Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Síða 10
SKEGGJASTAÐAKIRKJA í Bakkafirði hlaut maklega tilnefningu í könnuninni sl. vetur. Bjarni Ólafsson, sem er lesendum Morgunblaðsins vel kunnur, hefur sent Lesbók línu með frekari upplýsingum um þessa fögru kirkju og viðbyggingu við hana. Bjarni segir svo: „ Yfirsmiður kirkjunnar kom frá Akureyri og hét Guðjón Jónsson. Með honum kom timbursmíðapiltur frá Grund i Eyjafirði, Jón Jónsson að nafni. Þeir voru tæpar 14 vikur að byggja kirkjuna árið 1845. Stilinn má rekja til Eyjafjarðar. Auk þeirra komu tvier aðrir til starfa um skemmri tíma. Skeggjastaðakirkja er með merkari timburhúsum frá síðustu öld. Járn hefur aldrei verið sett á þak hennar. Hún er vel gerð að innan sem utan. Gunnar Gunnarsson hefur að öllum líkindum haft þessa kirkju sem fyrirmynd er hann skrifaði Fjallkirkjuna. Afi hans og amma bjuggu á Bakka, sem Bakkaflói tekur nafn af. í sögunni átti Uggi afa og ömmu á Knerri. Árið 1960 bað séra Sigurður Pálsson, síðar vígslubiskup, mig um að taka að mér viðgerð Skeggjastaðakirkju. Ég fór til fundar við hann og hann útskýrði fyrir mér hug- mynd um að stækka Skeggjastaðakirkju lítið eitt um leið og gert væri við hana. Séra Sigurður lagði áherslu á, að þessari litlu, gömlu kirkju mætti í engu breyta, heldur byggja út úr hlið hennar lítið skrúðhús og turn. Eg teiknaði síðan upp kirkjuna í réttum hlutföllum. Hún er að lengd 14 álnir og 4 þumlungar, að breidd 8 álnir og lakir 7 þumlungar, en hæðin mæld á austurstafni er 9 álnir. Síðan teiknaði ég eftir hugmynd séra Sigurðar Pálssonar útbyggingu út frá norðurhlið kirkjunnar og turn í miðju útbyggingarinnar, hvorttveggja eftir minni hug- mynd. Þetta var allt unnið í samráði við þjóðminjavörð, Kristján Eldjárn, og Sigurbjörn Einarsson biskup. Þeim leist vel á hugmyndina og var hún send á teiknistofu húsam- eistara ríkisins til staðfestingar. Þar var teikningin endurgerð með svolitlum breyting- um, t.d. voru turnstoðir látnar halla aðeins inn að ofan og klæðning var strikuð. Báðar teikningarnar eru til hjá embætti húsameistara ríkisins. Mín teikning er undirrituð af mér en hin er ómerkt. Viðgerðin var síðan unnin, gert við grind og klæðningu og þess vandlega gætt, að allt væri með sama hætti og áður var, svo sem borðabreidd á klæðningu, frágangur á þakklæðningu o.s.frv. Kirkjan var síðan máluð að innan sem utan af Jóni Björnssyni málarameistara og kona hans, Gréta Björnsson listmálari, skreytti kirkjuna hóflega að innan með máluðum mynsturbekkjum og kirkjulegum táknum. “ Ljósm.Lesbók/Þorkell. HVERFISGATA 18 er gegnt Þjóðleikhúsinu; það er húsið með turnunum tveimur sem Reykvíkingar hafa haft fyrir augunum mestalla öldina, eða síðan 1904, að Magnús Th. S. Blöndal húsasmíðameistari og athafnamaður i' Reykjavík byggði það. Sjálfur hefur hann áritað teikningar og er að öllum líkindum höfundur hússins. Húsið var byggt fyrir Pétur Brynjóifsson, konunglegan Ijósmyndara, en síðan 1930 hefur það verið í eigu fyrirtækisins Jóhann Ólafsson 8t Co, sem þó er flutt á annan stað. I fyrra var húsið gert upp og lítur glæsilega út. Nú er þar vinnustofa Sigurgeirs Sigurjónssonar Ijósmyndara, en fyrirtækið Miðbæjarradíó er í helmingi hússins. Þetta hús vildu nokkrir áhugasamir lesendur telja meðal 10 fegurstu húsa landsins, ekki sfzt eftir endurgerðina sem lýsir lofsverðri virðingu fyrir verðmætum af þessu tagi. Ljósm.lesbók/Golli SÓLEYJARGATA11 ber það sannarlega ekki með sér að húsið hafi verið byggt í svörtustu kreppunni, 1931-32. Húsið hlauttilnefningu í umfjöllun Lesbókar sl. vetur, en eitthvað skol- aðist til með höfundinn. Hann er ekki Einar Erlendsson eins og sagt var, heldur Sigurður Guðmundsson og leiðréttist það hér með. Húsið var upphaflega teiknað fyrir fröken Ragn- heiði Thorarensen. HÖFÐI varð frægasta hús íslands frá og með leiðtogafundinum 1986 og ekki hefur verið reynt að byggja eftirlíkingu af neinu öðru íslenzku húsi í öðrum heimsálfum, en ein slík reis í Japan. Það er þó ekki vegna þessarar frægðar Höfða, að fleiri en einn og fleiri en tveir lesendur lýstu undrun sinni á því að sjá ekki Höfða neinsstaðar hjá þeim sem völdust til þess að út- nefna fegurstu húsin. Þeim fannst einfaldlega að Höfði væri með fallegustu húsum landsins og víst er um það, að fá hús í Reykjavík hafa fengið slíkt rými í kringum sig og aðstæður til að njóta sín. Ekki er Ijóst hver hefur hannað Höfða, en sá mun vera enskur. Húsið var byggt 1919 sem bústaður fyrir konsúl Frakka, en síðar komst húsið í eigu Einars skálds Benediktsson- ar, sem nefndi það Héðinshöfða eftir æskuheimili sínu á Tjörnesi. GRETTISGATA 11 er eitt af þessum tignarlegu, bárujárnsklæddu timburhúsum frá fyrsta áratugi aldarinnar. Lesandi sem sendi myndina kveðst fæddur í húsinu 1911. Það var Jens Eyjólfsson byggingarmeistari sem byggði húsið, líklega 1910 og að öllum líkindum teiknaði hann það Ifka. Á teikningunni, sem varðveitt er hjá byggingarfulitrúanum í Reykjavík, hefur nafn höfundarins máðst út; þó má lesa ólfsson, sem bendir til að það sé sami Jens. Hann gerði sfðan breytingar, eða skreytingar, á hliðina sem snýr út að Grettisgötu og eru þær teikningar greinilega áritaðar af Jens Eyjólfssyni. Hér hefur mikil atúð og vinna verið lögð í að smíða gluggaumbúnað, en það sem framar öðru setur sérkennilegan svip á húsið eru skreytingar, smíðaðar úr timbri, á göflunum. JÓFRÍÐARSTAÐIR í Hafnarfirði, viðbygging við klaustur Karmelsystra eftir Knut Jeppesen, var maklega tilnefd í könnuninni sl. vetur. En svarið sem tekið var niður meö símtali, skolaðist til og varð Jósefsspítali, sem er eins og menn vita einnig í Hafnarfirði og prýðileg bygging, en Knut Jeppesen kom þar hvergi nærri. Eru hann og lesendur beðnir velvirðingar á þessum ruglingi. FEGURSTU HÚSIN -SIÐBUNAR TILNEFNINGAR OG ATHUGASEMDIR- Leitin að fegurstu húsum landsins fór fram í Lesbók 22. febrúar og 1. marz og vakti tölu- verða athygli og hefur án efa orðið til þess að vekja athygli á ýmsum prýðilega vel gerð- um byggingum sem við höfum ekki veitt nægilega eftirtekt. Það fór hinsvegar svo eins og við mátti búast, að áhugamenn um hús töldu að ómaklega væri gengið framhjá húsum í alfremstu röð, eða að þau hefðu gleymst af einhverjum ástæðum. Einnig voru þeir til, sem lýstu undrun sinni og jafnvel hneykslan yfir því sem valizt hafði á listana yfir 10 fegurstu hús landsins. Það var tekið fram með þessari umfjöllun í febrúar og marz og skal áréttað hér, að fátt eru menn eins innilega ósammála um og það, hvort hús séu falleg. Það kom í ljós í tilnefningunum, að þær dreifðust á miklu fleiri hús en við hefði mátt búast. Nokkrir áhugamenn um byggingar hafa síðan haft samband við Lesbók og beðið blað- ið um að koma á framfæri tilnefningum, sem að sjálfsögu er utan dagskrár, því málinu var í raun lokið með birtingu tilnefninganna, þar sem Húsavíkurkirkja, Safnahúsið við Hverfis- götu og Norræna Húsið fengu bezta útkomu. Það er hinsvegar sjálfsagt að koma á fram- færi fáeinum tilnefningum til viðbótar og einn- ig athugasemdum sem bárust. GS. 1 'i' M ' . i Mmmmímm M ^J§j i aa lÉfi I BB ■■ -1 mi i Stii > i | S ■■; m L i |s wmmm m > ■! f ■ i; ; ttam otus / nl. Ljósm.Lesbók/Þorkell BORGARBÓKASAFNIÐ í Þingholtsstræti er í virðulegu húsi frá 2. áratugi aldarinnar, en nýtur sín ekki sem bezt vegna þess að gatan er þröng og önnur hús, svo og hávaxin tré þrengja að því og eiga sinn þátt í því að erfitt er að ná af því góðri mynd. Nokkrir lesendur bentu á þetta hús, sem Einar Erlendsson arkitekt teiknaði 1915-16, og töldu það verðskulda að vera talið í fremstu röð. Undir það skal tekið hér, að þetta er vel teiknað hús og gestir á Borgarbókasafni hafa líka tekið eftir þeim glæsibrag sem þar hlýtur að hafa verið innan dyra þegar búið var í húsinu. Eitt af því sem undirstrikar þann glæsibrag er mun meiri lofthæð en tíðkast að hafa i íbúðarhúsum á síðari áratugum. Ljósm.Lesbók/Þorkell. LAUGARNESKIRKJA er ein þeirra bygg- inga sem sumum lesendum þótti ómak- lega gengið framhjá í tilnefningum á 10 fegurstu húsum landsins. Enginn efi er á því að mörgum þótti Laugarneskirkja fylli- lega koma til álita; hún er eins hreinleg í formi og hugsast getur og kannski mód- ernískari en flest önnur hús Guðjóns Samúelssonar. Eins og einhverjir muna ef til vill, urðu hús Guðjóns langflest af húsum einstakra arkitekta, sem tilnefningu hlutu. TVÖ ÍBÚÐARHÚS á Akureyri voru tilnefnd og fengu eitt atkvæði hvort. Nú hefur les- andi sent myndina sem hér fylgir og til- nefnt þriðja húsið á Akureyri, einbýlishús- ið að Byggðavegi 123. Hér hefur verið unnið í anda módernismans, en upphaf- lega teiknaði Birgir Ágústsson verkfræð- ingur húsið. Viðbót við það teiknaði Svan- ur Eiríksson arkitekt. Um skreytinguna á framhliðinni, sem segja má að sé abstrakt skúlptúr, eru ugglaust skiptar skoðanir um, en einnig hún er módernísk og rímar við húsið að öðru leyti. Laglega er farið með liti og húsið fer vel í þessu umhverfi. Ljósm.Guðmundur Ingólfsson. BARÐAVOGUR 13, íbúðarhús og vinnustofa Kristjáns Davíðssonar listmálara, var með- al þeirra húsa sem hlutu tilnefningu f umfjöllun Lesbókar sl. vetur. Málarinn var hinsveg- ar ekki ánægður með myndina sem birtist af húsinu og má til sanns vegar færa, að hún hafi engan veginn gefið nógu góða hugmynd um húsið og listræn tök arkitekts- ins, Manfreðs Vilhjálmssonar. Eftir að hafa fengið mun betri mynd er Lesbók sönn ánægja að geta sýnt betur hversu fagurt þetta hús er. t' 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. MAÍ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.