Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 5
rekja til frönsku stjórnarbyltingarinnar, eins og áður sagði. Það er hins vegar augljóst að þjóðernisstefnan var ekki fastmótuð pólitísk skoðun, að minnsta kosti var hvorttveggja hægt að gagnrýna og rökstyðja Brasilíuferð- irnar undir merkjum þessarar hugsjónar. Frá sjónarhóli nútímamanna lítur 19. öldin út eins og tímabil sameiningar þar sem íslend- ingar börðust fyrir sjálfstæði sínu með frelsis- gyðjuna sér við hlið. Af skrifum Einars má þó glögglega sjá að þjóðernissinnar voru eng- an veginn sammála. Raunar var þjóðernis- hyggja hugsjón sem erfitt eða ómögulegt er að skilgreina. Það sést best á því að bæði andstæðingar og fylgismenn Vesturheimsferð- anna nýttu sér þjóðernishyggju í skrifum sín- um og báðir vísuðu til þessara nýju hugmynda til að styðja sitt mál. Vandamálið er í raun það að þjóðernistilfinning 19. aldarmanna var hvorki stjórnmálahreyfing eða fastmótuð hug- myndastefna heldur óljós tilfinning sem öllum fannst þeir annaðhvort hafa eða eiga að hafa. Á meðan Vesturheimsferðirnar stóðu yfir gekk íslenskt samfélag í gegnum mestu breyt- ingar frá upphafi. Örar framfarir í atvinnu- og lífsháttum hafa óhjákvæmilega í för með sér pólitísk átök og svo _var vissulega raunin á íslandi. Það eina sem íslendingar gátu ver- ið nokkurn veginn sammála um var að efla hag þjóðarinnar og frelsi sem allra mest; þjóð- frelsið var sameiginleg hugsjón allra. Það var einmitt þess vegna sem það skipti báða aðila svo miklu máli að geta stutt skoðanir sínar þjóðernislegum rökum. Um alla Evrópu hafði orðið vakning meðal fólksins. Frelsi og ákvörðunarréttur til handa öllum var krafa dagsins og íslendingar fóru svo sannarlega ekki varhluta af nýjum og breyttum hugsunarhætti. Þjóðfrelsið var þeim sameiginlegt kappsmál, eins og verslunarmál- ið og sjálfstæðisbaráttan bera merki um, en kröfur Islendinga um eigin ákvörðunarrétt voru byggðar á sérstöðunni sem menningin og tungan óneitanlega skapaði. Þannig voru ólíkar hugmyndir notaðar til að setja pólitísk- ar kröfur. En það var kannski einmitt vegna þess að íslendingar voru uppteknir af eigin þjóðfrelsi og baráttunni við Dani, á þessum nýju forsendum, sem Vesturheimsferðirnar urðu svo flóknar, umdeildar og mikið gagn- rýndar eins og raunin varð. Þrátt fyrir góðan ásetning tókst Einari Ásmundssyni í Nesi ekki að koma íslendingum til Brasilíu á vordögum 1860. Ekki tókst að fá skip til fararinnar og því féll áætlunin um sjálfa sig. Þingeyingar höfðu samt ekki gefist upp og hugðust nota tímann til að tryggja sér far að ári. Fyrstu ár Brasilíufélagsins voru þannig mörkuð vonbrigðum og óuppfylltum draumum. Það var ekki fyrr en 1863 sem loks fór að birta tiþ því að þann 14. febrúar þetta ár hélt fyrsti Islendingurinn til Brasilíu. Hann var ekki lengi einn því að um sumarið héldu þeir Jónas Hallgrímsson, Jónas Friðf- innsson og Jón Einarsson einnig af stað. Fjór- menningarnir voru allir tengdir útflutningsfé- laginu og að minnsta kosti Jónas Hallgríms- son var sendur á vegum þess til að kynnast staðháttum og finna heppilegt land fyrir ný- lendu íslendinga. Heima í Þingeyjarsýslu biðu menn í ofvæni eftir fréttum frá Brasilíu. Þegar þær loksins komu, nærri ári seinna, létti öllum mikið. Ráðgert var að flytja strax um sumarið ....og hafa margir nýir í félagið gengið, en þeir sem með verstu hrakspám, brigslum og vitlausum hleypidómum hafa viljað ónýta fyr- irtæki þetta, láta nú sem stendur lítið þess háttar á.sér heyra og eru sumir orðnir um- breyttir í skoðun sinni.“ í bréfum sínum lýstu ævintýramennirnir landkostum og einkum Jónasi leist vel á sig í nýjum heimkynnum, gróskan var mikil og mjög frjósamt en of margar flugur og ýmis meindýr svo sem höggormar. Ferðasagan hef- ur eflaust hljómað spennandi í eyrum íslensks almennings sem sat heima og lét sig dreyma. Það er ekki að efa að skrif Jónasar hafa ver- ið mögrum áhugamanninum hughreysting. Eins og nærri má geta vissu íslendingar á 19. öld harla lítið um Brasilíu. Þeir höfðu enga reynslu af Vesturheimi og þekktu hann í mesta Jagi af sögusögnum og einhveijum bókum. Árið 1864 var nokkuð þýtt af ritum, bæklingum og öðru er varðaði ferðir til Vestur- heims. En því miður virðist það efni nú með öllu týnt. Þar virðast hafa glatast mikilvægar heimildir um vitneskju og áhuga íslendinga á Brasilíu fyrir fullt og allt. Það liggur þó ljóst fyrir að vitneskja Islendinga um þetta dular- fulla land var harla lítil. Ekki reyndist unnt að fá skip til fararinnar þetta sumar, en Þin- geyingar gáfust ekki upp og hófu undirbúning að fjölmennri ferð að ári. Um veturinn fóru kjaftasögur um eins og eldur í sinu. Sögðu sumir frá því að Jónas ætlaði að teyma ís- lenska landnema í einhvern furðudal þar sem ekki sæist til sólar fyrir frumskóginum. Aðrir sögðu Brasilíufarana vera komna innundir hjá brasilísku stjórninni og fengið hana til að senda skip eftir þeim íslendingum sem koma EINAR Ásmundsson i Nesi beitti sér manna mest fyrir flutningum til Brasilfu og taldi Iftið vit í að flytja úr köldu landi til Grænlands. Einar var talinn stórgáfaður maður og á eigin spýtur aflaði hann sér kunnáttu f siglingafræði, dönsku, þýzku, frönsku og port- úgölsku. Á myndinni er hann með sonum sfnum, Gunnari t.h. og Gottormi. JÓNAS Hallgrímsson, Brasilfufari, sem sendur var til að kanna aðstæður og segja kost og löst á landinu. Honum leist vel á frjósemi landsins, en síður á allar flugurn- ar og höggormana. vildu. Æsingurinn var mikill og hafa sögurnar vafalaust kryddað tilbreytingarlaust líf alþýð- unnar. Hvað sem öllum sögum leið var áhuginn mikill og breiddist út um landið. Margir heim- sóttu Einar og vildu taka þátt, en urðu frá að hverfa, því ekki var hægt að útvega öllum skipsrúm. Bæði Skagfirðingar og Austfirðingar komu að máli við hann og var talið að ef ferð þessi gengi_ vel myndi komast mikill skriður á útflutning íslendinga til Brasilíu. Allt frá upp- hafi var mestur áhugj á vesturferðum á Norð- ur- og Austurlandi. í upphafi getur verið að það megi einungis skýra með nálægðinni enda er líklegra að áhuginn breiðist út til nærliggj- andi héraða heldur en annarra. Slíkar skýring- ar eru þó engan veginn nægjanlegar þar sem Norðlendingar voru stærstur hluti útflytjenda allan þann tíma sem vesturferðirnar stóðu. Það JAKOB Háifdanarson, bóndi á Grímsstöð- um og einn af brautryðjendum í stofnun fyrsta kaupfélagsins. Hann aðstoðaði Einar f Nesi við að koma á brottflutningi fólks til Brasilíu og reyndi til þrautar að fá skip til þess að flytja fólk árið 1867, en án árangurs. er því óhjákvæmilegt að leita annarra útskýr- inga á þessum sérstöku vinsældum vesturferð- anna norðan heiða. Það má kannski segja að fólksfjölgunin og landþrengslin sem hún skapaði hafi á 19. öld verið nýtt vandamál á Norðurlandi á meðan Sunnlendingar höfðu búið mun iengur við jarð- næðisskort. Hár giftingaraldur var því rótgróin hefð sunnanlands á meðan Norðlendingar þurftu nú að glíma við þessar staðreyndir í fyrsta sinn. Ennfremur var útgerð stunduð mun meira á Suðurlandi og því lá beinast við að þeir sem ekki komust yfir land héldu á sjó- inn. Norðlendingar voru því ekki vanir og sá vísir að þéttbýli sem myndaðiðst við sjávarsíð- una á þessum árum var nær eingöngu sunnan- lands. Sjósóknin varð lausn Sunnlendinga en Ameríkuíerðirnar voru einasta úrræði annarra. Um leið og Brasilíufélagsskapnum óx fiskur um hrygg var óhjákvæmilegt að gagnrýni á hann yrði harðari. Skoðanir voru skiptar og voru flestir fyrirmenn andvígir félagsskapn- um. Pétur Hafstein, amtmaður Norðlendinga, var á móti Brasilíuferðunum, því að hann taldi flutning sem þennan landinu til ófarnaðar og sérstaklega yrði vinnuaflsmissirinn þungbær. Prestar og prófastar skipuðu sér einnig í flokk efasemdamanna. Þeir spáðu illa fyrir ferða- löngunum því að þeir voru fátækir, óupplýst- ir, prests- og læknislausir. Þeir kunnu hvorki tungumálið né þekktu lög nýja landsins. Prest- arnir sáu fyrir sér sundrungu og áhrifaleysi Brasilíufaranna sem á endanum hlyti að leiða til þess að nýlendubúarnir töpuðu tungu sinni og þjóðerni og samkvæmt spádómum þeirra var líklegasti endir ferð^rinnar á gömlu hrepp- unum heima á Fróni. Afstaða prestanna gæti þó hafa verið málum blandin þar sem hræðsla þeirra við kaþólskuna gæti hafa haft nokkur áhrif á skoðanir þeirra þótt ekki komi það beinlínis fram í skrifum þeirra. Fleiri tóku undir gagnrýni embættismanna því ritstjóri Norðanfara var ekki hlynntur því „að margir af löndum vorum stökkvi úr iandi, til þess að nema land í Brasílíu, eða hvar sem er.“ En þó taldi hann enga ástæðu til að banna þeim utanför. Fjölmargir þegnar annarra landa höfðu farið til Vesturheims án þess að yfirvöld hefðu sett sig_ upp á móti því. Ástæðulaust væri því fyrir íslendinga að gera slíkt. Flestir þeirra sem meira máttu sín skildu því lítið í fárinu og töldu lýðinn ekki hafa að neinu betra að hverfa í Ameríku. Fyrirmönnum fannst málið allt heldur heimskulegt; að minnsta kosti birtust, í einu stærsta dagblaði landsins, greinar um Vesturheimsferðirnar undir fyrirsögninni „Það sem af heimsku er stofnað, mun af heimsku fyrirfarast". Álit ís- lenskra menntamanna á Vesturheimsfárinu endurspeglaðist í skrifum Þjóðólfs en blaðið spáði því að ísjenskir útflytjendur myndu þræla fyrir nýlenduherrana og minnti þá á hina al- ræmdu þrælasölu á blökkumönnum. Það má kannski segja að í umræðunni um Vesturheims- ferðirnar hafí komið fram helstu einkennin á hugsunarhætti bændasamfélagsins vegna þess að á bak við skrifín um þrælahaldið er grund- vallarhugsun bændamenningarinnar þar sem daglaunamenn eða aðrir sem ekki réðu landi voru álitnir annars flokks og óæskilegir. í grófum dráttum má segja að menntamenn og embættismenn, þ.e.a.s þeir sem mynduðu efsta lag þjóðfélagsins hafi almennt verið á móti vesturferðunum og töldu undirsáta sína lítið hafa til Ameríku að gera. En deilurnar um ferðirnar endurspegia einnig tvö ólík sjón- arhorn til lífsins og samtímans. Menntamönnum fannst að þar sem sjálf- stæðisbaráttan væri hafín og íslendingar hefðu loks öðlast langþráð verslunarfrelsi þá væri ástæða til bartsýni. Þeir sáu fyrir sér hagsæld og upprisu íslands. Almenningur á hinn bóginn deildi ekki endilega þessari sýn yfirboðara sinna, að minnsta kosti ekki þeir sem ætluðu til Ameríku. Kannski stöfuðu þessar mismun- andi skoðanir af þeirri staðreynd að búhokrið var einasta leið almennings til mannsæmandi lífs. Hann var í meiri tengslum við hið daglega líf þar sem veruleikinn var ekki hagfræðikenn- ingar og mannréttindi heldur spurningin um að lifa af landinu. Brasilíufararnir sáu einung- is fram á skert kjör eða enn fleiri ár í vinnu- mennsku vegna harðinda og landþrengsla. Nú bar svo við að þeir Einar Ásmundsson og Jakob Hálfdánarson voru báðir forystu- menn í sínum sveitum, þrátt fyrir að þeir væru kannski ekki hámenntaðir. Það er því forvitnilegt að velta fyrir sér hvers vegna þeir stjórnuðu og trúðu á Brasilíuferðirnar. Líkt og andstæðingar vesturferðanna notuðu forystumennirnir sjálfstæðisbaráttuna sem rökstuðning. Einar benti á að lítið hefði þok- ast í freisisátt og höfðaði þannig til óánægju manna með Dani og þær stjórnlagabætur sem íslendingar höfðu lengi beðið eftir. í rök- semdafærslu sinni vísaði Einar til þess að miklu meira fijálsræði væri í Ameríku og því væri enn betra að fará þangað, heldur en bíða eftir úrbótum frá kóngsins Kaupmannahöfn. Þannig var sjálfstæðisbaráttan notuð af báð- um aðilum til að sanna sitthvorn málstaðinn. Þrátt fyrir að mennta- og blaðamenn hafi rökrætt Vesturheimsferðirnar á hugmynda- fræðilegumjiótum er ekki endilega víst að vandamál almennings hafi verið hin sömu. Væntanlegir Brasilíufarar höfðu mestar áhyggjur af fáfræði sinni. Þeir vissu lítið sem ekkert um nýju heimkynnin eða lifnaðarhætti þar. Það var einmitt vegna þessa sem leiðtog- arnir, þeir Einar og Jakob, voru þeim svo mikils virði. Brasilíufararnir settu traust sitt á þá vegna þess að þeir vissu meira og höfðu reynslu af samningum við erlend skipafélög og aðra stórlaxa í útlöndum. Þörf ferðalang- anna fyrir sterka og fróða forystumenn kom best í ljós þegar Einar í Nesi hætti við Brasil- íuferð, en þá bilaði kjarkur margra annarra. Þannig voru vandamál og skoðanir almenn- ings á ferðunum ekki alltaf þær sömu og þeirra sem deiidu opinberlega. Enda var það )► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.