Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 2
KRISTJÁN SYNGUR í HALLGRÍMS- KIRKJU OG AKUREYRARKIRKJU KRISTJÁN Jóhannsson tenór mun halda tvenna tónleika hér á landi 13. og 14. desem- ber næstkomandi. Fyrri tónleikarnir verða í Hallgrímskirkju en þeir seinni í Akureyrar- kirkju. Á efnisskránni verða verk sem fólk ætti að kannast vel við, að sögn Kristjáns, en einnig eitthvað nýtt. „Þetta verður svona klassísk jóla- og kirkjustemning. Eg hlakka mikið til að koma heim að syngja og sérstaklega til að syngja í minni gömlu kirkju á Akureyri en þar má segja að ég hafi stigið mín fyrstu skref á ferlinum. Það var með kór Barnaskóla Akur- eyrar þar sem ég söng undir stjórn Birgis Helgasonar. Seinna meir söng ég svo þarna á hátíðisstundum og við ýmiss konar athafn- ir. Það verður því gaman að upplifa þarna gamla tíma.“ Mótettukór Hallgrímskirkju mun koma fram með Kristjáni á tónleikunum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Ánægöur með stöðu sina ■ Metropolitan óperunni Kristján er þessa dagana að syngja í Turandot eftir Puccini í Metropolitan óper- unni í New York borg. Segir hann viðtökur þar hafa verið mjög góðar. „Þetta hefur verið mjög ánægjulegt. Uppselt hefur verið á allar sýningar og slegist um hvern miða. Það er líka búið að vera svo skemmtilegt og óvenjulegt andrúmsloft hérna, það hefur ríkt spenna og eftir- vænting fyrir hveija sýningu." Kristján segist vera mjög ánægður með stöðu sína i Metropolitan óperunni. „Sýn- ingar sem ég átti að syngja í á næsta ári þar hafa verið felld- ar niður en ég mun syngja þar næstu fjögur ár á eftir, 1999, 2000, 2001 og 2002. Að sögn Kristjáns er það einnig mjög ánægjulegt að hann mun syngja í La Scala í Mílanó á leikárinu 1998 og 1999. Framundan hjá Kristjáni eru meðal ann- ars sýningar í Vínarborg, Genf og Dresden sem hann segir að sé að eflast mjög á ný sem óperuborg eftir niðurlægingartímabil kaldástríðsáranna. „Síðan verð ég í mjög spennandi verk- efni í Zúrich í Sviss á næsta ári þar sem ég syng í uppfærslu á Stúlkunni í Villta vestrinu eftir Puccini en sýningin verður tekin upp á myndband og hljóðrituð fyrir geisladisk sem Philips mun gefa út.“ Kristján mun svo á næsta ári taka þátt í ferð Flórensóperunn- ar til Kína þar sem Turandot verður meðal annars sungin á torgum úti í Peking. Snýr sér meira að þýska faginu Kristján hefur ákveðið að breyta eilítið um verkefnaval og fara í auknum mæli að syngja verk eftir þýska höfunda. „Eg er að vinna núna Tannhauser eftir Wagner en ég mun syngja í nýrri uppfærslu á því verki í Madrid í janúar og febrúar 1999. Stjórnandi þar verður James Levine héðan úr Metropolitan óper- unni. Síðan mun ég syngja aðra nýja upp- færslu af því verki í Deutsche Oper í Berlín árið 2000. Síðan er fyrirhugað að ég muni syngja í uppfærslu á Fidelio eftir Beethoven þegar Covent Garden í London verður opnað aftur eftir tveggja ára lokun árið 1999. Það er því mjög bjart framundan hjá mér og nóg að gera, raunar er ég að verða fullbók- aður út árið 2004.“ Kristján Jóhannsson ALLSHERJAR VEISLA TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni íslands annað kvöld, sunnu- dag, kl. 20.30. Eru þeir liður í kammer- og Ijóðatónlistarhátíðinni Schubert-Brahms 1797-1897 en á efnisskrá verður stærsta kammer- verk Franz Schuberts, Oktett í F-dúr op. 166 fyrir blásara og strengi. Flutninginn annast Ármann Helgason klarínettuleikari, Bijánn Ingason fagottleikari, Emil Friðfinnsson hornleikari, fíðiuleikararn- ir Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, Junah Chung víólu- leikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari. Oktettinn skrifaði Schubert að ósk Ferdinands nokkurs Troyers, greifa og áhuga-klarínettuleikara, sem hafði mikið dálæti á Sept- ett Beethovens. Bað hann um verk af svipuðum toga. Skrifaði Schubert verkið í febrúar 1824 og er hljóðfæraskipanin sú sama og í septett Beethovens, nema hvað hann bætti við annarri fiðlu, svo úr varð oktett. Að sögn Ármanns Helgasonar eru verkin áþekk að uppbygg- ingu, til dæmis byija fyrstu og síðustu þættirnir á hægum inn- gangi. Þá eru þættirnir jafnmargir, sex að tölu, í hefðbundnum formum og í svo til sömu röð. „Þetta er ekta Schubert, syngjandi ljóðrænar línur, gáski og dramatík - allsheijar veisla fyrir flytjend- ur og hlustendur.“ Oktettinn var ekki fluttur opinberlega fyrr en þremur árum eft- ir að Schubert lauk við hann en þá hafði tónskáldið ítrekað reynt að fá verkið gefíð út, án árangurs. Var tónskáldið löngu fallið frá þegar oktettinn fékkst fyrst gefinn út - og þá í styttu formi. Hann var fyrst prentaður árið 1875, hálfri öld eftir að hann var skrifaður. Ármann er jafnframt einn skipuleggjenda Schubert-Brahms há- tíðarinnar sem staðið hefur yfir undanfamar vikur. Segir hann vel hafa tekist til en tónleikarnir annað kvöld er þeir næstsíðustu á dagskránni. „Við höfum auðvitað ekki náð að fíytja nema brot af tónlist þessara merku tónskálda enda entist okkur líklega ekki árið til að flytja hana alla. Engu að síður held ég að hátíðin hafi gefið góðan lit 5 flóru tónlistar á íslandi.“ Ármann segir að aðsóknin hafi verið ágæt og engin þreytu- merki sé á áheyrendum að sjá en, sem kunnugt er, hefur tónlist í Listasafni islands annað kvöld. tvímenninganna verið áberandi á árinu vegna dánar- og fæðingaraf- mæla þeirra. „Það er mjög gott að geta einbiínt á tónskáld með þessum hætti annað slagið enda er þetta tónlist sem þolir vel að vera í sviðsljósinu. Hún á eftir að lifa, og standa upp úr, um ókomna tíð!“ Tónleikar Johns Speights og Sveinbjargar Vilhjálmsdóttur, sem vera áttu undir merkjum Schubert-Brahms hátíðarinnar í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju í dag, falla niður af óviðráðanlegum orsök- um. Lokatónleikar hátíðarinnar verða haldnir 30. desember næstkom- andi en þá verða fluttir strengjakvintett Schuberts og klarínettu- kvintett Brahms. KVIKMYND Hilmars Oddssonar, „Tár úr steini“, er komin út á sölumynd- bandi. Útgefandi er Tónabíó kvikmynda- félag sem einnig er aðalframleiðandi myndarinnar. Myndin er saga íslenska tónskáldsins Jóns Leifs sem á þriðja áratugnum átti bjarta framtíð í Þýskalandi. Hann kvænt- ist píanóleikaranum Annie Riethof sem var gyðingur, og hófst þá mikil barátta innra með Jóni þar sem ástin og tónlist- in toguðust á. „Það var sérstaklega vel vandað til hljóðsins við þessa myndbandaútgáfu svo að tónlistin nyti sín sem best“, sagði Þorgeir Gunnarsson hjá Tónabíói í við- tali við Morgunblaðið. „Allur vinnslufer- TÁR TILSÖLU ill Kjartans Kjartanssonar hljóðmanns myndarinnar, er svo til fyrirmyndar að hljóðgæðin eru fyrsta flokks. Enginn suðfilter var notaður eins og vant er í dolby upptökum og er því kraftur hljóðs- ins að engu takmarkaður." Myndin, sem er að miklu leyti á þýsku, er gefin út með íslenskum texta en einn- ig með enskum texta. „Myndin er dæmi um íslenska kvik- myndagerð þar sem hún rís hvað hæst, og það sama má segja um tónlistina þar sem þetta er okkar stærsta tónskáld," sagði Þorgeir. „Menningalega séð er mikill fengur að myndinni og þess vegna hafa margir þegar leitað til okkar til að kaupa myndbandið handa vinum og kunningjum erlendis." „Tár úr steini“ hlaut mjög góða dóma í íslenskum fjölmiðlum þegar hún birtist fyrst á hvíta tjaldinu, og hlaut Menn- ingarverðlaun DV 1996. Sömu sögu er að segja víða erlendis þar sem hún hefur notið jákvæðrar gagnrýni og unnið til fjölda verðlauna í Evrópu, og þá bæði frá Ieikmönnum sem lærðum. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU Listasafn íslands í öllum sölum safnsins er sýning á verkum Gunnlaugs Scheving og sýnd sjónvarpsmynd daglega um Scheving. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur Ásmundarsalur: Hafdís Ólafsdóttir sýnir tréristur. Gryfja: Hulda B. Ágústsdóttir sýnir skartgripi. Arinstofa: Jó- hannes S. Kjarval. Verk úr eigu safnsins. Allar sýn. til 7. des. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Jóhannes Kjarval í austursal, ljósmyndir 30 erlendara listamanna í vestursal og miðsal. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastr. 74 Kyrralifs- og blómamyndir ásamt mynd- um úr Rvk og nágrenni. Til febrúarloka. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Siguijóns Ólafssonar. Landsbókasafn íslands: Sýning á handrit- um, bókum og munum úr Prestaskólan- um. Til 29. nóv. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Gunnar Örn sýnir til 30. nóv. Dada, Art Gallery, Kirkjutorgi 4 Sölusýn- ing á nútímalist. Einnig antikmunir frá Vest- ur-Afríku. Til 24. des. Norræna húsið - við Hringbr. í ljósaskipt- unum - Orðið í norðri til 1. des. Skartgrip- as. til 31. des. Tryggvi Ólafsson til 30. nóv. Hafnarborg Rebekka Rán Samper sýnir til 24. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning til 19. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Birgir Andr- ésson, Ralf Samens, BHK Gutmann, SAM & BEN, Ragna Hermannsdóttir og Hannes Lárusson. Sigríður Bjömsdóttir er gestur í Setuetofu. Til 23. nóv. Gallerí Fold Haraldur (Harry) Bilson. Krist- berg Ó. Pétursson. Til 7. desember. Gallerí Horn Baldur Helgason og Birgitta Jónsdóttir. Til 3. des. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Birgir Andrésson. Gallerí Barmur: Jóhann L. Torfa- son. Gallerí Hlust: Arnfinnur Róbert Einars- son. Gallerí 202m: Jón Bergmann Kjartans- son sýnir til 23. nóv. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Toon Michiels sýnir til 14. des. Gallerí Listakot Bryndís Björgvinsdóttir. til 30. nóv. Listasafn Kóp. - Gerðarsafn Guðný Magn- úsd. og sýning á nýjum aðföngum til 21. des. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu i Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Langholtskirkja: Kór Langholtskirkju: Sálu- messa. Stórsveit Reykjavíkur. Andrea Gylfa- dóttir, Harpa Harðardóttir og Bergþór Páls- son, kl. 17. Sunnudagur 23. nóvember Hafnarborg: Útgáfutónleikar Elínar Óskar Óskarsdóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttir kl. 20.30. Gerðuberg: Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Gerr- it Schuil, kl. 17. Langholtskirkja: Kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykjavíkur, Andrea Gylfadóttir, Harpa Harðardóttir og Bergþór Pálsson, kl. 17. Listasafn íslands: Kammerverk Schuberts: Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Junah Chung, Sigurður Halldórsson, Há- varður Tryggvason, Ármann Helgason, Bijánn Ingason og Emil Friðfinnsson, kl. 20.30. Mánudagur 24. nóvember Norræna húsið: Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott, Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó, Ár- mann Helgason, klarinett og Sigurður Hall- dórsson. selló, kl. 20,30._______________ LEIKLIST Þjóðlcikhúsið Fiðlarinn á þakinu, fös. 28. nóv. Grandavegur 7, sun. 23., fim 27. nóv. Listaverkið, fös. 28. nóv. Krabbasvalirnar, sun. 23. nóv. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, lau. 22., sun. 23. nóv. Hár og hitt, lau. 22., fös. 28. nóv. Njála, lau. 22. nóv. íslenski dansflokkurinn: Trúlofun í St. Dóm- íngó, sun. 23. nóv. Loftkastalinn Áfram Latibær, sun. 23. nóv. íslenska óperan Cosi Fan Tutte, lau. 22., fös. 28. nóv. Skemmtihúsið Ástarsaga, fim. 27. nóv. Kaffileikhúsið Revían í den, lau. 22., fös. 28. nóv. Lcikfélag Akureyrar Hart í bak, lau. 22., sun. 23., fim. 27., fös. 28. nóv. Lcikfélag Kópavogs Með kveðju frá Yalta, sun. 23., fös. 28. nóv. Leikbrúðuland Fríkirkjuvegi 11 Jólasveinar einn og átta, sun. 23. nóv. kl. 15. Nemendaleikhúsið Lindarbær, Lindargötu 9 Börn sólarinnar eftir Maxím Gorkí, lau. 22. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.