Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 20
 |H| JÓN Stefánsson organisti og kórstjórnandi stýrir stórum hópi listamanna, í kór Langholtskirkju og Stórsveit Reykjavíkur ásamt ein söngvurunum Hörpu Harðardóttur, Andreu Gylfadóttur og Bergþóri Pálssyni, í flutningi á Requiem en auk þess verða á tónleikun um flutt kórverk úr flokknum O mistress mine og þrjú verk fyrir stórsveit undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. VERK eftir eitt þekktasta nútí- matónskáld og djasspíanó- leikara Svía, Nils Lindberg, verða flutt á tvennum tón- leikum í Langholtskirkju um helgina, laugardaginn 22. nóvember og sunnudaginn 23. nóvember kl. 17. Megin- verk tónleikanna er sálu- messa sem samin var árið 1993. Flytjendur eru kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar og Stórsveit Reykjavíkur. Ein- söngvarar eru Harpa Harðardóttir og Andrea Gylfadóttir sópranar og Bergþór Pálsson barítón. Fyrir hlé flytur Stórsveitin þrjú verk tónskáldsins undir stjórn Sæbjörns Jónssonar og Kór Langholtskirkju flytur sex kórlög úr verkinu 0 mistress mine sem Nils Lindberg samdi við enska texta frá tímum Elísabetar fyrstu. Erfitt hefur reynst að fella tónlist Nils Lindbergs undir ákveðna stefnu. Verk hans eru afar persónuleg blanda þjóðlagahefðar sænsku Dalanna, djasstónlistar og sin- fónískrar tónlistar. Tónskáldið kemur frá Uppsölum og er menntað í klassískri tónlist við Tónlistarakademíuna í Stokkhólmi. Djass- inum kynntist Nils sem unglingur og á náms- árunum framfleytti hann sér með djasspíanó- leik í næturklúbbum. Hann stofnaði sína fyrstu djasshljómsveit 16 ára gamall og tveimur árum síðar lék hljómsveitin fyrst í útvarpi. Nils hefur unnið með mörgum stór- stjörnum djasstónlistar á tónleikaferðum inn- an og utan Norðurlandanna, m.a. Josephine Baker, Alice Baba og Duke Ellington en all- an sinn feril hefur hann unnið jafnhliða að sinfónískum tónsmíðum. Nils sá um flutning eigin tónlistar við útför Olavs Palme árið 1986 og var fenginn til að semja tónlist sem leikin var í messu páfa í dómkirkjunni í Uppsölum árið 1989. I ágústmánuði sl. var frumsýnd í Stokkhólmi víkingaóratóría Nils, SÁLUMESSA MEÐ SVEIFLU Morgunbloóið/Asdís TÓNSKÁLDIÐ og djasspíanistinn Nils Lindberg túlkar klassísk viðfangsefni sálumes- sunnar á afar sérstæðan og persónulegan hátt. í Requiem blandast kirkjutónlistar miðalda við áhrif frá þjóðalagatónlistar Dalanna og bandarískum djass og tekur tón- skáldið sjálft þátt í flutningnum. Runkárlek. Flytjendur voru 200 kórsöngvar- ar, hljóðfæraleikarar og einsöngvarar frá öll- um Norðurlöndunum, Eistlandi og Orkneyj- um. Þar fór Bergþór Pálsson með eitt aðal- hlutverkið. Nils starfaði í 15 ár með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Hannover og Stórsveit útvarpsins í Hamborg, - að því er virðist tveir gerólíkir heimar en Nils segir að svo sé alls ekki og að djassinn hafi í reynd hjálpað sér að fara nýjar leiðir við að semja sinfóníska tónlist. Requiem er samið við latneskan texta sálu- messunnar og tónlistin ber keim af negra- sálmum í bland við sænska þjóðlagahefð, gregorískan messusöng og kirkjutóna. Verk- ið er samið fyrir stóran kór, þrjá einsöngvara og stækkaða stórsveit þar sem bætt hefur verið við tveimur hornum og tveimur flaut- um. Tónskáldið leikur undir flutningi verksins á píanó. „Hugmyndin að verkinu kviknaði á Spáni fyrir 6 árum þegar ég dvaldi yfir jól í mið- aldabæ nokkrum. Hvort umhverfið hafði þessi áhrif veit ég ekki en skyndilega laust þeirri hugmynd niður í kollinn á mér að semja trúarlegt tónverk sem byggt væri á róm- versk-kaþólskum miðaldasálmi, þeim sama texta og Verdi og Mozart höfðu áður samið tónverk við, en undir áhrifum þjóðlagahefðar Dalanna, djassins og sinfónískrar tónlistar," segir Nils. „Ég óttaðist aldrei að ég væri að fara yfir strikið með því að blanda saman svo mörgum tónlistarstefnum. Þetta var nokkuð sem ég hafði fengist lengi við. Ég vissi hins vegar ekki hvernig áheyrendur myndu bregðast við og móttökurnar voru betri en ég hefði nokkru sinni þorað að vona.“ Verkið hefur verið leikið víða utan Svíþjóð- ar að undanförnu, á þessu ári bæði i Minnea- polis í Bandaríkjunum og i Lúxemborg og á næsta ári verður Requiem flutt í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum, Ástralíu og Hol- landi. Nils segir að tónlistarblöndunin Ijái kórverkinu alþjóðlegan blæ. „Latínan er kirkjumál kaþólskunnar um allan heim, stór- sveitir fyrirfinnast hjá allflestum þjóðum sem og kirkjukórar svo ég tel að þessi blanda tónlistarhefða tali til mjög breiðs hóps áheyr- enda.“ Kórverkið Oh mistress mine er samið við enska texta frá tímum Elísabetar fyrstu, þar á meðal eru ljóð eftir Shakespeare og Marlow. Bókmenntatextar eru Nils mikill innblástur við tónsmíðar. „Ég komst að raun um hvað það á vel við mig að semja tónlist við texta þegar ég samdi mitt fyrsta kór- verk fyrir 20 árum. Ég reyni að ljá hverju orði ákveðinn hljóm og láta tónverkið endur- skapa stemmningu orðanna. Áður fyrr, þeg- ar ég samdi „instrumental“-tónlist fyrir stór- sveitir og sinfóníur, voru verkin mun lengur í smíðum en eftir að ég fór að styðjast við texta við tónsmíðarnar hafa hljómarnir kom- ið næstum eins og af sjálfu sér.“ Tónleikarnir hefjast á þremur stórsveitar- verkum Nils. Tvö þeirra byggjast á þjóðlaga- tónlist Dalanna og í þessum verkum fá fjöl- margir stórsveitarfélagar að spreyta sig á frjálsum spuna djassstefja. „Árið 1975 flutt- ist ég aftur á æskustöðvar mínar í Gagnef í Dölunum eftir að hafa búið í Stokkhólmi í 20 ár. Rætur mínar eru í Dölunum og stóri áhrifavaldurinn í minni tónlist er sænska þjóðlagahefðin sem er sprottin frá þessum slóðum,“ segir Nils. „Djassinn og þjóðlaga- tónlistin eiga ýmislegt sameiginlegt. Djass- inn er jú ekki annað en ein tegund þjóðlaga- tónlistar, þ.e. tónlistarhefð svertingja í Bandaríkjunum. Ég ólst upp við sænska þjóðlagahefð og fyrir mér lá djassinn bein- ast við, ryþminn og strengirnir voru jú til staðar og þetta var spurning um framsetn- ingu.“ ELÍN Ósk Óskarsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir halda útgáfutónleika í Hafnarborg á sunnudagskvöld. NORRÆNAR OG ÍTALSKAR SÖNGPERLUR ELIN Osk Oskarsdóttir sópransöngkona og Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleik- ari halda útgáfutónleika í tilefni af útkomu hljómdisks þeirra Söngperlur. Tónleik- arnir verða í Hafnarborg sunnudagskvöldið 23. nóvember kl. 20.30. Elín Ósk og Hólmfríður hafa starfað saman í 7 ár. Elín Ósk sendi áður frá sér plötu fyrir 10 árum og hún segir að nýi hljómdiskurinn beri greinileg merki víð- tækrar starfsreynslu sem hún hefur öðlast frá þeim tíma. Hljómdiskurinn Söng- perlur samanstendur af mörgum eftirlætislögum þeirra Elínar Óskar og Hólmfríð- ar sem skiptast jafnt á milli ítalskra óperuaría, íslenskra sönglaga og sönglaga frá Noregi og Svíþjóð. Lögin eru allflest þekkt, ýmist kröftug og dramatísk eða ljúf sönglög svo sem eins og arían Suicidio úr la Gioconda, Vögguvísa eftir Pál Isólfsson við kvæði Davíðs Stefánssonar og Svartar Rosor eftir Sibelius. „Von- andi sýni ég rnínar bestu hliðar," segir Elín Ósk. „Ég er svo heppin að hafa mik- ið raddsvið og vald á veikum og sterkum söng. Við höfum því farið þá leið að brjóta dramatíkina upp með Ijúfum sönglögum. Án þess að halla á önnur verk eru óperuaríurnar óneitanlega mitt sérsvið því fyrst og fremst er ég óperusöng- kona. Allt eru þetta lög sem standa hjarta inínu næst.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.