsson og Hólmfríður Þorvalds-
dóttir eignuðust þrjú böm, sem öll voru fædd
á Kirkjubæjarklaustri: Synirnir tveir, Þorvaldur
og Sigurður, og einkadóttirin Kristín, áður
nefnd, amma Helgu Krabbe.
Eldri sonurinn, Þorvaldur, var fæddur 3.
september 1837. Hann gekk menntaveginn,
lauk stúdentsprófi í Latínuskólanum, árið 1857,
fór síðan í læknisfræðinám í Kaupmannahöfn,
en hélt því síðan áfram í Reykjavík hjá Jóni
Hjaltalín, landlækni, og var útskrifaður hjá
honum haustið 1863. Sama haust varð hann
héraðslæknir í norðurhéraði Vesturamts, og
átti búsetu á ísafirði alla tíð. Hann var starf-
andi læknir til haustsins 1900, er hann fekk
lausn frá embætti. Á ísafirði var Þorvaldur
jafnframt póstafgreiðslumaður, bóksali og
sparisjóðsstjóri, en síðasta áratug ævinnar var
hann útibússtjóri Landsbankans í kaupstaðn-
um. Þorvaldur var vel metinn borgari á ísafirði
og lét mjög að sér kveða í félagslífi staðarins.
Hann var brautryðjandi skáklistarinnar hér-
lendis, talinn einn bezti skákmaður landsins á
sinni tíð, enda stundaði hann skákina á fræði-
legan hátt og fylgdist með því, sem erlendis
gerðist á því sviði, eins og getið er í fyrsta
íslenzka skáktímaritinu, „í uppnámi“, árið
1903. Þorvaldur lézt á ísafirði 24. júlí 1916,
tæplega 79 ára gamall.
Þorvaldur læknir var kvæntur Þórunni Jóns-
dóttur, prests á Gilsbakka Hjartarsonar, og
áttu þau sjö börn, fímm dætur og tvo syni.
Yngsta dóttir þeirra skal hér sérstaklega nefnd.
Hún hét Sigríður, var fædd 1875, og giftist
1902 jafnaldra sínum og frænda í Kaupmanna-
höfn, Thorvald Krabbe, verkfræðingi. Þeim
fæddist dóttir 25. ágúst 1904 og er þar komin
oftnefnd Helga Krabbe. Aðra dóttur eignuðust
þau frændsystkinin ,Thorvald og Sigríður, á
aðfangadag árið eftir, en sá sorglegi atburður
gerðist, að eiginkonan unga lézt af þeim barns-
förum, aðeins þrítug að aldri, en yngri dótt-
irin, skírð Sigrid, dó vorið eftir.
Af því, sem hér hefur verið frá greint, er
Þorvaldur læknir afi Helgu Krabbe, svo að
skyldleika sinn rekur hún til Jóns Guðmunds-
sonar og Hólmfríðar Þorvaldsdóttur bæði í
föðurætt og móðurætt. Þannig er það einnig,
að ekki aðeins Kristín, föðuramma Helgu, er
fædd á Kirkjubæjarklaustri, heldur líka móður-
afí hennar, Þorvaldur læknir.
Yngri sonur Jóns og Hólmfríðar, Sigurður,
var eins og systkini hans fæddur á Kirkjubæjar-
klaustri, 31. janúar 1839. Hann lærði ungur
beykisiðn og stundaði hana um skeið. Arið
1874 réðst hann í stöðu fangavarðar við ný-
reist fangahús við Skólavörðustíg í Reykjavík,
sem hann gegndi síðan allar götur til ársins
1907. Sigurður þótti löngum atorkumikill
starfsmaður, áhugamaður um bindindissemi,
sundmaður góður, og frumheiji skákiðkunar,
líkt og bróðir hans.
Sigurður fangavörður var tvígiftur. Með
fyrri konu sinni, Þuríði Guðmundsdóttur (d.
1866), átti hann eina dóttur, Hólmfríði (f.
1864), sem að móður sinni látinni, var tekin
hálfsannars árs í fóstur til ömmu sinnar og
afa, Hólmfríðar og Jóns Guðmundssonar. Síð-
ari kona Sigurðar var dönsk að ætt, Marie
Nissen. Þau eignuðust 8 börn, sem upp kom-
ust, 4 syni og 4 dætur. Auk þess átti hann
eina dóttur utan hjónabands. Af Sigurði er
kominn mikill ættbogi. Ekki er unnt að til-
greina allt það fólk, en þó langar mig að nefna
hér sérstaklega þrjú barnabörn hans. Sonur
elztu dótturinnar, Hólmfríðar, var Jón G(uð-
mundsson) Maríasson (f. 1898), sem lengi var
bankastjóri Landsbankans, síðar Seðlabank-
ans. Einn sonarsonur og alnafni var Sigurður
Jónsson (1910-86), alltaf kallaður Siggi flug,
enda fyrsti íslenzki atvinnuflugmaðurinn. Þá
vil ég nefna annan sonarson, Harald Ágústs-
son (f.1910), fyrrverandi yfirkennara við Iðn-
skólann í Reykjavík, og sérfræðing á sviði
viðarfræði, en hann var svo vinsamlegur á
sínum tíma að hafa samband við mig og færa
mér „Niðjatal“ ættmenna sinna, sem Thorvald
Krabbe, frændi hans, gaf út árið 1913. - Sig-
urður Jónsson, fangavörður, lézt í Reykjavík
21. apríl 1909, sjötugur að aldri.
4.
Þá er röðin komin að yngsta barni Hólmfríð-
ar og Jóns Guðmundssonar, Kristínu, föð-
urömmu Helgu Krabbe, en ummæli Helgu í
áðurgreindri blaðafrétt urðu tilefni þessara
skrifa minna. Kristín, eina dóttir klausturhald-
arahjónanna á Kirkjubæjarklaustri, fæddist þar
HÚS Jóns Guðmundssonar í Aðalstræti 6 (fremst til
vinstri). Teikning eftir dr. Harald Krabbe.
25. maí 1841. Hún var sex ára gömul, þegar
foreldrar hennar og bræður fluttust til Reykja-
víkur, þar sem faðir hennar gerðist aðstoðar-
maður Stefáns Gunnlaugssonar, land- og bæj-
arfógeta. Þau settust að í húsi við Aðalstræti,
reist á tímum Innréttinganna á síðari hluta
18. aldar, nefnt lóskurðarstofan, en hafði síðar
verið bústaður nokkurra landfógeta og loks
notað til barnaskólahalds, þar til Jón og Hólm-
fríður keyptu það.
Á þessum stað í hjarta bæjarins óx Kristín
litla Jónsdóttir úr grasi, eftirlæti foreldra sinna
og eldri bræðra. Stundum hafði hún mátt sjá
á bak föður sínum frá heimilinu um alllangan
tíma, þegar hann dvaldist í Kaupmannahöfn
veturinn 1848-49, svo og veturinn 1849-50,
þegar hann gegndi starfí sýslumanns í Skafta-
fellssýslu og hafði aðsetur í Norður-Vík í Mýr-
dal, en fjölskyldan var í Reykjavík. Þegar hann
fór svo til Kaupmannahafnar haustið 1850 til
vetrardvalar í því skyni að ljúka prófí í dönsk-
um lögum, tók hann konu sína og dótturina,
þá níu ára gamla, með sér. Það voru fyrstu
kynni Kristínar litlu af borginni við Sundið,
þar sem síðar átti eftir að vera heimkynni
hennar um nær fjóra áratugi.
Þennan vetur í Kaupmannahöfn styrkir
hún betur kynnin við Jón forseta og Ingi-
björgu, konu hans, sem höfðu hafizt,
þegar þau urðu vinafólk foreldra hennar
og heimsóttu tíðum heimilið í Reykjavík
á þingárunum eftir 1845. Þá urðu þeir
Jónarnir nánir samheijar í stjómmálum
og persónulegir vinir. Hún hefur auðvitað
verið alin upp í aðdáun á Jóni forseta, og það
fór líka vel á með þeim alla tíð. Hann kallaði
hana alltaf „sinn góða vin“, og þau skrifuðuzt
á. Þær mæðgur, Hólmfríður og Kristín, hafa
einnig dvalizt um tíma í Kaupmannahöfn vetur-
inn 1851-52, þegar Jón Guðmundsson fór á
konungsfund, og þær hafa komið með 'honum
aftur heim um vorið.
Það er dálítið gaman, að a.m.k eitt lítið bréf
hefur varðveitzt í fórum Jóns Sigurðssonar frá
Kristínu litlu, skrifað þegar hún er nýkomin
heim frá Höfn, 21. maí 1852. Þá er hún að
verða ellefu ára. Hún skrifar eftirfarandi (með
hennar stafsetningu):
„Minn góði vin. Þó jeg ekki kunni að skriva,
verð jeg þó endilega einusinni að skriva mínum
góða vin eina línu. Við vórum ekki nema 12
daga á sjónum núna, enn hefðu þér verið
með, þá mundum við hava orðið 4um sinnum
12 daga, samt var jeg altaf að gráta þegar
við komum nærri landi, því það var bæði þoka
og regn því þá gat jeg ekki brúkað fallega
Hattinn minn rauða, enn það varð sólskin og
blíða . Við búum í Aðalstræti Nr. 6 á fyrsta
sal, M.Gr. [Magnús Grímsson] í stofunni og
Kötturinn á öðrum sal, eða sem dónarnir kalla
hanabjálkalopt. Jeg ætla að byðja yður um að
kaupa fyrir mig og senda mjer með næstu
ferð Comidíuna „Abekatten" og legg hjer inn-
aní 2 Mörk og ef það ekki er nóg. ætla þjer
[?] að gjöra svo vel að borga það sem vantar.
Jeg byð kærlega að heilsa öllum, einkum frúnni
og Sigríði. Yðar góði vin. Stína Jónsdóttir".
Vorið 1852, þegar þau komu heim frá Höfn,
var faðir Kristínar atvinnulaus vegna atvinnu-
banns stjórnvalda í kjölfar þjóðfundar. Þá um
sumarið var honum falin ritstjórn Þjóðólfs, eina
blaðsins í bænum löngum. Þar með var heimil-
ið í Aðalstræti 6 staðsett um þjóðbraut þvera,
þar sem ritstjórann, alþingismanninn og helzta
þjóðfrelsisfyrirliðann í bænum var að finna í
einni og sömu persónu. Þessi óvenjulegi lífs-
máti, sem fjölskylda Kristínar hefur mátt búa
við, hefur gert æskudaga hennar sérstæða og
sett með einhveijum hætti mark sitt á þroska-
feril hennar.
Kristín Jónsdóttir hefur ekki átt þess kost
að setjast á skólabekk, þar sem enginn barna-
skóli var við lýði í Reykjavík á uppvaxtarárum
BREF frá Kristínu Jónsdóttur til Jóns for-
seta, dagsett 21. mai 1852, þegar hún var
nýkomin heim frá Kaupmannahöfn með
foreldrum sínum, 11 ára gömul.
hennar, og kom ekki fyrr en árið 1862, en þá
var hún orðin tvítug. Faðir hennar hafði barizt
fyrir stofnun bamaskóla, strax og hann settist
í bæjarstjórn 1856, en það tók sinn tíma. Þrátt
fyrir það varð Kristín ein af „bezt menntuðu
stúlkum hér í bæ á þeim árum“, að sögn Guð-
rúnar Borgfjörð. Hún hefur auðvitað lært hjá
foreldrum sínum og einnig notið kennslu einka-
kennara, því að hún mun hafa talað, auk
dönsku, bæði ensku og frönsku. Enn fremur
var hún vel að sér til handanna, stundaði hann-
yrðir og saumaskap, og hefur þar óefað notið
tilsagnar móður sinnar, sem þótti kunnáttu-
manneskja á þá grein.
Foreldrar Kristínar hafa ekkert viljað til
spara, að einkadóttir þeirra hlyti hina beztu
fáanlegu menntun þess tíma. Jafnvel tónlist
var þar ekki undanskilin, og sú staðreynd tjáir
raunar meira um menningarstig þessara merku
hjóna en nokkuð annað, því að um miðja 19.
öld var tónlistarkunnátta og hljóðfæraiðkun í
landinu á algeru frumstigi. Þess vegna er
skemmtilegt í þessu sambandi að segja hér
litla sögu af Kristínu Jónsdóttur: Vorið 1855
verður hún 14 ára gömul og á að fermast,
eins og lög gera ráð fyrir: Undirbúningurinn
er hafínn snemma árs, einkadóttirin á að kom-
ast í kristinna manna tölu með þeim hætti, sem
bezt verður á kosið og ekkert skal til sparað.
Þess vegna ritar Jón Guðmundsson vini sínum,
Jóni Sigurðssyni í Kaupmannahöfn, eftirfar-
andi 26. febrúar:
„Þinn góða vin, stelpuaugasteininn minn, á
nú að ferma í vor [... ] eg vildi gefa dóttur
góðri gott pianoforte á fermíngardag hennar,
og fel eg nú þér að kaupa það, svo gott og
þó meðfram billega sem fæst [... ] Berggren
[danskt tónskáld og þjóðlagasafnari], sem eg
er svolítið málkunnugur, mundir þú fá til ráða-
neytis með þér, ef þú vildir og bærir honum
kveðju mína; eða þá einhvem annan áreiðanleg-
an musicus, sem þú þekkir; síður vil eg kaupa
brúkað, nema því áreiðanlegra og vissara væri,
að það væri óskemmt að öllu og gott hljóð-
færi [... ] „Skólann" fyrir pianoforte og smá-
stykki auðveld vildi eg gæti fylgt með, ef fé
væri til eða fengist á krít [. .. ] Eg vil ekki
láta dóttur góða vita neitt af þessu fortep. fyr
en hún kemur heim úr kirkjunni [...]“ Síðan
koma fýrirmæli um að láta þetta fara leynt -
“og hefír það annað hvort í þínu fari með póst-
skipi, ef þú kemur með því sjálfur, eða sendir
það með því undir þínu nafni og biður með
línu Einar prentara að lofa því að standa í
stofu sinni, þángað til þú komir eða gjörir um
það ráðstöfun . Stilhoff [skipstjóra] hef eg
talað við um að flytja það fyrir þig með maí-
ferðinni [...]“.
Flest hefur þetta gengið eftir, og ekki til lít-
ils ætlazt af Jóni forseta að standa í svona út-
vegi og hafa heilt píanó með sér í farteskinu,
en sýnir gagnkvæma vináttu þeirra nafna. Hitt
var svo annað mál, að þetta sumar kom Jón
forseti alls ekki til þings, raunar í fýrsta sinn,
en ekki fara sögur af píanóflutningi frekar.
Kristín litla hefur fengið sitt hljóðfæri á ferming-
ardaginn og getað fljótlega farið að læra „skól-
ann“ og spila „smástykki auðveld". Fullyrða
má, að þau heimili hafí mátt telja á fingrum
annarrar handar, sem á þessum tíma höfðu af
slíkum merkisgrip að státa sem píanó var.
5.
Til þess að sýna enn betur
úr hvaða jarðvegi Kristín, móðir
þeirra Krabbebræðra og amma
Helgu Krabbe, var sprottin, lang-
ar mig til að skjóta hér inn í þessa
frásögn um dótturina í Aðalstræti
6 nokkrum orðum um hið einstæða
heimili foreldra hennar, hvílíkt það
var og hvaða menningarhlutverki
það gegndi sem minnisstæður og
fastur punktur í lífí smábæjarins, þar
sem tilveran mótaðist að öðru leyti
af hversdagslegu brauðstriti fyrir
langflesta. Lífið í húsi frú Hólmfríðar
og Jóns Guðmundssonar var þess eðlis,
að það hefur sett mark sitt á alla, sem
þangað komu, og þá ekki sízt dótturina
unga, sem þar óx úr grasi, ásamt bræð-
rum sínum og öðrum meðlimum fjölskyld-
unnar, en þetta unga fólk hafði að sjálf-
sögðu sitt aðdráttarafl fyrir gesti og gang-
ándi. Björn Bjarnason frá Viðfirði, tengda-
sonur Þorvalds læknis, segir svo m.a. í eftir-
mælum um Kristínu í „Óðni“, 1911:
„Þetta bjarta æskuheimili frú K. hefur
eflaust átt mikinn þátt í því, hvílík afburða-
kona hún varð, hversu hún jafnan dreifði yl,
gleði og göfgi kringum sig, gróf upp gullið í
mannssálunum og örvaði gjörvileikaþrá þeirra,
ekki með siðvendnis fortölum, heldur ósjálfrátt
með viðmóti sínu og viðræðum, hvers efnis sem
voru. Þegar í föðurhúsum var hún lífíð og sálin
í glaðværð unga fólksins, innan húss og utan,
enda víða vel sjeður gestur."
Þess er að geta, að auk fjölskyldunnar í
Aðalstræti 6 voru þar til heimilis þijú fóstur-
börn: Hólmfríður Björnsdóttir (f.1842), bróður-
dóttir Hólmfríðar húsfreyju, og Ólafur Rós-
enkranz (f.1852), sonur hálfbróður húsbóndans
(þau urðu hjón), ennfremur bættist í hópinn
árið 1866 Hólmfríður („Utla-Fríða“, f. 1864),
dóttir yngri sonarins, Sigurðar, sem áður hefur
verið hér getið.
Jón Guðmundsson var fjárhaldsmaður
margra skólapilta, og sumir þeirra voru kost-
gangarar á heimilinu. Um þingtímann borðuðu
þar „ævinlega allmargir þingmenn, og oft var
rifízt við borðið", segir Guðrún Borgijörð í
„Minningum" sínum, en hún var meira og
minna viðloðandi heimilið í æsku, m.a til að
gæta „Litlu-Fríðu“. Enn fremur var heimilið
griðastaður annars ungs fólks, sem einmitt kom
til að hitta yngri kynslóðina, eða skálda og
listamanna og annarra andans manna þessa
tíma, sem kunnu vel að meta þann glaðværa
brag, sem yfír þessu heimili var, og hið menn-
ingarlega, borgaralega fijálslyndi, blandið ís-
lenzkri þjóðemisvakningu tímans, sem sveif
yfir vötnunum og kom fram í umræðum um
listir og stjórnmál.
Reglulega hvert sunnudagskvöld á vetrum
var safnazt saman á heimilinu í Aðalstræti 6
við söng og hljóðfæraslátt, stundum dansað,
menn hlýddu á innlendan og erlendan skáld-
skap, sögur og ljóð, og ræddu bókmenntir.
Húsbóndinn kunni að segja frá leiklist, eins
og hann hafði kynnzt henni í Kaupmanna-
höfn, þjóðsögur og önnur forn fræði hafði frú
Hólmfríður sérstaklega á takteinum og kvaðst
á við gestina, farið var í leiki, spilað og þreytt
skáktafl, sem þeir bræðurnir á heimilinu léku
af meiri list en aðrir í bænum. í fábreyttu
félagslífi smábæjarins á þessum tíma var vel
þegið að eiga athvarf á slíku heimili, eins og
þeirra Hólmfríðar og Jóns Guðmundssonar.
Það hefur áreiðanlega kunnað að meta sá
framsýni listamaður, Sigurður málari, sem
átti við harðan kost að búa vegna fátæktar
og afskiptaleysis, jafnvel fyrirlitningar sam-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 5