Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 10
BORGARHÓLAR bera við loft, efst á Mosfellsheiði. Þar var eldstöð og Reykjavíkurgrágrýtið sem er undir megninu af höfuðborg- arsvæðinu, rann þaðan í gosi fyrir um 200 þús. árum. MYNDUN LANDS OG MÓTUN Á REYKJAVÍKURSVÆDINU Ljósmyndir: Lesbók/Gísli. ÞORLEIFUR Einarsson jarðfræðingur stendur hér við jaðar Svfnahraunsbruna ofan við Litlu kaffistofuna, en þar kemur Elliðaárhraunið fyrst f Ijós. UNDIRSTAÐAN LOGÐ MEÐ GOSI ÚR MOSFELLSHEIÐI Hversu gamall er grunnurinn sem byggjum á í þéttbýlinu vió Faxaflóa og hvaóan er þaó berg komió? Hversu oft hefur á síóustu árþúsundum dregió til stórtíóinda í eldstöóvum hér fyrir ofan, og hversu langt er síóan síóast? Gísli Sigurósson fór meó ÞORLEIFI EINARSSYNI jarófræóingi um ________svæóin ofan Reylcjavíkur, Kópavogs,_________ Garóabæjar og Hafnarfjaróar. VIÐ búum í óskalandi jarð- fræðinnar þar sem hægt er að lesa náttúruna eins og opna bók og greina sögu jarðmyndana; síendurtek- inna gosa með hraunrennsli sem smám saman hefur hlaðið landið upp, en ísaldar- jöklar hafa átt sinn þátt í að móta það landslag sem nú blasir við. Allt er þetta harla ungt á jarðsögulegan mælikvarða; aðeins um 14-15 milljónir ára síðan elzta berg á Austfjörðum, Vestfjörðum og við mynni Eyjafjarðar varð til. Þetta er svo nýlegur atburður á jarðsögulegan mæli- kvarða, að það er eins og gerst hafi í gær. Þegar landið okkar „fæddist" voru til dæmis liðnar um 45 milljónir ára frá því stórslysi í náttúrunni sem orsakaði að risaeðl- urnar dóu út. Þá voru þessi blessuð dýr búin að vappa um jörðina í milljónir ára og miðað við það var skaparinn ekki lengi að hlaða upp Isiand. Hér er ekki ætlunin að rekja myndunar- sögu landsins, heldur verður beint sjónum að tiltölulega litlum skika, sem skiptir þó verulegu máli þar sem meirihluti þjóðarinnar býr þar. Það er Reykjavíkursvæðið suður fyrir Hafnarfjörð, en mér til halds og trausts hef ég Þorleif Einarsson jarðfræðing og pró- fessor við Háskóla íslands. Hann er höfund- ur bókar um Myndun og mótun lands, sem hefur verið gefin margsinnis út og er mikil náma um jarðfræði íslands. Til þess að fá gleggri mynd af því sem gerst hefur og myndað það umhverfi sem við höfum daglega fyrir augunum, ókum við Þorleifur Suðurlandsveginn upp á Svína- hraun, en þar dró „nýlega“ til tíðinda með eldgosi og hraunrennsli sem náði til Reykja- víkur. Við komum nánar að því síðar. Þessi samgönguæð, Suðurlandsvegurinn, væri úr sögunni ef það endurtæki sig, að ekki sé nú talað um þann usla sem hraunrennsli niður í Elliðavog mundi valda. Við Þorleifur námum staðar á hárri bungu í Svínahrauni, þar sem sést suðvestur eftir hækkandi hraunum með Bláíjöll á hægri hönd. Þar er sú eldstöð sem nefnd er Leitin, en ekki er hægt að segja að hún sjáist frá veginum. Þorleifur segir að gígurinn sé á stærð við fótboltavöll, en hann er fullur af framburði ofan úr fjallinu. „Hraunið rann fyrst í norður" segir Þorleifur, „og dreifðist yfir stórt svæði, enda þunnfljótandi, og rann síðan til vesturs hjá Litlu kaffistofunni, niður á Sandskeið og þaðan í afar mjóum farvegi alla leið niður í Elliðavog. Það er hinsvegar ekki þetta hraun sem við sjáum hér af vegin- um í Svínahrauni. Löngu seinna, nálægt árinu 1000, varð gos í Eldborgum skammt frá Leitum. Þaðan rann það hraun sem við stöndum á hér við Suðurlandsveginn; Svína- hraunsbruni hefur það verið nefnt. Það var apalhraun sem rann yfir eldra hraunið, en ekki langt, hraunjaðarinn er skammt austan við Litlu kaffistofuna.“ Hér erum við aðeins að huga að nýlegum EFST: ELLIÐAÁRHRAUN rann fyrir 4.600 árum úr eldstöðinni Leitum austan í Blá- fjöllum í miðju: Elliðaárhraun dreifði aðeins úr sér á sléttunni við Litlu kaffistof- una og aftur ögn neðar á Sandskeiði. Neðst: Myndin er tekin ofan af brekkunni við Lækjarbotna, en hér - nákvæmlega þar sem Suðurlandsvegurinn liggur- rann hraunið niður f farveg Elliðaánna. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.