Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1997, Qupperneq 20
KAPELA Krakowska setur svip á borgartorgið. ÞEMA Kraká er hið andiega í listinni. ÞAR SEM STRAUMAR MÆTAST ÞARSEM LÍFIÐ ERLIST KRAKÁ í Póllandi er ein af níu menningarborgum Evr- ópu árið 2000. Borgin var höfuðborg Póllands fram til loka 16. aldar en þá tók Varsjá við því hlutverki. Engu að síður hefur Kraká haldið hlutverki sínu sem miðstöð menningar og lista í Póllandi og er aðsókn í leikhús og á aðra listviðburði mun meiri þar en annars staðar í Póllandi. í Kraká eru árlega haldnar um fjörutíu lista- hátíðir af ýmsu tagi og því hafa íbúar borg- arinnar, sem eru um ein milljón, úr nógu að velja. „Kraká er hjarta listarinnar hér í Póllandi og því er ávallt mikið um að vera. Þannig er ekki hlaupið að því koma fram með eitt- hvað nýtt og spennandi,“ segir Boguslaw Sonik sem nýlega var fenginn til að annast framkvæmd og stjóm menningarátaksins árið 2000. „Til þess að dagskráin verði viður- kennd þarf hún að höfða til almennings. Þess vegna förum við til fólksins með hug- myndir okkar og sköpum þannig nauðsyn- lega umræðu. - Það er jú betra að gagnrýn- in umræða eigi sér stað áður en ráðist er í framkvæmdina en eftir að allt er afstaðið." Spennandi samvinna vió Reykjavikurborg Avignon, Bergen, Bologna, Brussel, Hels- inki, Prag, Reykjavík og Santiago de Compo- stela eru hinar borgimar átta sem voru valdar menningarborgir Evrópu árið 2000. Sonik leggur áherslu á mikilvægi samvinnu milli borganna. „Samvinnan gefur menning- arárinu mikið gildi og býður upp á nýjung- ar. Hún er samt ekki einföld því hver borg hefur sitt sterka sérkenni og það getur vald- ið árekstrum." Borgimar níu hafa hver sitt þema að vinna út frá sem myndar ramma utan um dagskrána. Þema Krakár er hið andlega í listinni og Sonik segir áhugavert að tengja það við 1000 ára afmæli kristni á íslandi. „Samstarfíð við Reykjavíkurborg, sem er almennt lítt kunn hér i Kraká, finnst mér mjög spennandi og við höfum mikinn áhuga á að tengjast þema Reykjavíkurborg- ar sem er menning og náttúra." Nú þegar hafa menningaryfirvöld í Kraká farið af stað með undirbúningsverkefni sem gefur tóninn fyrir árið 2000. Hvert ár er tileinkað ákveðnu efni sem tekið er fyrir á ólíkan hátt. í fyrra var evrópsk leiklist í brennidepli og þá setti leikstjórinn Andrzej Wajda rúmlega tíu verk á svið. í ár er ljóð- listin í fyrirrúmi með nóbelsskáldin Czeslaw Milosz og Wislawa Symborska í farar- broddi. En auk þess að beina athyglinni að listamönnum frá Kraká taka erlendir lista- menn þátt í verkefninu og Sonik segist hafa áhuga á að komast í samstarf við íslenska ljóðasöngvara. Á næsta ári verður áherslan lögð á nútímatónlist og mun tónskáldið Krysztof Penderecki, sem kennir m.a. við tónlistarakademíuna í Kraká, sjá um skipu- Liósmyndari/Anna María Bogadóttir BOGUSLAW Sonik. Fulltrúar menningarborgg Evrópu árió 2000 hafa átt nokkra fundi og nú í vikunni sinn fyrsta í Reykjavík. ANNA MARÍA BOGADÓTTIR hitti Boguslaw Sonik, framkvæmdastjóra Kraká, nýlega að máli á heimaslóðum. lagninguna. Árið 1999 verður síðan helgað Mið- og Vestur-Evrópu og mun það leiða inn í hátíðahöldin sem standa allt árið 2000. Frumkvwdi I ólksina „Það eru margir möguleikar og mismun- andi aðferðir við að koma á fót og skipu- leggja listahátíðir," segir Sonik. „Ein aðferð- in er að fá aðkeypta listamenn til að flytja list sína fyrir almenning. Einnig er hægt að virkja hugmyndir sem fæðast í hverri borg og spretta frá íbúunum sjálfum. Mér finnst mikilvægt að virkja vísinda- og menn- ingarstofnanir hér í Kraká, því allir sem hafa áhuga á og vilja, eiga að geta tekið þátt í verkefninu. Mitt hlutverk er því að hvetja stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga til þess að gera eitthvað upp á eigin spýt- ur. Þar á ég við t.d. listasöfnin, nemendafé- lög og ýmiss konar félagasamtök sem geta komið hugmyndum sínum á framfæri og sameinað verk sín árið 2000. Nú þegar er ég að farinn að kynna þessar hugmyndir í menningar- og vísindastofnunum borgarinn- ar og það er síðan þeirra að koma til okkar með sínar eigin hugmyndir. Ég veit að fólk býr yfir mörgum góðum hugmyndum og því er þetta tækifæri til þess að framkvæma þær. Okkar er að mynda tengsl milli ólíkra aðila auk þess að tengja saman ólíkar hug- myndir. Helst vildi ég t.d. að söfnin og aðr- ar menningarstofnanir tækju tillit til heildar- innar og þannig yrði heildaryfirbragð á öllu menningarárinu“. Höfóum ofurtrú ú f rjálshyggju Sonik segist hafa verið hikandi þegar borgarstjórinn í Kraká falaðist eftir því að hann tæki að sér framkvæmdastjóm verkefn- isins. Hann hafði allt eins hug á því að snúa sér að fyrri iðju, lögmennsku, eftir að hafa unnið í menningargeiranum í mörg ár en síðastliðin sex ár veitti hann pólsku menning- arstofnuninni í París forstöðu jafnframt því að vera menningarfulltrúi pólska sendiráðsins í Frakklandi. „Um leið og verkefnið er spenn- andi er það mjög krefjandi og það þarf að yfirstíga ýmis vandamál til þess að hlutimir gangi upp. Það myndast jafnan mikil spenna milli framkvæmdaraðila og listamanna sem vilja oft leggja áhersluna á sköpunina ein- göngu og gleyma stjómunarhliðinni. Vissu- lega hafa þeir mikið til síns máls en hug- myndavinnan er samt ekki nema hluti af undirbúningnum, - það þarf einnig að útvega fjármagn til að hægt sé að hrinda hugmynd- unum í framkvæmd. Borgaryfirvöld í Kraká em einu styrktaraðilar framkvæmdarinnar enn sem komið er, en við vonumst til að ríkis- stjómin muni einnig leggja sitt af mörkum,“ segir Sonik og heldur áfram. „í kjölfar hrans kommúnismans hafa miklar breytingar átt sér stað á uppbyggingu mennningarstarfsemi í Póllandi og öðrum Mið- og Austur-Evrópur- ríkjum. Fram að 1989 sáu ríkisstofnanir ein- göngu um menningarmál. Listamenn voru ríkislistamenn og þeim var verulega mismun- að enda voru sumir í meira uppáhaldi en aðrir. Eftir hrun kommúnismans gerðum við fau mistök að trúa um of á fijálshyggjuna. okkar huga varð listin að vera algerlega markaðstengd eins og allt annað. Þetta hef- ur m.a. haft þær afleiðingar að margar stofnanir eins og bókasöfn og menningar- söfn í dreifbýli hafa verið lagðar niður. En breytingarnar hafa einnig verið til batnaðar og nú ríkir mun meira jafnræði milli lista- manna en áður. Borgaryfírvöld í Kraká styrkja ýmiss konar uppákomur og veita listamönnum þannig svigrúm til sköpunar. í fijálsu markaðskerfi er það engu að síður sá sem er útsmognastur sem fær mesta athygli og græðir mest og þetta hefur haft áhrif á listsköpunina." Bygging lónliclarhúss í Kraká, sem um margra alda skeið var áfangastaður verslunarleiða milli austurs og vesturs, norðurs og suðurs, gætir áhrifa víða að. í borginni mætast ólíkir straumar og á það verður lögð áhersla árið 2000. Um- merki og minjar á hæðunum sem umlykja borgina gefa til kynna búsetu manna allt frá steinöld. Kraká, sem hefur ekki orðið fyrir skemmdum af völdum styijalda og náttúrahamfara, býður því upp á ferðalag um ólík skeið sögunnar sem era greypt í umgjörð borgarinnar og byggingarlist. En Sonik bendir á að það nægi ekki að varð- veita söguna í gömlum byggingum heldur þurfí einnig að reisa nýjar og þannig geti straumar ólíkra tíma mæst. „Vandamálið hér í Kraká er að uppbygging í borginni staðnaði árið 1985 þegar kommúnistar kom- ust til valda. Kraká hefur ávallt verið kennd við íhaldssemi og andkommúnisma. Til að vega upp á móti íhaldslegu yfírbragði borg- arinnar sem miðborgin ber vott um, lögðu kommúnistar allt í að byggja upp verka- mannahverfi sem hefði á sér svip kommúnis- mans. Þannig hafa ekki verið reist hús fyr- ir listastarfsemi og margar byggingar era mjög gamlar og oft of litlar. Sem dæmi má nefna að stærsta tónleikahúsið í borg- inni sem hýsir óperana var byggt í lok 19. aldar. Árið 2000 viljum við að allir sem vilja geti komið og notið þess sem boðið verður upp á, en vandinn liggur í húsnæðisskorti. Vissulega er hægt að stefna á að halda ýmsar uppákomur undir berum himni, - en þar sem það rignir svo oft hér í Kraká er það ekki ákjósanlegt,“ segir Sonik og bros- ir. „Borgarstjórinn hefur skrifað undir samn- ing um að byggt verði tónlistarhús og ég vona að það gangi eftir.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31.MAÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.