Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 11
Kort af höfuðborgarsvæðinu sem sýnir útbreiðslu Reykjavíkurgrágrýtisins og hrauna yngri en 10 þúsund ára sem getið er í greininni en þau eru Svínahraun- Elliðaárhraun, Búrfellshraun og Hellna- hraun og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar. „ i , a c , Brimnes Alfsnes Reykjavíkurgrágrýti Mosfells Jflfarsfell 'O Halravatn Raútxmtn Alfta/tes -Rauöhólar ElliÓgyqtn botríár Hafnarfjöröur ^ Hellna- hraun Svínahraun Heiðmerkurgrágrýti Sandskéiö Straums- ~ellsbruni Kapellu■ hraun nesjum frá Brimnesi á Kjalarnesi og suður.. í Hvaleyrarholt upp af Hvaleyri við Hafnar- fjörð er þessi undirstaða, Reykjavíkurgrá- grýtið sem svo er nefnt. Við Brimnes og Alfsnes er bólstraberg undir, sem gerist við snögga kólnun þegar hraun rennur út í vatn. Þetta hraun er sömuleiðis undir Seltjarnar- nesi, Álftanesi, Þerney og Lundey. Smærri fellin upp af Reykjavíkursvæðinu, Úlfarsfell, Hafrafell og Helgafell ofan Hafn- - arfjarðar eru á svipuðum aldri, eða aðeins yngra en bergið við Stardal. Þau eru um 2 milljón ára gömul, en eitt fell er yngra; orð- ið til við gos undir jökli eitthvað áður en Reykjavíkurgrágrýtið rann. Það er Mosfell, sem Mosfellssveit og Mosfellsdalur eru kennd við. Það er líklega 250-300 þúsund ára, seg- ir Þorleifur. Þarna varð eldgos sem náði aldr- ei uppúr jökli, en nokkrum tugum árþúsunda síðar var sá jökulskjöldur á bak og burt þegar gosið varð í Mosfellsheiði og lagði okkur til grágrýtið undir Reykjavík. Á myndunartíma þessa umhverfis hafa ísaldatjöklar margsinnis lagst yfir og orsak- ( að gífurlegt rof. I stórum dráttum var lands- lagið orðið til, en jöklarnir mótuðu það. „Þeir náðu stundum langt út á landgrunn, eða jafnvel út af því“ segir Þorleifur. „Landið seig undan ofurþunga þeirra, en reis síðan að nýju.“ Sióari tíma landmyndanir Þegar hér er komið sögu er undirstaða höfuðborgarsvæðisins, Reykjavíkurgrágrýt- ið, komin á sinn stað. Ekki er hægt að segja um það með neinni nákvæmni, hversu lang- an tíma Mosfellsheiðareldar brunnu, en jarð- fræðingar segja það einkenni og eðli dyngju- gosa, að þau séu samfelld og geti tekið lang- an tíma, ár eða áratugi. Eftir gosið í Mosfellsheiði liðu um 80 þús-* und ár án þess að drægi til tíðinda ofan ÞUNNFUÓTAIMDI hraunstraumur æddi niður eftir farvegi Elliðaánna, nokkurnveginn í sömu breidd og árfarvegurinn. Á neðri myndinni, neðan við Selás, sést hraunið í árbakk- anum og á efri myndinni, sem tekin er af Höfðabakkabrúnni, sést hvar hraunið hefur flætt í farvegi árinnar niður í Elliðaárdalinn. atburðum í ríki náttúrunnar. En hvað um hraunlögin undir sjálfu Reykjavíkursvæðinu? Og hvað af því sem við höfum daglega fyrir augunum er gamalt og hvað er nýlegt; Esjan til dæmis, Mosfellsheiði, Hengillinn, Vífilfell og Bláfjöllin? Hversu gömul er sú undirstaða sem borgin er byggð á? Þorleifur segir að hún sé tiltölulega ung. Stærstur hluti borgarinnar sé byggður á því sem nefnt er Reykjavíkurgrágrýti og það er líklega um 200 þúsund ára gamalt. Breið- holtið stendur þó á yngra grágrýti, en við komum að því síðar. Elzt af fjöllum í næsta nágrenni Reykja- víkur er Esjan. Þorleifur segir að vestur- hluti hennar sé um 3 milljón ára gamall og HVALEYRI við Hafnarfjörð er hluti af Reykjavíkurgrágrýtinu og þarna náði sá hraun- straumur lengst til suðvesturs. þá var þarna stór eldstöð sem Ingvar Birg- ir Friðleifsson skrifaði raunar um í Lesbók fyrir nokkrum árum. Austurhluti Esjunnar er hinsvegar mun yngri, eða um 2 milljón ára og orðinn til við gos úr eldstöð sem kennd er við Stardal. Móskarðshnjúkarnir úr gulbrúnu líparíti, gætu verið’ með því yngsta sem kom úr þeirri eldstöð. Á sama tíma, eða fyrir rúmum 2 milljónum ára, er talið að hafi verið eldstöð miklu nær Reykjavík því austurhluti Viðeyjar er öskju- fylling, svo og við Köllunarklett hjá Viðeyjar- sundi. Það er með öðrum orðum ekki undar- legt þó eitthvað eimi eftir af hita undir Reykjavík, enda taldi Ingvar Birgir í fyrr- nefndri grein, að vel mætti hugsa sér veru- legan hita undir Öskjuhlíðinni, en útmörk þessa hita væru við Hvaleyri, suðvestan Hafnarfjarðar. En hvaðan er þá bergið komið sem Reykjavík og næstu bæir eru byggðir á? „Til þess að finna uppsprettu þess, verðum við að fara hæst á Mosfellsheiði, þar sem heita Borgarhólar“, segir Þorleifur. Mos- fellsheiði er dyngja. Þar hefur orðið heljar- mikið gos fyrir um 200 þúsund árum, segir hann. Það var á næst síðasta hlýskeiði ísald- ar; allt jökullaust þarna og skilyrði til þess að hraunið rynni langar leiðir og dyngja myndaðist. Stundum rennur hraun í allar áttir í dyngjugosum, en stundum langlengst í eina átt, í þessu tilfelli til vesturs. „Fyrir þetta gos sem hlóð upp Mosfells- heiði hefur verið tiltölulega flatt land hérna í nágrenninu og sjórinn var í svipaðri stöðu og nú“, segir Þorleifur. Hraunin runnu alla leið til sjávar og eitthvað út í Faxaflóa, en við vitum ekki hve langt. í öllum eyjum og Reykjavíkur, en fyrir um 120 þúsund árum segir Þorleifur að hafí orðið gos á Reykjanes- skaga með hraunrennsli til norðurs. „Þetta hraun rann inn yfir eldra hraunið og mynd- aði hæðirnar þar sem Breiðholt er nú og Hnoðraholt í landi Garðabæjar; þar er endi þeirra. Lengst náði það út að farvegi Elliða- ánna og niður undir Mjódd. Ef við ökum úr Mjóddinni suður eftir Reykjanesbrautinni, er hæðin á vinstri hönd brún þessa hrauns, sem nefnt hefur verið Heiðmerkurgrágrýti“. Eins og staðkunnugir þekkja er land aust- an við Rjúpnahæð talsvert lægra og þar hefur Elliðavatn myndast í lægðinni. En hversvegna fylltist hún ekki af hrauni þegar Heiðmerkurgrágrýtið rann? „Á stóru svæði austan við Rjúpnahæð - svæðinu þar sem Elliðavatn og Rauðavatn eru - hafa orðið sprungur og misgengi. Þar hefur land sigið og auk þess er þar jökulrof”, segir Þorleifur. Víl ilsf elliA varla yngra en 20 þwsund ára En Vífilsfell sem rís bratt og tignarlegt upp af Sandskeiðinu; hvenær steig það full- skapað fram á þettta svið, spurði ég Þorleif þegar við settumst með kaffibolla framan við Litlu kaffistofuna á sólríkum haustdegi og virtum fjallið fyrir okkur? Hvassar brúnir þess, minnisstæðar meðal annars úr fjöl- mörgum málverkum Jóhannesar Kjarvals, bera þess vitni að ísaldaijöklar hafi ekki náð að skafa ofan af þeim og gera fjallið koll- húfulegt. „Vífilsfellið er frá síðasta jökulskeiði", segir Þorleifur, „varla yngra en 20 þúsund ára og ekki eldra en 100 þúsund ára. Það ^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.