Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 15
og stirtla á fiski, en það benti til þess að hraði okkar væri um það bil sá sami og stormsins. Slíkt getur valdið því, að flugvélin ofrísi svo við stefndum aðeins meir til suðurs þar til aftur umhægðist. Við aðstoðarflugmaðurinn njörvuðum sigl- ingafræðinginn niðui1 og honum virtist léttir að því. Eg hafði sent loftskeytamanninum lista yfir sendistöðvar og stefnuvita, sem skráðar voru í kortunum, svo hann gæti fundið þá. Enginn okkar hafði þjálfun í að nota loran. Það breytti engu því það voru hvort sem var engin loran-tæki um borð. Fljótlega fann loft- skeytamaðurinn sterkan sendi, sem sennilega var staðsettur í Reykjavík. Nú höfðum við eitthvað til þess að stefna á. Það komu augnablik þar sem fiugvélin virt- ist vilja rása til vinstri, en það benti til þess, að við værum að komast fram úr lægðinni, en svo tók hún þveröfuga stefnu svo við vorum ekki vissir í okkar sök. Flugmaðurinn hélt sig nú við geislann frá stefnuvitanum og flaug beina stefnu. Þá náði loftskeytamaðurinn stefnuvita. Nú höfðum við í fyrsta skipti eitthvað, sem nálgað- ist staðarákvörðun. Við vorum ekki langt frá ystu töngum Snæfellsness. Rétt þegar við vorum komnir þangað, sem ég veit nú að var Faxaflói, gripu heilladísirnar í taumana. Vjð vorum næstum því orðnir elds- neytislausir. Það létti til og við gátum séð, að það var hvorki rok né rigning, sjórinn var sléttur sem gler og hvergi hvíta bárufalda að sjá. Loftskeytamaðurinn fann þriðja stefnuvit- ann og þar með hafði ég fengið fullkomna þriggja punkta staðsetningu. Skyndilega byrjaði að blása og rigna á ný. Ég býst við því að við höfum hitt á miðju lægðarinnar einmitt á réttu augnabliki. Við gerðum lítils háttar leiðréttingar á end- anlegri stefnu inn til Keflavíkur. Flugstjórinn breytti henni ekki einu sinni um hálfa gráðu. Hann lenti á fyrstu flugbrautinni, sem hann sá framundan. Síðan ók hann vélinni í áttina að flugstöðvarbyggingunni. Þegar við nálguðumst flugstöðina tóku hreyflarnir að hiksta og hósta hver af öðrum, en gáfust síðan upp og þögnuðu. Við runnum þögulir inn á flughlaðið þangað sem okkur var ætlaður staður, eins og þetta hefði allt verið skipulagt. Eldsneytið var þrotið. Við yfirgáfum vélina allir að undanskildum siglingafræðingnum, sem kaus að doka ögn lengur um borð. Þar sem við stóðum á flug- hlaðinu braust sólin fram úr skýjum eina ör- skotsstund. Ég veit ekki hvort heldur það voru ofskynj- anir af völdum hinnar löngu og ströngu ferð- ar eða okkar hrifnæmu sálir, en „fjarkinn" okkar hafði breyst. Við störðum á flugvélina. Þegar við skreiddumst um borð í hana í New Jersey var hún grómtekin af olíu, sóti og skít. Nú, eftir að hún hafði tekist á við íslenska storma og hreggviðri, virtist hún gljáfægð rétt eins og daginn, endur fyrir löngu, er hún rann út um dyrnar á Douglas-flugvélaverk- smiðjunni. Glitrandi lækir af tæru, íslensku vatni rupnu niður gljáandi hliðar hennar. Jafn- vel nafn hinna stoltu eigenda var nú læsilegt skráð dökku, ábúðarmiklu letri: „Varalið sjó- hers Bandaríkjanna“. Dældir á vængjum og skrokk voru ekki lengur áberandi. Þessi gljá- strokna hefðarmær stóð þarna á hlaðinu í Keflavík líkt og hún væri réttborin drottning háloftanna. Ég sá ekki betur en hún brosti við mér sigri hrósandi. Þetta var hennar stóra stund. Sérhver reyndur sjómaður, eða flug- maður, getur sagt þér, að hver einasti farkost- ur lofts, eða lagar, hefur sína sál. Þar var flugvélin okkar engin undantekning. Um leið og ég kvaddi áhöfnina spurði flug- stjórinn mig þessarar spurningar: „Varstu aldrei hræddur?“ Ég svaraði: „Ég var alltof upptekinn til þess að verða hræddur." „Ég líka,“ sagði hann. Síðan þrammaði ég af stað yfir forareðju í roki og rigningu í skóm, sem eitt sinn höfðu verið gljáburstaðir, í leit að áætlunarvagni til Reykjavíkur. Loks fann ég vagn. Hann ók með mig um hafsjó af vatni og eðju eftir vegi, sem ég hefði kaliað fen. Að endingu náðum við til Reykjavíkur. Ég var eini farþeginn í vagninum og yfirgaf hann nálægt rauðum turni. Þar beið ég síðan. Eftir drykklanga stund birtist gömul amerísk drusla. Ökumaðurinn kallaði til mín: „Ert þú Tom?“ „Já, ég er Tom,“ svaraði ég. „Velkominn til íslands," sagði hann. Ég tók af mér hattinn, horfði upp í himin- in, sem hreytti úr sér regninu og sagði aðeins eitt orð: „Amen.“ Það sagði allt, sem segja þurfti. Höfundurinn rak um árabil útflutningsverslunina Hildu og hefur lengi búið á íslandi. FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖÐRUVÍSI 9 • • FJOLSKYLDULIF EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Ef krakki reynist svo sérlegur aó umtal kunni að vekja sem ögri stolti föðurins þá telja karlar helst hæfa að mamman ráði fram úr málum í samráði við félagsráðgjafa. Konur starfa í þessum anda. Það er einkenni íslenskra karl- manna að gefa sig helst ekki að öðrum afkvæmum sínum en þeim sem fallið geti undir hefðbundar skilgreiningar um mannkosti. Reynist vera um óaðgengilegan einstakling að ræða fyrir einhverra hluta sakir gerist hið sama víðast hvar'á heimilum, ábyrgðin færist yfir á móðurina. Pabbinn blístrar, horfír í hina áttina, fer í veiðitúr. Auðvitað er mjög mismunandi hvað menn þola í þessum efnum. Sumum körlum dugar tilfinningasemi til að þeir missi áhugann á afkvæminu ef það er af sama kyni og þeir sjálfir, draumlyndi, ljóðrænir hættir, áhugi á skáldskap. Jafnvel námsgeta gat til skamms tíma verkað fráhrindandi á hefðbundna karl- menn, það að vera upp á bókina var ekki talið manndómur, síst ef líkamsburðirnir samsvöruðu þar að auki ekki karlmennsku- kröfum. Afleiðing þessa háttalags karla hefur orðið sú að það er því fremur talið hlutverk kvenna að koma afkvæmi til manns sem það er af- brigðilegra. Af því leiðir svo aftur að kvenna- uppeldi andans manna hefur sett skýr merki á íslenskt þjóðlíf, bæði fyrr og síðar; konur komu tilfinningum sínum á framfæri við ís- lenskan skáldskap með þessum óbeina hætti; þær þuldu ævintýri og sögur, þulur og ljóð, og þau börn sem á hlýddu og næmust voru, festu sér helst í geði. Þau sem þaulsetnust voru við hné móður eða sagnaömmu skrifuðu eigin skáldskap á fullorðinsárum í þessum sama anda. Hinir karlmannlegri gengu fremur til verka með feðrum sínum og tileinkuðu sér verksvit þeirra. Sérþarfir Á líðandi stund setur þessi sami siður enn skýr merki á uppeldishætti íslenska samfé- lagsins. Fyrirferð móður og annarra kvenna er sérlega mikil í lífi þeirra sem hafa sérþarf- ir frá bamæsku. Menn bera við að hátt hlutfall kvenna við sérkennslu og umsjón sérþarfabarna stafi af launamisrétti í samfélaginu; konur eigi örð- ugra en karlar með að komast í vel launuð störf; líknar- og mannræktarstörf séu í minnstum metum sem svari til þess hvernig konur séu metnar í karlasamfélaginu. Sönnu nær er að það er háttur karla að draga sig í hlé ef einhver vafi leikur á að þeir geti stýrt tilfinningum sínum. Það sem í þessu tilliti ögrar er lítilsvirt. Afleiðingin er m.a. sá þjóð- arsiður að ætla konum þá mannrækt sem telst fyrir neðan virðingu karla hvort sem sá siður kemur niður á launamálum landsmanna eða ekki. Samfélagið er allt á einu máli um þetta. Ef krakki reynist svo sérlegur að um- tal kunni að vekja sem ögri stolti föðurins þá telja karlar helst hæfa að mamman ráði fram úr málum í samráði við félagsráðgjafa. Konur starfa í þessum anda. Vafalítið er alger undantekning ef faðir afneitac barni sínu í orði eða athöfn vegna afbrigða þess; höfnunin fer fram á óljósara plani. Nærtækast og um leið algengast er að hann dragi sig út úr fjölskyldulífinu, hægt, varfærnislega, nánast óhugsað og eykur að sama skapi við sig á þeim vettvangi þar sem er hefðbundinn réttur hans að gera það, hann gerist áberandi vinnusamur. Verkaskiptingin verður sérlega skýr; faðirinn leggur til fjár- munina, en er fjarverandi frá heimilinu löng- um stundum, móðirin fer í heimsóknir á vist- heimilið ef um það er að ræða, ræðir við fé- lags- og sálfræðinga, sérkennara, umsjónar- fólk. Auk þess sem vinnan hlífir föðurnum við tilfínningalegum áföllum úr þessari átt, þá réttlætir vinnan hann einnig í augum kunn- ingja, vinnufélaga og annarra. Meinleg grun- semd fylgir honum þó um að hann sé mis- heppnað foreldri. I gamla daga gat faðir leyft sér að hæðast HEIMILISÁSTAND þar sem geðfatlað barn er: Faðirinn gefur sig allan að málefnum utan heimilis, en móðirin reyn- ir með smáskammtalækningum frá sérfræðingum og uppúr kennsluritum að koma á samskiptaháttum við barnið. Myndin er eftir George Grosz. skammtalækningum frá sérfræðingum og upp úr kennsluritum að koma á samskipta- háttum við hið geðfatlaða afkvæmi sitt. Skilningur hennar á fagyrðingum allskonar sem hún hefur tileinkað sér verkar eins og töfraformúlur á föðurinn. 2) Móðirin getur því jafnvel talist eiga afkvæmið með öðrum konum fremur en föð- urnum. Jafnvel er kennaravalið í almennum - skólum að mestu af einu og sama kyni. Með árunum myndast því alveg sérstakt andrúms- loft kringum þann fatlaða, andrúmsloft um- hyggju vissulega, en kvenlegra úrræða og kvennaskilnings á hvað umhyggja teljist. Sennilega er vöxtur og viðgangur barns alltaf mestur við hóflega togstreitu milli kynjanna, hvert svo sem ungviðið er og hvernig sem það er gert, þar sem bæði sjá til þess að vald annars verði ekki um of. Én mikið vald er, eins og við ættum að vita, ævinlega óhollt til lengdar einstaklingi, jafnt þeim sem hefur yfirráðin og hinum sem stjórnað er. í þessum dæm- um afsalar karlkynið sér völdum átakalaust og kven- fólkið verður alrátt um eig- in gerðir. Medalkvenna Hvað vantar upp á þroskaskilyrði bams meðal kvenna einna? 1) Viljann til breytinga. Það er kvennaháttur að gera sem best úr aðstæðum, leggja rækt við það sem til leggst, gott og slæmt. Það- an af líklegra er að framlag konunnar sé að kenna þeim bæklaða að sættast á ástand sitt fremur en að breytast >. til batnaðar. Sé hann hæfur innan fjölskyldunnar þá er markmiðinu náð. 2) Konur hafa goðsagna- kenndari skilning á karlkyn: inu en það á sjálfu sér. í augum konunnar er til eitt- hvað sem kallast gæti karl- maðurinn. Við karlar höfum fremur trú á einstaklings- upplagi hvers og eins og þar með mun minni ástæðu til að gera upp á milli kynjanna hvað þá setja alla karla und- * ir eitt merki. Jón er kannski minna karlmenni en Pétur en hann er samt meiri mað- ur. að syni sínum, góðlátlega auðvitað, fyrir skáldskapartilhneigingar ef þær ekki voru beinlínis í alfararleið tækifæriskveðskaparins. Önnur langsóttari afbrigði mannlífsins, blind- ir, heyrnarlausir, flogaveikir, einhverfir svo nokkur afbrigði séu nefnd, reyndust ekki líf- vænleg fyrir velferðartíð, - nema kolbítar sem lágu í eldaskálum til forna í skjóli móður sinnar. Núorðið er vandasamara að koma sérþörf- um afkvæmis yfir á móðurina eina, en tekst samt með neyðarrétti karlveldisins gamla. Konan lætur sig hafa það; þetta er nú einu sinni veikleiki okkar karlmanna að þola sárs- auka verr en konur, einkum þegar kemur að tilfinningum. Eins og gefur að skilja á kvennaheimur sérþarfabarna misvel við þau. Þeir strákar sem ólust upp við móðurkné fyrr á tíð fremur en í slóð föður síns við gegningar eða veiði- mennsku, og sömdu svo upp úr dagdraumum bernsku sinnar ljóð og sögur, eiga sér sam- svaranir í dag meðal skálda. Öðru máli gegn- ir um þá fatlaða sem fæddir eru til formanns- hlutverks, þeim vegnar ver. Þeir þarfnast meir föðurfyrirmyndar en svo að hjá henni verði komist. Þeir eru auðvitað miklu fleiri hlutfallslega sem hafa ekki síður þörf fyrir föðurlega fyrirmynd en móðurlega á mótunar- árunum, en stöku geta engu lotið öðru en ströngu föðurvaldi. Sé þessi þörf ekki virt né skilin kann að fara svo á endanum að lög- reglan gegni þessu föðurvaldi í lífi einstakl- ingsins, jafnvel réttarkerfið allt, slíks eru mörg dæmi. Við þau kjör sem mæðraveldið býr þessum mannsefnum lifa þau í vítahring heimilis, skóla og barnaeftirlits þess opinbera, á annan veg er ófriður og skilningsleysi gagn- vart uppalendum, á hinn hjal um ofvirkni, misþroska. Villugróóur Leiðavísir fagmanna að samskiptaháttum við geðfatlað barn er ekki liklegur til að valda breytingum á háttum foreldra sem búið hafa við þennan vanda aðstoðarlítið um langt skeið. Slíkt heimilisástand einkennir helst: 1) Faðirinn gefur sig allan að málefnum utan heimilis, en móðirin reynir með smá- Kvennauppeldi innrætir strák goðsagnarkenndan skilning á kynferði sínu. Að sama skapi er hætt við að hann verði sér ekki vitandi um einstaklinginn í sjálf- um sér á þeim tíma ævinnar sem helst hæfír að hann verði það, bernsku og unglingsárum. Langvarandi samneyti við karlmann hefur ólík mótunaráhrif. Því fyrr fæst getan til að meta og því næst velja við öll tækifæri, stjóma sjálfum sér og öðmm. I sem stystu máli sagt þá vanvirðir mæðraveldi einstaklingsupplag manna. Það gerir úr þeim sagnamenn, haldna stöðugum ótta við feðraveldi. Það er kvennaháttur að miða skilning á'" frelsi við réttinn til að velja sér stjórnanda yfir sjálfum sér; konur, og ekki síst nýfijálsar nútímakonur, láta flestar viljandi stjómast af einhverskonar utanaðkomandi valdi í lífi sínu. Valið virðist í flestum tilvikum standa milli þess að láta einn karl ráða eða óhlut- bundnara stjórnvald sem getur verið hvaðeina annað, félag, kvennahreyfing, stjörnumerkin, megrunarkúrar, tískubylgjur, vörumarkaðir. Svo fáránlegt vald er ekki til að konur geti ekki fallið fyrir því og gert að stjórnanda lífs síns með algerlega rökheldum hætti. Þessi tegund ósjálfstæðis og takmörkuð þörf kvenna fyrir að reikna með einstaklingsupp- lagi er síður en svo ókostur í fari kvenna en kemur óhjákvæmilega niður á karlkyninu ef konur eru alráðar um mótun sjálfsmyndar þess. Spurningin er ekki hvort strákar eigi að læra að sauma í skólum en stelpur smíði ef jafnræði á að ríkja heldur um hitt hvort rétt- ur barns til umgengni við bæði kynin sé virt- ur í skólum og öðrum uppeldisstofnunum. Það vantar nokkuð á að svo sé, helst fyrir það að karlar vilja ekki hætta þjóðlegri karlímynd sinni, kynhlutverki sínu, með samskiptum við tilfinningalega ómótaða og afbrigðilega ein- staklinga. Yrði gagnger breyting hér á myndi trúleg- ast ekki líða á löngu uns skemmtilegustu störfin í samfélaginu, mannræktarstörfin, störf gegn firringu og ruglanda í sjálfsskiln-, ingi manna, yrðu metin að verðleikum og launuð í samræmi við það. FHöfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 1 5'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.