Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Blaðsíða 10
FEGURSTU HÚSIN SIÐBUNAR TILNEFNINGAR OG ATHUGASEMDIR- Leitin að fegurstu húsum landsins fór fram í Lesbók 22. febrúar og 1. marz og vakti tölu- verða athygli og hefur án efa orðið til þess að vekja athygli á ýmsum prýðilega vel gerð- um byggingum sem við höfum ekki veitt nægilega eftirtekt. Það fór hinsvegar svo eins og við mátti búast, að áhugamenn um hús töldu að ómaklega væri gengið framhjá húsum í alfremstu röð, eða að þau hefðu gleymst af einhverjum ástæðum. Einnig voru þeir til, sem lýstu undrun sinni og jafnvel hneykslan yfir því sem valizt hafði á listana yfir 10 fegurstu hús landsins. Það var tekið fram með þessari umfjöllun í febrúar og marz og skal áréttað hér, að fátt eru menn eins innilega ósammála um og það, hvort hús séu falieg. Það kom í Ijós í tilnefningunum, að þær dreifðust á miklu fleiri hús en við hefði mátt búast. Nokkrir áhugamenn um byggingar hafa SKEGGJASTAÐAKIRKJA í Bakkafirði hlaut maklega tilnefningu í könnuninni sl. vetur. Bjarni Ólafsson, sem er lesendum Morgunblaðsins vel kunnur, hefur sent Lesbók línu með frekari upplýsingum um þessa fögru kirkju og viðbyggingu við hana. Bjarni segir svo: „ Yfirsmiður kirkjunnar kom frá Akureyri og hét Guðjón Jónsson. Með honum kom timbursmíðapiltur frá Grund í Eyjafirði, Jón Jónsson að nafni. Þeir voru tæpar 14 vikur að byggja kirkjuna árið 1845. Stilinn má rekja til Eyjafjarðar. Auk þeirra komu tvier aðrir til starfa um skemmri tíma. Skeggj'astaðakirkja er með merkari timburhúsum frá sfðustu öld. Járn hefur aldrei verið sett á þak hennar. Hún er vel gerð að innan sem utan. Gunnar Gunnarsson hefur að öllum likindum haft þessa kirkju sem fyrirmynd er hann skrifaði Fjallkirkjuna. Afi hans og amma bj'uggu á Bakka, sem Bakkaflói tekur nafn af. í sögunni átti Uggi afa og ömmu á Knerri. Árið 1960 bað séra Sigurður Pálsson, síðar vígslubiskup, mig um að taka að mér viðgerð Skeggjastaðakirkju. Ég fór til fundar við hann og hann útskýrði fyrir mér hug- mynd um að staekka Skeggjastaðakirkju lítið eitt um leið og gert vaeri við hana. Séra Sigurður lagði áherslu á, að þessari litlu, gömlu kirkju mætti í engu breyta, heldur byggja út úr hlið hennar lítið skrúðhús og turn. Eg teiknaði síðan upp kirkjuna i réttum hlutföllum. Hún er að lengd 14 álnir og 4 þumlungar, að breidd 8 álnir og lakir 7 þumlungar, en hæðin mæld á austurstafni er 9 álnir. Síðan teiknaði ég eftir hugmynd séra Sigurðar Pálssonar útbyggingu út frá norðurhlið kirkjunnar og turn í miðju útbyggingarinnar, hvorttveggja eftir minni hug- mynd. Þetta var allt unnið í samráði við þjóðminjavörð, Kristján Eldj'árn, og Sigurbjörn Einarsson biskup. Þeim leist vel á hugmyndina og var hún send á teiknistofu húsam- eistara rikisins til staðfestingar. Þar var teikningin endurgerð með svolitlum breyting- um, t.d. voru turnstoðir látnar halla aðeins inn að ofan og klæðning var strikuð. Báðar teikningarnar eru til hjá embætti húsameistara ríkisins. Min teikning er undirrituð af mér en hin er ómerkt. Viögerðin var síðan unnin, gert við grind og klæðningu og þess vandlega gætt, að allt væri með sama hætti og áður var, svo sem borðabreidd á klæðningu, frágangur á þakklæðningu o.s.frv. Kirkjan var síðan máluð að innan sem utan af Jóni Björnssyni málarameistara og kona hans, Gréta Björnsson listmálari, skreytti kirkjuna hóflega að innan með máluðum mynsturbekk/um og kirkjulegum táknum." síðan haft samband við Lesbók og beðið blað- ið um að koma á framfæri tilnefningum, sem að sjálfsögu er utan dagskrár, því málinu var í raun lokið með birtingu tilnefninganna, þar sem Húsavíkurkirkja, Safnahúsið við Hverfis- götu og Norræna Húsið fengu bezta útkomu. Það er hinsvegar sjálfsagt að koma á fram- færi f áeinum tilnefningum til viðbótar og einn- ig athugasemdum sem bárust. GS. HVERFISGATA 18 er gegnt Þjóðleikhúsinu; það t eða síðan 1904, að Magnús Th. S. Blöndal húsasn er að öllum líkindum höfundur hússins. Húsið va eigu fyrirtækisins Jóhann Ólafsson & Co, sem þó Sigurgeirs Sigurjónssonar Ijósmyndara, en fyrirta meðal 10 fegurstu húsa landsins, ekki s Ljósm.lesbók/Golli SÓLEYJARGATA11 ber það sannarlega ekki með sér að húsið hafi verið byggt f svörtustu kreppunni, 1931-32. Húsið hlauttilnefníngu í umfjöllun Lesbókar sl. vetur, en eitthvað skol- aðisttil með höfundinn. Hann er ekki Einar Erlendsson eins og sagt var, heldur Sigurður Guðmundsson og leiðréttist það hér með. Húsið var upphaflega teiknað fyrir fröken Ragn- heiði Thorarensen. GRETTISGATA 11 er eitt af þessum tignarlegu, bárujárnsklæddu timburhúsum frá fyrsta áratugi aldarinnar. Lesandi sem sendi myndina kveðst fæddur í húsinu 1911. Það var Jens Eyjólfsson byggingarmeistari sem byggði húsið, líklega 1910 og að öllum líkindum teiknaði hann það líka. Á teikningunni, sem varðveitt er hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík, hefur nafn höfundarins máðst út; þó má lesa ólfsson, sem bendir til að það sé sami Jens. Hann gerði síðan breytingar, eða skreytingar, á hliðina sem snýr út að Grettisgötu og eru þær teikningar greinilega áritaðar af Jens Eyjólfssyni. Hér hefur mikíl alúð og vinna verið lögð í að smíða gluggaumbúnað, en það sem framar öðru setur sérkennilegan svip á húsið eru skreytingar, smíðaðar úr timbri, á göflunum. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31.MAÍ1997 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.